Vísir - 18.08.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 18.08.1941, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Rltstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Heimsókn Churchills. QIÍKLUR þótti vænl um aí5 Winston Churchill skyldi „líta inn í Ieiðinni“. Heimsókn hans har að alveg fyrirvara- laust, svo, að við hlutum að koma til dyranna einsogvið vor- um klæddir. Og liver sem ástæð- an hefir verið, þá er sannleik- urinn sá, að fáir útlenidingar eða jafnvel engir hafa fengið innilegri móttökur hér á landi.- Það er eldd liversdags-atburð- ur, að við íslendingar fáum að sjá augliti til auglitis þá menn, sem eru að skapa veraldarsög- una. Nafn Churchills hefir ver- ið á hvers manns vörum unidan- farin misseri og þó einkum und- anfarna daga. Hvernig skyldi liann líta út, þessi maður, sem svo mikið hvílir á? Vafalaust hefir ýmsum idottið í hug, er þeir sáu hann, visan, sem Páll /Ólafsson orti um Magnús Stepli- ensen: „Landshöfðinginn likar mér, að líta ’hann ganga farinn veg enginn maður á honum sér að hann sé meiri en þú og eg.“ Winston Churchill er yfirlætis- laus maður og að þvi er virðist mjög alþýðlegur í viðmóti. • .Annars var það einkenni við heimsókn þessa, hve allt fór fram látlaust og eðlilega. Menn höfðu ekki haft líma til að setja sig í neinar stellingar, eins og oft vill verða, þegar stórmenna er -von. Það var ekkert umstang. Fregnin um komu Churchills hafði flogið hús úr húsi um morguninn og auðvitað reyndu allir, sem vetlingi gátu valdið, að sjá hann. Ef til vill hefir ekk- ert sannað áþreifanlegar, hversu ólíkt það hernám, sem við bú- um við, er því, sem tíðkast með- al nágrannaþjóðanna. Hugsum okkur til Idæmis, að Adolf Hitl- er hefði verið á ferð í Noregi. Ætli hann hefði farið algjörlega óvarinn um götur bæjarins? Það hefði verið tilvalið tæki- færí, til dæmis þegar Churchill stóð á svölum Alþingishússins, að veita lionum tilræði, ef ein- hver hefði verið þess sinnis í hópi áheyrenda. En það var rétt skilið, að óþarft var að gera ráð fyrir slíku. Bretar hafa sann- færst um, að allt skraf um fimmtu herdeildarstarfsemi hér á lanldi er ekkert nema helber vitleysa, og er vonandi, að ís- lenzk blöð sjái sóma sinn í því, að hætta slíku snakki framveg- is. Yið Islendingar vitum með okkur sjálfum, að rangt er að bera okkur á brýn hættulegar fyrirætlanir. Við fögnum l>ví, að það skyldi sjást í verld, að okkur er treyst. • Þegar forsætisráðherra Breta kemur hér við, er hann að koma af fundi með forseta Bandaríkj- anna. Þessir tveir oddvitar lýð- ræðisþjóðanna voru þar að leggja ráðin á hvernig lýðræðið í heiminum og friðurinn í fram- tíðinni yrði bezt tryggt. Þeiin köm saman um að þvi aðeins gæti verið um varanlegan frið að ræða, að hver þjóð fengi að i'áða málefnum sínum sjálf. Sennilega hafa smáþjóðirnar í Norðurálfunni aldrei fengið betri boðskap en þann, sem gef- inn var út-eftir þenna fund. Og þó má segja, að þessi boðskapur snerti okkur jafnvel meira en nokkra aðra þjóð, þvi að hér stendur svo á, að báðir þeir menn, sem staðfestu þenna nýja lýðfæðissáttmála á Atlantshaf- inu, eigi yfir lier manns að ráða hér á landi. Það er á valdi þeirra Wiriston Churchills og Frank- lin D. Roosevelt, hvenær herir þeirra fara liéðan. Eftir birtingu