Vísir


Vísir - 27.06.1941, Qupperneq 1

Vísir - 27.06.1941, Qupperneq 1
Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 31* ár. Reykjavík, föstudaginn 27. júní 1941. 144. tbl. Þjóðverjar nálgast Minsk í Rússlandi. Vélahersveitir þeirra komnar yfir gömlu landamærin Á Rúmeníuvígstödvun- um heflr Þjóðverjum og Rúmenum ekki ord- id neitt ágengt enn. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Rússar viÖurkenna í fréttum sínum í morgun, að vélahersveitir Þjóðverja séu komnar yfir gömlu landamærin og stefni í áttina til Minsk. Eardagar eru harðir og leggja Rússar áherzlu á að rjúfa sambandið milli vélahersveita og fótgönguliðs, og mun hafa orðið talsvert ágengt, og er það óbeint viðurkennt í þýzkum fregnum, þar sem sagt var í gær, að menn yrði að gera sér ljóst, að fótgönguliðið þýzka hefði ekkert smáræðis hlutverk að vinna. Á Vilnasvæðinu er enn bar- ist af kappi, en sunnar, á Galizíuvígstöðvunum hefir Þjóðverjum orðið minna ágengt (þar hafa Rússar bætt aðstöðu sína í gagnáhlaupum) og minnst á Rúmeníu- vígstöðvunum, þar sem Rússar hafa hrundið öllum til- raunum Rúmena og Þjóðverja til þess að komast yfir ána Prut og ná fótfestu þar. Minsk er á leiðinni iil Moskva og er skammt frá gömlu landa- mærunum. Aðrar helztu stöðvar sem Þjóðverjar sækja fram á, eru kunnar af fyrri skeylum þ. e. um Vilna og Kovno í áttina til Leningrad, frá Suður-Póllandi og Rúmeníu. Ýmsar varúðarráð- stafanir hafa verið gerðar í Moskva. Myrkvun fyrirsldpuð ‘Og uuh ferð bönnuð að næturlagi. Þetta sýnir, að loftárásahættan hefir færst miklu nær. Hitt er enn vafamál, iivort það eru nema stöku vélahersveitir, sem komnar eru yfir gömlu rússnesku landamærin, og ekki er víst, að fótgönguliðið hafi getað fylgt þeim eftir ög haldið samhandinu við þær, en þar sem Rússar eiga mikið af vélahersveitum má enn búast við hörðum skrið- drekaorustum, áður en til átakp. kemur milli meginherjanna. AUt bendir og til, að þess verði tiltölulega skammt að híða, að til átaka komi milli að- alherjanna. Þjóðverjar segjast hafa teflt frpm milljón manna þegar og önnur milljón varaliðs sé til taks, og Þjóðverjar segj- ast vera undir það búnir, að nota allan liernaðarstyrk sinn til þess að knýjá fram skjót úrslit í viðureigninni við Rússa. Einliver mesta hættan, sem yfir Rússum vofir, er að rofið verði sam- bandið milli rússnesku herj- anna, sem verjast suður frá og þeirra, sem eru norðar. Rússar hafa mildnn her i Ukraine og eins í Ressarabíu og suður þar. Sagt er, að kornupp- skeran sé byrjuð í Ukraine og hafi bændur þar mikinn áhuga fyrir, að hún gangi sem, greið- ast, og er tilgangurinn, að koma sem mestu af kominu undan, ef Þjóðverjar kynnu að hertaka Ukraine. Ilvort þetta tekst er vitanlega undir því komið, að Rússum takist að verja Ukraine a. m. k. 3—4 vilcur enn. í Finnland og Svíþjóð. Þátttaka Finnlands í slyrjöld- inni með Þjóðverjum hefir vák- ið vonbrigði í Rretlandi, því að Bretar liafa mikla samúð með Finnum. Finnar eiga Rússum grátt að gjalda vegna árásarinn- ar, sem leiddi til finnsk-rúss- nesku styrjaldarinnar, og gera sér nú vonir um, að geta rétt hlut sinn. Ekki