Vísir - 07.07.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 07.07.1941, Blaðsíða 2
V ISIR VÍSIR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Rltstjóri: Kristján Guðlaugsson Stórifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. JjÁÐ hefir allmikið verið um það rætt og ritað að undan- förnu, hversu bæjarlífsbragnuni hefir hrakað í seinni tíð, vegna aukins drykk juskapar aðallega. Drykkjuskapurinn liefir keyrt svo úr hófi, að flestum ofbýð- ur, og öllum, sem liafa velferð lands og þjóðar að augnamiði, finnst sjálfsagt að gripið verði til róttækra ráðstafana til úr- bóta. Mun það og mála sannast, að ef unnt væri að uppræta drykkjuskapinn í bænum, mundi margt annað, er miður fer, lagast — næstum af sjálfu sér, ef svo mætti segja. Það er áreiðanlega ekki eftir neinu að bíða, að liefjast handa um að kippa því í lag, sem mið- ur fer. Vér, sem komnir erum af unglingsárum og búnir að öðlazt lífsreynzlu, megum ekki ypta öxlum, ef vér vitum af einhverju meini, sem uppræta þarf' Vér megum ekki gera ráð fyrir að neitt slíkt læknist af sjálfu sér eða upprætist, heldur, að það smiti og breiðist út, ef ekkert er að gert. Það er að minnsta kosti vissara, að gera ráð fyrir því. Ef vér látum allt dankast, er það sönnun þess, að vér finnum ekki til þeirrar á- byrgðar, sem á oss hvílir. Það er sönnun þess, að vér höfum sljófgast siðferðilega — án þess að vita af því. Vér höfum ekki gert oss þetta ljóst, en þegar vér erum farnir að horfa upp a ósómann, án þess að afhafast neitt, erum vér vissulega sljóvir orðnir. Oss er ant um bæ vorn — vort sameiginlega heimili — framtíðarstað barna vorra. Þess vegna ber oss að stuðla'að því, að hið illa þrífist ekki í þessum reit. En það tekst ekki, ef vér sofum á verðinum. Það má fullyrða, að nú á tírrt- um gerist þeir atburðir í bæ vorum, sem engan gat grunað að gerast myndi. Atburðir, sem menn bjuggust ekki við, að neinsstaðar gerðisl með sama liætti nema í skuggahverfum hafnarborga og stórborga með- al hins aumasta lýðs, en hér gerast nú fyrir allra augum liá- bjarta sumamóttina, úti fyrir gluggum íveruhúsa, inni í bæn- um sjálfum. Hér er átt við það, sem siðaðir menn gera ekki í annara augsýn. Hér virðist upp komin ný stétt — vændiskvennastétt, sem jafnvel virðist ganga feti fram- ar í ósómanum en aumustu stallsystur í erlendum stórbórg- um. — Það væri hægt að segja frá ýmsum öðrum raunalegum dæmum, sem, sýna, að svarta skugga ber á liinn fagra bæ vorn. Skugga, sem oss ber að fjarlægja, oss, — borgurunum — og vér verðum fyrst af öllu að krefjast þess af þeim, sem forystuna hafa í velferðarmál- um vorum, að þeir láti til sín taka, að lögreglan verði betur á verði, einkanlega í úthverfum, bæjarins-. Vér verðum að krefj- ast þess, — og leggja sjálfir fram krafta vora til þess, — að þessi alvarlegu mál, sem hér héfir aðeins verið unnt að víkja að, verði tekin lil rækilegrar at- liugunarog úrlausnar. Vér meg- um ekki sofa á verðinum. x x Skemmíiför Heimdallar. N okkuru eftir miðjan dag