Vísir - 26.08.1941, Blaðsíða 3

Vísir - 26.08.1941, Blaðsíða 3
VlSIR LANDKYNNINEr fræga verk kemur út í þremur bindum, ennfremur tímaritið Andvari og Almanakið. í Andvara birtist æviminning Jóns heitins Ólafssonar banka- stjóra, en í Almanakinu birtist grein um lielztu íslenzka fjár- málamenn seinni ára, liliðstætt yfirliti því, er Jónas Jónsson reit í fyrra, en nokkurri gagn- rýni liefir sætt. Þrátt fyrir mikla verðhækkun á öllu er útgáfan þarfnast, helst ársgjald félagsmanna óbreytt, og verður aðeins kr. 10.00. Félagsmenn eru nú 12.500 og fer fjölgandi. Örfáir liafa sagt sig úr útgáfufélaginu, en fleiri iiafa komið í staðinn. I sambandi við „Ljóð og sög- ur“ Jónasar Hallgrímssonar, skal þess getið að stjörn Menn- ingai-sjóðs Iiefir ákveðið að gefa út úrval úr ritum helztu ís- lenzkra skálda að fornu og nýju og er gert ráð fyrir að í þessum flokki verði 10—12 samstæð bindi, og er þetta hið fyrsta. Hjá útgáfunni vinna nú tveir menn á skrifstofu, þeir Leifur Auðunsson frá Dalseli og Jón Emil Guðjónsson. Umsjón með framkvæmdastarfinu hefir Steingrímur Guðmundsson prentsmiðjustjóri og gjaldkeri Gutenbergs hefir aðal fjárreið- urnar með höndum. Afgreiðslumaður í Reykjavík er Haraldur Pétursson, dyra- vörður í Safnahúsinu. Af- greiðsla á þeim bókum, sem út eru þegar komnar, hefst í dag. Ofanritaðar upplýsingar hef- ir Vísir fengið frá Leifi Auð- unssyni. ÖryggismálaráöuneytiS brezka hefir í þjónustu sinni 29 menn, sem ekki hafa annan starfa en aS telja sprengjugíga þá, sem ÞjóSverjar orsaka í heimsóknum sínum. Hver þessara manna hefir 400 sterlings- punda árslaun. • ViS manntal, sem fram fór í Arizona-fylki í lok s.l. árs, reynd- ust íbúar þess vera tæp hálf mill- jón, nánar tiItekiS 499.261 manns. Er Arizona þá 44. fylkiS í Banda- ríkjunum hvaS þéttbýli snertir. Búa þar 4.4 menn á hverri fer- milu (2.5 ferkm.) 1 • Andesfjalla-gammurinn, sern öSru nafni heitir Condor og er stærsti fugl í heimi, verSur nú sjaldgæfari meS hverju árinu sem líSur. Hefir stjórnin í Argentínu þvi tekiS þaS ráS, aS friSa fugl- inn mestan hlute. ársins. • Þann 1. ágúst var stærsta raf- magnsstöS í heimi tekin í notkun. AuSvitaS er hún í Ameríku og heitir Grand Coulee í Washing- ton-ríki. Hver rafmagnsvél stöSv- arinnar vegur 525 smál. Fyrir nokkrum vikum birtist í einu dagbl. bæjarins skop- mynd, sem tekin liafði verið úr stórblaðinu New-York Herold Tribune. Fjallaði mynd þessi um ísland o. fl. Vonandi hafa menn veitt því eftirtekt, hvern- ig Island var sýnt á þessari mynd, þvi að það er einkar at- hvglisvert. Landið virðist bera þarna nafn með réttu, þvi að á mynd- inni er það einn jökull frá'efstu fjallatindum og niður i sjó. Kemur liér að sjálfsögðu fram sú „klassiska“ liugmynd, sem menn liafa almennt um Island úti i liinni stóru veröld. I langan tíma hefir ekki boðið betra tækifæri til að kynna land og þjóð en einmitt nú. Á venju- legum tímum þvrfti vissulega mikilla átaka við lil þess að vekja athygli stórþjóða á Is- landi og Islendingum. Á nor- maltímum er svo að segja aldrei minnst á Island og beri svo við, að á það sé minnst, veitir þvi naumast nokkur maður eftir- tekt, enda gleymist það jafn- skjótt aftur. Nú aftur á móti þyrstir fólk i að heyra eitthvað um ísland og islenzku þjóðina. Einstaka raddir hafa heyrst um það á undanförnum árum, að öll landkynning sé til bölv- unar, árangurinn af henni verði aðeins siá, að æsa stórþjóðimar til þess að