Vísir - 09.06.1941, Blaðsíða 2
VISIR
VÍSIR
D A G B L A Ð
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIB H.F.
Rltstjóri: Iíristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félag-sprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Dýrtíðarmáliiin
|J M Jeið og þingmenn fengu
hvítasunnuleyfið á dögun-
um, var skipuð nefnd innan
s tj órnarfloldcanna til þess að at-
Iiuga dýrtíðarmálin og undirliúa
þau. Af liálfu sjálfstæðismanna
áttu sæli i nefndinni Gísli
Sveinsson og Jóliann Jósefsson.
Var Gísli formaðúr nefndarinn-
ar. Allmargir fundir voru
lialdnir og var Gísla Sveinssyni
loks falið að samræma hín ýmsu
sjónarmið, sem fram höfðu
komið. Var þetta allmikið verk
og vandasamt, en lítill tími til
stefnu. Engu að síður samdi
Gísli frumvarp, þar sem lagður
er grundvöllur að frekari um-
ræðum og aðgerðum í þessu
máli og hefir frumvarp þetta
verið nokkuð rætt innan stjórn-
arflokkanna og í ríkisstjórninni.
Á laugardaginn var svo útbýtt
í Alþingi „frv. um lieimild fyrir
ríkisstjórnina til ráðstafana og
tekjuöflunar vegna dýrtíðar og
erfiðleika atvinnuveganna.“
Meirihluti fjárhagsnefndar flyt-
ur frumvarpið að tilhlutun við-
skiftamálaráðherra. Þó telja
þessir menn sig óbundna um af-
stöðu sína til einstakra atriða
frv. og áskilja sér allan rétt til
þess að bera frain breytingartil-
lögur við það. Ekki er fyllilega
vitað um afstöðu einstakra ráð-
herra til frumvarpsins, en óhætt
er þó að segja að það á ekki ó-
skift fylgi ríkisstjórnarinnar.
Við lauslegan samanburð á
því frumvarpi, sem fram er
borið og hinu, sem Gísli Sveins-
son hafði samið, kemur í ljós,
að felld eru niður tvö all mikil-
væg atriði úr frumvarpi Gísla.
' ★
Hið fyrra er þetta: í frum-
varpi Gísla Sveinssonar (dýr-
tíðamefndar) er ríkisstjórninni
heimilað að „skrá gengi ís-
lenzkrar lcrónu í samræmi við
núverandi viðskiftaástand.“
Þetta atriði er fellt niður. Nú
leikur það tæplega á tveim
tungum, að einfaldasta ráðið til
að vinna gegn verðbólgunni
hefði einmitt verið þessi gengis-
breyting. Hinsvegar hefir verið
á það bent, að eins og nú sé
komið sé slík röskun á verðgildi
gjaldmiðilsins bönkunum of-
viða. En þegar tekið er tillit lil
þess, að skellurinn af dýrtíðar-
ráðstöfunum hlýtur að lenda á
ríkinu, hvort sem lækningin er
fólgin í gengisbreytingu eða
öðru, verður ekki séð að þessi
ástæða sé fullgild. í annan stað
hefir því verið haldið fram, að
við séum bundnir með samn-
ingum við Breta að halda geng-
inu óbreyttu þangað til stríðinu
lýkur. Má vel vera, að sú fyrir-
staða sáfrá þeirri hlið, að engu
verði um þokað. Hitt er ekki
vitað, hvort verulega hefir verið
leitað eftir tilslökunum á þessu
ákvæði samningsins. Er nauð-
synlegt að þetta komi skýrlega
í Ijós, svo að allur vafi sé af
tekinn. Ef gengisbreyting væri
framkvæmanleg, var auðveld-
ara að leysa vandann. Þess
vegna hlýtur það að vekja at-
hygli, að þessi heimild er felld
niður úr frumvarpi því, sem,
Gísli Sveinsson undirbjó fyrir
hönd dýrtiðarnefndarinnar.
