Vísir - 10.05.1941, Síða 2
VI S I R
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Kosninga
frestunin.
ÞAÐ væri illa farið, ef kjós-
endur reyndu að telja sér
trú um, að verið væri að svikj-
ast að þeirn með því að fresta
þingkosningum, eins og nú
liorfir. Ýmsir þeir, sem fyrir
skemmstu voru þeirrar skoðun-
ar, að liægt væri að hafa „við-
skipti eins og venjulega“, hafa
nú sannfærst um liið gagn-
stæða. Þegar mál þetta hefir
verið fullskýrt, mun almenn-
ingur láta sér skiljast, að hér
er ekki um neinn yfirgang að
ræða, né ofbeldishneigð, held-
ur aðeins það, að horfast í augu
við staðreyndir, og draga af
þeim óhjákvæmilegar ályktanir.
Þegar málið liggur þannig fyr-
ir, mun það koma í Ijós, að þeir,
sem frestuninni fylgja, hafa
engu síður vakandi skilning á
gildi lýðræðisins en hinir, sem
enn þá virðast telja að kosning-
ar geti farið fram með venju-
legum liætti.
Kosningar eru lýðræðisleg at-
höfn. Á þingmannafundi, sem
lialdinn var í gærkvöldi, benti
Jakob Möller á, hversu hjáleitt
það væri, að slílc lýðræðisleg at-
liöfn færi fram undir ólýðræð-
islegu ástandi. Eins og þegar
hagar til hér á landi, er öllum
Ijóst, að kosningum hlýtur að
verða rneira eða minna áfátt,
sagði Jakob Möller. En — bætti
hann við — ef þeir atburðir
gerast, sém vel má húast við,
verður ekki einungis um það að
ræða, að kosningum verði mjög
áfátt, heldur gæti þær beinlín-
is orðið hrein tilviljun. Þegar
svo er komið, er ekki um lýð-
ræði að tala heldur markleysu.
Jakob Möller taldi hiklaust,
að kosningarnar 1937 væri
miklu lýðræðislegri grundvöllur
undir skipun' Alþingis en þær
kosningar, sem nú gætu farið
fram. Ályktarorð hans vóru
þessi: Ef við viljum halda lýð-
ræðið í heiðri eiga kosningar
ekki að fara fram.
*
Það dettur engum í hug, að
væna Jakob Möller um það, að
hann sé einræðissinni. Það dett-
ur heldur engum i hug, að hann
hafi neinar persónulegar ástæð-
ur til að hliðra sér hjá kosning-
um. Þess vegna er fróðlegt að
heyra, hvernig slíkur maður
tekur skarið af í þessu máli.
Þingfrestunin hefir nú veriö
rædd innan stuðningsflokka
stjómarinnar. Ekki er talið
heimilt, að skýra frá þeim um-
ræðum. En svo mikið er víst,
, að margir þeir þingmenn, sem
ekki hafa getgð hugsað til þess
að kosningum yrði undir nokkr-
um kringumstæðum frestað,
eru alveg hiklaust þeirrar skoð-
unar, að þær verði óframkvæm-
anlegar nú.
Hér í blaðinu hafa áður verið
færðar fram ýmsar almennar
ástæður fyrir þvi, hversu tor-
velt sé að ganga til kosninga
eins og nú hagar til og^eins og
nú horfir. Ekki er ætlunin að
endurtaka þær ástæður að
þessu sinni. Það skal aðeins
sagt, að margar og veigamiklar
ástæður fyrir frestuninni eru
enn ótaldar og bíða síns tíma.
★
Kosningafrestunin verður
vafalaust samþykkt með yfir-
gnæfandi meirihluta og verða
þá framfærðar gildar ástæður
fvrir þeirri ráðstöfun. En með-
an þetta er ekki komið í kring,
skal kjósendum á það hent, að
ekki sæmir að fara með órök-
studda dóma í jafn mikilvægu
máli. Það er hægt að liafa kosn-
ingar að nafni til, ná-
lega hvað sem á geng-
ur. En það er alveg undir hæl-
inn lagt — eins og nú horfir —
livort þær kosningar yrðu ann-
að og meira en skrípamynd af
vilja kjósenda.