slá eign sinni á Is- land. Við ættum þvert á móti að láta sem allra minnst á okkur bera og reyna að fela okkur og landið sjálfsagt líka. Þessu er því að svara, að Is- land er kortlagt eins og flest lönd, heit og köld, byggð og ó- byggð. Það er óþarft að eyða orðum að því, að okkur er ekki unnt að hylja landið sjónum þeirra, sem kynnu að vilja sölsa það undir sig. Herforingjaráð og rikisstjórnir stórþjóðanna þurfa ekki annað en líta á landabréfið til þess að sjá Island og gera sér jafnframt grein fyrir mikilvægi þess i hernaði. Þessir háu herrar hugsa um það fyrst og fremst, hvort hé,r séu firðir (þeir sjást á kortinu), góð skipalægi og lendingarstaðir fvrir flugvélar. Annað er þeim aukaatriði. — A hinn bóginn er það víst, að ef einhver stórþjóð vildi heita Is- lendinga valdi, kúga þá og jafn- vel afmá þá, þá myndi sú hin sama stórþjóð, eða forráða- menn hennar, óska þess, að sem fæstir hefðu liugmynd um, að íslendingar eru gömul menn- ingarþjóð, þótt fáir séu. Ofbeld- ismennirnir myndu æskja þess, að almennt væri litið á íslend- inga sem ósiðaða skrælingja, sem engin þjóðleg eða andleg verðmæti ættu og engan til- verurétt, sem sérstök þjóð, þvi að þá væri liægt að koma glæp- samlega fram við þá án þess að veitt á bæri. I seinni tíð virðist nokkurt skrið vera að komast á þetta mál. Flest dagblöðin hafa nú að undanförnu minnst á nauðsyn þess að hefja skipulagshundna kynningarstarfsemi varðandi land og þjóð. Og hví skyldum við ekki nota tækifærið og byrja einmitt nú? Stórþóðirnar bíða með eftirvæntingu. þess, að heyra margskonar fróðleik héð- an, jafnvel með svo mikilli eft- irvæntingu, að sum stórblöðin sjá sér ekki annað fært en að búa til þennan „fróðleik“, vegna þess að þau ná ekki í hann á annan hátt — og verður auðvit- að vtleysa úr öllu saman. Til þess að kynningarstarf- semi komi að gagni þarf að vinna að henni látlaust og skipu- lega. Það er ekki nóg að hlaupa í það eitt og eitt ár eða nokkur ár að kynna smáþjóð í hring- iðu stórviðburða. Það er barna- skapur að ímynda sér, að mikill árangur náist á stuttum tíma, einkum ef um venjulega tíma er að ræða, hversu góðir sem starfskraftarnir kunna að vera. Verulegur árangur næst ekki fyrr en eftir langan tíma og verður æ ineiri eftir því sem kynningarstarfsemin stendur lengur. Þessarar starfsemi er sjálfsagt þörf um ár og aldri, eins lengi og Islendingar ætla sér að verða sjálfstæð menning- arþjóð. En tækifærið til að lief ja hana er aldrei betra en nú, þegar umlieimurinn bíður bein- línis eftir henni. Við höfum nú tekið utanríkis- miálin í okkar hendur og höfum liina beztu sendimenn í tveim stærstu heimsveldunum. Allir, sem til þekkja, keppast við að lofa þá og starfslið þeirra. Vafa- láust liafa þessir menn nú þeg- ar gert mikið til að kynna Is- land. — I þessum löndum eigum við líka frændur og vini, sem mj-ndu bæði fúsir og hæfir til að leggja hönd á plóginn. En það vantar alla skipulagningu, forustu og miðstöð hér lieima. Og á meðan að hún er ekki fyr- ir hendi, kemur sú starfsemi, sem hinir beztu menn kynnu að leggja fram í þessu augnamiði, hvergi nærri að fullum notum. — Er þess að vænta að tæki- færið verði nú notað, landkynn- isembættið endurreist á ó- komnum tímum, að kynna hina sérkennilegu menningu islenzku þjóðarinnar, frelsisbaráttu hennar og ótvíræðan rétt til landsins, sem hún byggir. Að fegurð landsins verði gerð lieyr- in kunn og sú gamla hugmynd kveðin