Vísir - 18.08.1941, Blaðsíða 3
VlSIR
Tékkar he^ja frelsis-
baráttu §ína heima.
Eftir JAN MASARYK, utanríkismálaráðherra Tékka 1 London.
HÐ ALGERA STRÍÐ, sem háð er nú í heiminum, hefir ekki
aðeins fætt af sér nýjar bardagaaðferðir. Frelsisbaráttan,
sem hinar undirokuðu þjóðir hafa verið neyddar til að taka
upp, er mjög frábrugðin því, sem áður var algengast. í fyrri
heimsstyrjöld háðu Tékkar frelsisbaráttu sína aðallega utan
föðurlands síns, þar sem þeir stofnuðu hersveitir sínar. í þeirri
styrjöld, sem nú geisar, er aðalfrelsisbaráttan háð heima fyrir.
Það er rétt, að við eigum flug-
menn og fótgöngulið — í Breí-
landi og liinum nálægu Austur-
löndum. En við teljum baráttu
þá, sem þjóðin vinnur heima
fyrir, að tefja framleiðsluna á
hernaðárnauðsynjum Þjóðverja
og gera þeim sem erfiðast fyrir
engu þýðingarminni.
Um líma reyndi útbreiðslu-
málaráðuneyti Þjóðverja að láta
líta svo út, sem Tékkóslóvalcar
væri farnir að sætta sig við
blutskipli sitt. En skyndilega
létu Þjóðverjar grímuna falla
og jafnvel verndarinn, von Neu-
rath, barón, varð að játa, að
Tékkar væri óviðráðanlegir.
BROTTFLUTNIN GUR
EFTIR MONCHEN.
Öll þjóð oklíar mundi líta á
það sem niðrandi ummæli, ef
Þjóðverjar lirósuðu okkur, en
við lítum svo á, að viðurkenn-
ing sem þessi sé sönnun þess, að
þjóð okkar berjist djarflega og
sé með í þvi að leggja sinn skerf
til baráttu Bandamanna fyrir
frelsinu.
Þessi frelsisbarátta hófst ekki
aðeins þegar styrjöldin brauzt
út í september 1939. Frá þeim
tíma, er samningarnir í Miin-
chen ofurseldu tékkóslóvakisku
þjóðina Þjóðverjum, hefir hún
ekki látið neitt augnablik ónot-
að. Haustið 1938 var það ekki
aðeins forseti rikisins, dr. Benes,
sem fór lil annara'landa til þess
að skipuleggja frelsisbaráttuna.
Einstaklingar úr hernum, iðn-
aðinum og skólunum yfirgáfu
landið einnig og nú starfa þeir
af dugnaði í Bretlandi, Kanada
og Bandaríkjunum.
Þegar Þýzkaland hafði svo lagt
alla Tékkóslóvakíu undir sig í
marz 1939, fluttist mikill fjöldi
fólks úr landi., Sá útflutningur
var vel undirbúinn, því að öðr-
um kosti hefði þúsundir her-
manna og hundruð flugmanna
ekki komizt yfir landamærin,
sem Gestapo-menn gættu vand-
lega.
Þessir menn tóku þátt í vörn
Frakklands, þar til það gafst
upp í júní 1940. Nú verja þeir
England jafn hraustlega, og
með hugrekki sínu hefir þeim
tekizt að granda mörgum þýzk-
um flugvélum.
ENGIR QUISLINGAR.
Mánuðina, sem liðu milli þess
að Tékkóslóvalda væri að velh
lögð og styrjöldin liæfist, not-
uðu Tékkóslóvakar, sem, heima
voru, til þess að korna i veg fyr-
ir, að Þjóðverjum tækist að
koma af stað óeiningu meðal
þeirra, og að Þjóðverjar mætti
ekki á annan hátt lirósa sigriyfir
henni. Þetta tókst og fyrir
bragðið geta Þjóðverjar ekki
hampa neinum Quistling, sem
vald liafi meðal Téklca.
