Vísir - 15.05.1941, Blaðsíða 3
V I S I R
Sigurður Thorlacius: Um
loftin blá. — Útgefandi:
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Þetta er önnur úlgáfa bókar-
innar. Hin fyrri iiafði selzt á
svipstundu. Höf. hefir áður
skrifað bók með efni úr íslenzku
dýralífi — „Sumardagar“ minn-
ir mig að hún iieili. Eg liefi ekki
séð hana, en heyrt liið bezta af
lienni látið.
„Um loflin blá“ er ágæt bók
og ÓYenjuleg að ýmsu leyti.
Mun hún fyrst og fremst ætluð
hörnum og unglingum — til
fróðleiks og skemmtunar og
siálubóta. Og víst er um það, að
hún svíkur ekki æskulýðinn og
raunar engan, sem hana les,
gefur ekki steiná fyrir brauð.
Höf. vill gleðja og fræða og
vekja góðan hug til alls sem
lifir. Fyrri bók lians mun og
hafa verið af svipuðum toga
spunnin.
„öm loftin hlá“ ræðir mest-
megnis um fugla og fuglalíf,
einkum sjófugla af ýmsum teg-
undum, en þó er margra ann-
ara dýra getið. Stundum lætur
höf. fuglana segja fróðlegar
sögur af ferðum sínum „um
loftin blá“ yfir láði og legi og
lýsa því, sem fyrir augu ber.
Kennir þar margra grasa og er
víða vel og skemmtilega frá
sagt. Og allar bera frásögur liöf.
og lýsingar vitni um samúðar-
rílcan hug og fölskvalausa ást
til hins fjölþætta undursamlega
lífs, sem kemur í heiminn án
afláts, stendur við litla stund,
starfar og stríðir og deyr. —
„Höfuðpersónur" bókarinnar
eru æðarhjónin Skjöldur og
Brúnkolla. Skjöldur er þriggja
ára, Ijómandi yngispiltur, sak-
laus eins og barnið, en nú er
eitthvað að komá yfir hann,
eitthvað máttugt og áleitið, sem
hann hefir ekki kennt áður. Það
er ástin. Hann hefir rekizt á
undur fríða, barnunga kollu og
tekur lianai tali: „Dúnninn á
hringu þinni er svo dökkur og
mjúkur,“ segir hann kankvís-
lega og stingur nefinu undir
kverkina á henni. „Og svona
fallega rauðhrúna jaðra á væng-
fjöðrunum hefi eg ekki séð á
neinni kollu nema þér“. Brún-
kollu lízt að visu piýðilega á
hann og dáist að honum í lijarta
sínu, en finnst þetta nokkuð
frekt í sakirnar farið og Jiegir
—7 segir ekki aukatekið orð. —
„Eg elska þig,“ segir hann og
ræður ekki við sig. — „yiltu
verða konan mín?“ — Þá er
Brúnkollu litlu nóg boðið. Hún
er ung og siðsöm, liefir aldrei
verið i neinu flangsi eða pilta-
hralli, þekldr ekki unað og
löfra ástarinnar. En fallegur er
hann! „Eg þekki þig svo lítið,“
segir hún og stingur sér á bóla-
kaf í djúpið.
„Skjöldur vissi ekki hvaðan
á sig stóð veðrið.“ — Ilafði hann
verið of bráðUr á sér? Var það
kannske gagnstætt öllum venj-
Um og reglum, að hiðja kollu
svona umsvifalaust? Hann vissi
það ekki. Hitt var honum ljóst,
að hann mundi verða sorgarinn-
ar barn og einstæðingnr til ævi-
loka, ef hann næði ekki ástum
þessarar ungu og fögru kollu.
En að hann dokaði við stund-
arkorn? Vonandi kæmi hún
bráðlega úr kafinu og þá ætlaði
hann að reyna á nýjan leik. En
þá datt honum í hug, að ef til
vill kæmi hún alls ekki upp á
þessum stað. Hún gæti fundið
upp á þvi, að synda í kafi langar
leiðir, bara til þess að losna við
hann. Kæmi svo upp einhvers-
staðar langt í burtu. Og þá sæi
hann hana líklega aldrei fram-
ar. Hún mundi trúlofast og
giftast einhverjum öðrum, en
hann sæti eftir með sorg í
hjarta.
Nokkur augnablik liðu.