niður, að Island sé jökli liulið frá efstu fjallatindum og niður i sjó og þvi lítt hugsan- legt, að þar geti skynigæddar verur alið aldur sinn. Eiríkur Sigurbergsson. í STUTTU MÁLI Duff Cooper, sem er á leið til Austur-Asíu, hélt fyrirlestur i San Francisco í gær og ræddi um vandamálin i Austur-Asíu. Sagðist hann ekki trúa því, að Japanir sæi sig ekki um hönd, því að þátttaka þeirra í stríð- inu myndi verða sama og sjálfs- morð þeirra. Þegar Bretar tóku borgina Randar-i-Shahpur i Iran fundu þeir þar fimm löskuð skip möndulveldanna, sem höfðu leitað þar liælis. Tvö skipanna voru þýzk, en hin ítölsk. • Peter Fraser, forsætisráð- herra Nýja Sjálands, er kominn til Bandaríkjanna og mun tala við Roosevelt i dag. Þeir munu ræða um Austur-Asíumálin. I viðtali við blaðamenn hefir Fraser látið svo um mælt, að horfur sé að vísu alvarlegar, en ekki svo, að ekki sé hægt að bjarga þvi við. • Verkamannaflokkur Ástralíu hefir sent Menzies, forsætisráð- herra, svar við ósk lians um að stofnuð verði þjóðstjórn. Krefst verkamannafloldviirinn þess, að hann segi af sér og fái stjórnina færari mönnum í hendur. Má telja eigi ólíklegt, að Menzies segi af sér, þar sem hann hefir tjáð sig fúsan til að starfa undir yfirstjórn hvaða forsætisráð- lierra; sem samkomulag næðist um. • Japanir liafa liáfið sókn í Norður-Kína, i fylkjunum, Hop- ’ei, Chahar og Shansi. Segjast þeir ætla að uppræta kommún- isla þar með öllu. Lúðrasveitin Svanur leikur á Arnarhólstúni kl. 8.30 í kvöld. Stjórnandi er Karl Ó. Runólfsson. og unnu sumir í vélarrýminu. Þeir fengu skipun urn að vera þar áfram, þangað til þeim yrði gefin skipun um að koma upp á þilfar. I 5 mínútur urðu þeir að vera niðri i iðrum, skipsins, meðan sjór og olía streymdi inn til þeirra. Þá var þeim gefin skipmi um að fara í björgunar- bátana. Á eftir sagði einn kyndar- anna, sem verið hafði á „fyr- plássi“, að næst yrði liann ró- legri, ef hann fengi samskonar skipun — þetta hefði verð þörí æfing. gumatra er dýrmætasta eign Hollendinga. Hún er fjór- um sinnum stærri en Java og leggur til helming allra dollara, sem nýlendurnar gefa af sér. Þó er meslur hluti eyjunnar „Remhu“ eða ófærir frumskóg- ar. íbúarnir eru aðeins 8.000.000 að tölu, en i norður-héruðunum eru framleidd ógrynni af gúmmíi, tini og tóbaki. Þá er kaffi framleitt í allstórum stíl og loks eru þar nokkrar gull- námur, sem gefa góðan arð. Eyjan er vel víggirt, en auk þess er erfitt að fara þar með her manns, vegna þess hve landslag er erfitt. Þar sem byggð er mest á eynni eru varnir auðvitað beztar, því að ]iar sem engir húa er landslagi svo háttað, að þar eru annað- hvort afar há fjöll eða frum- skógar, sem ómögulegt -er að komast í gegnum. Er meira að segja gengið svo langt, að talað er um Sumatra sem „aðra vig- línu“ Singapores. • ewin B. Barringer er maður einn nefndur, sem býr vest- ur i Ameríku. Hann hefir unnið sér það til frægðar, að fara allra manna hæst í svifflugu, eða upp í 14.000 feta liæð. Nú herst Barringer fyrir því, að Bandaríkin taki upp víðtæka flugkennslu með svifflugum. Haim lieldur þvi fram, að þótt sá sem læri svifflug, þurfi einn- ig aukakennslu, ef hann verður herflugmaður, þá liafi hann þó öðlast mjög þarfa þekkingu með svifflugslærdóminum. Barringer telur, að Þjóðverj- ar hafi kennt um 250.000 mönn- um undirstöðuatriði flugs í svif- flugskólum landsins og þessi kennsla hafi gert Þjóðverjum kleift að eiga alltaf nóg af