á laugardag lagði fjöhnenni af stað héðan úr bænum til Þingvalla. Þegar austur var komið, var veður svo óhagstætt, að ákveðið var að ræða sú, er próf. Magnús Jónsson skyldi halda í Almannagjá, yrði flutt í Valhöll. Kl. 6 ,voru allir sam- ankomnir i stóra salnum. Jóh. Hafstein form. Heimdallar setti samkomuna, og þar næst flutti Magnús Jónsson prófessor ræðu. Þá var sezt að borðum og meðan á borðhaldinu stóð töl- uðu atvinnumálaráðherra Ólaf- ur Thors, formaður sjálfstæðis- flokksins, frú Guðrún Guð- ! laugsdóttir, varaform. Hvatar, ! Ólafur J. Ólafsson, form. mál- ! fundafélagsins Óðinn og Ragn- ar Jónsson, er flutti minni kvenna. Milli ræðanna var mikið sungið og ennfremur skemmtu þeir Ágúst Bjarnason og Jakob Hafstein með einsöng og tví- söng, með aðstoð Bjarna Þórð- arsonar. Borðhaldið stóð til kl. 10, en þá voru borð rudd og farið að dansa. Stóð dansinn til ld. 2 efl-. ir miðnætti. Var þá gengið til náða. I gær, sunnudag, var veður sæmilegt, en ekki þó nógu gott til að fara inn í Bolabás, eins og ákveðið hafði verið fyrirfram. Á hádegi var sezl að sameig- inlegu borðhaldi að nýju og á- varpaði Jóh. Hafstein samkom- j una með nokkrum, orðum. Aðr- ; ir, er til máls tóku, voru Eirik - j ur Einarsson, alþm., Bjarni Björnsson og Óttarr Möller. MiIIi þess, er þeir töluðu, voru ættjarðarljóð sungin. Pétur Jónsson, óperusöngvari, er kom austur um morguninn, lagði sig Frá bladamönnunum: „Menn keppast við að bera okknr á höndnm sér“ JSLENZKA útvarpið frá London í gær hófst kl. 3.30, og var því endurvarpað frá útvarpsstöðinni hér, því að íslenzku blaðamennirnir, sem eru í Bretlandi, töluðu í það að þessu sinni. Stóð útvarp þetta í 15 mínútur og tókst ágætlega. Mr. Cyril Jackson, sendikenn- ari, sem er fararstjóri Islending- anna, talaði fyrstur og sagði hann, að Thorolf Smith, fulltrúi Rikisútvarpsins, mundi tala í brezka útvarpið á miðvikudag næstkomandi kl. 7.45 síðdegis. Síðan kom Árni Jónsson frá Múla að hljóðnemanum. Sagði hann að menn. kepptust við að bera þá á liöndum sér. Þeir liefði kynst fjölda manna, merkum blaðamönnum, iðju- liöldum o. s. frv., og allir liefði þeir reynt að gera dvölina sem ánægjulegasta og þægilegasta, og þeirn hefði tekizt það. Árni sagði líka, að þeir hefði ferðast um mörg fegurstu hér- uð landsins og hefðu tvær bif- reiðar til umráða og væri þær skreyttar íslenzkum fánum. Hann kvað þá félaga lítið verða vara við stx-íðið, bæði að því leyti, hve allt. væri kyrrt nú og svo af því, Jiversu fáa hermenn og fá hernaðartæki þeir sæi. En ef þeir sæi hermenn standa saman í hóp eða tvo hermanna- bíla á ferð, þó þætti þeim bara sem þeir væri komnir heim til íslands aftur. Loks sagði Árni að það gæti fram til að gera þessa stund sem ánægjulegasta. Eftir borðhaldið gengu menn um nágrennið, og að lokum var svo dansað nokkra stund, en kl. 5—6 var haldið lieimleiðis. Förin öll og samkoman í Val- höll og boi’ðhaldið fór allt fram með prýði og ahnenn ánægja ríkti með þátttakendum skemmtifararinnar. dregist