Vísir - 01.07.1941, Side 3

Vísir - 01.07.1941, Side 3
VISIR Starfsemi í. S. í. 1940—41 530 Iþróttamenn læknis- skoðaðir að tilhlntan Í.S.Í. I nýútkominni ársskýrslu íþróttasambands íslands fyrir starfsárið 1940—’41 er getið mjög nákvæmlega um störf sam- bandsins og skal hér þess helzta getið: JOHN WHITAKER: * ítalir eru algerlega undir stjórn Þjóðverja. 91as§olini er aðeins iindirÉylla. John Whitaker var fréttaritari „Chicago Daily News“ í Rómaborg, þangað til honum var vísað úr landi í marz, að ósk Þjóðverja, að því er hann telur. Whitaker starfaði á ftalíu í mörg ár og var því flestum hnútum kunnugur þar í landi. — Grein þá, sem hér fer ?á eftir, og þrjár aðrar um sama efni, ritaði hann fyrir Daily Telegraph. Sjö ný félög liafa gengið í I. S. í. á árinu en tvö gengið úr því. Sambandsfélög eru nú 109 með um 15000 félagsmönn- um. Staðfest met á starfsárinu. 5000 m. gangur: Haukur Ein. (K.R.) 25 niín. 51.8 sek. Kúluvarp (betri hendi): Gunnar Huseby (K.R.) 14,31 m. Kúluvarp (beggja lianda): Sami 24,21 m. Bringusund, 50 m.: Logi Ein- arsson (Ægir) 34,5 sek. Bringusund, 200 m.: Sigurð- ur Jónss. (KR.) 2 min. 57,3 sek. Bringusund, 50 m. (konur): Þorb. Guðj. (Æ.) 44,8 sek. Bringusund, 100 m. (konur): Sama 1 mín. 33,8 sek. Bringusund, 200 m. (konur): Sama 3 mín. 26,4 sek. Þrísund: Sundfél. Ægir 3 mín. 48,8 sek. Fimmtarþraut: Sig. Finnsson (K.R.) 2699 stig Læknisskoðun íþróttamanna. Sambandsstjórnin hefir mik- ið rætt um að liefjast lianda um land allt á læknisskoðun á öllum þeim konum og körlum, sem iþróttir stunda. Hefir stjórn í. S. í. sent íþróttaráðun- um víðsvegar um land umburð- arbréf, þar sem á þau er skor- að að hefjast þegar handa í þessu efni. Þegar skýrslan var búin und- ir prentun hafði ekld borizt svar frá neinu íþróttaráði, svo ekki er vitað, að live miklu leyli að þessu hefir verið starfað. En að sjálfsögðu mun sambands- stjórnin halda málinu vakandi. Annars liefir læknisskoðun l'arið fram á nokkurum íþrótta- mönnum að tilhlutan í. S. í. Eru það eingöngu iþróttamenn úr Reykjavík, Hafnarfirði og Vestmannaeyjum. — Skoðaðir voru alls 530 íþróttamenn, 369 karlmenn og 161 kvenmenn, en skoðanirnar voru 1060. Flestir voru á aldrinum 15— 20 ára, eða samtals 221 karl- maður og 94 kvenmenn. Aðeins 46 karlmenn og 12 kvenmenn eldiá en 25 ára voru lækníis- skoðuð. Tultugu manns af þess- um 530 var bannað að fást við íþróttaæfingar um lengri eða skemmri tíma. Af þeim sem læknisskoðaðir voru, voru flest- ir úr Glímufélaginu Ármanni, eða samtals 207. íþróttasvæðið við Eskihlíð. Nú er svo komið, að allt land- ið milli vegarins, sem liggur gegnum mitt íþróltasvæðið, og Eskiblíðar, er brotið og þurrk- að, svo að nú er hægt að hefj- ast handa um framkvæmdir, ef nægilegt fé fæst og mannafli til að vinna þar. — Bæjarsjóður Rvíkur liefir, eins og undanfar- in ár, lagt 40 þús. kr. í iþrótta- svæðið, en eftir beiðni Vallar- stjórnar Rvikur mælti stjórn í. S. í. með þvi, að um 10.000 kr. færu í gamla völlinn á Melun- um, þar sem sýnilegt er, að það verður enn lengi að honurn að búa. Þá hefir 1. S. I. lagt fram breytingartillögur við frumupp- drátt svæðisins, og eftir þeim kemur svæðið til með að fá nokkuð annað úllit. Eins og nú er komið, er