Nasistar studdu auðvitað alls-
konar félög, sem þeir töldu lik-
leg til að geta orðið stefnu sinni
til framdráttar. En þeir komust
brátt að raun um, að slík styrlct-
arstarfsemi yrði til einslds. Pen-
ingarnir hafa ekki megnað að
orsaka sunidurlyndi meðal þjóð-
arinnar, því áð liún er samein-
aðri en nokkuru sinni. Hún hef-
ir meira að segja neitað að leysa
upp félagsstarfsemi þá, sem hef-
ir alltaf verið mergurinn i sjálf-
stæðisbaráttu hennar. Þar á eg
fyrst og fremst við Sokol-félög-
in,sem voru bönnuð með lögum
um siðustu Hvítasunnu.
Yið, sem vorum erlendis, urð-
um þvi ekkert undrandi, þegar
nasistar byrjuðu hreina ógn-
stjórn með því að taka þúsund-
ir beztu manna þjóðarinnar
fasta og senda þá í fangabúðir.
SKEMMDARVERK
OG SLÓÐASKAPUR.
Þegar 21. fæðingardagur
tékkóslóvakiska frelsins kom,
28. okt. 1939, varð það Ijóst, að
þjóðin stóð sameinuð gegn sig-
urvegurunum. Hópgöngur og
útifundir voru haldnir með
þeim afleiðingum, að tékknesk-
ir stúdentar voru rirepnir, en
siðar voru fjölmargir teknir af
lifi og öllum háskólunum lokað.
Við þetta tækifæri sýndu Tékk-
ar öðrum þjóðum, sem likt er
ástatt fyrir, hvernig þær eiga að
liegða sér.
Þessi barátta gegn nasistum,
er framkvæmd á stóran mæli-
kvarða og er margskonar, en
miðar öll að því, að draga úr
framleiðslunni. Verkamaður,
scm gætir áríðandi vélar, getur
ekki eyðilagt hana, því að Gesta-
po hefir gætur á honum, en
hann getur dregið úr afköstum
hennar. ’
Tékknesku verkamennirnir
beita margvíslegum aðferðum
í þessum þætti baráttu sinnar.
Það er orsökin fyrir því, að
verkamenn í hergagnaiðnaðin-
um eru svo oft teknir fastir. —
Blöð nasista hafa oft játað
þetta, er þau hafa bent á, að
samningar um framleiðslu séu
ekki haldnir og svo sé vörurnar
oft lélegar að gæðum.
MENN HÆTTA LÍFINU
OG TAPA ÞVÍ.
{
Bændurnir fara alveg eins áð.
Þeir afhenda töluvert minna af
korni en áður og kjötfram-
leiðslan hefir minkað geysilega.
Margir dauðadómar hafa verið
kveðnir upp, vegna þess, að vél-
ar í verksmiðjunum hafa
skyndilega bilað, án þess að eft-
irlitsmenn hafi getað fundið bil-
unina. Margir fleiri liafa hætt
lífinu.
Til þess að sýna liversu mót-
spyrna Tékka er víðtæk, ætla eg
að taka tvö dæmi:
Fyrir nokkuru voru margir
tékkneskir lögregluþjónar
teknir fastir fyrir að hlusta á
tékkneska útvarpið frá Lond-
on og útbreiða fréttir jjess.
Þ. 1. maí birti þýzka blaðið
í Prag, Der neue Tag, grein,
þar sem kvartað er yfir því,
að jafnvel meðal mjólkurkúa
verði vart þjóðernismunar.
Segir blaðið frá því, að kýr,
sem sé eign Þjóðverja, mjólki
betur en þær, sem Tékkar
eiga, þótt Jieir búi í sama
þorpi.
Þessi kerfisbundna skemmd-
arstarfsemi í iðnaði og landbún-
aði er þvi mikilvægari, að mik-
ill hluti vopna- og hergagnaiðn-
aðar Þjóðverja hefir verið flutt-
ur til Bælieims, til þess að forð-
ast sprengjuárásir Breta.