er enn kunnugt, hvaða afstöðu brezka stjórnin tekur gagnvart Finnlandi, en sú afstaða hlýtur að miðast að ein- liverju leyti við það, að Finnar hafa leyft Þjóðverjum að gera landið að Jhernaðarhækislöð í stríði gegn Rússum, sem nú eiga í stríði við óvin Bretlands, þ. e. Þýzkaland. Rússar hafa sýnilega tekið sömu stefnu gagnvart Þjóðverjum og Brefar, þ. e. að ráðast á óvininn hvar sem til lians næst. I Bretlandi kemur fram nokkur ótti um að Svíar kunni að vera neyddir til þátt- töku í styrjöldinni gegn vilja sínum. Finnlandsforseti flutti ræðu í gær og ræddi aðstöðumun Finna i finnsk-rússnesku styrjöldinni seinustu og nú, er þeir áttu við ofurefli liðs að etja ,nú væri leikurinn jafnari, þar sem Rússar ætti óvinum að mæta á allri víglínunni frá Norður-ís- liafi til Svartahafs. i Rússar einhuga. Þeir Verjast af mikilli hreysti. Það her öllum fregnum sam,- an um, að Rússar verjist frá- bærlega vel, og það er viður- kennt í tilkynningum Þjóðverja. Rússneskir leiðtogar nota það óspart í livatningar skyni, að ráðist liafi verið á landið. Og sagt er, að eining og kyrrð sé í landinu, og þjóðin trúuð á, að Rauða liernum muni auðn- ast að verja landið. Sjóhemaðurinn. Loftárásir. Af sjóhernaðinum á Eystra- salti er það helzt að frétta, að Rússar segjast hafa sökkt 3 kaf- bátum fyrir Þjóðverjum. Þjóð- verjar segjast einnig hafa sökkt kafháturn fyrir Rússum. í loftárás á Abæ í Finnlandi í gær varð gífurlegt tjón. Rúss- ar halda uppi loftárásum á borgir i Rúmeníu, svo sem Bukarest, Ivonstanza og Jassy, Galatz pg fleiri. í Konstanza eru stórbrunar, sem breiddust út, eftir að sprengjur hittu olíu- geyma. I*|ódver|ar segrjj- a§t liafsi liertek- ið Vilna. Londorr í morguir. Þjóðverjar halda því nú fram, að þeir hafi hertekið Vilna í Lithauen, en Rússar hafa ekk- ert um þetta sagt, heldur aðeins. að skriðdrekaorustur hafi verið og séu enn háðar á Vilnasvæð- inu. Skriðdrekaorustur eru og liáðar sunnar eða um 100 kíló- metra norðaustur af Llow (Lemberg), en ekki er kunnugt, að sú borg sé fallin. Rússar segj- ast hafa hrundið öllum áhlaup- um við ána Prut, eins og sagt var í fyrri fregnum, og jafnvel hafa farið suður yfir ána á nokkrum stöðum sjálfir. Rúmenskir fangar, sem Rúss- ar hafa tekið, segja, að þýzkir yfirforingjar séu með öllum rúmenskum liersveitum, og bendi það til, að Þjóðverjar treysti samherjunum lítt. 1J n^verjaland í §tríði vlð Ril§§Ianil. London í morgun. Ungverska stjórnin hefir lýst yfir því, að Ungverjaland telji sig i styrjöld við Sovét-Rúss- land. Er þvi borið við, að Rússar hafi gert margar loftárásir í gær á ungverskar borgir, og eru þær taldar upp, en Rússar segja, að borgir þessar séu ekki i Ungverjalandi hinu nýja, og hafi Ungverjar lýst sig í stríði við Rússa til þess að þóknast Þjóðverjum. I seinustu fregnum segir, að Þjóðverjar hafi gert loftárásir á Svartahafshafnir Rússa, en rússneskar flugvélar frá Hangö í Finnlandi liafa gert nýjar á- rásir á Ábæog fleiri bæi í Finn- landi. RÚSSNESKAR KONUR FLYKKJAST í VERKSMIÐJURNAR. Rússneskar konur gefa sig fram í stórhópum til þess að taka við störfum verkamanna, sem fara