Vísir - 22.08.1941, Page 2
VlSIR
VÍSIF?
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
RJtstJóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu J.2
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
ALÞtÐUBLAÐIÐ virðist
sælt í Jjeirri einföldu trú,
að rikisstjórnin okkar viti allt
betur en allir aðrir og geti alll
betur en nokkur annar mann-
legur máttur. Vítir blaðið liarð-
lega það tiltæki sumra blaða og
þá sér í lagi Visis, að leyfa sér að
gagnrýna gerðir stjómarinnar
og þá einkum utanríkismálaráð-
berráns.
Hingað til hefir því veriö
haldið fram í lýðræðisrikjum að
lieilbrigð gagnrýni væri heilsu-
samleg liverri stjórn hversu yf-
irmannlegum mætti sem hún
væri gædd. I Bretlandi nýtur
stjórnarandstaðan sérstakra
friðinda og foringi þeirrar and-
stöðu hefir launað embætti.
Gagnrýni er þannig yfirleitt vel
séð lijá þeim sem lýðræði og
lýðfrelsi unna, og sumir ein-
ræðisherrar hafa sjálfir styrkt
heilbrigða gagni'ýni, og má þar
skirskota til Mustafa Kemal,
sem mátti heita einvaídur í
Tyrklandi meðan hans naut við.
Vísir hefir aldrei feögið þá
flugu í höfuðið að ríkisstjórnin
okkár væri svo yfirmannleg, að
ekki mætti’ skýgnást í gegnum
gloríúna sem Alþýðublaðið
sveipar um höfuð Utanríkis-
málaráðherrans niður í sjálfan
hársvörðinn, og veila honum
höfuðböð og kembingar eftir
því sem ástæða gæfist til. Þrifn-
aður er góður á hverju heimili,
ekki sízt þar, sem misjafn sauð-'
ur er í mörgu fé, og ætti ríkis-
stjórnin sízt að hafa á móti því
að heilbrigðu almenningsáliti
væri að henni haldið. Ella liggur
sú hætta í loftinu að hún ein-
angrist og fari sínu fram hvort
sem landslýðnum likar betur
eða ver, og er þá með öllu horfið
frá braut lýðræðis og lýðfrelsis,
sem hvorttveggja hefir þótt gott
og viðunandi til þessa.
Danskur Grundtvigssinni og
prestur var eitt sinn að því
spurður hvar hann skipaði sér í
flokk í stjórnmálunum." Ekki
vildi prestur láta álit uppi um
það, en svaraði J>ó (þýtt á slæma
íslenzku þannig að orðaleikur-
inn haldist): „Eg heyri til hægri
en horfi til vinstri“. Til þessa
svars lágu þær ástæður að
presturinn var lieyrnarlaus á
vinstra eyra og sjónskalckur
þannig, að hann leit útundan sér
til vinstri, og var svarið þannig
nákvæmlega rétt, þótt ekkert
væri látið uppi um stjórnmála-
skoðanimar.
Slíkur hdskinningur getur
verið góður fyrir guðsmenn,
sem ekki vilja láta blgnda sér í
deilur um veraldlega hluti, en
fyrir blaðamenn, sem verða að
láta hin veraldlegu málefni sig
miklu skipta, gildir sú megin-
regla, að taka afstöðu til hvers
máls og vera óhræddir við að
túlka málsviðhorf sitt alveg án
tillits til liver’laun þeir hreppa
frá hendi hinna ráðandi manna.
Úr þvi að Alþýðublaðið ræðir
sérstaldega um utanríkismála-
ráðherrann, þarf ekki ]>ví að
leyna að Vísir telur hann óþarft
fimmta lijól undir vagni, sem
ríkisstjórninni sé enginn sér-
stakur stuðningur að, jafnvel
*
J>ótt hann teldist sem varalijól.
Hvar er* flokkurinn að baki
lians? Hver er stuðningurinn
við rikisstjórnina, ef flokkinn
vantar og livaða ástæða liggur
lil þess að fylgis- og flokkslaus-
um manni er falið að gegna
störfum utanríkismálai’iáðherra,
jafnvel þótt aðrir ráðherrar
annist J>au að ekki óverulegu
leyti?
