Vísir - 13.06.1941, Blaðsíða 1
Ritstjóri
Blaðamenn Sfmi:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
31. ár. Reykjavík, föstudaginn 13. júní 1941. 132. tbl.
Bretar og bandamenxi
þeírra treysta samvinnu-
bönd sín í friði og styrjöld.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun
I gær var haldinn sögulegur fundur í St. James höll
í London. Komu þar sarnan fulltrúar 15 þjóða, sem berj-
ast gegn einræði og ofbeldi. Þar var fremstur i flokki,
sem vænta mátti, Winston Churchill forsætisráðherra
og með honum sex helztu ráðherrar hans, þeirra meðal
Eden utanríkisráðherra, sem flutti seinustu ræðuna, en
Churchill setti samkomuna með snjallri ræðu. Fyrir
hönd bandamanna Breta komu fram forsætisráðherrar
og utaníkisráðherrar stjórna þeirra, sem hafa neyðst til
að flýja land, svo og fulltrúi frjálsra Frakka. Ræða
Churehills var hin skorinorðasta. Vér munum ekki
slíðra sverðið, sagði hann, heldur berjast meðan nokk-
ur blóðdropi rennur oss í æðum, falla eða sigra. Ræður
annara voru allar haldnar í sama anda og ályktun var
samþykkt í þessa átt oger í henni einnig lýst því áformi,
að samvinnan skuli haldast jafnt í styrjöld sem í friði,
og í ræðu sumra kom fram, að með ályktun þessari hefði
verið lagður hornsteinn hins nýja frjálsa skipulags, sem
þjóðir heimsins eiga að búa við, þegar bandamenn hafa
sigrað, skipulag frelsis og hins varanlega öryggis.
Fundinn sátu, auk Churchills og náðherra hans, fulltrúar
liinna útlægu ríkisstjórna Tékkóslóvakíu, Póllands, Noregs,
Hollánds, Luxemburg, Belgíu, Grikklands, Júgóslavíu, og einnig
fulltrúi frjálsra Frakka. Fyrir hönd samveldislanda Breta komu
fram fulltrúar þeirra (highcommissoners) i London.
De Gaulle kaonar lid sitt.
flarkið er:
1 milljón kr. til Hallgríms-
kirkju fyrir næstu áramót.
Frá fundi fjársöfnunarnefndarinnar í gær.
Fjársöfnunarnefnd Hallgrímssóknar hélt fund í gær, þar sem
rætt var um ýms mál varðandi kirkjubyggingu og fjársöfnun
til hennar. Fjöldi mætra borgara mættu á fundinum og rikti
þar brennandi áhugi fyrir málefnum kirkjunnar og kirkju-
byggingarinnar. Biskupinn yfir íslandi, Sigurgeir Sigurðsson
setti fundinn og stýrði honum.
|
í ályktun þeirri, sem sam-
þykkt var, er ákveðið, sem fyrr
segir, að halda styrjöldinni á-
fram, þar til yfir lýkur, og
heita bandamenn hver öðrum
fyllstu aðstoð. Þá er því lýst yf-
ir, að varanlegum friði verði
ekki komið á, fyrr en þjóðimar
hafa endurheimt frelsi sitt og
loks, að tryggur friður hljóti að
byggjast á frjálsri samvinnu, og
muni bandamenn vinna saman
að þessu marki.
Úr ræðu Churchills.
Churchill var ómyrkur í máli
að vanda og skörulegur. Hann
lýsti hinum miklu hörmungum
hinna kúguðu þjóða og sagði,
að það yrði aldrei sætzt á málin
við þá, sem ofbeldið fremja.
Hvert sem Hitler færi, yrði
liann eltur og öll hans verk og
spor afmáð af jörðunni — þessi
hataði einræðisherra með
Mussolini að baki sér, haldandi
í kjóllöfin, og Darlan hoppandi
við hlið sér. Hitler hefir vakið
slikt hatur meðal hinna kúg-
uðu þjóða álfunnar, að það þarf
aldir til þess að uppræta það.
Það verða ekki nazistar, sem
vinna endurreisnarstarfið í álf-
unni.
Churchill minnti áheyrendur
sina á, að í London væri líkt
umliorfs sem á vígstöðvum, en
Þjóðverjum verður goldið í
sömu mynt og það margsinnis.
Churchill minntist á vaxandi
hernaðarstyrk og aukna aðstoð
Bandarikjanna.