En það, sem sagt hefir verið
um iðnað og landbúnað, á líka
við um samgöngur og önnur
svið atliafnalifsins. Mótspyrna
Tékka er alger. Hún er fram-
kvæmd að nóttu sem degi.
BARIZT OG UNNIÐ
FYRIR BRETA.
Það er margt, sem ekki má
ræða á þessu stigi málsins,
vegna þess, að það gæti komið
sér illa fyrir þá, sem heima eru.
Margt af því mundi þykja ótrú-
legt, ef við vissum ekki, að tékk-
neska þjóðin kann að berjast
„neðanjarðar“.
Þannig er barátta þeirra, sem
við hugsum alltaf um, livar sem
við erum og í hverju sem bar-
átta okkar er fólgin. Við, sem
erum í öðrum löndum —'Bret-
landi, Kanada og Bandaríkjun-
um —• erum ekki þeir einu, sem
heyjum baráttu fyrir frelsinu.
Eg tek áreiðanlega ekki of djúpt
i árinni þótt eg segi, að liver ein-
asti Tékki, hvar sem er, leggi
sig fram til hins ýtrasta til að
vinna að sigrinum og til að gera
nasistum sem erfiðast fyrir.
Þeir, sem heima sitja, líta á
sig sem skipulagða sveit i bar-
áttu bandamannanna og bíða
með óþreyju þess dags, er þeim
gefst taekifæri til þess að taka
beinan þátt i baráttunni. Við,
sem erum í London, lítum á
okkur sem ábyrga fulltrúa þessa
fólks, sem við geturn sannar-
lega verið hreyknir af.
Bretar hafa einskis
krafizt af Thailandi.
Frá Thailandi er það helzt að
frétta, að þangað streyma nú
japanskir ferðamenn svo að
hundruðum skiptir og ber mjög
á þeim þar í helztu borgum.
Stjórnin í Bangkok hefir gef-
ið út yfirlýsingu um að Bretar
hafi engar kröfur gert til að fá
liervægilega járnbraut í land-
inu til umráða, en það liöfðu
Japanir borið þeim, á brýn og
notað til að bjóða vernd sína.
Sir Robert Brooke-Popham,
sem er foringi flughers Breta í
Singapore, hefir og rætt þetta
mál opinberlega. Neitaði hann
því algjörlega, að Bretar hefði
gert kröfur á hendur Thailend-
ingum og þeir hefði þvi enga
þörf fyrir vernd þeirra.
Rússar við
öllu búnir á
F1
Loftsókn Breta nær
nú til Ítaluí.
Bretar hafa nú eflzt svo í lofti,
að þeir eru byrjaðir sókn í Iofti
við Miðjarðarhaf. Fóru brezkar
orustuflugvélar í eftirlitsleið-
angur yfir suðurhluta Sikileyj-
ar í gær, en urðu engrar flug-
vélar varar. —
Hafa Bretar sölckt skipum,
sem námu 20.000 smiál., á Mið-
jarðarhafi og auk þess gert loft-
árásir á Benghazi, Catania og
fleiri staði..
í allan gærdag liéldu Bretar
uppi sókn yfir Ermarsund og
voru í þeim leiðöngrum, skotn-
ar niður 7 þýzkar orustuflugvél-
ar, en Bretar misstu tvær or-
ra Tyrklandi berast
þær fregnir, að Rúss-
ar sé þegar búnir að undir-
búa varnir olíulindasvæðis-
ins í Kákasus, en talið er að
það sé ekki sízt markmið
Þjóðverja.
Hafa þeir dregið saman
ógrynni liðs á 650 km.langri
víglínu, sem liggur frá
Azovs-hafinu til Astrakan
við Volguósa. Þar fyiár
sunnan er olíuleiðslan milli
Batum og Baku, en hana
vilja Rússar umfram allt
ver ja. Þeir hafa þó undirbú-
ið að eyðileggja liana, ef
ekki verður hægt að verja
hana. Þá hafa þeir einnig
undirbúið að eyðileggja
olíubrunnana í Baku.
ustuflugvélar og eina sprengju-
flugvél. En þrem flugmönnum
af fjórum í sprengjuflugvélinni
var bjargað.
