Vísir - 09.06.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 09.06.1941, Blaðsíða 1
Ritstjórí: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 31. ár. Ritstjóri Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla Reykjavík, mánudaginn 9. júni 1941. 128. tbl. Bretar og frjálsir Frakkar réðust imi í Sýrland kl. 2 í fyrrinótt. Takmarkið að reka Þjóðverja á brott úr landinu. — Sýrlendingum heitið frelsi og sjálfstæði. ------r Vlchptjórnin fyrir- skipaði að vcr ja landið. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. , TT gærmorgun bárust þær fregnir út um heiminn, að Bretar og frjálsir Frakkar hefði látið til skarar skríða og ráðist inn í Sýrland. Mark- miðið er að koma í veg fyrir, að Þjóðverjar fái aðstöðu til þess að búa betur um sig í landinu og gera það að hernaðarlegri bækistöð. Hvert ávarpið á fætur öðru hefir verið birt til Frakka í Sýrlandi og til Sýrlendinga sjálfra, frá Catroux herforingja í nafni De Gaulle, frá Wavell yfirherforingja og frá Yichystjórninni, en að þfstöðnum fundi þeirra Petains og Darlans í gær, var ákveðið að verja landið. Enn sem komið er virðist lítil mótspyrna hafa verið veitt, en í morgun snemma höfð.u engar nýjar fregnir borist frá í gær- kveldi. Vichystjórnin hefir þó talað um frækilega vörn Frakka fyrir sunnan Damascus. Wavell hefir sent hersveitir frjálsra Frakka, Breta, Ástralíu- manna og Indverja inn í Sýrland, ýmist frá Palestinu eða Trans- jordaníu. Frakkar segja, að herliðið fari í aðskildum flokkum, og stefni í áttinna til Beyrut og Damascus, höfuðborgarinnar! Brezkir skriðdrekar af þeirri gerð, sem notaðir eru í Sýrlandsherferðinni. Ákvörðunin tekin. Lundúnafregnir lierma, að ákvörðun liafi verið tekin eftir niildar bollaleggingar frjálsra Fralcka og Breta, en er séð varð, að Þjóðverjar bjuggust alltaf betur og betur um á vissum stöðum í Sýrlandi, var ekki eftir neinu að bíða. Sannanirnar fyr- ir þvi, að þeir settu lið til lands- íns komu úr öllum áttum, og ekki þær veigaminnstu frá Tyrklandi, um að þýzkir og ít- alskir flugmenn hefði nauðlent þar og verið teknir til fanga. Svo fengust upplýsingar um það, að Vichystjórnin se'ndi Dents landstjóra tilkynningu um, að Þjóðverjar sendi nefnd manna til Sýrlands 15. júní, til þess að taka við allri stjórn í hinu mikilvæga Aleppobéraði. Urðu nú Bretar og frjólsir Frakkar að hrokkva eða stökkva. Og segir í brezkum fregrium i morgun, að mönn- um hafi orðið léttir að því Um allt Bretaveldi, í Bandaríkjun- um, Tyrklandi og jafnvel í Frakklandi, að látið var til skar- ar skriða. Rússar birtu tilkynn- ingu frá Kairo á undan öllum sinum fregnum, og þar á eftir ummæli amerískra blaða, sem fögnuðu ákvörðuninni. Þýzkt útvarp hefir lítið um þessa herferð getið, en Italir segja, m. a., signor Ansaldo, að nú muni í Ij’ós koma hvað Frakkar geti, en þeir hafi talað digurbarlca- lega um að verja nýlendurnar gegn hverskonar árásum. Sýrlandi heitið sjálfstæði. Bretar og frjálsir Frakkar liafa heitið Sýrlandi fullu sjálf- stæði og skuli íbúarnir ráða því sjálfir, hvort þeir vilji stofna eitt ríki eða fleiri, og verður gerður um þetta samningur undir eins og hægt er. Þá er Sýrlendingum lofað þvi, að hafnbanninu verði af létt og þeir geti gert viðskipti við allar þjóðir á sterling-svæðinu að vild. Sýrland liefir verið lamað viðskiptalega síðan Frakkland gafst upp í fyrra. Er talið að horfurnar um viðskipti og sjálfstæði muni hafa mikil óhrif í Sýrlandi. I Kairo er lögð áherzla á, að viðburðirnir hafi eins riiikla ef ekki meiri viðskiftalega og póli- tíska þýðingu en hernaðarlega, og það er látið slcína í þá von, að ekki þurfi að beita hervaldi við Frakka. Áður eða í þann mund og innrásin hófst, var varpað flugmiðum yfir Sýr- lenzkar borgir og fófkinu til- kynnt, í hvaða tilgangi Bretar og frjálsir Frakkar væri komn- ir inn í