*
Hitt atriðið úr frumvarpi dýr-
tíðarnefndarinnar, sem ekki er
tekið upp í frumvap það, sem
viðskiftamálaráðherra stendur
að, er lieimild til ríkisstjórnar-
innar um úrskurðarvald í verð-
lagsákvörðunum. Það er ekki
gott að vita, hvernig á því stend-
ur aða þetta ákvæði skuli niður
fellt, því ekki verður séð hvern-
ig rikisstjórnin á að liafa fullan
hemil á dýrtíðinni, ef álcvarð-
anir verðlagsins eru eftir sem
áður í annara höndum.
Hér hafa aðeins verið nefnd
tvö atriði, vegna þess, að þau
skifta miklu máli og liafa elcki
verið tekin upp í það frumvarp,
sem horið er fram. Að öðru
leyti þykir ekki ástæða til að
ræða málið nánar áður en það
hefir verið reifað í.þinginu. Það
eilt skal sagt, að í frumvarpinu
eru mörg ákvæði, sem mjög
orka tvímælis. Þótt dýrtíðar-
nefndin ynhi vel að málinu á
þeim stulta tíma, sem til vannst,
fer því fjarri, að það hafi feng-
ið svo rækilegan undirbúning,
sem nauðsynlegur liefði verið.
Ef átökin við dýrtíðina eiga að
vera annað en kák, verður að
taka á málinu með fullri festu
og einbeittni. Enn sem komið
er virðist þetta allt saman svo
laust í reipum, að erfitt er að
festa hendur á. a
Þýzk íingvél
hrapar á Aust-
fjörðum.
Fyrir viku. fann Tryggvi Ei-
ríksson bóndi í Krossanesi við
Reyðarfjörð flak af þýzkri flug-
vél hátt uppi í fjalli, fyrir ofan
bæinn. Hjá flakinu fann hann
einnig lík af manni. Gerði
Tryggvi sýslumanni aðvart og
fór hann ásamt tveim brezkum
hermönnum s.I. fimmtudag að
slysstaðnum.
Hafði fólkið í Krossanesi séð
lil þýzkrar flugvélar á aðfara-
nótt uppstigningardags um tvö-
leytið. Hafði hún flogið nokk-
ura hringi yfir bæinn og túnið,
en stefndi svo til f jalls og hvarf
í þoku. Skömmu síðar heyrði
fólkið brest mikinn svo hús
skulfu, en lét það annars af-
skiptalaust.
Hefir þetta vafalaust verið
þýzka flugvélin að rekast á
fjallið. Heitir það Vaðlahjalli,
þar sem hún hrapaði. Þar er
þverhnípt, og mun vélin hafa
hrapað nokkur hundruð metra
niður.
Alls liafa fundizt þrjú lík og
var erfitt að ná tveimur þeirra.
Líkur benda til, að fleiri lík
kunni að vera ofar í hjallanum,
en þangað er ekki unnt að kom-
ast.
Vélin er tveggja hreyfla. Var
hakakrossmerki á stélinu og
þýzkt verksmiðjumerki á hjól-
um. Ósprungin sprengja fannst
hjá flakinu, sömuleiðis faniist
þar smádót ýmislegt, norskir
peningaseðlar í veski og eitt-
hvað af skjölum. Tóku Bretar
það allt i sína vörzlu.
Lík flugmannanna þriggja
voru jarðsett aðfaranótt s.l.
föstudags. Brezkir hermenn
stóðu heiðursvörð við jarðar-
förina.
Operettan Nitouche
verður sýnd anna'ð kvöld, sökum
þess, hve margir urðu frá að hverfa
á síðustu sýningu og vegna þess, að
leikararnir, sem búizt var við að
færu úr bænum um þessa helgi,
fara ekki fyrr en um næstu helgi.
Næturlæknir.
Bjarni Jónsson, Skeggjagötu 5,
sími 2472. Næturvörður í Reykja-
víkur apóteki og Lyfjabúðinni Ið-
unni.
Silfurbrúðkaupsdag
áttu í gær frú Sigríður Pálsdótt-
ir og Ágúst Guðmundsson, stöðvar-
stjóri í Rafmtignsstöðinni við Ell-
íðaá.