það óskipt skoðun stjórnarinnar, að lögð verði sér- stölc áherzla á byggingu íþrótta- valla meðfram hlíðinni, áður en lengra verður lialdið, en að allt þar verði þó unnið með heild- arskipulag íþróttasvæðisins fyr- ir augum. Eins og öllum er kunnugt, átti stjórn í. S. í. á sínum tíma frumkvæðið 1 að þessu máli og hefir fylgt þvi fast eftir síðan. Þegar svo var komið, að landið var oi’ðið þurrt og brotið, leit stjórnin svo á, að þetta væri orðið meira staðarmál böfuðstaðárins og því fremur i verkahring starf- andi vallarstjórnar bæjarins. Og lagði hún þá til, að málið yrði afbent íþróltavallarstjórn- inni, og að benni yrði fjölgað úr 3 upp í 5 menn. Þessu tók bæjarstjórn Rvíkur vel og hef- ir nú skipgð þá Stefán A. Páls- son og Einar Magnússon í nefndina. —- Mun stjórn I. S. í. eigi að síður fylgjast vel með þessu merkismáli og veita að- stoð, ef hún getur, því þetta er eitt hið mesta nauðsynjamál íþróttamanna hér. Kvikmyndir. Eins og undanfarin ár voru íþróttakvikmyndir teknar af helztu íþróttaviðburðum ársins, og sýndar víðsvegar. Að þessu sinni var tekið nokkuð af lit- mj’ndum, t. )d. 17. júní, sem þóttu mjög nýstárlegar og vel teknar. Mundi meira hafa verið tekið af þeim, ef ekkú væru miklir erfiðleikar á innflutn- ingi. Kjartan Ó. Bjarnason sá um upptöku kvikmyndanna, eins og áður. Samhandsfélög verða að bafa það í huga, að senda beiðnir sínar um kvik- myndir til stjórnar I. S. 1. í læka tið, því oft gengur erfið- lega að fá sýningarvél og sýn- ingarmann. Ýmislegt. Þegar setuliðið tók að reisa byrgi við Nauthólsvíkina, skrif- aði stjórn í. S. í. setuliðinu og óskaði eindregið eftir, að það yrði ekki gert. Var tekið vel undir j>essq| málaleitan, en því miður befir setuliðið nú lagt sundvíkina undir sig, svo að bún er ónothæf sem baðstaður fyrst um sinn. Stjórnin hefir skorað á hin ýmsu iþróttaráð að lialda nám- skeið fyrir dómara í öllum í- þróttum; áttu kennarar í vænt- anlegum íþróttanámskeiðum í. S. í. að hafa slíka kennslu á hendi, ef hægt væri að koma því við. Stjórn I. S. í. skrifaði íþrótta- ráðunum og bað þau að senda greinargerð um starfsemi sína til flutnings í útvarpinu, en slíkar greinargerðir liafa ekki komið ennþá, en þær gætu liaft mjög mikla þýðingu fyrir í- þróttastarfið um allt land. Rauði Kross íslands gaf í. S. í. vandaðan sjúkrasleða, sem mun verða ráðstafað síðar. Ævifélagar í. S. í. bafa gerzt 3 á þessu starfsári: Þóroddur E. Jónsson, heildsali, Guðm. H. Guðnason, gullsmiður, og Árni B. Björnsson, gullsmiður, og eru nú ævifélagar Sahibandsins 110 að tölu. Fjárliagurinn: Rikisstyrkur- inn hefir hækkað úr 8 þús. kr. í 10 þús. kr. Þá hafa innheimzt betur ársgjöld Sambandsins, en nokkru sinni áður, og því verið hægt að veila meira fé til í- þróttanámskeiða sambandsfé- laganna en áður. Loks má geta þess, að sam- handsstjórn hefir útvegað fé- lögunum ýmsa verðlaunagripi, sent dómara og starfsmenn á mót, og yfirleitt reynt að greiða götu sambandsfélaganna eftir mætti. Jtalía er algerlega undir stjórn nazista og Musso- lini er aðeins eins og „gauleiter“ í herteknu landi. Þetta vita allir blaðamenn í Rómabox-g, en eng- inn getur sagt frá því, vegna rit. skoðunarinnar, sem er alger. En eg get skýrt frá þessu vegna