flug- mönnum fyrir vélflugur sínar. Þá bendir Barringer á það, liversu mikil not geti verið að svifflugum í hernaði. Þær sé að vísu ekki ásjálegar i saman- burði við orustuflugvélar, sem komast með 650 km. hraða, en hitt verði líka að líta á, hversu hægt sé að koma f jandmönnun- um að óvörum að næturlagi i svifflugum. Þannig tóku Þjóð- verjar belgiska virkið Eben Emael og taka þess opnaði þeirn leið inn i Belgíu. • J borginni Fort Missoula i Montanafylki vestan hafs eru um 1000 ítalskir sjómenn hafð- ir í fangabúðum. (Þeir eru af ítölskum kaupskipum, sein Bandarikin tóku i sina þjón- ustu). Þarna eiga þeir að dúsa til stríðsloka. Þeim líður að visu vel í Bella Vista (svo nefna ít- alirnir búðirnar), en samt eru þeir farnir að þrá að komasí heim. Við og við ér blaðamönnum boðið að sjá fangabúðirnar, til þess að fullvissa sig um, að að- húð fanganna sé eins og ákjós- anlegt er. Þegar blaðamenpirnir koma rignir yfir þá spurning- unum: „Hvernig gengur stríðið? Hafið þið hlöð meðferðis? Hefir Mussolini lialdið nokkra ræðu? Er Grikkland fallið? Hvernig er með Ahessiníu og Lihyu? En blaðamennirnir mega ekki svara. Lífið í fangabúðunum líður með litlum tilbreytingum. Þeir lilýða daglega á hljómleika hljómsveitarinnar á skemmti- skipinu Conte Biancomano, en margir eru orðnir dauðleiðir á því. Margir þeirra eru að dunda við að gera skipalíkön og eru sumir hverjir ágætir smiðir. Þeir eru líka leiknir í knatt- spyrnu, en liitinn i veðrinu hef- ir gert þeim erfitt fyrir með iðkun hennar. Flestir slæpast bara allan daginn og allir eru að verða leiðir á malnum, enda þótt þeir viðurkenni, að það hafi verið langt síðan þeir höfðu fengið svo góðan mat, er þeir voru teknir fastir. Þeir segja: „Vistin er góð í Bella Vista. En Italía er heimili okkar. Þar viljum við vera.“ SteindÓF Sérleyfisbifreiðastöðin. Sími 1585. FERÐIR Á MORGUN: Til Stokkseyrar: Kl. ÍO1/^ f. h. og 7 siðdegis. Til Þingvalla: Kl. IO1/2 f. h., iy2 e. h. og 7 síðd. Til Sandgerðis: KJ. 1 e. li. og 7 siðd. Til Grindavíkur: Kl. 8 síðdegis. Flautukatlar OLÍUVÉLAR. KVEIKIR. Leður-gönguskór Gúmmískór, Gúmmístígvél, Inniskór, Vinnuföt o. fl. — GtJMMÍSKÓGERBIN, Laugaveg 68. — Simi 5113. er miðstöð verðbréfavið- skiptanna. — Simi 1710. Vinnum úr hári. Kaupum sítt aflclippt hár. HÁRGREIÐSLUSTOFAN PERLA Bergstaðasti’æti 1. Simi 3895. Bílstjóri Góður bilstjóri með meira prófi óskast strax. Tilhoð með upplýsingum leggist á afgr. Visis, merkt: „Ábyggi- legur“. -— YSrublll i góðu standi til sölu. Til sýn- is eftir kl. 6 á Vifilsgötu 14. Nýkomið: Gólfkústar 3 teg. Gólfskrúbbur Gluggakústar Pottaskrúbbur U ppþ vottaburstar Salerniskústar Skóburstar Þvottaburstar Strákústar (stórir) HAlKBOROÍk.i. Laugaveg 44. Karl nnaföt voru tekin upp í gær. Austurstræti 10. Sími 3041 — 1258. lÖndoL liigiii* verzlunar I I aónr sem befir unnið við verzlun í Reykjavík og erfeml- is Og sérstaklega er kunnugur vefnaðarvörum ósk- ar eftir góðri framtíðaratvinnu. Hefir kynnt sér auglýsingatækni sérstaklega er- lendis. Tilboð óskast send afgr. Vísis, merkt: „X 500“ fyrir 31. þessa mánaðar. Nokkra krakka vantar um mánaðamótin til að bera blaðið til kaupenda, bæði í austur og vesturbæ. Talið við afgreiðsluna sem fyrst. Okkar innilegustu þaklrir fyrir auðsýnda Iduttekningu við fráfall og jarðarför Otta Kristinssonar. Guðrún Ottadóttir, Kristinn Pétursson, og systkini.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.