Vísir - 26.08.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 26.08.1941, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðtaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæö). 31. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 26. ágúst 1941. Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 194. tbl. 7 skipum sökkt fyrir Bretum. Bretar hafa skýrt frá því, að sökkt hafi verið fyrir sér sjö skipum úr skipalest, sem var varin herskipum. Árásir kafbáta voru gerðar á lestina þrjá daga í röð og tókst á þeim tíma að sökkva þessum sjö skipum og auk þess einu skipi, gem var til fylgdar. Fjór- tán skipanna, sem voru í lest- inni, eru ltomin til hafnar. Þjóðverjar höfðu gefið út til- kynningu um, að þeir hefði sökkt 21 skipi og að auki tund- urspilli af Afridi-gerð. Mun hér vera um sömu skipalestina að ræða, að því er Bretar telja. Einn skipstjórinn, sem i 6kipalestinni var, sagði að liann hefði 16 sinnum farið þessa leið í skipalest, og væri þetta í fyrsta skipti, sem skip færist. Ará§ir á Karl§- rnlir off Hann- licim I nótt. J NÓTT fóru brezkar sprengju- flugvélar til Rínarhéraða til árása og var þeim aðallega stefnt gegn Mannheim og Karls- ruhe. Nánari fregnir eru ekld komnar af þessum árásum, en Þjóðverjar segja, að tjón hafi verið liverfandi og hafi fimm á- rásarflugvélanna verið skotnar niður. Bretar segja líka frá loftárás sem gerð var á útvarpsstöð hjá Cherbourg í gær. Kviknuðu þar eldar. Um loftárásir á Bretland segja Bretar, að þær hafi verið litlar og verið lokið fyrir mið- nætti. Sprengjum var varpað á tveim stöðum, en ekkert mann- tjón hlauzt af. Bandaríkjaþegnar fluttir frá A.-Asíu. Ráðstafanir hafa nú verið gerðar til að flytja Bandaríkja- þegna frá Kína og Japan. Tvö skip hafa verið leigð til þessara flutninga og verða bæði send til Shanghai. Er ætlazt til þess, að Bandarikjaþegnar, sem búa í Japan, fari til Shanghai. Fyrra skipið verður i Shang- hai 30. sept., en hitt i byrjun október. Norðmenn fiýja frá Noregi. Norðmönnum, sem hundruð- um skiptir, hefir nýlega tekist að flýja frá Vestur-Noregi, segir í svissneska blaðinu Nationalle Zeilung, og eru um 70 fiskveiða- bátar nýkomnir til Englands. Voru þessir bátar aðallega fná Álasundi og liafa Þjóðverjar þar enn einu sinni hert á eftirlitinu, til þess að fyrirbvggja flótta. : blöð fagna inn— rásinni i Iran. iriíii veitir mótiiiyrnn, en évíst liversn öflng: linn er. Bretar senda 110 i Ong- vélnm til olinsvæðanna. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Brezk blöð fagna því, að stjórnir Bretlands og Rússlands létu ekki lengur „reka á reiðan- um“ í afstöðu sinni gagnvart Iran, bæði með tilliti til þess, að Indlandi hefði getað stafað hætta af, ef Þ jóðverjar hefði náð töglum og högldum, og svo Rússum, þar sem olíulindasvæði þeirra í Raku, er aðeins um 100 km. frá landamærum Iran. Síðar í gær var það tilkynnt, að ber Breta liefði farið inn í landið á nokkurum stöðum m. a. við hafnarborgina Bandar-i- Shahpur, sem er við mynni Saimarreh-fljóts, rúmlega 100 km. frá landamærum Iraks og sameiginlegum ósum Eufrat og Tigris. . | iifgj Iran-menn komu skjótlega liði á vettvang og varð þarna nokkur bardagi, en vegna yfir- Ijurða á útbúnaði tókst Bretum fljótlega að brjóta mótspyrnuna á bak aftur. Brezku hersveitirnar hafa einnig farið yfir landamæri Irak og sést á öllu, að það er markmið Breta að ná strax olíulindasvæði landsins, áður en skemmdarverk verða framin á því. Olíulindasvæðið erlOO—200 km. frá Bandar-i-Shahpur og álika vegalengd frá landamær- um Irans. Þegar búið er að ná þvi geta Bretar farið sér rólegar. Hersveitir þær, sem þeir tefla fram, eru bæði brezlcar og ind- verskar, en landið er afarhálent og víðast ógreiðfært yfirferðar, en í siíku landslagi eru margar indverskar hersveitir æfðar. Þing Irans kom saman í gær, að því er útvarp landsins