Gaman og alvara um ríkisstjórabústaðinn.
Því ekki Viðey?
Eg er einn af þessum hev-
syndugu, sem. tala stundum liálf
óvirðulega um stjórnmála-
mennina okkar. Það kvað mæi-
ast illa fyrir á lisestu stöðum.
En hvernig eigum við, fáfróður
almúgi, að skilja þessa góðu
menn? Þeir eru alltaf að tala
um einlivern frið, eitthvert
bræðralag, einhvern samhug
flokka og stétta, einhverja ein-
ingu þjóðarinnar, í stuttu máli,
eitthvert sæluríki, sem enginn
kannast við. Þegar svo til stykk-
isins kemur, geta þessir friðar-
postular aldrei komið sér sam-
an um neitt sjálfir. Jú annars,
þeir koma sér saman um að
fresta kosningum. Og það var
sannarlega vel farið. Því annars
hlefðum við líklega neyðst til
að kjósa þá alla aftur og þá
hefðu þeir orðið ennþá merki-
legri með sig, með nýja trausts-
yfirlýsingu frá háttvirtum kjós-
endum upp á vasann. Jú, og svo
koniu þeir sér saman um skatta-
íögin og höfðu það helzt fyrir
sig að bera, hver um sig, að
þeir hefðu trássast gegn vilja
sinna eigin kjósenda. En svona
á það víst að vera: Eitt yfir alla.
Ef allir eru óánægðir, geta allir
verið ánægðir. Þetta held eg sé
nú aðalkjarninn í fagnaðarboð-
skap s t j órnarsamvinnunnar.
Annars heyrir maður nú, að von
sé á einhverjum nýjum álögum
. til þess að friða blessaða kjós-
endurna, sem eru í öngum, sín-
um yfir, hvað þeir þurfi að
borga lítið.
Eg ætlaði mér að tala um rik-
isstjórabústaðinn, ef eg kæmist
að efninu. Það er víst ófrávíkj-
anleg regla, að æðsti maður
þjóðanna búi í höfuðstað lands-
ins. Alltáf höfum við heyrt tal-
að um lcóngsins Kaupmanna-
höfn, og það er lcóngsins Stokk- j
hólmur og kóngsins Osló og
kóngsins London. Hitler hefir
aðalaðsetur sitt í Berlín, Musso- |
lini í Róm, Stalin i Moskva og
Roosevelt í Washington. En rílt-
isstjórinn má ekki eiga heima i
Reykjavík. Það er mikið að eng-
nn skuli hafa stungið upp á (
Skíðaskálanum í. Hveradölum, :
eða þá Ilveragerði. Nei, það er
verið að tala um Bessastaði.
Aldrei má Sigurður Jónasson
eiga neitt í friði. Nú á að koll-
varpa öllum hans fjáraflaplön-
um. Ef henn hefði ekki verið
búinn að selja Þrastalund, hefði
liklega einhver fundið upp á
því, að setja ríkisstjórann þar
niður. Og, ef Sigurður hefði ver-
ið húinn að kaupa bindindis-
liöllina, hefði liklega engum
komið til hugar að höfuð þjóð-
arinnar þyrfti að búa utan höf-
uðstaðarins.
í alvöru talað finnst mér ekk- I
ert annað koma til mála, en að
ríkisstjórinn eigi heima í
Reykjavík. Það fer líka vel í
munni, ríkisstjórans Reykjavík,
alveg eins og kóngsins Kaup-
mannahöfn. Og eignin Frí-
kirkjuvegur 11 er vafalaust
bezti staðurinn, sem á verður
bent í þessu skyni.
En sem sagt, heimilisfang rílc-
isstjórans er orðið mesta þrætu-
mál milli blessaðra friðarpostul-
anna í þinginu, svo ekki ristir
einingin sérlega djúpt.