hinnar nýju frelsisskrár, sem gefin var út á Atlantshafinu, þai-f ekki að efast um, að þetta verði, þegar er ófriðnum lýkur. Winston Churchill átti tvennskonar erindi til Islands. Hann vildi kynna sér herafla þann, sem Bretar og Banda- ríkjamenn hafa hér. Ilann vildi líka kynnast, þó ekki væri nema rétt i svip, þeirri þjóð, seni Bretar hafa hernumið undan- farna 15 mánuði og hann viMi slaðfestaíéyru þjóðarinnar þann boðskap, sem þeir Roosevelt höfðu gefið út. Það var viðeig- andi, að minnsta lýðræðisþjóðin skyldi fá fyrstu heimsóknina eftir Atlantshafsráðstefnuna. Framkoma Winston Churchills hér á landi var látlaus og alþýð- leg, eins og spemir þeim, sem berst fyrir sönnu lýðræði. a. Stúdentar fjöl- iiieiiiitn á Þingr- völl. 1 fyrradag fjölmenntu stú- dentar á Þingvöll, í skemmtiför Stúdentafélags Reykjavíkur. Hófst mótið á Þingvöllum með því að kl. 6 síðd. fylktu stúdent- ar liði og gengu í skrúðgöngu með íslenzka fánann og stú- dentafánann í fararbroddi til Lögbergs. Þar báuð Sigurður Bjarnason frá Yigur, formaður Stúdentafélagsins, gesti vel- komna með. snjöllu ávarpi. En að því loknu hélt Benedikt Sveisson bókavörður ræðu fyrir minni Þingvalla. Kl. 7 var sameiginlegt borð- hald í Valhöll. Undir borðum flutti Sigurður Nordal prófessor ávarp, en Árni Jónsson frá Múla og Pétur Jónsson söngvari sungu tvísöng með undirleik Bjarna Þórðarsonar. Dans var stiginn fram eftir nóttu og skemmtu þátttakendur sér hið prýðilegasta, en þeir munu hafa skipt hundruðum. í gær voru enn allmargir stúdentar og gestir þeirra á Þingvöllum og nutu sólskinsins og góðveðursins þar. Henri Voillery full- trúi frjálsra Frakka Herra Henri Voillery, fyrr- verandi ræðismaður Frakka hér á landi, sagði af sér störfum, eins og skýrt var frá í Vísi fyrir nokkurum vikum. Bauð hann de Gaulle hers- liöfðingja og forystumanni frjálsra Frakka aðstoð sína. Er herra Voillery nýkominn frá London og hefir tekið við full- trúastarfi fyrir frjálsa Frakka liér á landi. Engin síld á Siglufiröi. Til Siglufjarðar hefir svo að segja ekki nein síld komið um helgina. í gær komu þrjú skip með um 500 mál vestan frá Horni, það var allt og sumt. Or- sakimar Iiggja til óhagstæðs veðurs. Hefir verið norðaustan hvassviðri með þokusúld og Hellyers-útgerðin í Haínarúrði. Allt var í kaldakoli er útgerðin hófst, en bæjarbúar höfðu um skeið af henni aðaltekjur sínar. (Eftirfarandi grein sendi Tryggvi Ófeigsson útgerðarmað- ur ritstjóra Þjóðólfs, en hún gat ekki birzt jmr vegna þrengsla. Vísi er ánægja að birta grein þessa, sem túlkar7)iðhorf manns, sem er nákunnugur starfsemi Mr. Helhjers i Hafnarfirði, og leiðréitir ósæmileg ummæli, sem fram hafa komið í blöðum um þá starfsemi.) í Þjóðólfi 11. þ. m. er rætt um brezk-íslenzka viðskiftasamn- inginn. 1 áminnstri grein er ó- verðskuldað ráðist á einn af brezku nefnidarmönnunum, Mr. Owen S. Hellyer, með illkvittni og ósannindum. Þar sem liér er um að ræða stórmerkan ágætis- mann, sem mörgum Islending- um er að góðu kunnur, má slík- úm rangfærslum, sem hér er um að ræða, ekki vera ótmótmælt. Greinarhöfundur áfelRst brezKU stjórnina fyrir að hafa valið Mr. 0. S. H. í samninga- nefndina, vegna þess, að hann hafi verið harðvítugur keppi- nautur íslenzkrar útgerðar að fornu og nýju. Eg geri ekki ráð