Cliurchill beindi orðum sín-
um til allra þeirra, sem frels-
inu unna, hvar sem þeir eru í
heiminum, og bað þá vera hug-
hrausta. Sigur vinnst að lokum
og allt fer vel.
Meðal ræðumanna voru for-
sætisráðherrar Hollands og
Belgíu, Jan Masaryk utanríkis-
ráðherra Tékkóslóvakíu, utan-
ríkisráðherra Norðmanna,
sendiherrar Grikklands og
Júgóslavíu og fulltrúar Lux-
embourg og frjálsra Frakka.
í lok ræðu sinnar sagði Ed-
en, að ekki væri liægt að halda
slíka fundi títt, eins og ástatt
væri, en sú væri trú sin, að
fundur þessi yrði ávallt talinn
sögulegur viðburður.
Sýrlandsherferöin.
London i morgun.
I morgun snemma var til-
kynnt í London, að hersveitir
bandamanna héldi áfram sókn-
inni til þriggja höfuðborga
Sýrlands, þ. e. Damaskus, Al-
eppo og Beyrut.
Hersveitir frjálsra Frakka og
Breta eru við suðurhverfi Da-
maskus og voru bardagar byrj-
aðir þar i gær.
Til Aleppo sækja hersveitir
frá Iraq og eru þær komnar
langt inn í landið — hafa þeg-
ar farið alls um 300 enskar
mílur frá bækistöðvum sínum
i Iraq.
Til Beyrut sækja Ástralíu-
menn norður ströndina frá Ty-
rus og voru við úthverfi hinn-
ar fornfrægu borgar Sidon, er
seinast fréttist.
Fluglier Breta og Ástralíu-
manna hefir haft sig mikið i
frammi og veitt landhernum
mikinn stuðning.
Ekki er kunnugt að til neinn-
ar stórorustu hafi komði, en
sumstaðar til snarpra viður-
eigna. I London er lögð áherzla
á, að meginhluti liðsins, sem
bandamenn eiga í höggi við,
eru nýlenduhex-menn, sem hafa
engar pólitískar skoðanir, og
hlýða í blindni. Margir fransk-
ir foringjar hafa gengið Cat-
x-oux á liönd.
PETAIN, LEAHY OG LAVAL.
Petain ræddi við Leahy flota-
foringja, sendiherra Bandaríkj
anna, í gær. Það hefir vakið
mikla athygli, að Laval er nú
kominn aftur til Parísar, án
þess að kunnugt sé, að hann
hafi farið til Yichy.
Þýzkur kafbátur
sökkti Robin Moore.
Opinber tilkynning frá
utanríkisráðuneyti U.S.A.
> London í morgun.
Fregn frá Washington herrn-
ir að utanríkisráðuneyti Banda
ríkjanna hafi tilkynnt, að það
sé sannað mál, að þýzkur kaf-
bátur hafi sökkt Bandaríkja-
skipinu „Robin Moor“. Frétta-
ritari United Press í Berlín sím-
ar, að stjórnin liafi fyrirskipað
að rannsókn skyldi hafin þeg-
ar, til þess að komast að raun
um, hvort þessi staðliæfing
hefði við rök að styðjast. Það
er viðurkennt, að ef satt reyn-
ist, sé þetta óheppilegur við-
bui’ður.
„Robin Moor“ var 6800 smá-
lesta skip og var á leið til
Höfðaborgar, en liafði enga
hernaðarbannvöru innanborðs.
Á skipinu var 38 manna áhöfn,
en farþegar voru 8. Ellefu
manns voru settir á land í Per-
nambuco í gær og tók ræðis-
maður Bandaríkjanna af þeirn
skýx-slu. Byggist staðhæfing ut-
anrikisráðuneytisins á skýrslu
ræðismannsins, Linthicum, í
Pernambuco.
í Bandaríkjablöðum kemur
fram mikil gremja út af því, að
þýzkur kafbátur sökkti Robin
Moor og New Yorlc Times segir,
að Þjóðverjar hafi lileypt af
fyrsta skotinu gegn Bandarikja-
mönnunum, og geti þetta liaft
liinar örlagaríkustu afleiðingar.
Abessiniustyrjöldin.
Afrlkuhersveitirnar
að nmkringja Gimma.
London í morgun.