til vígvallanna. Rúss- ar segjast hafa nóg af vönu verksmiðjufólki, þótt þeir taki milljónir verkamanna í herinn. ENGIN YFIRLÝSING FRÁ JAPAN. Talsmaður japönsku stjórn- arinnar lýsti yfir þvi í morg- un, að japanska stjórnin mundi ekki birta neina yfirlýsingu varðandi afstöðu Japan i styrj- öldinni, eins og sakir standa. Loftsóknin — 16. nóttin. London í morgun. Brezkar sprengj uflugvélar gerðu árásir í nótt á horgir í Vestur- og Norður-Þýzkalandi. Þjóðverjar segja í tilkynningum sínum í morgun, að árásir hafi verið gerðar á borgir í Sehles- wig-Holstein, Rulir og Rínar- bygðum. 1 ga?r var loftsókninni og haldið áfram. í þá 11 daga, sem árásir hafa verið gerðar 'hvern daginn á fætur öðrum, hafa ver- ið skotnar niður 143 þýzkar flugvélar og 40 hrezkar, og eru flestar flugvélarnar orustuflug- vélar. I seinustu fregnum segir, ,að Köln, Diisseldorff og Kiel hafi orðið harðast úti í árásum Breta í nótt. Loftárásir á Bretland voru með minnsta móti. 1 London voru gefin hættumerki, en eftir eina klukkustund voru gefin merki um, að hættan væri liðin hjá. Engum sprengjum var varpað á borgina. Hið gullna tæklfærl Bandaríkjanna. London í morgun. Ickes landbúnaðarráðlierra Bandaríkjanna, sem hefir hald- ið nokkrar ræður að undan- förnu, og fengið þau orð, að vera hvassorðastur allra Banda- rikjaráðherra, sagði í ræðu í gær, að nú væri hentugasta tækifærið fýrir Bandaríkin að segja Þýzkalandi stríð á hend- ur — nú hefði Bandaríkjunum borizt upp í hendurnar hið „gullna tækifæri“ og væri sjálf- sagt að nota það Ickes lagði mikla áherzlu á það, að framtíð Bandaríkjanna og lýðveldisþjóðanna i Vestur- álfu yfirleitt værl eklci siður undir úrslitunum í styrjöldinni um, Atlantsliafið komið en framtið Bretlands og Breta- veldis. FRÉTTIR í STUTTU MÁLI í stuttu máli. Ivafbátur hefir sökkt tyrk- neska skipinu Riffa, og fórst margt manna, sennilega á ann- að liundrað. Skipið hafði tyrk- nesk flögg á stefni og báðum hliðum og voru þau uppljómuö á næturna með rafmagnsljos- uia Bretar segja, að engir kaf- bátar bandamanna liafi verið nálægt þar, sem skipinu var sökkt. Mikil gremja er í Tyrk- landi yfir árásinni. Stríðsstjórn hefir verið mynduð í Ástralíu og er Mensies forseti hennar. Meðal nýrra em- bætta er öryggismála (liome security), flugvélaframleiðslu Ræða ríkisstjóra í ríkisráði á fyrsta i'muli þess í morffnn FYRSTI ríkisráðsfundur, er hinn nýkjörni ríkisstjóri, Sveinn Björnsson, stjórnaði, hófst í morgun kl. 10, og voru þá lög frá síðasta Alþingi undirrituð, náðanir(o. fl. I ríkisráði eiga sæti allir ráðherrarnir auk ríkisstjóra, en ríkisráðsritari er Vigfús Einarsson skrifstofustjóri. í uppliafi fundarins ávarpaði ríkisstjóri ríkisráð á þessa leið: „Eg lýsi liér með þennan rík- isráðsfund settan. Eg vil mega ávarpa yður sér- staklega nokkrum orðum í byrjun þessa fyrsta ríkisráðs- fundar, sem eg stýri. Störf vor í ríkisráði eru, svo sem, stjórnarskráin mælir fyrir, að borin séu þar upp lög og mikilvægar stjórnafráðstafanir. Hér ber að staðfesta og gefa gildi þvi, sem löggjafarþingið, Alþingi, og ráðuneýtið eða ráð- herrafnir, sem hafa fram- kvæmdir, hafa