fyrir, að við getum liaft áhrif á, hverjir fari með umboð brezku ríkisstjórnarinnar, og sjálfsagt hefir sá hæfasti verið valiim. Að ásaka brezkan útgerðar- mann fjvir hai'ðvítuga sam- keppni á sínum eigin markaði, er ekki skynsamleg ásökun. Þá segir greinarhöfunldur, að 0. S. H. séu gefnar frjálsar liendur um að raka saman fé á kostnað íslenzkra útgerðar- manna og sjómanna. í þessum ummmælum gætir mikils ó- kunnugleika. Sannleikurinn er sá, að á ann- að ár liefir Mr. 0. S. IJ. keypt hér mjög mikið af fiski og borg- að því verði, sem íslendingar sjálfir hafa sett á fiskinn og í sannleika sagt liefir þetta verið til mikils hagnaðar fyrir íslend- inga, þar sem skipakost vant- aði til þess að flytja fiskinn til Englands, en saltlaust síðast- liðna vertíð. Þessi viðskifti hef- ir Mr. O. S. H. gert fyrir brezku stjórnina, svo að uin eigin gróða er eklci að ræða. Öflrengilegasta ásökunin í garð Hellyer’s er út af veru hans í Hafnarfirði, þvi að hún var livorttveggja í senn, nauðsynleg Hafnarfjarðarkaupstað á þeim tima,og Hellyersbræðrum til mikils sóma. Eg má vel um það dæma, því að eg var hjá þeim þar öll árin, nema hið fyrsta. Þegar Hellyer byrjaði útgerð í Hafnarfirði, var þar allt í kalda koli, og er þar skemmst af að segja, að á meðan Hellyer hafði útgerð í Hafnarfirði, munu bæjarbúar hafa haft það- an sínar aðaltekjur. Fullyrðing greinarhöfundar um, að Hellyer hafi rakað sam- an fé í Hafnarfirði held eg að hafi ekki við rök að styðjast. Hann hefir sennilega grætt sum árin, en tapað sum. Hitt er stað- reynld, að féð var fest í Hafnar- firði i endurbyggingu „Svend- borgar“, fiskreitagerð, og síðast en ekki sízt í stækkun hafskipa- bryggjunnar. Að hafnfirzkir sjómenn og verkamenn hafi eldd haft gott af veru Hellyer’s í Hafnarfirði, eru vítaverð ósannindi, en logið lýðskrum er ódýrt, en þvi fylgir liið leiða en ófrávíkjanlega lög- mál, að það fitar þann, sem læt- ur það úti, en ekki þá„ sem fyr- rigningu nyrðra, en í dag er veðrið heldur betra, enda þólt ekki sé neitt veiðiveður. ir því verða, en er oftast nær sá eini skerfur, sem hinir fyr- nefndu láta til kviðfyllingar sjó- mönnum og verkamönnum. Að Hellyer liafi farið frá Ilafnarfirði þegar versnaði í ári, er ekki rétt, árið 1929 var hag- stætt togurum. Hellyer fór af allt öðrum ástæðum. Sem liinn glöggi og reyndi útgerðarmaður og fésýslumaður sá liann hvert stefndi liér á landi í skatta- málum, og það var það, sem úrslitum réði. Útgerð Hellyer’s i Hafnarfirði var á margan liált lærdómsrík fyrir íslenzka sjómenn og út- gerðarmenn. Þar lærði eg margt ]iað, sem eg liefði ekki viljað fara á mis við, og svo mun liafa verið um marga fleiri. Brottför Hellyer’s frá Hafnar- firði —- rétt á litið — er einnig læridómsrík þeim, sem hafa sterkari löngun til þess að ráð- stafa annara eignum, en til þess að afla fjármuna sjálfir. Svo vel þekki eg Mr. Owen S. Hellyer, eftir margra ára við- kynningu, að eg þarf engrar af- sökunar að biðja á því, sem hér hefir verið sagt, enda mundi honurn sízt þægð i ósönnu lofi, en rangfærslur og persónulegar svívirðingar eru ekki sigurvæn- leg vopn i þessu máli, þó að vel hafi reynzt í innanlandserjum að undanförnu. Með þökk fyrir birtinguna. 