Vísir - 25.07.1941, Side 3
VISIR
Frá Færeyjum:
manns bíða bana af
litlum reksprengjum.
Þrjú færeysk skip fórust í maí,
Oíðan í maí liafa Færeyingar ekki misst neitt skip,
en þýzkar flugvélar gera alltaf við og við árásir
á eyjarnar eða skip við ])ær, enda þótt manntjón hafi
ekki orðið af. — En um miðjan mánuðinn biðu þrír
menn bana af að handleika egglaga sprengju, sem rekur
nú á land á eyjunum. Hafa alls fimm menn beðið bana
af morðtólum ]>essum.
Vísi liefir lekizt að ná í nýj-
ustu færeysk blöð — Dimma-
lætting frá Þórshöfn og Norð-
lýsið frá Klakksvík — og segja
þau frá siðustu tveim loftárás-
um, sem voru gerðar hvern dag-
inn eftir annan, og slysinu, er
mennirnir þrír fórust.
Norðlýsið segir frá síðar-
nefnda atriðinu á þenna liátt:
„Mánudagskveldið — þ. e. 14.
júlí — varð óttalegt slys i Dali
á Sandey og biðu þrír menn
hana af þvi.
Niðri á Mölinni fannst „reki“,
sem var í lögun eins og egg.
Farið var með „rekann“ i skól-
ann og var þar skrúfaður liluti
af tækinu og líktist hann ein-
liverskonar vél.
Bóndinn i Dimon, Óli Jakup,
sem er útlærður smiður, fór
með þetta upp á skólaloftið, á-
samt með tveim mönnum öðr-
um og veit enginn meira um
hvað þar gerðist.
Klukkan sjö um kveldið
lieyrðist ógurleg sprenging.
•Þakið fauk af skólanum og um
leið feykti sprengingiS^ höfuð-
lausum húk Dímonarbóndans
út af loftinu. Annar hinna, sem
inni voru, var alveg í tætlum,
en lik hins þriðja var ekki mjög
skadidað. Laugardagskvöldið
næsta á undan iiafði Dímonar-
bóndinn komið til Dals.
Þetta er apnað slysið, sem
hendir, vegna þess að fólk lief-
ir farið að handleika rekahluti
þótt það hafi verið bannað.
Þetta hefir nú kostað fimm
mannslíf og er það dýr lærdóm-
ur, en kemur vonandi áð
gagni.“
Hina fregnina þirta bæði
blöðin, samlcvæmt tilkynningu
frá hrezku herstjórninni á eyj-
unum:
„Eftir liádegi 13. júli var gef-
ið loftvarnamerki i Þórshöfn.
Það var gert vegna heimsóknar
þýzkrar flugvélar, sem flaug
yfir nokkurn liluta eyjanna og
gerði úr mikilli hæð árás á skip
í „Sundelaget“ (milli Austur-
eyjar og Straumeyjar). Engin
sprengja liæfði þó skipið og'
ekkert slys hlauzt af þessu.
Næsta dag var aftur gefið
hættumerki, en -enginn varð
fvrir sprengjunum heldur að
þessu sinni, þvi að sprengjurnar
sem ætlaðar voru skipi í „Sun-
delaget“, lentu á þurrú landi og
ollu engu tjóni. Næstum því
um sarna leyti réðist önnur
þýzlc flugvél nærri Stóra Dímon
á velþekkt skip úr Þórshöfn og
varpaði á það sprengjum, en
skipþhöfn og farþegar sluppu
heilir á húfi, þólt sprengjurnar
félli nærri skipinu.“
Skip það, sem hér um ræðir,
er strandferðabáturinn Smyrill.
Var varpað að honum átta
sprengjum, en þótt engin hæfði
skipið, skemmdist það þó svo,
að það er nú ósjófært. Farþeg-
arnir á því voru um 60 að tölu.
Eitt blaðanna í Þórshöfn —
Dagblaðið — gat nafns skipsins
eftir árásina, og bönnuðu Bret-
ar það í mánuð fyrir bragðið.
í mai misstu Færeyingar þrjú
sldp og fórust við það um 10
menn. Fyrsla skipið, sem fórst,
var kútterinn „Guiding Star“.
sem var á leið milli Færeyja og
íslands. Fórst hann með allri
áhöfn og spurðist ekki til lians
eftir að hann fór úr höjfn á
Færeyjum áleiðis hingað.
Þá sökkti kafbátur skonnort-
unni Emanúel, sem var nýtt og
vandað skip. Þrír menn af átta
fórust.
Loks fórst kútterinn Harry.
Varpaði flugvél sprengjum á
hann undan Skotlandsströnd-
um og laskaðist skipið svo, að
þgð komst aðeins til lands og
þótti ekki horga sig að gera við
það. Engan mannanna sakaði.