Þessum spurningum hefði AI-
]>ýðublaðið gott af að velta fyrir
sér, þótt það láti nú eklci uppi
svona opinberlega að livaða nið-
urstöðu það kemst. Þess er ekki
liægt að krefjast og því er bezt
fyrir blaðið að tala áfram um
liinn yfirmannlega utanríkis-
málaráðlierra, alveg gagnrýnis-
laust og út í bláinn eins og það
liefir gert hingað til. Heilbriðrar
gagnrýni er ekki að vænta úr
þeirri átt, en það skal heldur
ekki ætla sér þá dul að það geti
þaggað niðri raddir gagnrýninn-
ar þrátt fyrir það.
Það þarf að
laga göturn-
ar í bænum.
Lítið hefir borið á þvi undan-
farið, að umbætur hafi farið
fram á götum bæjarins. Má
vera, að það sé mannaleysi um
að kenna, því svo mikið er nú að
gera í bænum, að dæmi er ekki
til slíks. En þó það sé, verður
að Iiafa einhver fáð með að laga
samgönguæðar bæjarins.
Göturnar eru víða holóttar og
þar af leiðandi mjög illfærar,
bæði farartækjum og fótgang-
andi mönnum.
T. d. er gangstígur Laugaveg-
arins einh/ver sg alversti, því
Iiann hefir einhverju sinni verið
malbikaður, en nú er liann vart
annað en laus möl og harðar,'
skarpar brúnir, sent menn eiga
bágt með að ganga, öðru vísi en
að hrasa eða misstiga sig. Væri
ekki úr vegi að fara fram á að
einhverjar lagfæringar yrðu
gerðar þótt ekki væru þær nema
lil bráðabirgða. Eg efa ekki, að
bæjarbúar myndu vera mjög
þakklátir, ef bafist væri banda
um þessi efni liið bráðasta.
G.
Vísitalalan
bækkar iiin
lO stigr.
J gær hélt kauplagsnefnd fund
og ákvað vístöluna fyrir
næsta mánuð. Er hún 167, tíu
stigum hærri en í þessum mán-
uði.
Þessi mikla hækkun stafar að-
allega af verðhækkun á kartöfl-
um, svo og nýju dilkakjöti, en
auk þess hafa kol, tóbak og
vindlingar og strætisvagnagjöld
Itækkað nokkuð.
Hækkun á kartöflum nemur
5.8 af hundraði, en á kjöti 1.9
af liundraði og á kolum 0.5 af
hundraði.
Þessi visitala gildir um kaup-
greiðslur frá næstu mánaða-
mótum.
GAMLA BÍÓ;
Suðræn ást.
Um þessar mundir sýnir
Gamla Bíó mynd, sem nefnist
„Suðræn ást“. Er mynd þessi
mjög eftirtektarverð, því hún
sýnir hvernig siðum og háttum,
þessara okkár ókunnu þjóða er
farið. — Mynd þessi er prýði-
lega leikin af tveimur vin-
sælustu leikurum, sem nú eru
uppi, þeim Robert Taylor og
Hedy Lamarr. Ætti enginn, sem
virðir góðar myndir, að láta
undir höfuð Ieggjast með að sjá
þessa ágætu mynd.
Fura, gróðursett við Rauðavatn fyrir 36 árum. Fura við Rauðavatn, 33 ára gömul.
$kdgræktai*stöðiu
¥ið Haiiðawaiiie
v. ____
Miisning: í^riia skóg:ræktarfélag:§ á Islaiidi.
Guðmundur Davíðsson ritar hér athyglisverða grein um
fyrsta skógræktarfélagið liér á landi og Rauðavatnsstöðina. Eru
40 ár liðin frá stofnun félagsins 25: þ. m. og er greinin rituð í
því tilefni. Yirðist, sem nokkur vanliirða hafi verið á gróður-
reit þessum og vel mætti bæta þar úr, án verulegs kostnaðar eða
fyrirhafnar.
Um mánaðamótin júní og
júlí s. 1. skoðaði eg skóg-
ræktarstöðina við Rauðavatn.
Yoru þá liðin rétt 30 ár frá því
er eg var þar siðast. Hafði eg áð-
ur starfað þar í 8 ár samfleytt.
Árangurinn af skógræktinni
þarna er að visu ekki mikill, en
þó vonum framar eftir öllum
ástæðum að dæma.
Það verður ekki minnzt á
ékógræktina við Rauðavatn án
j>ess að gera sér grein fyrir,
hvernig liún er til orðin og
þeirra manna getið, se;n koma
við sögu liennar.