14. ágúst ’41. Tryggvi Ófeigsson. Fólk verSnr að sækja auka-sykurseðlana í dag eða á morgun. Seðlum að aukasykurskammt- inum verður úthlutað í dag og á morgun í Templarahúsinu kl. 10—12 og 1—6 báða dagana. Fólk er áminnt um að sælcja seðlana annan hvorn daginn, þvi þeim verður ekki úthlutað síð- ar. Það er ennfremur beðið um að hafa stofnana með sér. Hvassviðri á ISotiissiilum. Um hádegisleytið i gær byrgðu þykkir moldarveggir alla útsýn frá Þingvöllum og virtist manni mekkimir aðal- lega koma af söndunum norðan Ármannsfells og umhverfis 'Skjaldbreið. Var þvi augsýni- lega stormur á þessu svæði. Hafði Visir tal af manni, sem gekk á Botnssúlur i gær. Var af- takaveður þar uppi og svipvinda mjög, svo að í rokunum urðu fjallgöngumennimir að halda sér föstum, til að hrapa ekki. Á Þingvöllum var ágætt veð- ur allan daginn í gær, sólsldn, hiti og logn. Bifreiðaárekstur varð aðfaranótt sunnudagsins á fimmta tímanum á gatnamótum Ægisgötu og Vestúrgötu. Óku tvær fólksbifreiðar saman og skemmdust 1)áðar allmikið. Meiðsli á mönnum urðu ekki nein. Mesta garðyrkjusýning á íslandL Undirbúningi vel á veg komið. Á næstunni verður haldin hér í bæ garðyrkjusýning, sú stærsta og veglegasta sem sést hefir á íslaridi. Er fyrir nokkru hafinn undirbúningur fyrir sýninguna og nú unnið ósleitilega að honum. Er verið að byggja geysistóran sýningarskála, 18x40 metra, á horni Túngötu, Garðastrætis og Öldugötu. Kvenfélagið Hallveigarstaðir hefir lánað lóðina endurgjaldslaust undir skál- ann, en yfirvöld bæjarins hafa gefið samþykki sitt til að skál- inn yrði reistur. . Vísir snéri sér til formanns sýningarráðsins, Laurits Bre- skov, og spurði hann um tildrög sýningarinnar og fyrirkomulag hennar. „Árið 1937 fóru 12 garðyrkju- menn héðan á stóra norræna garðyrkjusýningu í Forum í Khöfn. Árið eftir var svo stofn- að til garðyrkjusýningar í Markaðsskálanum hér. Sú sýn- ing var að mörgu leyti góð, en húsnæði var of þröngt og þvi ekki unnt að gera hana svo vel úr garði sem æskilegt liefði ver- ið. Hún gekk samt ágætlega, var mjög vinsæl og mörgum hvöt til aukinnar garðræktar. Þar m,eð var tilganginum náð.“ „IJver stendur fyrir garð- yrkjusýningu i ár?“ „Það gerir Garðyrkjufélag Is- lands, en það hefir tilnefnt eft- irfarandi sjö menn í sýningar- ráð, sem annast svo allar fram- kvæmdir: Niels Tyberg garð- yrkjustjóra á Reykjum, sem er sýningarstjóri, Ólafur Gunn- laugsson garðyrkjumaður á Laugabóli er gjaldkeri, en með- nefndarmenn þau frú Jóhanna Zoéga Rvík, frk Ragna Sigurð- ardóttir Rvík, Ingimar Sigurðs- son Fagrahvammi, Ingólfur Daviðsson Rvik, en eg er for- maður sýningarnefndarinnar. Höfum við skift með okkur verlcum eftir því sem okkur þótti hezt lienta, og höfum við öll mikið að gera.“ „Er ekki mikill kostnaður við að koma skálanum, upp ?“ „Jú, óneitanalega, en hjá þvi varð ekki komizt. Við ætluðum helzt ekki að byggja, en það reyndist ekki nokkur leið að fá húsnæði, sem fullnægði kröf- uní okkar. Svo vorum við að hugsa um að koma skálanum upp á eigin spýtur, en við nána athugun sáurn við fram á, að það myndi borga sig betur, að fá einhvern, sem réði yfir nægu vinnuafli og fengið gæti efni í bygginguna, en á hvorutveggja er mikill liörgull um þessar mundir. Það varð þvi úr, að Ilöjgaard & Scliultz tók að sér að reisa skálann og er nú unn- ið að byggingu hans af nriklu kappi. Hann er eingöngu reistur úr tré og verður rifinn strax að sýningunni lokinni. Þótt lcostn- aðurinn verði mikill gerum við okkur vonir um, að sýningin geti borið sig.