eitthvað, að þeir kæmi heim, en hinu gætu menn gert ráð fyrir, að þeir félagar hefðu vetursetu hér heima. Næst talaði Jóhannes Helga- ■'OU, frá Tímanum. Hann kvaðst sjá það í samanburði við fyrri dvöl sína í London, að stríðið Iiefði lítil áhrif á líf manna, svo og að lýðræðið stæði jafn traustum fótum og áður. ívar Guðmúndsson minntist á íslendingana í London, en þeir komu saman til fundar þenna dag, og afstöðu Englendinga til stríðsins. Thorolf Smith talaði um þá kyrrð, sem ríkti í Englandi, og lýsti lítillega lieimsókn til Cam- bridge, hins fornfræga háskóla- bæjar. Að síðustu kom Ólafur Frið- riksson að hljóðnemanum. Hann ræddi um afstöðu íslend- inga til úrslita striðsins og hversu álcveðinn brezkur verka- lýður væri í að sigra í þessu stríði. Var Ólafur fullviss um sigur Breta. Að lokum var leikinn islenzki þjóðsöngurinn. Stórstúkuþinginu lauk í gær. Framkvæmdanefndin að mestu nýskipuð. STÓRSTÚKUÞINGINU, sem haldið var að þessu sinni á Akranesi, lauk í gær. Þingfulltrúar bjuggu hjá ýmsum f jölskyldum í bænum og var allur viðurgj örningur hinn bezti, eins og vænta mátti. Þingið tók mörg mál til með- ferðar og afgreiddi margar á- lyktanir, sem Vísir mun birta síðar, þegar tækifæri gefst. I gær fór fram kosning í framkvæmdanefnd Stórstúk- unnar og hlutu þessir kosn- ingu: Stórtemplar: Kristinn Stef- ánsson, cand. theol., fyrrum skólastjóri í Reykholti. Stórkanzlari: Árni Óla, aug- Iýsingastjóri. Stórvaratemplar: Frú Þór- anna Símonardóttir. Stórritari: Jóhann Ögmund- ur Oddsson, kaupmaður. Stórgæzlumaður löggjafar- starfs: Felix Guðmundsson, kirkjugarðsvörður. Stórgæzlumaður unglinga- starfs: Hannes Magnússon, kennari. Stórgæzlumaður fræðslu- mdla: Guðjón Halldórsson, bankaritari. Stórfregnritari: Gisli Sigur- geirsson, Hafnarfirði. Stórkapellán: Sigfús Sigur- hjartarson, ritstjóri. Stórgjaldkeri: Jón Magnús- son, fiskimatsmaður. Fgrrverandi stórtemplar: Ilelgi Helgason, fráfarandi stór- templar, Fr. A. Brekkan, skor- aðist undan að vera í nefndinni. Kristinn Stefánsson, hinn nýi Stórtemplar, er ungur maður, en hefir þó unnið lengi i þágu Góð templarareglunnar. í gær fóru allir þingmenn Stórstúkunnar til kirkju, en sr. Þorsteinn Briem flutti mjög skörulega ræðu. Þótti mönnum svo mikið til ræðunnar koma, að ákveðið var að gefa hana út á koslnað Stórstúkunnar. Þá veitti þingið viðurkenn- ingu Ásmundi Þórðarsyni á Akranesi, sem hefir verið i Góðtemplarareglunni i 52 ár og var stofnandi stúkunriar Akur- liljan á Akranesi. Ásmundur er nú orðinn 91 árs að aldri. HANDKNATTLEIKSMÓTIÐ. Akureyrarstúlkurnar sigruðu Vestmanna- eyjastúlkurnar með 2:1 ' Ármann- og Vestmannaeyja- stúlkurnar í kvöld; A undan kvenkeppninni fór j fram í gær leikur milli i karlaflokka Vals og Ármanns. j Lauk þeim leik með sigri Vals, i 14:6. Höfðu Valsmenn allmikla yfirburði og voru umfram allt miklu sterkari. Síðan hófst kvenkeppnin og kepptu Akur- eyringar og Vestmannaeyingar. Skoruðu Akux’eyrarstúlkurnar fljótlega í fyrri liálfleik, en hin- ar jöfnuðu