Skjöldur heið milli vonar og
ólta og skimaði í allar áttir, en
Brúnkolla sást hvergi. Hann
var að missa alla von. En þá
skaut henni allt í einu upp á yf-
irborð sjávarins. Hann þekkti
'hana undireins, þó að góður
spölur væri á milli þeirra. Hún
sat þarna á mjúkum öldunum,
ósnortin og prúð, með sóldýrð
vorsins yfir sér.
Og hún var alls ekki að hugsa
um að leggja á flótta. Hana
langaði hlátt áfram til að sjá
hann betur, kynnast honum,
tala við hann, fann einhverja
kitlandi, seiðandi þrá hið innra
með sér. Og bráðlega tók hún
að synda í áttina til hans — ekki
með busli og gusugangi, heldur
fullri kurteisi og virðuleik. Þá
hóf liann upp raust sína, hinn
skrautbúni, hugfangni hiðill, og
söng ljóða-ljóð áslarinnar.
Þegar sönginn lægði hvislaði
Brúnkolla feimnislega: „Hvar
eigum við að byggja hreiðrið
okkar ?“ — Andartaki síðar voru
þau komin i hjónabandið.
Hveitihrauðsdagarnir fóru nú
í hönd. Unaðslegar samvistir
dag og nótt, blessan og fögnuð-
ur ungra ásta. —- — Svo kom
hreiðurgerðin, varþtíminn, upp-
eldi barnanna. Þau kynnast
mörgu, hjónin, tala við roskna
fugla og •ráðsetta, verða margs
vísari. Lifið er ekki eintómur
leikur og gaman. Óvinir á
hverju strái, hættur í öllum átt-
um, margt að varast. Reyndar
og ráðsettar kollur kunna fi'á
mörgu að segja. Þær hafa reynt
sitt af hvei'ju uixx dagana, mæðst
og strítt, oi'ðið fyrir barnámissi
og öðrum sorgum. Blikarnir
hafa slegið slöku við, horfið út
á sjó, látið þær annast uppeldi
barnanna að mestu. Og böi’nin
hafa reynst vanþakklát, farið
leiðar sinnar án þess að kveðja
eða þakka fyrir sig, farið i
hundahljóði. Og margt segja
þær fleira, hinar lífsreyndu
kollur, er sett getur hroll að
ungu móðurbrjósti.
Sumarið líður og haustið og
vetur gengur í garð. Brún-
kolla er ein og yfirgefin, veit
ekkert um hörn og hónda. Hefir
svip, en hann sti’unsaði fram
hjá og leit ekki Aið, lét sem
hann sæi hana ekki. Þá sárnaði
henni. Var hún þá svona, tryggð-
in þeirra og, ástin, þessai’a
tungumjúku, ástleitnu pilta?
Hún reyndi að hera harm sinn
i hljóði. Og ofan á sorg og sökn-
uð bættust nú harðindi og hálf-
gerður bjargarskortur. —• En
allt Iíður til Ioka og líka hinn
kaldi vetur. Þegar daginn lengir
og fyrstu vorboðunum bregður
fyi'ir, koma ljúfar minningar í
heimsókn og margt rifjast upp.
Og bráðlega fer hún að hugsa
um Skjöld, hinn glæsilega,
horfna eiginmann. Bara hann
sé nú ekki tekinn saman við
einhverja aðx-a! Qllum kollurn
hlyti að lítast vel á liann og
sækjast eftir honum. -— Tíminn
líður og vorið nálgast, kemur
allt af nær og nær. Briinkolla
bíður og saknar og þnáir. Og
loksiixs kenxur lxann, lxinxx
liorfixi eiginmaður -— kemur til
hennar, fagnandi, syngjandi.
Húix fer öll hjá séx’, verður
feinxiix eins og banx-uixg stúlka,
fær ákafaix lxjartslátt. — En
nú er alll gott, allt fyi'ii'gefið,
allir öi-ðugleikar gleynxdii’. Og
vorið fer í lxöixd — nýlt vor með
liækkandi sól og ótal fyrii'heit-
unx.
Sagaix uixx æðai,'lijóixin —
Skjöld og Brúnkollu — er uppi-
staða bókarinnar. Eix inn í þá
fögru sögu er ofið ýnxsum.þátt-
unx úr ríki náttúrunnai’, ríki
dýranna, lífi og háttunx.fugla á
landi og sjó, fiska í djúpi hafs-
ins o. s. fi’v. Hefir hinum slynga
liöfundi tekizt að koina þar að
margvíslegum fróðleik og eru
sumar lýsingar hans og frásög-
ur gerðar af mikilli pi’ýði.