“ „Getið þér sagt oldcur nokkuð um, fyrirkomulag sýningai’inn- ar?“ „Það er ekki tímabært, að segja ítarlega frá þvi að svo stöddu, enda ekki hægt. Hitt get eg sagt yður, að þarna verður sýndur allur hugsanlegur gróð- ur, villtur og taminn, svo sem jurtir og blóm, grænmeti alls- konar, ávexti og tré,1 sem dafn- að fær í íslenzkri jörð. Er nú verið að vinna að því, að safna þessum gróðri víðsvegar um land, og liggur í þessu óhemju mikið starf. Þegar skálinn er kominn upp, sem á að vera i næstu viku, jverður unnið að fyrirkomúlagi sýningarinnar með amerískum hraða, svo að við getum opnað skömmu eft- ir næstu mánaðamót. Við höf- um hugsað okkur að opna 5. næsta mánaðar, hvort sem af þvi getur orðið eða elcki. Annars verður þarna öllu haganlega og smekklega fyrir komið og stakasta regla á öllu. M. a. er blómaverzlununum ætl- að sérstakt sýningarpláss, þar sem þær geta sýnt allt, sem a5 blómaverzlun lýtur, svo sem skrautblóm, bindingu Móm- vanda og kransa o. fl.“ „Og þið garðyrkjumenn ger- ið ykkur góðar vonir urn sýn- inguna og árangur af lienni?“ „Það gerum við vissulega. —- Garðyrkjan er ung atvinnu- grein hér á landi, en henni hefir fleygt fram í hraðfara stökkum síðustu 10—12 árin. Það er orð- inn álitlegur hópur manna, sem stundar orðið þessa atvinnu sér til lifsviðurværis og ]ieir bæði geta orðið og verða miklu fleirí áður en langt um líður. Það er því í fyllsta máta tímabært, að efna til sýningar nú, því að góð. sýning verður mönnum ekki að- eins hvöt lil aukinnar garð- yrkju, heldur læra menn þar ýmislegt, sem þeir ekki vissu áður. Þessi sýning i liaust bygg- isl að nokkuru leyti á jjcirri reynzlu, sem fékkst á síðustu garðyrkjusýningu, en færir stór- lega út verkahring sinn og verð- ur margfalt fjölbreyttari og vandaðri í alla staði.“ Fanney Sigurgeirs- dóttir. I dag, þegar frú Fanney Sig- urgeirsdóttir er kvödd af ást- ríkum vmum, hugsum við sam- starfsmenn hennar um hana með virðingu og þakklæti. Um líu ára skeið, eða öll starfsárin frá því að stúdentsprófi lauk, vann hún við Reykjavíkurhöfn. Allir samfögnuðum við henni i vor sem leið, þegar eðlileg þátta- skifti urðu í hennar æfi, eri hún reisti bú með manni sínum, lækninum Kristlnrni Tryggva- syni. Við kvödidum hana þá allir sem einn í samhuga fylkingu og árnuðum henni allra heilla. Nú hefjr sól brugðið sumri. Við burtför hennar setur okkur hljóða. Ávalt munum við minn- ast liennar sem ímynd sannrar fyrirmyndar í dagfari öllu, eiri- beitingu hugans við dagleg störf og allri liáttprýði. Við minnumst nú þeirra orða, sem einn okkar lét falla, þegar við glaðir og reifir þökkuðum henni ágætt samstarf: Þegar loft er lævi blandið og vá fyrir hvers manns dyrum, hvilir það liug- ann og veitir hvað mesta fróun, að nrinnast þeirra, sem með öllu sínu lífi ástunda dygðugt lífemi. I^ullvissir þess, að aldrei beri neinn skugga á endurminning- una um þessa fágætu og ágætu konu kveðjum við hana nú ó- vænt og fyrr en alla varði. „Endurminningin merlar æ í mánasilfri það sem var.“ Starfsmenn Reykjavíkurhafnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.