mörkin nokkru sið- ar. Litlu fyrir hálfleikaskiftin skoruðu Akureyrarstúlkurnar enn einu sinni. í síðax’i hálfleik skoruðu hvorugar og urðu úr- slitin því 2:1 í hag þeirra norð- lenzku. Áttu þær sigurinn skil- ið, því þær voru töluvert örugg- ari í knattmeðferðinni. í kvöld kþ 9 keppa Vestmannaeyja- stúlkurnar við Ármannsstiúlk- urnar. I hálfleik liefst svo boð- ldaup umhverfis Reykjavik á vellinum og mun þvi verða lok- J ið, einnig á vellinum, rétt eftir ( að leiknum er lokið. Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður í Lyfja- búðinni Iðunni og Reykjavíkur apó- teki. Útvarpið í kvöld. Kl. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.30 Hljómplötur: Tataralög. 20.00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veg- inn (Sigfús Halldói’s frá Höfnum). 20.50 Hljómplötur: a) Diverti- mento nr. 17 í D-dúr eftir Mozart. b) Sönglög úr óperum. . Bandaríkjaflotinn stendur höllum fæti, ef til styrjaldar kemur við Japani áiaska'I C A M A D A oL^aTsf0NJ§fouTCH HARBor'3 °ooo° - V. k>: (ö; 5AA/ W/, 'ö; Francisco Yx 5*. .....^MIDWAÝ.CU.S.) J5MANILA ...... _____________________, ^ .....’fc 5483^ JOHHSTON PEARL HARBOR}-;..... 'PHiuJ&nes; ucjam ÚJ.S.) cCs) 4-.* sSS9m ^1"5’ 'áfe>F’(“oR4 panínaÁnau C^IT®! 1 fu.S) ©SAMOA A^ia g, - <2^ I CU.S.) Á kortinu sjást þær eyjar, sem Bandaríkjamenn eru að úthúa fyrir bækistöðvar handa flota sín- um (merktar U. S.) og helztu vegalengdir á Kyrrahafi. Eftir Yates Stirling, undiraðmírál (U.S.A.) P f styrjöldin í Evrópu færi svo illa, að við gætum ekki lengur treyst á brezka flotann, getum við kannske neyðst til að hverfa á brott úr Kyrrahafi, tii þess að mæta sameinuðum flotastyrk Þjóðverja og ítala. Japanir mundu jafnskjótt grípa tækifærið lil þess að leggja undir sig lendur Hollend- inga, Frakka og Breta í Aust- urlöndum, ef þeir verða ekki búnir að því áður. Þetta gerræði táknaði það, að japanski flotinn mundi slá hring um Filippseyj- ar, en þær verða undir vernd Bandaríkjanna a. m. k. næstu 6 ár. — Ef það gerist, sem getið er hér áð framan, hlýtur stefna Bandaríkjanna að verða eitt áf tvennu: Að við reynum að frið- mælast við Japani, eða beitum valdi til þess að klekkja á þeim fyrir þessar yfirtroðslur. Ef styrjöld brytist út við Jap- ani,-má gera ráð fyrir því, að aðalhluíi flota okkar verði um- hverfis Hawaii og hafi bækistöð í Pearl Harbour. Það munu líða nokkur ár, þangað til flotabæki- stöðin í Dutch Harbour í Alaska verður fullbúin. Á næstu 12 mánuðum mun floti okkar ekki verða miklu stex-kari en hann er nú: 15 or- ustuskip, 6 flugvélastöðvarskip, 40 beitiskip, 50 nýtízku tundur- spillar og 31 nýtízku kafbátur. Auk þess getum við gripið til. 100 gamalla tundurspilla og 60 gamalla kafbáta, sem hætt var að nota, ef ekki verður búið að láta Breta fá þá alla. Japanir halda öllu leyndu um flotastyrk sinn, en hersldpastóll þeirra er sem hér segir, eflir þvi sem næst verður komizt: 12 orustuskip, 9 flugvélastöðvar- skip, 45 beitiskip, 130 tundur- spillar og 70 kafbátar. Þessi floti mun geta teflt fram fleiri skipum úr hverjum flokki en við. Auk þess liefir hann nóg af bækistöðvum í V.