Sá er þetta ritar, getur full-
yrt, að viljinn til að liafa kosn-
ingar er áreiðanlega eins rikur í
hópi þingmanna og hópi kjós-
enda. Hitt er það, að þingmenn
liafa átt þess kost, að kynnast
málum nánar en kjósendur al-
mennt. Þetta hefir leitt til þess,
að þingmenn munu flestir
greiða frestuninni atkvæði, með
fullkomlega hreinni samvizku.
Það kann að vera sagt, að hér
sé um lögbrot að ræða. En það
„lögbrot“ er þá þess eðlis, að
það er hvorki ríkisstjórn né A1
þingi, sem veldur þvi. Það eru
utanaðkomandi ástæður, okkur
öllum óviðráðanlegar, — nauð-
syn svo rík, að hún brýtur lög.
Margir kjósendur hafa þegar
gert sér grein fyrir þeim örð-
ugleikum, sem eru á fram-
kvæmd kosninga. Að svo miklu
leyti sem svo er ekki, mun mál-
ið verða skýrt fyrir mönnufn.
Kosningafrestunin er ein af
þeim afleiðingum ófriðarins,
sem ekki verða umflúnar.
BcbIop tí
frétfjr
Messur á morgun.
í dómkirkjunni kl. ii, síra Bjarni
Jónsson (ferming).
Hallgrímsprestakall: Engin messa
á morgun.
Laugarnessókn: Messáð í dóm-
kirkjunni kl. 2, sr. GarÖar Svav-
arsson (ferming).
Nesprcstakall: Messað í Mýrar-
húsaskóla kl. 2)4, sr. Jón Thorar-
ensen.
Fríkirkjan. Messa fellur niður
vegna safnaðarfundarins.
í kaþólsku kirkjunni í Laivdakoti:
Lágmessa kl. 6)4 árd. Hámessa kl.
io árd. Bænahald og prédikun kl.
6 síðd.
Fríkirkjan í Háfnarfirði. Messað
kl. 5 (altarisganga), síra Jón Auð-
uns'.
Messað að Kálfatjörn kl. 2, síra
Garðar Þorsteinsson.
Dánarfregrn.
1 morgun andaðist í Landakots-
spítala frú Júlíana Árnason, fædd
Bjarnasen, móðir Péturs óperu-
söngvara og Þorsteins bókara, Jóns-
sona.
Revyan
„Hver maður sinn skammt“ var
sýnd í fyrrakvöld fyrir troðfullu
húsi, og urðu margir frá að hverfa.
Næsta sýning verður kl. 3 á morg-
un.
Sjóklæðag-erð íslands h.f.
hefir opnað skrifstofur til bráða-
hirgða í Tjarnargötu 3C.
50 ára á morgun
er húsfrú Maíendína Kristjáns-
dóttir, Laugaveg 42.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir „Á útleið“ annað kvöld i
síðasta sinn og hefst sala aðgöngu-
miða kl. 4 í dag.
Hjúskapur.
í dag verða gefin saman í hjóna-
band af sr. Friðrik Hallgrímssyni
ungfrú Steinunn Guðmundsdóttir,
Þjórsárgötu 1 og Kristmundur
Jónsson, Eyvík, Grímsstaðaholti.
Heimili þeirra verður á Þjórsár-
götu 1.
í dag verða gefin saman í hjóna-
band af próf. Ásmundi Guðmunds-
syni ungfrú Rannveig Eiríksdóttir
og Guðmundur Löve, kennari. —
Heimili þeirra verður fyrst um sinn
Réttarholti, Sogamýri.
Stúdentafélag Reykjavíkur
heldur aðalfund sinn á mánudag-
inn kemur í 1. kennslustofu Há-
skólans kl. 8)4 stundvíslega. Auk
venjulegra aðalfundarstarfa, flytur
Sigurður Einarsson dócent erindi,
er hann nefnir: Hvað er framund-
an. Frjálsar umræður verða á eftir.