Síðan hefir ekkert færeyskt
skip farizt, þótt þau sigli til
Englands eftir sem áður.
i um ver
á
QEFIN hafa verið út ný verð-
lagsákvæði, samkvæmt til-
lögum frá verðlagsnefnd, en
henni hafði verið falið að end-
urskoða verðlag þeirra vöru-
flokka, sem verðlagsákvæði
höfðu verið sett á.
Bætt hefir verið við tveim
verðlagsflokkum, kornvörum,
og kaffi og svkri, en samkomu-
íag stór- og smákaupmanna
hafði verið um álagningu á
þessum vörum um skeið.
Álágning á hrísgrjón, sagó-
grjón, semúlíugrjónog kartöflu-
mjöl má vera 10% í heildsölu
(var 15%), en á aðrar vörur í
þessum nýj u Verðlagsflokkum
má í heildsölu leggja 7.5% (var
10%). í smásölu má álagningin
vera allt að 30%.
Á fyrri ákvæðum varð nokk-
ur breyting, Iielzt að því er
snertir vefnaðarvöru, bygging-
arvöru og búsáhöld.
Vefnaðarvörur: I heildsölu er
lieimil 13% álagning (var 15%)
og i smásölu 42—53% álagning
(var 47—64%), eftir þvi, livort
keypt er af innlendum birgðum
eða beint frá útlöndum.
Sérstök ákvæði gilda þó um
álagningu á efni í karlmanna-
föt, frakka, dragtir og ryk-
frakka. Smásali má leggja á
þessar vörur 35—45%, eftir þvi,
hvort keypt hefir verið af inn-
lendum birgðum eða beint fra
útlöndum.
Á silkisokka má heildsali
leggja 20% (var 25%), en smá-
sali 50—65%.
Byggingarefni: Álagning á
steinlím 19% (var 22%), mið-
stöðvarofna o. fl. 27% (var
30%) og baðker, vaska o. fl.
30% (var 40%).
Búsáhöld: í heildsölu má
leggja á borðbúnað 18% (var
16%), en í smásölu 38—50%
(var 40—55 %).
Á ýmsunr öðrum vörum hef-
ir áiagning verið lækkuð, þótt
fleiri sé eigi getið hér. Auglýs-
ing um þetta er birt í Lögbirt-
ingablaðinu i dag.
»í]«' varð mnnaðai1-
lan§ á §jönnda ári« —
í heimsókn hjá 85 ára gömlu afmælisbarni.
Inni á Hverfisgötu 89 hér í
bæ býr gömul kona, Sigurbjörg
Sigurðardóttir að nafni. Hún
hefir búið í kjallara þessa liúss
i 12 ár.
Oft koma barnabörnin til
þess að heimsækja liana, og er
það hennar bezta skemmitun,
en í gær brá svo við, að gjör-
ókunnugur maður kom í heim-
sókn til hennar og bað hana að
segja sér eittlivað frá liðnum
tímum.
Gamla konan horfði fyrst
rannsakandi á mig, en bauð
mér síðan að setjast.
Á ellilegu andliti hennar
mátti sjá, að hún átti að baki
sér langa og erfiða ævi. — En
þrátt fyrir það bar liún ára-
f jöldann með prýði. Hún sér og
lieyrir ágætlega og hefir fóta-
vist.
Nú leit hún upp og spurði
•hægt og stillilega: — Hvað er
það, sem þér viljið fá að vita?
— Æviatriðin í stórum drátt-
um, svaraði eg.
Og svo hóf hún frásögnina:
— Eg er fædd 25. júlí árið
1856, i Stuðlakoti i Görðum.
Faðir minn var sjómaður, og
var oftast þröngt i búi hjá okk-
ur. En svo missti eg báða for-
eldra mína, þegar eg var á sjö-
unda árinu.
Voru þá fengnir tveir menn
til þess að koma mér í fóstur,
en þeir áttu að leita uppi ein-
hvern stað, þvi' það var alveg ó-
ákveðið, hvert eg færi.
Svoleiðis var, að þessir menn
voru hinir mestu fylliraftar, og
flökkuðu þeir um sveitina, þeg-
ar þeir voru „á því“.
Nú liittist þannig á, að þeir
áttu leið um, i sama mund og
foreldrar mínir dóu og þótli
þess vegna ráðlegt, að þeir
tækju mig með sér og kæmu
mér einhvers staðar fyrir, þar
sem þeir kæmu að garði.
Þeir drukku svo alla nóttina
og flæktust víða, en fundu eng-
an bæ. Endaði það með því, að
eg lagði mig til svefns og svaf
af úm nóttina, Um morguninn,
þegar eg vaknaði, komst eg að
raun um, að eg hafði sofið und-
ir kálgarðsvegg lijá bæ einum.
Var mér hrollkalt, og baðst
þess að mega fara inn í bæinn.
Fóru þá mennirnir heim og
báðu fólkið um að lofa mér að
vera inni í svo sem 1—2 klst.
Var það sjálfsagt. Dvaldi eg svo
á bænum fram eftir deginum,
og var gert vel til mín. Var eg
liáttuð ofan í rúm og gefin heit
mjólk að drekka.