undirbúið og á- kveðið. Þetta verða þar með reglur og ráðstafanir, sem verða bindandi fyrir borgarana í sam- lífi þeirra í þjóðfélaginu, fyrir borgarana gagnvart ríkisvald- inu og fyrir ríkisvaldið gagn- vart borgurunum. Störf vor eru því bæði mik ilvæg og ábyrgðarmikil. Eins og lcunnugt er, hefir það samkvæmt ákvæðum 12. og 14. g'r. stjórnarskrárinnar oft verið svo þar til 10. apríl 1940, að lög og mikilvægar stjórnar- ráðstafanir liafa ekki verið hor- og hergangamálaráðuney ti. Landvarnaráðherrarnir eiga sæti i stríðsstjórninni, en liún er skipuð sex mönnum. Hinir ráð - herrarnir taka ekki þátt í fund- um hennar. Sumner Welles hefir rætt við sendiherra Rússa í Wash- ington og heitið honum allri að- stoð, sem, Bandaríkin geta Rússum í té látið i styrjöldinni. í nánd við hæ einn um mið- bilc Hollands varð fyrir skemmstu ægileg sprenging í skotfærabirgðum. Á sex klukkutímum urðu yfir 100 ógurlegar sprengingar. Talið er, að um skemmdarverk hafi verið að ræða, eða þá að Bret- um liafi tekizt að varpa sprengjum á skotfærastöðina. Þjóðverjar krefjast þess nú, að Frakkar greiði þeim setuliðs- kostnaðinn í gulli og erlendum gjaldeyri. Hefir slegið óliug á Frakka vegna þessara krafa, ekki sízt samvinnumennina, þá, er undir forystu Darlans vilja samvinnu við Þjóðverja. in upp í rikisráði fyrst, heldur staðfest þar siðar, stundum löngu síðar. Eg vænti þess, að hér eftir verði öll lög og allar mikilvæg- ar s l j órnarráðs tafanir ávalt borin upp fyrst í ríkisráði — nema ef alveg óvenjulegar á- stæður eru fyrir hendi, og þá sem alger undantekning. Því lialda ber í lieiðri þetta ákvæði stjórnarskrárínnar. Mér er ljúft að minnast þess nú, hve einhuga allir ráðherr- arnir voru um að samþykkja fyrirfram það, sem eg sagði i ávarpi mínu til þings og þjóð- ar, er eg tók við ríkisstjóra- starfinu 17. júni — bæði um afstöðn vora út á við og inn á við. Enda hygg eg, að við allir séum sammála um, að það var i samræmi við og eðlilegt fram- hald af stefnu og skoðuyum þeim, er ráðuneytið liafði fylgt meðan það fór með konungs- vald. Býst eg ekki við því, að á því muni verða nein breyting, nema mjög verulegar breyting- ar verði á viðhorfinu, sem nú er. Skeyti og bréf, sem mér hafa borizt og munnleg um- mæli ýmsra mætra íslendinga við mig siðan, hafa sannfært mig um að samræmi sé í þessu efni milli vilja ríkisstjórnarinn- ar og vilja þjóðarinnar. Þessi sannfæripg mín mun gera mér starfið léttara. Ein- liugur og þjónustuvilji ríkis- stjórnarinnar, samstillt einhug og þjónustuvilja einstakra borg- ara þjóðfélagsins, er vænlegt um farsæld fyrir land og þjóð. Að síðustu vil eg óska þess, að einlægni og drengskapur innbyrðis megi jafnan stjórna störfum vorum. Eg lieiti því sjálfur, að leggja mig fram til þess að sýna ráðu- neytinu og hverjum, einstökum ráðlierranna einlægni og dreng- skap í livívetna. Með þessum orðum býð eg yður velkomna til starfa." Forsætisráðherra þakkaði ræðu rikisstjóra og tjáði sig henni sainþykkan og ríkis- stjórnina honum sammála um mikilvægi og alvöru starfa rík- isráðsins. 4

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.