Fiaá 1930 Iiefeir Valnr unnid 380
kappleiki af !IíO. A saiua fíma
liefur Valur seft IOI5Í mörk. en
tapað aðeins 498.
íslands-
méistar-
ar 1940.
\I9»TAI. VIÐ SVIÍIA ZOÍ'G l.
ÞRÖUN VALS I 30 ÁR.
Knattspyrnufélagið „Valur“, sem um síðastliðinn
tug ára hefir verið eitt sigursælasta knattspyrnufélag
þessa lands, verður 30 ára á morgun. Minnast félagar
afmælisins með veglegri veizlu í Oddfellowhöllinni í
kvöld.
Vísir hitti Svein Zoega, for-
mann Vals, að máli og Jiað.hann
að segja blaðinu eiltlivað um fé-
lagið og sögu þess í tilefni af
afmælinu.
„Árið 1911 gekk mikil íþrótta-
alda og íþróltavakning yfir
þenna hæ. Þá var Valur stofn-
aður. Raunverulegir stofnendur
voru 6 drengir innan K.F.U.M.-
hreyfingarinnar, en á bak við
þessa félagsstofnun stóð séra
Friðrik Friðriksson, sem frá
fyrstu tíð og til hins síðasta
hefir rétt okkur örvandi hönd.“
„Hverjir voru fyrstu stofn-
endur Vals'?“
„Þeir voru Guðhjörn Guð-
mundsson prentari, Páll
Sigurðsson prentari, Filipus
Guðmundsson múrarameistari,
Ilallur Þorleifsson kaupmaður,
Jóhannes Sigurðsson framkv.-
stj. og Stefán heitinn Ólafsson,
en á sjálfum stofnfundinum,
hættust fleiri í liópinn. Valur
var stofnaður 11. maí 1911. —
Fyrsti formaður félagsins var
jLoftur Guðmundsson, nú ljós-
myndari.“
„Hver voru fyrstu afrek ykk-
ar ?“
„Við byrjuðum á því að ryðja
okkar eigin æfingavöll á Melun-
um, þar sem loftskeytastöðin er
nú. Þegar hún var reist, urðum,
við að hverfa þaðan á brott. í
ágústmánuði 1911 var æfinga-
völlurinn tilbúinn og þar æfð-
um við af kappi.“
„Hvenær kepptuð þið í fyrsta
sinn?“
„Fyrsti kappleikurinn, sem
við háðum við annað félag, var
við Fram, haustið 1914. Fram
var þá bezta félagið hér, en við
töpuðum leiknum með aðeins
eins marlcs mun.“
„En hvenær unnuð þið fyrsta
kappleikinn ykkar?“
„Árið 1919. Þá vann II. flokk-
ur fyrsta kappleikinn fyrir okk-
ur. Úr því fer II. fl. Vals að láta
allmikið til sín taka, og hann
færir okkur fyrsta verðlauna-
gripinn til eignar sumarið 1922.
Nú á Valur, eða er handhafi, 14
—15 verðlaunagripa.“
„Hvenær byrjar I. fl. Vals að
keppa?“
„Það var árið 1923. Þá tók
Valur þátt í fyrsta flokks mót-
inu, en þó með undanþágu fyr-
ir fimm II. fl. menn. Valur lenti
i úrslitunum, en tapaði fyrir K.
R. En frá því 1927 höfum við
lent í öllum úrslitum I. flokks
móta i Rvík, að tveimur undan-
teknum.“
„Og svo takið þið til að sigra
keppinauta ykkar í I. fIokki?“
„Já, það var árið 1930, að
Valur vinnur Islandsmótið í
fyrsta sinn. Með þeim sigri hefst
hin raunverulega sigursaga fé-
lagsins. Alls hefir Valur unnið
tslandsmótið 7 sinnum, og
Reykjavíkurmótið 5 sinnum.
Frá því 1937 hefir Valur tekið
þátt í 40 leikjum í meistara-
flokki og aðeins tapað einum
þeirra.“
„Hvernig hefir það gengið i
yngri flokkunum?“
„Ágætlega. Bæði II. og líl. fl.