landið. Frjálsir Frakkar nota hátalara, er þeir sælcja fram, og hvetja landa sína í Sýr- landi til þess að ganga í lið með sér og afmá þá smán, sem Vicliystjómin hefir sett á lieið- ursskjöld Frakklands. Wilson, Catroux og De Gaulle. Yfirmaður leiðangursins er Sir Henry Maitlandt Wilson, sem stjórnaði herferðinni til Libyu, er Benghazi var tekin og um 150.000 fangar, og síðar varð lierforingi bandamanna í Grikklandi. Wilson er talinn einliver snjallasti herforingi Breta. Catroux herforingi og leiðtogi frjálsra Fraklca í Pale- stínu og Egiptalanjdi, er yfir- maður hersveita frjálsra Frakka, sem sækja fram með Bretum. Hann var landstjóri í Franslca Indókína, er stríðið brauzt út, en vildi ekki fallast á stefnu Petains og var settur af. Catroux er kunnur í Sýrlandi og hefir hann verið yfir 40 ár' í franska hernunx. De Gaulle her- London í morgun. Þýzkar sprengjuflugvélar gerðu aðra ægilega sprengjuá- l ás á Alexandria í fyrrinótt, og var það önnur stórárás þeirra á borgina. I fyrri árásinni fórust á annað hundrað manns og tjón varð mikið, en í þessari síðari árás mun tjón einnig hafa orðið mikið. Brezk og grísk herskip liófu mikla skothrið á flugvélar Þjóð- verja og ítala, en það var greini- legt, að markmiðið með loftá- rásinni var að valda sem mestu tjóni á skipum og við liöfnina. En ekkert herskipanna varð fyrir skemmdum. Tjón varð mikið í hafnar- hverfunum. Farouk Egiptalandskonungur og Faria drottning komu til Alexandria í gær og heimsóttu fólkið á árásarsvæðinu. Fyrri árásinni hefir verið mótmælt í • Berlín og tilkynnt, að ef bætur verði ekki greiddar, verði féð tekið af kyrrsettu fé Þjóðverja og ítala í Egiptalandi. Itölsk sprengjuflugvél, sem var á sveimi yfir Alexandria i gær, til þess að kynna sér hvert tjón varð af loftárásinni, var skotin niður. 4000 fangar feknir á Omosvæðinu í Ahessiniu, Vestur- og Austur-Afríkuher- sveitir hafa komist yfir Omo- fljót í Abessiníu á tveimur stöð- um, þrátt fyrir að mikill vöxt- ur er í fljótinu, og hafa hersveit- ir þessar, sem sóttu hratt fram, er síðast fréttist, tekið um 4000 fanga og mikið herfang. Af þess- um 4000 föngum voru um 3000 ítalir. Annarstaðar í Abessiníu liefir verið viðburðalítið, nema Suð- ur-Afriku flugherinn hefir liald- ið uppi árásum á herstöðvar ít- ala á Gimmasvæðinu. * foringi og aðalleiðtogi frjálsra Frakka hefir nú bækistöð i Haifá, og er með í öllum ráðum, Loftárás á Beyrut? Vichystjórnin hefir birt fregn- ir um, að Bretar hafi gert loft- árás á Beyrut og reynt að setja lið á land af herskipum, en mis- tekist það, og allmargir sjóliðar verið teknir til fanga. Þetta hef- ir ekki verið staðfest í London. Samkvæmt seinustu fregnum liafa Bretar sótt fram i áttina til Beyrut meðfram ströndinni og telcið þar smábæ á ströndinni. Einnig hafa þeir tekið bæ um 35 mílur suðvestur af Damaslcus og bæ skamrnt frá lándamær- um Sýrlands og Transjordaníu. Frh. á 3. síðu. SJÖ ÍSFIRBINGAR FLUTTIR TIL BRETLANDS. Þeim er gefið að sök að hafa aðstoðað þýzkan flóttamann. ’ 'Kl. 1 aðfaranótt sunnudags kom norska varðskipið Torden- skjold ti'l ísafjarðar. Var sett lið á land af því og settur hermanna- frörður á bryggjuna og upp í bæinn. Fór síðan lið heim í hús nokkurra borgara í bænum og var þeim tilkynnt að taka far- angur sinnjig sagt að þeir yrði fluttir um borð. Var þeim gefinri kostur á að hafa tal af vandamönnum sínum í 3 mín., en síðan voru þeir fluttir um borð. Annars var framkoman við þá ekki ókurteisleg. — Hafði sumu af þessu fólki og fleira fólki verið til- kynnt að það mætti ekki fara úr bænum. TILKYNNING TIL BLAÐA I REYKJAVÍK og AKUREYRI OG tJTVARPS FRÁ BREZKU HERSTJÓRNINNI. Foringinn yfir brezka herliðinu á íslandi tilkynnir, að hann hafi verið til neyddur að flytja úr landi eftirfarandi einstaklinga iii halds í sameinuð'u koungsrikjunum, fyrir að hafa