En hvers vegna þarf endilega
að kássa ríkisstjóranum, á
Bessastaði, þótt svo færi, að
honum yrði flækt eitthvað burt
úr höfuðstaðnum? Helztu sögu-
Iegu minningarnar um þann
stað eru allar um erlenda kúg-
un og yfirdrottnun. Það er ekk-
ert líklegra til að gera íslend-
inga óánægða með þessa nýju
skipan en að tengja tilveru rík-
isstjórans við Bessastaðavald.
Það hefir líka verið stungið
upp á Laugarnesi. Staðurinn er
að öllu leyti betur valinn en
Bessastaðir. En einhvern vegmn
kann eg ekki við að ríkisstjór-
inn flytji á svona spítala. Eng-
inn hefir nefnt Klepp, þegar að
því kemur að kjósa forseta lýð-
veldisins.
En því ekki Viðey?
Viðey er íslenzkt höfuðból, í
þess orðs fyllstu merkingu og
hefir verið það allt frá land-
námstíð. Það hefir alla þá kosti,
sem þetta land hefir upp á að
bjóða. Það má reka þar sjávar-
úlveg og landbúnað jöfnum
höndum. Þar eru flest lilunn-
indi, sem góðri jörð geta fylgt.
Kaþólska kirkjan kunni löngum
fótum sínum forráð, enda var
þar stofnsett klaustur. Síðar
bj uggu þar íslenzkir valdamenn
við mikla rausn.
Viðey er eyríki út af fyrir sig,
smækkuð og fegruð mynd af
landinu sjálfu. Það gæti verið
táknrænt að hafa aðsetur æðsta
manns þjóðarinnar á slíkum
stað.
Og Viðey er ekki nema stein-
snar frá Reykjavík. Ríkisstjór-
inn þyrfti að hafa snolran yfir-
hyggðan bát til umráða. Þá
kæmi það tæplega fyrir, að ferð-
ir tepptust þangað.
Því segi eg: Ef þingmenn telja j
nauðsynlegt að hrekja ríkis- 1
sljórann burt úr höfuðstaðnum,
þá eiga þeir að ætla honum hú-
stað í Viðey.
Fyrverandi kjósandi.
KN ATTSP YRNUMÓT
ÍSLANDS.
Valur-Víkingur
jafnteíli, 0:0
ÁJaorfendur að leiknum í
gærkveldi voru margir eins og
við mátti búast, þar sem líklegt
var, að leikurinn yrði spenn-
andi og auk þess hezta veður.
Valur valdi mark og lék á
norðurmarkið. Var leikurinn
frá upphafi mjög jafn og var
það strax augljóst, að varnar-
liðin báru af sóknarliðunum.
Er mjög erfitt að lýsa leiknum,
því hann var mestmegnis ár-
angurslausar tilraunir til árása
á varnarmúrvegginn. Var það
þó nokkuð oftar, að Víkingar
fengju opin færi á markið, en
Valsmenn reyndu oftar að
skjóta á markið á löngu færi.
Markverðirnir, Hermann Her-
mannsson (Val) og Edvald.Sig-
urðsson (Viking), stóðu báðir
prýðilega í stöðunni.
I Víkingsliðinu var Brandur
Brynjólfsson beztur. Hann var
miðframvörður og bar ægis-
hjáhn yfir innframherja Vals.
Bakverðirnir (Gunnar Hannes-
son og Sveinbjörn Kristjáns-
son) voru góðir. Skúli Ágústs-
son lék framvörð og var ágæt-
ur. Einar Pálsson var í daufasta
lagi.
í sókninni voru Þorsteinn 01-
afsson og Eiríkur Bergsson
mest áberandi og fengu þeir
nokkrum sinn.um færi sem
minnstu munaði, að yrði mark
úr. Haukur Óskars vann og
Aðalfundur EimskipafélagsinSc
Eignir félagsins
á 9. milljón króna
2 millj. króna til skipabygginga.
Aðalfundur Eimskipafélagsins var haldin'n í fyrra-
dag í Kaupþingssalnum.