Vals hafa ávallt staðið sig vel, og
undanfarin ár ýmist verið í 1.
eða 2. sæli á kappleikjum. Sem
dæmi skal eg taka það fram, að
sl. haust vann III. fl. Vals verð-
launabikar til eignar, sem liann
hafði keppt um 12 leiki á þrem-
ur árum. Þessi flokkur skoraði
40 mörk í öllum leikjunum
gegn engu.“
„Það er vel af sér vikið. En
meðal annara orða, hafið þið
ekki siglt, einu sinni eða oftar?“
„Tvisvar; annað skiftið 1931,
en hitt 1935, hæði skiptin til
Norðurlanda: Noregs, Dan-
merkur og Svíþjóðar. Valur er
fyrsta félagið íslenzka, sem hef-
ir farið utan til knattspyrnu-
keppni. Svo hefir félagið auk
þessa tekið þátt í ferðum allra
úrvalsliða, sem send hafa verið
héðan til annara landa.“
„Hver hefir árangurinn orð-
ið?“
„Hann hefir orðið mikill, og
mjög brátt orðið sýnilegur í
leik okkar hér heima. Eg vil
segja, að með utanferðum,
knatlspyrnuflokkanna hafi
knattspvrna á íslandi fengið á
sig allt annan hlæ, og að hún
hafi breytzt og batnað til muna.
Valur er einnig fyrsta lcnatt-
spyrnufélag landsins, sem fær
til sin erlendan þjálfara.“
„Hafið þið lagt fyrir ykkur
aðrar íþróttir en knattspyrnu.“
„Það er ekki mikið. Valur tók
að vísu þátt í drengjahlaupi Ár-
ínanns nokkuru eftir að til þess
ldaups var stofnað, en hætti því
svo von bráðar aftur. Hinsvegar
Iiefir Valur æft handknattleik
af kappi nú siðustu árin og með
þeim árangri, að Valur hefir
unnið landsmótin i I. floklci,
hæði í vetur og fyrravetur, og í
II. fl. i fyrra, en i vetur urðum,
við númer tvö í röðinni.“
„En vetraríþróttir?“
„Þar erum við líka farnir á
stúfana, þó i litlum stíl sé. Valur
hefir tekið á leigu skála hjá
Ivolviðarhóli./ Hefir félagið lagt
lagt mikið fé og mikla vinnu i
að endurbæta hann, • enda er
hann nú liinn vistlegasti, og
hafa félagar dvalið þar um
helgai’, þegar sldðafæri hefir
verið. Annars er það ætlun okk-
ar, að nota skálann einnig að
sumri til, dvelja í honum um
helgar og fara þaðan í göngu-
ferðir.“
„Svo hefir heyrst, að Valur
væri nýlega húinn að kaupa
mikla landeign hér við bæinn.
Hvað er að frétta af því?‘ ‘
„Það er satt, að Valur er orð-
inn jarðeigandi. Við festum
kaup á Hlíðarenda, það eru 5
ha. lands, með íbúðarhúsi, fjósi
og lilöðu. Þetta á að verða fram-
tíðarheimili okkar. Þarna ætl-
um við að koma upp allskonar
íþróttavöllum, bæði malar- og
grasvöllum, fyrir knattspyrnu,
tennis, frjálsar íþróttir, hand-
knattleik o. fl. Á Hlíðarenda á
einnig að rísa vandað og veg-
legt félagshús með fimleikasal,
húningsherbergjum, haði og
samkomusölum.“
„Hafið þið fleiri framkvæmd-i
ir á samvizkunni?“
„Já, það höfum við. M. a.
Valsblaðið. Það hefir komið út
endrum og eins frá því 1938.
Það er vandað til þess að efni
og frágangi og hið ágætasta.
Meðal annars kom út mjög
vandað afmælisblað í dag.