þess að eg hefi verið rekinn frá Ítalíu og rita nú í fyrsta skipti í langan tíma, án þess að eiga ritskoðun yfir höfði mér. Hatrið á Bandaríkjunum. Yfirvöldin gátu ekki gefið aðrar ástæður fyrir bi-ottvisun minni, en að eg væri óvinveittur möndulveldunum og að eg hefði aðgang að of mörgum háttsett- um ítölum. Eg liefi fjórum sinn- um fengið viðtal lijá Mussolini og svo tugum skiptir hjá Ciano. Auk þess þekki eg Badoglio og Graziani. En eg tel það víst, að Þjóðverjar bafi fyrirskipað bi-ottvísun mína. Eftirtektax’vei’ðasta breyting- in, sem orðið hefir á Italíu síð- an Þjóðverjar tóku þar völdin, er á afstöðunni gagnvart Banda- ríkjunum. Þjóðverjar ala á hatri á Bandai’íkjamönnum, láta blöðin segja að 40% af þjóðinni sé Gyðingar, Roosevelt vilji leggja undir sig heiminn, þjóðin sé eintómir sálarlausir maura- púkar, þori ekki að berjast, en sé á móti möndulveldunum vegna minnimáttarkendar gagn- vart þjóðum, sem liafa alið Dante og Goetlie, Wagner og Verdi. Jafnframt er harnrað á því, að friður mundi nú vera kominn á, ef Bandaríkin hjálpuðu ekki Bretum og auðguðust þann veg á eymd Evi’ópuþjóðanna. Þetta hefir tilætluð áhrif. Þjóðverjar liafa sannfært ítali um að starfsinenn ræðis- mannsskrifstofanna amei’ísku sé njósnarar. Italski alþýðu- maðurinn heldur að þeir liafi gefið Bretum merki um að gera árásina á Genúa og aði-a staði. Þóvita ítalskir lögreglumenn, að þetta ei’U helber ósannindi, því að hlustunartækjum var komið fyrir víðsvegar í húsakynnum ræðismannaskrifstofanna, svo að hægt var að lieyra hvert orð, sem þar var sagt. Einnig var hlerað á símaþx’æði skrifstof- anna. \ \ Strangar gætur á Bandaríkjamönnum. Enginn ítalskur embættis- írxaður má tala við Bandarikja- mann, án skriflegs leyfis, því að öðrum kosti eiga menn á liættu að lenda á svarta lista Gestapo. Leynilögreglumenn elta Banda- x’ikjamenn, bvert sem þeir fai’a, og þjónar þeirra eru daglega spurðir um livaða gestir liafi heimsótt þá og um hvað bafi vei’ið talað. Ítalía er oi’ðin þýzk. Hið glæsi- lega Hotel de Russie er aðseturs- staður yfirforingja Þjóðverja. Tugir bifreiða og bifhjóla eru sifellt á fex-ð þaðan og þangað, og fi’á Hotel de Russie eru gefn- ar skipanir beint til ráðuneyta landliers, flughers og flota. Palazzo Venezia er enn á valdi Mussolinis, en liann er áf valdi Þjóðvei-ja. Eina von lxans er sig- ur Hitlers, og því lýtur liann í öllu boði lians og banni. Musso- líni mundi líka hafa hröklast fná völdum vegna ófara hersins, ef Þjóðverjar liefði ekki komið honum til hjálpar. Konungsfjölskyldan hefir verið látin afslriptalaus, en hún er þó að viði’a sig upp við Þjóði- vei’ja. Jafnvel di-ottningin, sem talar bezt ensku og frönsku, tal- ar nú aðeins þýzku. Ciano major------- ekki ráðherra. Þjóðverjar starfa í utanrikis- málaráðuneytinu, eins og í öðr- um i’áðuneytum, og svona til að bugga ítali, eru þeir látnir vera í svartstakkaeinkennisbúning- um. Þeir eiga aðeins að koma fi’am sem ráðgjafar og segja: „Við böfum það svona í Berlín.