veitt ó- vina flóttamanni, August Lehmann, virka aðstoð; þrír þeir fyrst töldu eru þýzkir ríkisborgarar og hinir f jórir íslenzkir ríkisborgarar: Frau Hasler, frá ísafirði. Fraulein Hasler, frá ísafirði. Frau Scheiter, frá Reykjavík. Jóhann Eyfirðingur, frá ísafirði. Tryggvi Jóachimsson frá Isafirði. Frú Tryggva Jóachimssonar, frá Isafirði. Þorbergur Þorbergsson, Göltur nál. ísafirði. Nýlega var gefin út tilkynning um, að Stóra-Bretlandi væri eins umhugað um frelsi íslands eins og frelsi þess sjálfs og ann- ara þjóða, en að allt það, sem orðið gæti til aðstoðar möndul- veldunum mundi samstundis verða bælt niður. Foringinn yfir setuliðinu lét í ljós von um, að engar frekari. aðgerðir mundu verða nauðsynlegar, en þessir sjö einstaklingar hafa. skýlt þýzk- um borgara í næstum því tólf mánuði, vel vitandi, að hann var það sem hann var — Þjóðverji og flóttamaður, bæði fyrir ensk- um og íslenzkum lögum. Þetta fólk hefir hjálpað ÞÝZKA- LANDI og hefir á virkan hátt torveldað vörn ISLANDS. Her- istjórninni þykir að vísu leitt, að hafa orðið að taka til þessa ráðs, en vill aftur gera íslenzku þjóðinni það Ijóst, að hún mun ekki láta viðgangast minnstu nðstoð við óvini brezka heims- veldisins, eða neinn verknað sem líklegur er til að vera hættu- legur brezka heraflanum á Islandi. Foringi setuliðsins vill einn- ig gera mönnum Ijóst, að það er alltaf möguleiki á því, að Þjóð- verjar lendi á íslandi á flugvélum eða í fallhlífum, og að það er skylda allra manna, að tilkynna veru útlendinga til næsta brezks eða íslenzks yfirvalds. Sérhverja aðstoð, sem slíkum út- lendingum er veitt, mun vera litið á sem fjandsamlega athöfn og farið með það eftir því. Foringi setuliðsins vonar, að engar frekari aðgerðir verði nauðsynlegar; þetta er komið undir ís- lenzku þjóðinni sjálfri. Jóhann Eyfirðingur, kaup- maður, Brunngötu 21, var tek- inn ásamt dóttur sinni Sigur- laugu, sem er gift Scheiter um-- boðssala, sem áður hefir verið tekinn. Jóliann Eyfirðingur var sofnaður, þegar hús var tekið á honum, en hann er eins og kunnugt er maður á sjötugs aldri, og hefir hann verið und- ir læknishendi undanfarið. Var sótt hjúkrunarkona til að úr- skurða að hann væri ferðafær. Dóttir lians var ekki komin heim, þegar heimsóknin var gerð, en kom skömmu siðar og var þá einnig liandtekin. Einnig fóru Bretar heim til brezka konsúlsins, Tryggva Jóa- kimssonar, Aðalstræti 24. Var konsúlsskiltið tekið af liúsi lians og öll skjöl hans tekin. Var síð- an Tryggvi tekinn ásamt konu sinni, sem er þýzk og systir Háslers bakara, sem áður hefir verið tekinn. Svo var og hand- tekin kona Háslers bakara, Að- alstræti 20, sem er þýzk, og upp- eldisdóttir þeirra hjóna, 18 ára gömul, sem mun vera íslenzk. Óhug liefir slegið á fólk á ísa- firði yfir þessum óvæntu at- burðum. Einnig hefir verið tekinn Þorbergur Þorbergsson vita- vörður á Galtarvita, miUi Súg- andafjarðar og Skálavíkur. Eins og sjá má af skýrslu herstjórn- arinnar, sem fylgir hér með og er að visu ekki allskostar ljós, er þessu fólki gefið að sök að hafa aðstoðað Þjóðverjann Au- gust Lehmann við að fara huldu höfði þarna vestra frá þvi í fyrrasumar. Eins og menn muna, var hann handtekinn á Patreksfirði nýlega. Hafði hann verið starfsmaður hjá Sclieiter umboðssalá og hafði verið i Borgarfirði þegar hernániið fór fram. Fór hann siðaft huldu höfði, aðalléga á Véstfjörðum. Að því er virðist gefa Bretar þessu fólki ekki arinað rið sök en að það hafi aðstoðáð þénnan Þjóðvérja við að framffeytá lifi sínu. Blaðinu er ekki kunnugt um, hvað við er átt í tilkynningrinni um það, að Þjóðverjinn sébrot- legur við islenzk lög, én brezk lög gilda ekki hér á landi, blað- inu vitanlega. Þá er það elcki ná- kvæmt í tilkynningunni, að frú Sigurlaug Scheiter sé þýzkur Frh. á 3. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.