Seinustu fregnir frá Abessiniu
herma, að liersveitir Vestur- og
Austur-Afrikumanna, sem sóttu
yfir Omofljót á tveimur stöðum
fyrir skemmstu hafi nú sam-
einast og séu i þann veginn að
umkringja Gimma, annað af
tveimur virkjum sem ítalir eiga
eftir í Abessiniu, en hitt er
Gondar fyrir norðan Tanavatn.
Seinustu fregnir frá Sýrlandi
herma, að staðfest sé, að her-
/Sveitirnar frá Iraq hafi tekið
Deir-ez Zor, sem er 70 enskar
mílur frá landaVnærum Iraq.
Er þetta allmikilvægur sigur,
því að frá þessum stað liggja
góðir vegir til Aleppo og Dam-
askus.
Fregnir hafa borist um, að
hersveitir bandamanna séu
komnar inn í úthverfi Damask-
us, og segir, að þetta geti vel
verið rétt, þótt staðfesting hafi
ekki fengist á því enn.
1 þýzkum fregnum er því
neitað, að Damaskus sé fallin,
en því hefir aldrei verið haldið
fram í opinberum brezkum
fregnum.
Mesta loftárásin
á Ruhr til þessa.
Á sjötta þúsund manns biðu
bana í Bretlandi í maí af Völd-
um loftárása.
London i morgun.
Fjölda margar brezkar
sjirengj uflugvélar lögðu leið
sína inn yfir Þýzkaland í nótt og
var varpað sprengjum yfir iðn-
aðarborgir Ruhrhéraðs, en á
þær var einnig gerð árás í fyrri-
nótt. Urðu þá miklar skemmdir
í Duisburg, Dusseldoff og Köln.
En ánásin í nótt er talin hin
mesta, sem nokkuru sinni hefir
verið gerð á Ruhr.
Þýzkar sprengj uf Iugvélar
gerðu allviða árásir á Bretland
í nótt, en árásirnar voru ekki
stórkostlegar. Manntjón varð
aðallega i borg einni í austur-
hluta landsins. t morgun
snemma gerðu þýzkar flugvélar
tilraun til þess að fljúga inn yfir
strendurnar í norðausturhluta
landsins, en urðu frá að hverfa.
í morgun voru birtar skýrslur
um manntjón Breta af völduni
loftárása í maímánuði. 5394*
menn biðu bana, en 5181 særð-
ust og voru fluttir í sjúkrahús.
Þakkir.
Fyrir skömmu gengust íþróttafél.
þrjú, Armann, l.R. og K.R. fyrir
dansskemmtun í Oddfellowhöllinni
og gáfu allan ágó'Öa sjúklingum á.
Vífilsstöðum, skyldi hann renna í
v skemmtanasjóð. Daginn eftir lögðu
svo knattspyrnúfélögin „Valur“ og
,,Víkingur“ fram krafta sína og
háðu knattleik á Iþróttavellinum i
sama skyni, og lék lúðrasveitin
„Svanur“ á vellinum við það tæki-
færi. Þessir aðilpr allir þágu eigi
eyrisvirði fyrir fyrirhöfn sína. •—•
Fyrir slíka ósérplægni og góðvild
viljum við tjá nefndum aðilmn al-
úðarfyllstu þakkir okkar, og eigi
sízt þeim, er mest annaðist milli-
göngu og framkvæmdir, Jens Guð-
: björnssyni, form. Ármanns. — Er-
um við þess vel niinnug, hvaða að-
ilum er að þakka, að skemmtistund-
ir okkar á. þessu ári v.erða ekki eins
fáar og fábreyttar, sem orðið hefði,
án þessa dreíigskaparbragðs.
Sjúklingar á Vífilstöðmn.
Snæfellingafélagið
efnir til skemmtiferðar næstk.
föstudag. Farið verður af stað með
Fagran’esi kl. 7 mn morguninn til
’ Akraness og þaðan með bílum til
Stykkishólms, þaðan um Staðarsveit
að Búðum og til Ólafsvíkur, til baka
aftur um Fróðárheiði til Borgarness
Ráðgert er að koma aftur til bæj-
arins með Laxfossi á sunnudags-
i kvöld.