Fyrsta skógræklarfélag á Is-
landi var stofnáð í Reykjavík
25. ágúst árið 1901 og eru nú
rétt 40 ár siðan. Forgöngumenn
að stofnun félagsins voru þeir
Þórhallur Bjarnason lektor og
C. E. Flensbörg skógfræðingur.
í stjórn voru kosnir Steingrím-
ur Thorsteinsson skáld, Flens-
borg, M. Lund lyfsali, Bjarni
Sæmundsson kennari og Har-
aldur Nielsson cand. tlieol.
Fyrstu árin var Flensborg aðal-
ráðunautur félagsins og i fjar-
veru lians Einar Helgason garð-
fi’æðingur. Sama árið valdi
Flensborg spilduna milli
Rauðavatns og þjóðvegarins
austur, handa félaginu sem
skógræklarland. Skák þessi er
um 40 dagsláttur að stærð. Ár-
ið eftir, að félagið var stofnað,
var landið girt með sérstaldega
vandaðri girðingu. Hún var um
950 faðmar á lengd. Hver faðm-
ur kosta'ði 1.67 kr. Vorið 1903
voru gróðursettar þarna í fyrsta
sinn 8600 trjáplöntur. Megnið af
þeim var reyniviður, en aðeins
600 barrtré, einkum fjallafura.
Samkvæmt margra ára reynslu
þreifst reyniviðurinn vel í trjá-
görðum liér á landi og viða á
bersvæði. Menn treystu honum
því betur að liafa sig áfram
heldur en barrtrjánum, sem hér
voru alveg ókunnn og óreynd.
Voru menn því mjög hikandi,
fyrst í stað að bjóða ]>eim upp á
íslenzkan jarðveg. En það fór á
annan veg en búizt var við.
Reyniviðurinn féll í valinn en
barrtrén héldu velli, og hafa
gert það síðan, enda var eftir
þetta aðaláherzla lögð á að
rækta þau, einkum furuna. Að
vísu dó mikið af henni fyrstu
árin, en allt af var plantað i
staðinn fyrir það, sem dó út.
Plönturnar voru oft dasaðar
eftir ferðavolkið frá Noregi og
Danmörku, en þaðan voru þær
fengnar. Gætt var allrar varúðar
um meðfei’ð þeirra og þeim
vandlega plantað. ’Ef þær lifðu
af fyrstu 3 árin var þeim venju-
lega borgið, enda þó að vöxtur-
inn færi hægt, eða stæði í stað
árum saman.
Q áðreitur var gerður inn á
skógræktarsvæðinu. Þar
var sáð ýmsum tegundum af
trjáfræi. Flestar eða allar teg-
undirnar komu upp, þó nokkuð
misjafnt, en sumar þeirra áttu
sér skamman aldur. Leirborinn
og ófrjór jarðvegur var því til
fyrirstöðu að uppeldið tækist
sem skyldi. Nokkuð af furu-
plöntum, sem þarna voru aldar
upp, voru gróðursettar innan
girðingar og töluvert sent út um
land til ræktunar.
Þátttaka manna í skógræktar-
félaginu var takmöí’kuð við
löluna 100. Forráðamenn fé-
lagsins munu hafa litið svo á, að
belra væri að liafa fáa góða liðs-
menn en marga lélega. Hver fé-
lagsmaður átti að borga 25.00
kr. hlut í félagið, í eitt skipti
fyrir ÖII, og skyldi greiðast á
tveimur árum. Steingrimur
Tliorsteinsson skáld var endur-
kosinn formaður félagsins ár
eftir ár. Meðal annara áhuga-
manna i félaginu, á skógrækt-
inni, má nefna Pál Melsted
sagnfræðing, Tryggva Gunnars-
son bankastjóra, Einar Ilelga-
son garðvrkjufræðing, Þórhall
Bjarnason lektor og Þorstein
Erlingsson skáld. Páll Mel-
sled og Steingrímur Thorsteins-
son skáld voru með elztu
mönnum landsins, en þeir voru
samt ungir i anda og áttu liug-
sjónir æskunnar. Steingrimur
skáld lét oft ánægu sína í ljós
yfir vænlanlegum framförum
og þroska trjáplantnanna, sem
gróðursettar yrðu þarna innan
girðingar. Hann lét sig ekki
vanta þarna efra um það leyti
sem lilýnaði í veðri, og „vor-
gyðjan sveif úr suðrænum
geim“, til að líta yfir skógrækt-
arland félagsins. Hann liafði
yndi af að athuga trjáplönturn-
ar. Við hvern nýjan sprota, sem
skaut út úr stofni þeirra óx hjá
skáldinu ný von og trú á vöxt
og þroska skógargróðursins.