Félagar eru nú nær 1000 i
Val. Stjórn 1 þess skipa auk
Sveins Zoéga, sem er formaður,
Sigurður Ólafsson, varaform.,
Ragnar Hjörleifsson, ritari, Þor-
kell Ingvarsson, hréfritari, Egill
Kristbjörnsson, unglingaleið-
logi, Agnar Breiðfjörð, féhirðir,
og Baldur Steingrímsson, gjald-
keri.
Vísir óskar Val allra heilla.á
30 ára afmælinu og um ólcomna
framtíð.
GEYSIR
BEZTU BÍLAR BÆJARINS. ----- Nýtísku upphitun.
Símar 1216 og 1633.
DUGLEGUR
drengnr
13—15 ára, getur fengið at-
vinnu sumarlangt í sveit. —
Uppl. afgr. ÁLAFOSS.
Húsnæði
fyrir TRÉVINNUSTOFU
óskast strax. Sími 5258, eftir
kl. 8 síðdegis.
rvr
SMIPAUTC!
:ne
Það var Sólvallavagn,
en ekki Skerjafjarðar, sem rann
í moldareðjunni í Túngötu í gær.
Var hann neyddur til að fara þessa
leið vegna þess, að jarðarför var
í Garðastræti á milli öldugötu og
Vesturgötu, sem er hin venjulega
leið Sólvallavagnsins. En þar sem
þetta er áætlunarvagn og bundinn
ákveðnum tíma, varð hann að fara
þessa leið niður Túngötu, sem var
eina leiðin, sem um var að ræða.
Næturlæknir.
í nótt: Ólafur Jóhannsson,
Laugavegi 3, sírni 5979. Nætur-
verðir í Ingólfs apóteki og Lauga-
vegs apóteki.
Aðra nótt: Halldór Stefánsson,
Ránargötu 12, sími 2234. Nætur-
verðir í Reykjavíkur apóteki og
Lyfjabúðinni Iðunni.
Helgidagslæknir.
Karl S. Jónasson, Laufásvegi 55,
sími 3925.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25
Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30
Upplestur: Fallega Þrúða, frásaga
(sr. Jón Thorarensen). 21.00 Út-
varpshljómsvútin: Gömul danslög.
21.30 Jasslög á píanó (Aage Lor-
ange). 22.00 Danslög til kl. 24.
Útvarpið á morgun.
Kl. 10.00 Morguntónleikar. 11.00
Messa í Dómkirkjunni (síra Bjarni
Jónsson. Sálrnar: 512, 303 — 573,
154, 574. Kl. 12.10 Iiádegisútvarp.
15.30 Miðdegistónleikar : Lög úr ó-
perum. 19.00 Barnatími (Loftur í
Nýja Bíó). 20.00 Fréttir. 20.20
Knattspyrnufélagið Valur 30 ára:
a) Ávarp (sr. Bjarni Jónsson). b)
Ræða (Guðm. Ásbjörnsson). c.
Söngur (tvöfaldur kvartett). d) Er-
indi: Knattspyrnufélagið Valur 30
ára (Sveinn Zoéga, form. Vals). e)
Söngur (tvöfaldur kvartett). f)
Kyeðja til Vals (form. K.R.R., Pét-
ur Sigurðsson háskólaritari). 21.20
Hljómplötur: Valsar. 21.35 Hljóm-
plötur: Sönglög eftir Schubert. —
Síðan danslög til kl. 23.
rrr.i^i.uA
M.s. Helgi
hleSur til Vestmannaeyja á
mánudag. Vörumóttaka fyrir
hádegi sama dag.
Góða
Stúlku
vantar á
HÓTEL SKJALDBREIÐ.
Ibnð
Vantar 3—4 herbergja góða
ibúð nú þegar eða 14. maí.
Sími 4832.
Eitt mjög stórt
herbergi
óskast til leigu til 1. okt. —
Fyrirframgreiðsla ef óskað
er. Tilboð, merkt: „T“, send-
ist Vísi.
RAFTÆKJAVERZLUN OC
VINNUST0FA
^ LAUCAVEC 46
SÍMI 5858
RAFLACNIR
VIÐCERÐIR
SÆKJUM SENDUM