Á fundinum var fyrst og
fremst rætt 11111 aðferðir til fjár-
söfnunar fyrir kirkjubygging-
una. Komu fram raddir 11111 það,
að takmarkið væri ein milljón
krónur til Hallgrímsldrkju fyr-
ir næstu áramót. Það er að vísu
djörf áætlun, en þegar þess er
gætt, live fámennar sóknir liafa
afkastað miklu í sínum kirkju-
byggingarmálum, þá er Reyk-
vikingum alls ekki ofvaxið að
ná þessari áætlun. Sem dæmi
! má nefna, að 50 gjaldendur í
í Núpssókn í Dýrafirði reistu þar
kirkju fyrir 18 þús. krónur, án
þess að skulda nokkuð að ráði.
Fleiri hliðstæð dæmi mætti
nefna.
Vísir átti tal við síra Sigur-
björn Einarsson í morgun og
kvaðst hann vera mjög bjart-
sýnn um fjáröflun til kirkjunn-
ar. Hann lcvað liana eiga nú
þegar á 3ja lnmdrað þús. kr.
Hjá ríkinu ætli kirkjan 100.000
kr. af óskiptu fé því, sem Al-
þingi ákvað að veita til kirkju-
bygginga hér i Rvík og auk þess
Yn, eða kr. 66 þús. af 200.00 kr.
sem ákveðið var að veita til
þeirra sameiginlega. í sjóði á
Hallgrimskirkja um 60 þús. kr.,
sem er söfnun héðan úr bæn-
um á undanfömum árum. Um
2 þús. kr. hefði safnast saman
i smáupphæðum og áheitum frá
i vetur, og auk þessa hefði bisk-
up veitt móttöku 26 þús. kr.
gjöf í orgelsjóð og 5 þús. kr. til
að prýða kringum altarið.
Sn-a Sigurbjörn sagði, að ör-
uggasta leiðin til fjáröflunar
væri að lieita á góða menn mál-
inu til stuðnings og fá þá til að
leggja fram frjáls samskot.
Aðrar fjáröflunarleiðir myndu
einnig verða reyndar síðar, en
óvíst hverjar þær verða. Hann
kvað það hafa verið gleðilegt
tákn, að í gær, á fyrsta fundi
fjáröflunarinnar, hefði hann
tekið á móti á 3ja hundrað
1 krónum í áheitum á Hallgrims-
kirkju. Hallgrímskirkja er góð
til álieita, sagði síra Sigurbjörn.
Næsta verkefnið er að fá lóð-
ina undir kirkjubygginguna
formlega afhenta — en kirlcjan
mun að öllu lforfallalausu eiga
að standa uppi á Skólavörðu-
hæðinni og þaðan mun liún
gnæfa liátt yfir austurhluta bæj-
arins. Dyr liennar og turn mun
snúa fram að Skólavörðustígn-
um og loka honum. Mun þá að
sjálfsögðu verða skipt um nafn
á honum, og hann kallaður
Hallgrímsgata eða stræti, þvi
Skólavarðan er hvort eð er
horfin úr sögunni.
Þegar lóðin hefir verið af-
hent, verður fyrst samið við
Brelana um brottflutning af
Skólavörðulioltinu, og svo — ef
samningar takast — verður
hafist lianda við byggingu
kirkjunnar. lÓnefndur liúsa-
meistari hér í bænum liefir liaft
það á orði, að stjórna endur-
gjaldslaust grunntöku fyrir
kirkjuna.
Á fundinum var kosin stjórn
fjársöfnunarnefndarinnár og
skipa liana Sigurgeir Sígurðs-
son biskup, formaður, síra Ja-
kob Jónsson, ritari, og Helgi
Bergs forstjóri, gjaldkeri. Þá
var einnig ráett um að skipa
undirnefndir siðar eftir því, sem
þörf gerðist.
Loks var lagt fram og sam-
þykkt ávarp til bæjarbúa og
verður þar birt í blöðum bæjar-
ins einlivern næstu daga.
Ðýraverndárinn,
4. tbl., hefir borizt blaðinu. 1 því
er m. a. frásögn af frumvarpi til
laga um eyðingu svartbaks og erindi
Þór. Kristjánssonar hafnarstjóra,
form. Dýraverndunarfél. íslands til
allsh.nefndar E.d. Alþingis þvi við-
víkjandi. Þá eru ýmsar frásagnir
af dýrum, svo sem Hesturinn eftir
Þorstein Konráðsson, Dimma eftir
Bjarna Sigurðsson og Sámur bjarg-
ar Móra eftir Guðmund á Sandi.
I