Vísir - 01.07.1941, Page 1
Ritstjóri:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
31. ár.
Ritstjóri
Blaðamenn Sími:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri S línur
Afgreiðsla
Reykjavík, þriðjudaginn 1. júií 1941.
147. tbl.
Þjóðverjar bruna áfram til
Hoskva - -
Rá§sar viðurkenna,
að þeir hafi miit
liiiiik.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun
Samkvæmt seinustu fregnum frá Þýzkalandi sækja
þýzku vélahersveitirnar, sem tóku Minsk, geysihratt
í áttina til Moskva og fara þær þjóðveginn, sem liggur
milli Minsk — höfuðborgar Hvíta-Rússlands — og
Moskya. Rússar hafa ekki enn vikið að því í tilkynning-
um sínum, hvort Minsk sé fallin, en þeir skýra frá
snarpri mótspyrnu hvarvetna gegn ofurefli liðs. —
— Þjóðverjar segja, að ekkert geti stöðvað vélahersveit-
ir þeirra í sókninni til Moskva, sem sé einn þáttur stór-
felldrar áætlunar um innikróun rússneskra herja á f jór-
um stöðum.
I herstjórnartilkynningu Rússa, sem útvarpað var í
morgun segir m. a.:
Rússar hafa hörfað til nýrra varnarstöðva fyrir aust-
an Lwow (Lemberg). Öllum tilraunum Þjóðverja til
þess að brjótast í gegn í áttina til Minsk og Baranovieze
hefir verið hrundið og hefir óvinaherinn beðið mikið
manntjón. (Sennilega er hér átt við tilraunir fótgöngu-
liðs Þjóðverja til þess að sækja fram á þessum slóðum).
í rússnesku tilkynningunni segir einnig, að allar tilraunir
Þjóðverja og Rúmena til þess að brjótast í gegn á Bessarabíuvíg-
stöðvunum hafi mistekizt. Hafi óvinaherinn gert nýja tilraun til
þess að komast ýfir ána Prut, en þeirri árás var hrundið, sem
öllum hinum fyiri. Loks segja Rússar, að miklir bardagar séu
háðir á landamærum Rússlands og Finnlands, en áhlaupum ver-
!ð hrundið einnig þar.
Loks hafa borizt fregnir um árásir Þjóðverja og Finna á
Hangö í Finnlandi, þar sem Rússar hafa flug- og flotastöð. Hangö
©r enn á valdi Rússa.
jí fyrri fregnum segir svo:
Þjóðverjar héldu því fram, í tilkynningum sínum í
gær, að þeir hef ði hertekið Minsk, hina mikilvægu
járnbrautarskiptistöð á leiðinni til Moskva. Og her-
sveitir þeirra voru komnar helming leiðarinnar til Mosk-
va, að því er sagt var í einni tilkynningu þeirra, en
nokkur vafi er á við hvað var miðað, þ.e. hvort talið
væri frá hinum gömlu landamærum Rússlands eða frá
Minsk. Af rússneskum fregnum varð ekki annað séð,
en að vélahersveitir Þjóðverja á Minsk-svæðinu væru
enn í hættu. í London var talið í morgun, að horfurnar
hefði versnað, einkum á Minsk-stöðvunum, en ekki
^iægt að gera sér fyllilega grein fyrir því, sem er að
gerast.
Það er víst, að miklir Rússneskir herir eru nú að baki Þjóð-
verjum. Og það er feikna stórt atriði, hversu þessum herjum
reiðir af. Takist Þjóðverjum að innikróa þá alveg, er það gíf-
urlegt áfall fyrir Rússa, en takist þessum rússnesku herjum
að hindra, að fótgönguliðssveitir Þjóðverja nái sambandi við
vélahersveitirnar, sem fram hafa sótt, skapast mikil hættá fyr-
ir þær. Það er þetta, sem ekki er ljóst enn — og eru þó líkurn-
ar sennilega meiri fyrir því, að Þjóðverjum takist að króa inni
lið Rússa, — að minnsta kosti einhvem hluta þess. Þannig virð-
ist vonlítið, að rússneska liðið fyrir vestan Lemberg komizt
undan úr þessu, en Lemberg, — sem er geysi þýðingarmikil
jámbrautarskiptistöð, og allmiklu austar, — er á valdi Þjóðverja.
Á Bessarabíu-vígstöðvunum hefir engin breyting orðið
Rússum í óhag, að því er séð verður. — Svo virðist sem Þjóð-
verjar hafi getað sótt fram til Minsk úr tveimur áttum, frá
Brest Litovsk og að norðvestanverðu, þ. e. frá Austur-Prúss-
landi og um Yilna. Að baki þessara herarma, sem sameinast
hafa í Minsk, er feikna mikill rússneskur herafli, sem vafa-
laust getur gert Þjóðverjum mikinn óskunda, þótt hann kunni
að gefast upp að lokum.