Verður ekki nánara út í þá
sálma farið, enda. yrði það of
langt mál. — Línur þessar eru
og einungis til þess ritaðar, að
vekja atliygli á óvenjulegri bók
og þakka liöf. vel unnið verk.
Páll SteingTÍmsson.
Þér, sem hafið húsaskipti, athugið að
LIVERPOOL verður ávallt næsta og
hentugasta húðin,vegna góðrar afgreiðslu
og fljótrar heimsendingar.
Snúið yður því
til:
Mverpool Hafnarstræti.
r -) C í m q r* • 11®
Símar: 1135, 4201 og 4203.
Mv^pool Laugavegi
-----Sími: 4202.
Mtxxpool Freyjugötu.
•----*7 Sími: 1131.
Grammoiðnplötur
Dekka, Brunswick, His Masters Voice, Parloplion, Rigal. —
Allar tegundir af NÁLUM og FJÖÐRUM.
Mljóöfæraliúsið.
Stíilliiir vsuiai* RmviisimsiBinti,
jakkaissiunii ogr kápuisanini, vantar
okkur stráx.
Konur, sem gætu tekið buxur til saunxa heinxa tali við okkur
sem fyrst.
Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar h.f.
Sími 2420
Sími 2420
Tilk yuning'.
• Það tilkvnnist hér með, að eg undirritaður opna
verzlun í húsi mínu, Sólvallagötu 9 (áður „Liverpool“-
útbú) i dag 15. maí.
Verður jDar á boðstólum allskonar nýlenduvörur, bús-
áhöld, leirvörur o. m. fl.
Greið viðskipti. Sanngjarnt verð.
Virðingarfyllst
Sveinn Þorkellsson.
Sími 2420 Sími 2420
Vanur eldsmiður
getui’ fengið atvinnu hjá oss nú þegai’.
H.F. HAMAR.
Afmællskappleikni'
í tílefni af 30 ára afmæli Val§ keppa
í kvöld kl. 8,30
K.R. OG VALUR
8jáiö iiieÍNÉarana!
Hvor vinnur?
>•
hef jast hinar vinsælu áætlunarferðir n. k. fimmtudag,
laugardag og mánudag.
Frá Borgarnesi: Fostudag, sunnudag. þriðjudag. —
Þessa leið ekur hinn góðkunni bílst jóri Magnús Péturs-
son.
HEKLA
Sími: 1515.
Simi:1515.
ÍÉit Mta i Cl.
Lokað i tlag: ves^na flutíi-
ingra.
8krifsfofan opnnð á morgr-
nn á Ve§tnrgötn IV.
I nm setuliðið og kvenfúlkið
Sannar sögur úr astandinu.
Djarflegustu skrifin um þessi mál. —
Ritið verður selt í bænum á morgun. —
Söludrengir og stúlkur komi í bókabuð
ina, Laugavegi 18, í fyrramáíið.
Há sölulaun. — Verðlaun.
BEZT AÐ AUGLÝSA í VÍSL
Uerzluniii i.l.
t ilky ai uir;
Frá og með deginum í dag hættum við rekstri útbús
okkar á
SÓLVALLAGÖTU 9.
Viðskiptamenn okkar eru vinsamlega béðeír að snúa
sér til aðalverzlunarinnar í
HAFNARSTkÆTI 5, SÍMI 113 5.
Virðingarfyllst
Jai’ðai’för móður okkai’,
Juliane S. M. Árnason,
fer franx fná dómkirkjunni laugardaginn 17.. xnaí og liefst
kl. 2 frá Ásvallagötu 3. ..
Pétur Á. Jónsson. Þorsteinn Jónsson.
Jarðarför móður okkax’,
Sigríðar Ólafsdóttuv,
fer fram föstudaginn 16. þ. m. frá dómkirkjunni og liefst
með bæn á Elliheimilinu kl. 1.
Elín Einaredóttir. Kristjana Einaxsdóttir.
Sigríður Einarsdóttir.
Hér með tilkvnnist að jarðarför
Sigríðar Jensdóttur,
Dragliálsi, Svínadal, fer fram frá nefndu heimili lxennar
laugardaginn 17. mai og hef st með húskveðju kl. 11 f. h.
— Bílferð fi’á Akranesi kl. 8.30 að rnorgni sama dags.
Aðstaxidendur.