Hann óskaði þess mörgum sinn-
um, að yngri kynslóðinni mætti
takast að færa út þann grund-
völl, að skógrækt landsins, sem
þarna var markaður. Má hér vel
minna á hvatningarorð Stein-
gríms, sem hann lætur skógar-
nýgræðinginn tala til æskunn-
ar:
„Hlífi gömlu, hlynni nýju,
hagspaklega gætinn lýður;
græði út, en engu spilli,
óráð niðja móður svíður“.
Flestir af þeim mönnum, sem
stofnuðu fyrsta skógræktarfélag
á íslandi, fyrir 40 árum, eru nú
bornir til liinztu hvildar, er verk
þeirra munu lengi lifa. Gætu
þeir nú litið yfir skógræktar-
; stöðina við Rauðavatn og skoð-
að óskabörn sín þar, mundu
þeir komast að raun um að fólk-
inu er tamara að læra, og hafa
yfir, kvæði íslenzku góðskáld-
anna en að framkvæma hug-
sjónir þeirra.
Oft er minnst liirt um ung-
viði jurta og dýra, sem eiga við
andstæð lífsskilyrði að búa.
Þykir venjulega ekki ómaksins
vert að leggja fé og fyrirhöfn í
sölurnar til að bjarga þeim frá
eymdaræfi hvort sem er. Menn
afsaka sig með því, að þau verði
afstyrmi. Þessi skoðun rikir
einnig í þjóðfélögum. Þau
skapa oft auðnulausa lands-
hornamenn, sem með góðu
uppeldi gátu orðið þjóðkunnir
sæmdarmenn. Trjáplönturnar
við Rauðavatn sfanda í frjó-
efnasnauðri leirjörð, á skjól-
lausu bersvæði, móti sveljandi
norðannæðingi. Yegna þessara
ömurlegu lifskjara, frá náttúr-
unnar hendi, dróg úr vextinum
og nienn misstu trúna á framtíð
þeirra. Þær hafa því orðið nokk-
urskonai’ olnbogabörn. En ein-
mitt vegna þessara erfiðu lífs-
skilyrða þurftu þær aðhlynn-
ingar með, sem ekki hefði komið
til greina ef náttúruskilyrðin
væru þeim hagstæðari. Sökum
þess hve jarðvegur innan
Rauðavatnsgirðingarinnar er
leirborinn, vilja koma í liann
sprungur, í þurviðrum á sumr-
um og vetrarfrostum. /Vatn
seitlar eftir þeim ofan að rótum
trjáplantnanna og getur valdið
íua. Til þess að koma í veg fyrir
þetta voru sprungurnar stígnar
saman, í moldinni kringum
plönturnar, bæði haust og vor.
En líklega hefir þessu verið
hætt of snemma og þá dregið
eitthvað úr vexti trjánna. Nú er
allstaðar grasigróinn jarðvegur
kringum trjástofnana. Furu-
trjánum á Þingvöllum var ár-
um saman veitt þannig löguð
aðíilynning, enda fóru þær að
vaxa eftir það og una betur hag
sínum.
Hæstu furutrén í Rauðavatns-
skógræktinni eru 2 m. 1 fvrra
sumar höfðu nokkur tré vaxið
30—40 'sm. Er ]>a.ð meiri vöxt-
ur en nokkuru sinni áður. Ein-
stöku greniplanta er álika liá, en
af sumum þeirra var toppsprot-
inn kalinn. Síðar í sumar er eg
athugaði skógræktina liafði um
45 sm. toppsproti á gallalausu
og fegursta grenitrénu verið ný
tálgaður og síðan brotinn af.
Fleiri skemmdir mátti sjá á
sumum furutrjánunl, og ekki
síður á þeim, sem höfðu falleg-
an vöxt og voru þroskavænleg-
ar. Hlið á girðingunni var ólæst.