Auk þess, sem Þjóðverjar sækja fram til Moskva, halda
[þeir uppi sókn um litlu Eystrasaltsríkin og hafa tekið Libau
og Jakobsstadt. Þeirri sókn er stefnt til Leningrad.
Sennilegt er talið, segir í sænskum blöðum, að sóknin
*ái iKyrjálaeiði, sem er aðeins í byrjun, sé einn þáttur sóknar-
innar til Leningrad.
1 gærkveldi var tilkynnt í
Moskva, að stofnað hefði verið
þrigg'ja manna varnarráð. Stal-
in sjálfur er forseti ráðsins, en
auk hans eiga þeir sæti í ráðinu
Molotov og Voroshilov, fyrrver-
andi yfirmaður Rauða hersins,
en eins og kunnugt er, var taliö
að Voroshilov hefði fallið í ó-
náð hjá Stalin, vegna þess
hversu tregiega Rússum geklt
að berja á Finnúm í finsk-rúss-
nesku styrjöldinni. — Bendir
fregnin um skipun þessa varn-
arráðs til, að meira sé farið að
kreppa að Rússum en sjá má af
herstjórnartilkynningum þeirra.
Brezku hermálasérfræðing-
arnir, sem eru í Moskva, byrj-
uðu í gær viðræður við herfor-
ingjaráðið rússnéska, og sitja
fundi með þeim framvegis við
og við.
Rússar liafa viðurkennt, að
her þeirra á Shaulivígstöðvun-
uin í Lithauen liafi hörfað til
fyrirfram ákveðinna varnar-
stöðva. Eftir rússneskum fregn-
um að dæma er aðstaða Þjóð-
verja á þessum vígstöðvum
einnig að sumu leyti erfið.
I gær var útvarpað ávörpum,
frá Moskva á rúmensku og
ungversku til verkamanna
i Rúmeníu og Ungverja-
landi, að rísa upp og kasta
af sér oki nazista. Hinir
rússnesku fallhlifarhermenn, er
settir hafa verið á land í Rú-
meníu, hafa leitað samhands
við kommúnista þar, til þess að
vinna skemmdarverk að baki
víglínunnar, og mun liafa orðið
talsve'rt ágengt, þvi að ella
liefði ekki verið gripið til jafn
róttækra ráðstafana sem þeirra,
að skjóta 500 kommúnista, eins
og gert var í Jassy. Var tekið
fram, að aðrir kommúnistar og
Gyðingar, sem lijálpuðu Rúss-
um, myndi sæta sömu hegn-
ingu. Tilgátur hafa komið fram
uin, að Þjóðverjar og Rúmenar
liafi ekki enn byrjað eins öfl-
uga sókn og ráð var fyrir gert,
vegna þess liversu allt er ókyrt
að haki þeirra.
Árásir að
degi til á
Bremen
og
London i morgun.
Brezkar sprengjuflugvélar
gerðu miklar árásir i fyrrinótt
á Bremen, Hamborg og fleiri
borgir, og varð mest tjón i
Hamhorg, en mikill fjöldi liúsa
gereyðilagðist í báðum borgun-
um. Snemma í gærmorgun
gerðu brezkar sprengjuflugvél-
ar einnig árásir á Bremen og
Kiel og liafa ekld fyrr verið
gerðar dagárásir á borgir
Þýzkalands. Sýnir þetta, að
Bretar eru enn að lierða lá
loftsókninni, og má jafnvel bú-
ast við, að hér eftir verði farið
i árásir að degi til til Vestur-
Þýzkalands, ekki síður en
Frakklands, þótt til Þýzkalands
sé lengri leið að fara. Það voru
stórar s^rengjuflu'gvélar, llsem,
gerðu árásina ' á Kiel og var
varpað sprengjum á liafnar-
mannvirki og skiþ.
Þegar flugvélarnar voru að
koma úr þessum leiðangri, voru
gerðar árásir á skip við strend-
ur Hollands og urðu tvö skip,
annað 3000 en liitt 6000 smá-
lesta fyrir sprengjum og kvikn-
aði i þeim.
Eftir þessari verksmiðju endilangri eru eingöngu Whitley-sprengjuflugvélar í smíðum. Þær
voru um tíma stærstu sprengjuflugvélar, sem Bretar smíðuðu, en eru nú aðeins af meðalstærð.
Þær geta borið um eina smálest af sprengjum, en þær flugvélar, sem nú er farið að nota, geta
borið um 3 smálestir.
Japan og Bandarikin að
taka ákvðrðnn nm afstððn
sína.
Frá Japan og Bandarikjunum berast hinar eftirtektarverðustú
fregnir, sem benda til, að þessi tvö ríki, sem ein stórveldanna
standa enn utan við liildarleikinn, séu i þann veginn að taka loka-
ákvörðun um afstöðu sína í styrjöldinni.