til- kynnti, er það tók aftur til starfa, eftir nokkurra klukku- stunda þögn. Stjórnin skýrði þingheimi frá því er gerzt hefði, Bretar og Rússar hefði hafið innrás í landið. Jafnframt til- kynnti stjórnin, að hún hefði gert allar ráðstafanir til varna, sem nauðsynlegar væri. Minni fregnir berast af fram- sókn rússneska liersins, en hann sækir að annari stærstu borg landsins, Tabris. Höfðu Rússar ekki sagt neitt um viðnám snemma í morgun, en gera verð- ur ráð fyrir, að þeim verði veitt mótspyrna eins og Bretum. í orðsendingu þeirri, sem Molotov afhenti sendiherra Irans í Moskva í gærmorgun, var sagt að Þjóðverjar þar í landi liefði verið búnir að draga að sér vopnabirgðir og þeir hafi sent skemmdarvarga yfir landa- mærin til olíusvæðisins í Kák- asus. í Bretlandi er því haldið fram, að Þjóðverjar hafi verið svo kröfuharðir við Iran-stjórn, að þar liafi verið farið að hera á nmtvælaskorti. Hafi hersveit- irnár, sem inn sæki í landið, því með sér matvæli, til þess að fæða landsbúa og liafi þegar verið sendar 60.000 smál. af hveiti áleiðis til Irans. Sendilierra Breta og Rússa í Ankara liafa lýst yfir við Sai-a- joglu, að Tyrklandi stafi engin hætta af aðgerðum landa þeirra í Iran, því að þeim sé beint ein- vörðungu gegn Þjóðverjum þar í landi, en ekki gegn sjálfstæði þess. I herstjórnartilkynningu, sem gefin var út í Simla í morgun, segir, að brezkar hersveitir sé búnar að taka tvö af olíulinda- I fregnum frá Rússlandi í gær er frá því skýrt* að víða hafi rignt á vígstöðvunum þá um daginn og sé það von manna, að rigningar haldi áfram, því að það muni tefja og jafnvel stöðva Þjóðverja. Þegar rignir verður ekki að eins ófært að ferðast fyrir utan vegina í Rússlandi, heldur verða þeir sjálfir aur og leðja. Verður þá ófært með vélahergögn og ferðir gangandi manna verða afar erfiðar. Rússar segja að harðir bar- dagar liafi geisað á öllum vig- stöðvum, en þeir hafi þá loks neyðst lil að yfirgefa Novgorod eftir góða vörn. Endurtaka Rússar þá ákvörð- un sína, að verja Leningrad svo, að Þjóðverjar fái ekki tekið liana. Jafnframt skýra þeir svo frá, að aldrei liafi sézt annar eins vinnuhraði í verksmiðjum horgarinnar sem liina síðustu svæðunum í sínar hendur. Voru sendar hersveitir í flugvélum þangað, en þar var engin mót- spyrna veitt og voru héraðsbú- ar vinveittir hermönnunum. Þá hafa Bretar gert ráðstaf- anir til að vernda fjölskyldur þeirra brezkra þegna, sem starfa við olíuframleiðsluna. Rússar skýra frá því í morg- un, að her hafi einnig farið inn í Iran austan Kaspíahafs og stefni það lið til Theheran úr p.orðaustri. Roosevelt hug- leiðir ný »láns og leigulögu Roosevelt er að hugleiða ný „láns- og leigulög“, að því er segir í fregnum frá Bandaríkj- unum. Hann hefir farið fram á 1800 milljóna punda framlag til liernaðarþarfa. Á að verja helm- ing þessa fjár í þarfir landhers- ins, en hinum helmingnum í skipabyggingar. daga og það sé ekki eins dæmi, að verkamenn hafi unnið hvíld- arlaust að heita má í 48 klst. við hergagnaframleiðsluna. I herstjómartilkynningu Þjóðverja segir, að sókn þeirra gangi að óskum og hafi lofther þeirra verið mjög mikilvirkur í gær og hafi meðal annars gert loftárásir á Reval (Tallinn) og virki þar í kring. Þá hafi líka verið gerðar harðvítugar loft- árásir á flutningakerfi Rússa að haki víglína þeirra. Þýzkar flugvélar sökktu í gær 3000 smál. rússnesku flutninga- skipi á Finnlandsflóa. Fyrir austan Iíiev var ráðizt á flug- velli. Þar voru margar flugvél- ar eyðilagðar á jörðu niðri, en 19 voru skotnar niður í loftbar- dögum. í þeim liéruðum Ukrainu, sem Þjóðverjar hafa náð á vald sitt eru 60% af öllum iðnaði landsins, en ýms orkuver við Geta haustrign- ingarnar hjálpað Rússum ? Þeir bafa ordid að yfirgefa Novgorod. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Rússar treysta því að haustrigningamar hjálpi sér til þess að stöðva framsókn Þjóðverja, úr því þeim vill ekki lán- ast það einum. — Hefir Mason Mac Farlane, hershöfðingi, sem er í sérfræðinganefnd þeirri, er Bretar hafa í Moskva, lýst því, hversu skjótlega allir vegir verði ófærir, ef í þeim blotnar. Framtíðar viðskifti U.S.A. og Islands. í skeyti frá United Press, sem birtist hér í blaðinu í gær var þess getið að íslenzka sendinefndin, er fór til Bandarikjánna, væri nú komin til Washington og hefði átt tal við Sumner Welles aðstoðarutanríkismálaráðherra. í dag símar United Press, að blöðin vestra skýri frá því, að samninganefndinni sé ætlað að semja um f jármál og viðskipta- mál, á þeim grundvelli og í framhaldi af skilyrðum þeim, er sett voru af hálfu íslands, er Bandaríkin tóku landið undir vemd sína. Var þá það loforð gefið af hálfu Bandaríkjastjómar, að ís- lenzkra hagsmuna skyldi gætt á allan hátt. Samninganefndin hefir lýst yfir því, að hún vonaðist til að hagkvæmir samningar tækjust, ekki einvörðungu að því leyti, er varðaði brýnustu nauðsynjar íslands í augna- blikinu, heldur yrði gmnd- völlur myndaður fyrir varan- legum f jármála- og viðskipta- samböndum milli þjóðanna, og bæri engu síður að leggja áherzluna á þann þátt samn- inganna. * Þess var getið í skeyti United Press í gær, að Cordell Hnll utan- ríkisráðherra hefði lýst yfir því að framvegis mætti, án sérstaks leyfis stjórnarvaldanna, flytja til íslands vörur frá Bandaríkjun- uin hvaða nafni sem nefnast. Er þetta stórkostlegt hagræði fyrir viðskipti okkar við Bandaríkin, sem mjög hafa torveldast af því, hve langan tíma hefir tekið að fá slílc útflutningsleyfi í Bandaríkjunum og hve ógreiðlega hefir gengið að fá þau að öðru leyti. Einkum varðar þetta ýmsar nauðsynjar landsins, sem hergagnaiðnaðurinn gæti notfært sér, og ekki er veitt leyfi til að út séu fluttar af þeim sökum. Má í þessu sambandi vekja aliygli á t. d. efni til hitaveitunnar. Nú ætti að vera frjálst að flytja það liingað til landsins, og ætti þá framgangur málsins að vera tryggur, með því að tilboð í efni mun þegar liggja fyrir hjá ræðismanni íslands í Bandaríkjunum, svo sem getið var ný- lega hér í blaðinu. Ælti þá framkvæmd hitaveitunnar að vera örugg, hvort sem efni til hennar fæst fra Bandaríkjunum eða Bretlandi. Hér er aðeins eitt dæmi nefnt, sem efst er á baugi í svipinn, en yfirlýsing Sumner Welles gi'eiðir mjög fyrir öllum skiptum við Bandaríkin, og er það miklu meira hagræði fyrir íslendinga, en unnt er að gera sér grein fyi'ir í fljótu bragði. Dnieprfljót gefa iðnaðinum afl. Rússar segjast liafa sökkt þýzkum kafbáti í Svartahafi. . • Fregnir frá Osló bera með sér, að mannfall Þjóðverja i Norður-Rússlandi er mjög verulegt. Fjöldi spítala þar í borg hefir verið tekinn i þágu Þjóðverja og stöðugt er verið að rýma fleiri og fleiri spítala og húa þá undir að taka við særðum Þjóðverjum. Ýms heilsuhæli hafa sömuleiðis verið tekin í þágu þeirra t. d. lieilsu- liælið hjá Tjömsö hjá Tönsberg. Þjóðverjar hafa gefið út fyr- irskipun til íbiia herteknu land- anna um að allir þeir, sem eigi bjarndýraskinn og önnur loð- skinn skuli.afhenda þau til yfir- vadanna. Innan þýzka hersins í Rúss- landi er unnið sleitulaust að því að telja hermönnunum trú um að veturinn í Rússlandi sé alls ekki svo mjög strangur og hafi það löngum verið ýkt mjög. Tveir forsætisráðherrar í indverskum fylkjum — Rinjab og Assam — hafa sagt af sér sem meðlimir indverska land- varnaráðsins, samkvæmt kröfu sambands Múhameðstrúar- manna. Sá þriðji bað um nokk- urra daga umhugsunarfrest, er hins sama var krafizt af hon- um. • Japanskt blað hefir komið fram nxeð þá kröfu í morgun, að sundinu, sem skip frá Banda- ríkjunum fara eftir til Yladivo- stock, verði lokað. Segir blaðið, að það sé takmörk fyrir því, hversu þolinmóðir Japanir sé.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.