Formaður og gjaldkeri gáfu skýrzlu um hag og starf-
sem félagsins á s. 1. ári og fer útdráttur úr henni hér á
eftir:
Fjárhagsafkoma var mjög
hagstæð. Rekstrarliagnaður á
árinu varð kr. 2.615.260.78 og
var þó búið að færa til útgjalda
kr. 456.000,00 til frádráttar á
bókuðu eignarverði skipa og
fasteigna félagsins. Heildar-
hagnaður s.l. ár hefir því orðið
kr. 3.071.260.78.
Vöruflutningar til landsins
hafa orðið rúmlega 3 þús. smá-
lestum minni s.l. ár, en árið
1939, eða samtals 51.531 smák,
en útfluttningur var 30.302
smál. og er það rúml. 5 þús.
smál. minna en árið áður.
í þessu sambandi má minna
á, að ferðir skipanna liafa verið
mikið færri en árin áður, og
stafar það fyrst og fremst af
Ameríkuferðunum, en þangað
liafa öll skip ■ félagsins siglt,
nema Brúíftfoss, sem sigkli
stöðugt til Englands, svo og
Gullfoss, sem situr fastur úti í
Danmörku. Aftur á móti tók fé-
lagið fimm skip á leigu, er fóru
fleiri eða færri ferðir milli ís-
lands og útlanda. Hafa þessi
skip farið ýmist milli íslands og
Englands eða Ameríku og ís-
lands.
Hækkun farmgjalda milli
landa nam ekki meira en 200%
í stað þess að annarsstaðar á
Norðurlöndum hafa farmgjöld
á sama tíma hækkað um 400%.
Hækkun farmgjalda í strand-
siglingum nam 50%. Fargjöld
hækkuðu í byrjun stríðsins, en
hafa haldizt óbreytt siðan.
Eftirlaunasjóður var um síð-
ustu áramót orðinn kr. 895.434.-
57, en á aðalfundinum í fyrra-
dag var ákveðið að bæta við
hann kr. 200.000.00. Alls liafa
verið greiddar úr honurn á ár-
inu kr. 14.664.00, sem eftirlaun
til starfsmanna félagsins.
Samkvæmt efnahagsreikningi
félagsins námu eignir þess um
síðustu áramót kr. 8.810.790.83,
en skuldir að meðtöldu hlutafé
kr. 3.750.673.67. Er þvi.talið að
félagið eigi eignir umfram
skuldir sem nemur kr. 5.060 -
117.16.
Éftrfarandi tillögur stjómar-
innar voru samþykktar:
Að lagt verði í eftirlaunasjóð
félagsins kr. 200.000.00, í vara-
sjóð kr. 200.000.00, i arðjöfnun-
arsjóð kr. 100.000.00, í bygging-
arsjóð skipa 2.000.000.00.
Að hluthöfum verði greiddur
4% arður af hlutafénu, samtals
kr. 67.230.00.
Að félagsstjórninni verði
greiddar kr. 4.500.00 í ómaks- •
laun og endurskoðendum greidd
ómakslaun með dýrtíðaruppbót
að upphæð kr. 6.402.39.
Að yfirfært verði til næsta
árs kr. 37.128.39.
Þá var og samþykkt tillaga
frá Sigurjóni Jónssyni Helga-
felli þess efnis, að Eimskipafé-
Iagið veitti Bálfarafélagi Islands
25 þús. kr. styrk.
Úr stjóminni gengu þeir Hall-
grímur Benediktsson, Jón Ás-
björnsson og Halldór Kr. Þor-
steinsson og voru þeir allir end-
urkosnir. Af hálfu Vestur-ls-
lendinga var endurkosinn Árni
Eggertsson.
Endurskoðandi, Sigurjón Jóns.
son, var líka endurkosinn og Ól-
afur Briem sem varaendurskoð-
andi.
mikið en Ingi og (sérstaklega)
Ingólfur voru daufari.