í nýrri fregn um landvarna-
ráðið rússneska segir, að auk
Stalins, Molotovs og Voroshi-
lovs eigi þeir sæti i ráðinu Mal-
ankov og Berya.
AFSTAÐAJAPANA.
í fregn frá Tókió segir, að jap-
anska stjórnin og herforingja-
og flotaráðin, m'uni koma sam-
an á sameiginlegan fund i dag.
Á fundi þessum verður að lík-
indum tekin lokaákvörðun um
afstöðu Japan i þýzk-rússnesku
styrjöldinni. Ákvörðunin verð-
ur svo lögð fyrir Japanskeis-
ara.
Önnur athyglisverð fregn
barst frá Tokió i mosgun. Boð-
að var, að yfirlýsingar yrði
birtar í dag um viðurkenning-
ar á stjórn þeirri, sem Japanir
komu á fót í Nanking i Kína.
Eftir að þessi fregn var birt,
barst önnur fregn, sem hermdi,
að þýzka stjórnin og hin italska
hefðu viðurkennt Nanking-
stjórnina. Ef til vill eru þessar
viðurkenningar Þjóðverja og
Japana á Nankingstjórninni,
eins konar forleikur að þvi, að
Japanir láti kylfu ráða kasti
og gangi ,út í bardaga með
möndulveldunum. Þvi er neit-
að í Tokió, að Þjóðverjar liafi
krafizt þess, að Japan veldi
níilli þríveldasáttmálans og
vináttusáttmálans við Rússa.
AFSTAÐA BANDA-
RÍKJANNA.
I Bandaríkjunum hafa fylk-
isstjórar (State governors) all-
í NÓTT.
í nótt sem leið voru gerð-
ar loftárásir á Ruhr og Rinar-
héruð, og urðu borgirnar Dúss-
eldorf, Köln og Duisburg harð-
ast úti.
ir komið saman á ráðstefnu.
Frank Knox, flotamálaráð-
herra, hefir ávarpað þessa ráð-
stefnu. Hann sagði i þessari
ræðu sinni, að nú væri örlaga-
ríkasti mánuður styrjaldarinn-
ar — og þannig hefði atvikast,
að Þjóðverjar hefðu fengið
ærnu að sinna þennan mánuð.
Þetta tækifæri mætti Banda-
ríkin ekki láta ónotað, og lagði
Knox til, að Bandaríkjaflotinn
væri þegar í stað tekinn til þess
að hreinsa lil á Atlantshafi, svo
að hættunni á siglingaleiðun-
um yrði útrýmt að fullu,
Knox upplýsti i ræðu sinni,
að undanfarna 5 mánuði hefði
verið sökkt skipum samtals 2
millj. smálesta, og liergögn og
flugvélar hefði verið með þess-
um skipum. Kvað hann ekki
mega svo til ganga lengur.
Framleiðsla Bandaríkjanna á
hergögnum og flugvélum vex
með risaskrefum, og nú verður
að standa við öll þau loforð,
sem Bretum og lýðræðisþjóð-
unum voru gefin með sam-
þykkt láns- ol leigulaganna.
280 flugvélar Rússa
skotnar niður í gær.
280 rússneskar flugvélar voru
skotnar niður í gær, segir i
þýzku herstjórnartilkynning-
unni kl. 1. Þar af 216 í loftbar-
dögum.
Skriðdrekasveitir Þjóðverja
sækja hratt austur frá Minsk
og telja Þjóðverjar að þessi öra
framsókn muni á næstunni
hafa veigamikla örðugleika
fyrir Rússa í för með sér.
Næturakstur.
Aðalstöðin, Lækjartorgi, simi
1383, hefir opið í nótt.
Þingvallaför Heimdallar.
Þátttökukort seld i dag og á
morgun á skrifstofu Varðar, Varð-
arhúsinu kl. x—5. Sími 2339.
Leiðrétting.
í fimrntu línu þriðja erindis kvæð-
isins' „Landið kallar“, sem birt var
i Sunnudagsblaði Visis’í gær, hafði
orðið dálítið línurugl. Stóð þar:
Tengjumst bræðraböndum allir, en
átti að vera: Tengjumst . glUr
brœSraböndiini.
Þingvallaför Heimdallar.
Þátttokukort seld i dag og á
morgun á skriffetofu Varðar, Varð-
arhúsinu kl. 1—5. Sími 2339.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 19.30 Hljómplötur: Lög úr
óperettum og tónmyndum. 20.00
Fréttir. 20.30 Erindi: Ástand og
horfur (ungfrú Rannveig Tómas-
dóttir). 20.55 Hljómplötur: a)
Symfónía nr. 5, eftir Tschaikow-
sky. b) Andleg tónlist.
2 vanir remisiiðir
geta fengið fasta atvinnu
hjá oss.
H.f. Hamar.
<