-Kyrrahafi og á ströndum þess, þar sem stór herskip geta liafzt við og flug- vélar baft aðsetur. Floti okkar getur haft tvær bardagaaðferðir: Haldið jsér í vörn á „viglínunni“ Alaska— Hawaii—Panama, eða siglt vestur um liaf til að sækja fjandmanninn heim. Flotinn getur álxyrgs t öx-yggi alls þess, sem er austan ofannefndrar „viglínu“. En eina leiðin til að sigra yrði að sækja óvininn heim, en það yrði mjög hættu- legt, vegna þess, hve aðslaða hans er góð — bækistöðvar margar — og á meðan yrðum við að láta Atlantshafsströndina ,vera varnarlausa fyrir árás frá Evrópu. Það er mjög líklegt, að „sezt“ yrði um Singapore og Hong Kong, áður en þetta stríð hefði slaðið í eina viku. Við getum talið það víst, að ef þessar bæki- stöðvar verða ekki þegar í hönd- um Japana, þegar floti okkar kemur til annarar hvorrar, þá munu mannvirki þeirra koma okkur að litlu gagni, vegna þeirra eyðilegginga, sem Japan- ir eða verjendurnir verða búnir að framkvæma, Þá má gera ráð fyrir að Jap- anir geti alveg farið sínu fram í suðaustur liluta Asíu. Ef við leggjum til atlögu við Japani vestur undir Asíu, mun minni floti (okkar) ráðast á stærra flota, þar sem hann er stex’k- astur. Japanir mundu liafa all- ar þær bækistöðvar og hafnir, sem þeir þyrftu, en oklcur skorti. — En ef floti oklcar fengi að nota Singapore og Hong Kong, áður en lil stríðs kæmi, þá mundum við geta náð jafn- vægisaðstöðu við Japani, enda þótt þeir hafi komið sér fyrir þarna fyrir mörgum árum. Ef floti okkar hinsvegac hugsaði aðeins um vörnina, mundu Japanir taka það sem þeir gæti og styrkja svo aðstöðu sína til ulidirbúnings árásinni í austurátt, ef þeir eru þá að hugsa um liana, því að það er vafasamt. Þeir múndu gera kafbátaárásir á skip oklcar og e. t. v. loftárásir á vesturströnd- ina, en stórárás Japana austur á bóginn mundi vera jafn hættuleg fyrir þá og árás okkar vestur á bóginn. Bækistöðvar okkar í Kyrra- hafi virðast vera fullnægjandi til varnar, að slepptum Filipps- eyjum. En ef við eigum að liefja sókn gegn Japönum, getuin við ekki gert það svo að vel. fari, nema með því að stækka og fjölga flotabækistöðvunum i Mið- og Vestur-Kyrraliafi. Það er óhætt að fullyrða, að yið getum aukið flota olckar hraðar en Japanir. Sá tími mun því koma, eftir nokkur ár, að Bandarikjafloti geti sótt Japani heim og sigrað þá í þeirra eigin hlaðvarpa. Verkefni flota okkar i Kyrra- hafi er hvorki einfalt né létt. Sérfræðingar eru þeirrar skoð- unar, að við verðum að hafa tvö skip fyrir hvert eitt Japana, til þess að geta sigrað þá i heimahöfiim þeirra. Það yrði gegn lillögum sér- fræðinga okkar, ef við sendum aðeins jafnsterkan flota til að berjast við Japani í vestanverðu Kyrrahafi. Þetta vita Japanir og þess vegna erti þeir svo hroka- fullir meðan brezki flotinn hef- ir yfrið nóg að gera í „orustunni um Atlautshafið“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.