1 Valsliðinu var Sigurður ,ÓI-
afsson miðframv. beztur, þó
hann hefði elcki slík tök á Þor-
steini ÓL, sem Brandur hafði á
Sigurpáli. Bakverðirnir, Grím-
ar og Frímann, voru góðir og
sama er um framverðina, Geir
Guðmundsson og Egil Krist-
björnsson, að segja. Framherj-
ar voru í daufasta lagi, Björg-
úlfur vann mest qf þeim, , en
hinir voru liprir, án þess að
vera verulega ásæknir.
Leikurinn var yfirleitt ákaf-
lega prúðmannlega leikinn, svo
að til fyrirmyndar var, en hins-
vegar var samleikur í báðum
liðum nokkuð í molum. Dómari
var Þráinn Sigurðsson.
Fram og- K.R. keppa í kvöld.
Fram-liðið: Magnús Krist-
jánsson; Sigurður Jónsson,
Ragnar Jónsson; Högni Ágústs-
on, Sæmundur Gíslason, Gunn-
ar Magnússon; IJaukur Anton-
sen, Óskar Halldórsson, Jón
Magnússon, Guðbr. Bjarnason,
Þórhallur Einarsson.
K.R.-liðið: Sigurður Jónsson,
Sigurjón Jónsson, Haraldui'
Guðmundsson, Guðbjartur Stef-
ánsson, Birgir Guðjónsson,
Skúli Þorkellsson, Jón Jónsson,
Óli B. Jónsson, Björgvin Scram,
Þórarinn Þorkellsson, IJaraldur
Gíslson.
Frá hæstaréfti.
Síðastl. föstudag var kveðinn
upp dómur í málinu Eyþór
Árnason gegn Páli Magnússyni.
Málavextir eru þeir, að í fe-
brúar 1939 keypti Páll fasteign-
ina Bergstaðastræti 9 af Eyþóri
fyrir milligöngu Sigurðar nokk-
urs Þorsteinssonar. Kaupverð
eignarinnar er í afsalinu talið
vera kr. 42.000.00 og kvað Ey-
þór það liafa verið ákveðið svo
fyrir orðastað Sigurðar, en
hinsvegar hafi raunverulegt
kaupverð átt að vera kr. 58.-
612.20 og skyldi það greiðast
þannig, að Páll tæki að sér á-
hvílandi skuldir og greiddi í
peningum kr. 42.000.00, en mis-
munurinn, kr. 16.612.20, hafi
verið greiddur með hlutabréf-
um, skuldakröfum og Nygreí
mótorvél. Telur Eyþór, að hann
hafi trúað því, að verðmæíi
þessi, er liann fékk, væru þess
virði, er þau væru talin, en
raunin liafi hinsvegar orðið sú,
að þad hafi aðeins verið lítils
virði. Taldi hann, að Páll hefði
blekkt sig í kaupunum og bæri
því að bæta sér tjónið og krafð-
ist liann 11.365.00 kr. í bætur
úr hendi Páls.
Páll mótmælti því liinsvegar
eindregið, að kaupverð eignar-
innar hefð átt að vera meira en
kr. 42.000.00 að viðbættu þvi,
sem Eyþór gæti gert sér úr
verðmætum þeim, er hann féklc
auk 42 þús. kr., sem hann
kveðst ekki á neinn liátt hafa
verðlagt, og væri sér með öllu
óviðkomandi, hvað Eyþór og
Sigurður, sem verið hefði sölu-
umboðsmaður Eýl>órs, hefðu
verðlagt þau.
LJrsIit málsins í héraði urðu
þau, að Páll var algerlega sýkn-
aður með þvi að ekki var talið,
að hann hefði í umræddum
kaupum hagað sér á þann hátt,
sem leitt gæti til þess, að kröf-
ur Eýþórs á hendur honum
yrðu teknar til greina. í hæsta-
rétti var Páll einnig sýknaður,
og segir svo í forsendum hæsta-
réttardómsins.
„Það er eigi sannað í máli
þessu, að aðiljar hafi samið um
annað kaupverð á húsinu en
það, er í afsalinu getur, að við-
bættum peningaverðmætum, er
i héraðsdómi greinir og stefndi