Svo var ferðinni lialdið á-
fram, og undir kvöld komum
við að Nefsliolti í Holtum. —
Þar var mér komið fyrir og var
eg þar í 10 ár. Var farið illa
með mig, látin vinna gríðpr-
mikið, illa liirt og oft svöng og
lcöld.
Þegar eg var 17 ára gömul,
fluttist eg alfarin burtu frá
Nefsliolti og fór að vinna fyrir
mér sjálf. Var eg á nokkrum
Ávalt nýtt
grænmeti
Niðursuðuglös
Vatnsglös
Hitabrúsar
Gler í hitabrúsa
Bollar
Hangikjöt
NÝR LAX
SALTKJÖT
GRÆNMETI allskonar.
NtMabnð
Símar 9291 og 9119.
_______________.
Steindór
Sérleyfisbifreiðadeihlin.
Sími 1585.
Á MORGUN.
Til Stokksejæar:
Kl. 10y2 f. h„ 2 og 7 síðd.
Til Þingvalla:
Kl. 10y2 f. h„ 1 y2 e. h„ 4 og
7y> síðd.
. Til Grindavíkur:
Kl. 8 síðdegis.
Til Sandgerðis:
KI. 1 e. h. og 7 síðd.
bæjum í sveitinni, lengst af í
Sauðholti, eða 18 ár.
Þaðan fór eg austur í Selvog.
Giftist eg þar Sigurði Frímanni
Guðmundssyni, og fluttumst
við þá til Reykjavikur.
Vann hann að sjómennsku,
en eg hafði vatnssókn á hendi
og fatalitun. Oft var erfitt að
sækja vatnið, þvi eg þurfti að
bera það alveg frá Skálholts-
lind, sem var nálægt Lands-
höfðingjahúsinu, 'og alla leið
inn undh’ Bjarnaborg. Það voru
7 hús, sem eg sótti vatn fyrir.
Við bjuggum í Arnlaugsbæ til
að byrja með, en svo varð að
rífa húsið, vegna þess að kóng-
urinn ætlaði að korna til lands-
ins.
Fyrir 15 árum missti eg
manninn minn og hefi búið ein
síðan.
Þetta eru nú æviati’iði mín i
aðalatriðum, — sagði gamla
kouan og horfði i gaupnir sér.
— Þér eigið einhver börn, er
ekki svo?
— Jú, eg á 4 börn á lífi. Þau
eru Meyvant, bilstjóri hér í bæ,
Rósa, Kristin og Halldóra, sagði
Sigui-björg og um leið brá fyrir
gleðibi-osi á vörum liennar.
Svo kvaddi eg gömlu konuna
og fór.
G.
Smlmln
óskast til léttra sendiferða. — Þarf að hafa hjct. — A. v. á.
Auglýsingar
sem birtast eiga í blaðinu á morgun þurfa að koma
fyrir kl. 10 fyrir hádegi sama dag í síðasta lagi. —
Biii tiiiija. m kenir bai
Blómkál, Nýjar kartöflur, Gulrófur, Næpur, Gul-
rætur, Toppkál, Salad, Tómatar, Persille, Rabar-
bari, Reyktur Lax, Reyktur Rauðmagi, Sardínur,
Síld, Harðfiskur, Smjör, Ostar, Ræk jur, Rækju-
mauk, Ansjosur, Caviar, Mayonnaise, Sandw.
Spread, Gaffalbitar, Súpur í dósum, Sósur, Pipar-
rot, Oliven, Capers.
qUiaUaldl
Frystihúsið Herðubreið tilkynnir:
Allir, sem eiga hjá oss vörur i kæligeymslu, verða
að vitja þeirra fyrir miðjan ágúst. Þá verður frost-
laust í húsinu um skeið og vörurnar ónýtast, verði
þær ekki teknar fyrir ofangreindan tima.
Frystihusið Herðnhreið
Fríkirkjuvegi 7.
Hálfbaunir — Hýðisbaunir.
AII Bran — Com Flakes.
Semulugrjón — Mondamin.
Maizena — laust og í pk.
Hrísmjöl — Kax-töflumjöl.
Theódór Siemsen
Tillíynniitg^
Vegna efnisskorts rerða
báðar verksiniðjiirisar
lokaðar nm oákveðinn
tima.
Kexverksmiðjan Frðn h. f.
Kexverksmiðjan Esja h. f.
Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að
Guðflnna Ingveldur Helgadóttlr
Grettisgötu 77, aiulaðist að Landspítalanum að morgni þess
23. þ. m. —
Börn,tengdaböm og systkini hinnar látnu.
Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að hjart
kær sonur okkar og bróðir,
Kristján Ólafsson frá Skuld
lést á Vífilssfaðahæli þ. 24. þ. m.
Jarðarföi’in ákveðin síðar.
Foreldrar og systkini.
fiítenjr
§Ilnngur
Sími: 3007.
Auglýsið í VÍSI
/