Beaufort-sprengjuflugvélar
gerðu árás á stórt olíuflutninga-
skip og komu á það tundur-
skeyti.
í fyrrinótt beindu Bretar á-
rásurn sínuiri á Köln, Dtissel-
dorf og Duisburg og i nótt voru
Bremen og Duisburg aðalskoí-
mörkin.
Þjóðverjar gerðu ekki miklar
árásir á Bretland i nótt, þótt
þeirra yrði vart all viða. Á eina
borg var varpað niður sprengj-
um. Varð þar nokkuð eignatjón
og einn maður beið bana.
P Agnar Sturlnion. |
F. 7. apríl 1923. — D. 14. júlí 1941.
VINARKVEÐJA.
Mig langar til þess látni vinur minn
þér ljúfa kveðju að færa í hinsta sinn,
því minningin um ungan æskusvein
mun ætíð lijá mér geymast björt og hrein.
Við unnum saman, vinur, stutta stund,
þitt starf þú vannst með trú og glaðri lund;
og þegar sjúkur síðast kvaddir mig
hve sárt mig tók að verða að missa þig.
Með þreki og festu allt þitt böl þú barst
og bjartsýnn fram á síðustu stund þú varst;
og þegar sárast sjálfur fannstu til
þú sendir öðrum gleðibros og yl.
Með hetjulund þitt háðir þunga stríð;
þú hefir öðlast dýrðarkjörin blíð.
Og saknaðar það sárin græðir mín
að sælan mesta, vinur, biður þín.
En það er liuggun öllum hörmum i
í hjarta sínu að mega treysta því,
þótt horfinn sértu liéðan okkur frá
við liittumst aftur drottni vorum hjá.
■ . . E. S.
f
óskast á b.v.
Helgafell.
A. v. á.
Hús
við miðbæinn til sölu. Út-
borgun ca. 20 þúsund, Laus
íbúð 1. okl. ef samið er strax
við
JÓNAS H. JÓNSSON.
Hafnarstræti 15. Sími 3327.
bönnuð
i hrauninu austan og norðan
við Silungapoll og öll um-
ferð þar.
Jón Pálsson.
i »i
Steindóv
Sérleyfisfeifreiðastöðin.
Sími 1585.
FERÐIR Á MORGUN:
Til Stokkseyrar:
K1 10y2 f. h. og 7 síðdegis.
Til Þingvalla:
KI. 10y2 f. h„ iy2 e. h. og
7 síðd.
Til Sandgerðis:
KI. 1 e. h. og 7 síðd.
Til Grindavíkur:
KI. 8 siðdegis.
Leöur-gönguskór
Gúmmískór,
Gúmmístígvél,
Inniskór,
Vinnuföt o. fl. —
GÚMMÍSKÓGERÐIN,
Laugaveg 68. — Shni 5113.
Ferðasett 4 manna.
Sjússglös.
Salt- og piparglös.
Sparibyssuiir.
Berjabox.
Brauðkassar.
Blikkbílar.
Hárkambar, dökkir.
K. Einar§son
Bförn§§on
Bankastræti 11.
Sendisveinn
óskast strax til léttra og hreinlegra sepdiferða. Þarf að hafa
hjól.-Afgreiðslan vísar á.
Krakkar
Duglegir og ábyggilegir
óskast til ac bera blaðið
til kaupenda
Dagbladið VISIR
Vegna jarðarfarar
verður bankanum
lokað kl. 12 á há-
degi þriðjudagihn
19. þ. m.
Landsbanki íslands.
Sonur okkar og bróðir, .
Otti Kristinsson,
andaðist að lieimili okkar, Vesturgötu 46 A aðfarauótt 18.
þ. m.
Guðrún Ottadóttir, Kristinn Pétursson og böm.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför konunnar minnar, móður tengdamóður ömmu og
langömmu,
Sigríðar Magnúsdóttur
frá Kolholtshelli.
Fyrir mína hönd og aðstandenda.
Magnús Þorsteinsson.