Skemmdarvargarnir gátu því
fyrirhafnarlaust vaðið inn á
skógræktarsvæðið og þjónað
þar lund sinni eftirlitslaust. Hafi
mikil brögð verið að þannig
löguðum skemmdum undanfar-
in ár, þarf engan að furða þó að
ekki blasi þama við mönnurn
íturvaxin tré, sem bera af f jöld-
anum, ef skemmdarverkin eru
gerð á fegurstu trjánum. Það
skyldi maður ætla, að vöxtur
furunnar í ár yrði ekki minni en
í fyrra sumar, ef dæma skal
eftir gróðursæld þeirri, sem nú
ríkir, en svo er ekki. I sumar
hefir furan aðeins vaxið um
5—10 sm. og það einmitt þau
tré, sem í fyrra bættu við sig
30—40 sm, Eftir þessu að dæma
virðist furan (að minnsta kosti
við Rauðavatn) ekki að öllu
leyti hlíta sömu vaxtarskilyrð-
um og grasgróðurinn. En þrátt
fyrir þetta virðist eitthvað af
furunni, ætla að bera þroskað
fræ, eins og systur þeirra á
Þingvöllum eru þegar búnar að
gera. Minnsta kosti sýndu
nokkurar þeirra all myndarlega
fræköngla. Mætti þá rætast óslc
skáldsins að Rauðavatnsskóg-
ræktin færi út grundvöll sinn
og skapi nýlendu af sama furu-
stofni einbversstaðar fyrir utan
skógargirðinguna.
Þess má geta að girðingunni
kringum skógræktarsvæðið hef-
ir verið haldið sæmilega við, að
minnsta kosti þeim megin, sem
snýr að þjóðveginum, en þar var
ólokað hlið. Að norðanverðu var
hún bágborin, enda mættu mér
10 sauðkindur inni á svæðinu,
er virtust hafa þar bækistöðvar
sínar. Nokkurar birkiplöntur,
sem uxu þarna hér og hvar,
báru þess merki, að þær höfðu,
af fátækt sinni, borgað þessum
aðkomugestum ■ all riflegan
skatt.
egar eg skildi við Rauða-
vatnsskógræktina fyrir 30
árum voru þar margir tugir
þúsunda af ungbirki, sem ný-
lega liafði verið sáð til. Nú eru
trjábeðin orðin grasi gróin fyrir
löngu. Eina birkiplöntu fann eg,
sem þarna var vaxin upp af
fræi og vel gat verið frá þeim
tíina. Hér og livar hefir nýlega
vérið plantað dálitíu af birki og
blágreni milli furutrjánna. Litu
plöntur þessar furðulega vel út,
einkum grenið. Vafalaust má
takast að rækta þarna grenið í
skjóli furunnar. En það þarf
betri hirðingu m furan liefir
notið síðustu 30 árin.
Nú sest varla votta fyrir
gamla trjásáðreitnum við
Rauðavatn, en samt hjara þar
ennþá nokkurar smávaxnar
reyniviðarplöntur. Eiga þær nú
illa og lélega æfi. Væri gustuk,
ef einhver vildi taka að sér að
flytja þær i góðan jarðveg, i
skjól við hús eða faæ og veita
þeim hjúkrun, sem þær hingað
til hafa farið á mis við.
Vissulega er ekki of seint að
hlynna að furuplöntunum við
Rauðavatn, þó að þær séu komn-
ar af léttasta skeiði. Umfram
allt verður að halda girðingunni
við og tryggja skógræktina svo
vel sem auðið er fyrir skemmd-
um af mönnum og skepnum.
Þá er og nauðsynlegt að gera
gangskör að' því, að hreinsa úr
furunni allan kalvið, sníða af
skemmdar greinar, grisja þétt-
ustu runnana og taka i burtu
trjástofna, sem eru margklofn-
ir og rifnir undan snjóþyngsl-
um. Yfir höfuð þarf að gera allt
sem unnt er til að hjálpa fur-
unni í lífsbaráttunni og reyna
að bæta upp óhentug náttúru-
skilyrði skógræktarlandsins,
sem upphaflega var valið lianda
henni.
Eilt hið merkilegasta við
skógræktina lijá Raliðavahii má
telja það, að til hennar var
stofnað af félagsbundnum sam-
tökum þjóðkunnra öldunga og
helztu menningarfrömuða í
Reykjavík, í því skyni að gera
hér barr-trjáræktartilraunir og
skapa- vetrargrænan framtíðar-
búning handa landinu, sem áður
var hér óþekktur með öllu.
Margur skyldi ætla að æskan,
en ekld ellin, hefði átt hér hlut