“ En ekkert má gera nema með samþykki þeirra. Þjóðverjum, sérstaklega von Ribbenh’op, er illa við Ciano. Hann er óháður og þorir að segja skoðun sína. Hann var t. d. á móti innrás Þjóðverja í Pól- land og þóttist viss um að Bret- ar og Frakkar mundu bex-jast. Hann var lika andvigur styrj- aldarþátttöku ítala. Það var þvi ekki fui’ða þótt Þjóðverjar hefði ákveðið að setja hann af og menn mun reka minni til, að hann var látinn stjórna sprengjuflugvéladeild í Albaniu um skeið. Hann var þó gerður að ráðherra að nafn- inu til aftur. En það eru ekki aðeins Þjóð- verjar í ráðuneytunum. Italir voru neyddir til að láta Þjóð- verja taka að sér skömmtun á bráefnum og áður en varði urðu þeir að láta stjórn sjálfi’a verk- smiðjanna í hendur þýzkra sér- fræðinga. Þó var ekki látið þar við sitja, því að næsta skrefið var að af- nema öll viðskiplaleg landa- mæri milli ríkjanna. Af því leið- ir, að Þóðverjar eru einráðir á fjármála- og viðskiptasviðinu á ítaliu. Þýzkaland varð að taka í taumana. Þjóðverjar undii-bjuggu „inn- rásina“ vel. Eg er í vafa um, hvort þá hefir langað til að taka við Ítalíu, en þeir urðu að gera það. Aðstaða Itala í N.-Afi’íku og á Miðjai’ðai’hafi var orðin ó- skapleg og þjóðin vildi fá fríð. Aðeins Mussolini gat komið í veg fyrir sérfrið, og hann hékk við völd fyrir náð nazista. Um miðjan desember voru Þjóðverjar búnir að taka við stjórninni á jámbrautarsam- göngunum. Um miðjan mánuð- inn voru 122 áætlunarferðir lagðar niður og lestirnar, sem þannig losnuðu voru notaðar til að flytja þýzkt herlið suður á bóginn. Þetta skeði svo fljótt, að mai’gir vissu ekki um það, fyrri en bai’ið var að dyrum og beðið um liúsnæði lianda þýzku her- mönmmum og þá var öll von þjóðarinnar úti um að fá sérfrið. Þjóðverjar réðu öllu. er miðstöð verðbréfavið- skiptanna, — Sími 1710. Tilboð óskast í 3 tonna íerd nífytiii með 3 mánaða gamalli vél. — Yfirbygging er fyrir sex manns. — Modelið er 1937. Tilboðin sendist fynir 3. júlí á afgr. Vísis, merkt „Ford“. Áskilinn réttur til að taka og hafna tilboðunum. Burtför M.s. Esju er ákveðin kl. 6 síðdegis á morgun. Vöiíi- bíll til sölu ódýrt, ef samið er strax. Hverfisgötu 16. FORNSALAN InilmiliRiÉ óskast sti’ax til að bera út reikninga um mánaðamót. Uppl. á Hvei’fisgötu 14, nulli kl. 6 og 8 síðd. til sölu. — Uppl. í síma 2885 milli kl. 7 og 8. Húseignin Garðastræti 15 er til sölu. — Tilboð sendist Erlendi Guð- mundssyni, Garðastræti 15, fyrir næstkomandi sunnudag. Sl á eldipýtui Útsöluverð á eldspýtum má eigi vera hærra en hér segir: BRYMAY eldspýtur (i 12 stokka búntum). Búntið kr. 1.80. Stokkurinn 15 aura. Utan Reykjavíkur og Hafnarf jarðar má verðið vera 3% hærra vegna flutningskostnaðar. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS. Saomastofa og Kjólasala verzlunarinnar Gulífoss er flutt á Vestnrgötu (Áður Andersen & Lauth). Konan mín Ingibjörg Steinunn Brynjólfsdóttir, verður jarðsungin frá dómkirkjunni fimmtudaginn 3. þ. m„ og hefst athöfnin með húskveðju að heimili hinnar látnu, Finnbogahúsi við Kringlumýrarveg, kl. 1 e. h. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Bjarni Sverrisson. Jarðarför sonar mins Karls Stefánssonar, bifreiðarstjóra fer fram frá dómkirkjunni á morgun (miðvikudag) kl. 4 e. b. Jarðað verður í Fossvogi. Anna Jónsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarð- arför Axels Dahlmann héraðslæknis. Aðstandendur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.