Vísir - 01.09.1941, Blaðsíða 3
VlSIR
Vegna skemmtiferðar
starfsfólksins verður lokað allan
daginn á morgun.
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN H.F.
Hýjar hirgðií al prjónagarni.
Þar sem við'höfum einkasölu á íslandi á ullargarni
frá einni af stærstu verksmiðjum Bretlands í þeirri
grein, þá getum við boðið heiðruðum viðskiptavinum
með mjög hagkvæmu verði, eftirfarandi tegundir af
prjónagarni.
GOLFGARN, PERLUGARN, ULLARGARN
fyrir handprjón og vélprjón.
Margir litir. — Komið meðan nóg er úrvalið.
Ásg. G. Gunnlaugsson & Co.
Austurstræti 1.
BEZT AÐ AUGLÝSA í VÍSL
Skrifstofumaður
vannr bóklialdi getnr feng:-
ið atviiiiiu §trax, A. v. á.
Útsvör -
Dráttarvextír.
Nú um mánaðamótin falla dráttarvextir á
annan hluta útsvars til Bæjarsjóðs Reykja-
víkur sem ekki eru greidd af kaupi gjaldend-
anna.
BORGARSTJÓRINN.
Villa
á góðum stað i austurbænum óskast til kaups eða í skiptum fyrir
litið ibúðarhús. Uppl. i sima 2002.
Auglýsing
frá Viðskiptamálai'áðuneytinn
mn
liámarkisverð á nýjum fiski
í Reykjavík og Hafnarfirdi
Frá og með 1. sept. n. k. hefir verðlagsnefnd ákveðið
hámarksverð á nýjum fiskii Reykjavík og Hafnarfirði
svo sem*hér segir:
Þorskur, slægður með haus:
1. Sóttur af kaupanda til fisksala kr. 0.55 pr. kg.
2. Heimsendur til kaupanda kr. 0.60 pr. kg.
Ýsa, slægð með haus:
1. Sótt af kaupanda til fisksala kr. 0.60 pr. kg.
2. Heimsend til kaupanda kr. 0.65 pr. kg.
Þetta birtist hér með þeim, er hlut eiga að máli.
Viðskiptamálaráðuneytið, 30. ágúst 1941.
Húsnæðislausir:
664 fjölskyldur og
204 einhleypir.
í fyrradag lauk skráningu húsnæðislauss fólks hér í bæ. Sam-
kvæmt upplýsingum sem Vísir hefir fengið hjá húsaleigunefnd-
inni hafa 664 fjölskyldur og 207 einhleypir gefið sig fram sem
húsnæðislaust 1. okt. n. k., og sumt er það nú þegar, því eins og
skýrt var frá hér í blaðinu fyrir skemmstu býr allmargt fólk í
tjöldum í sumar, af því að það hefir hvergi þak yfir höfuðið. —
Á fyrsta degi skráningarinnar
gáfu 216 fjölskyldur og 26 ein-
hleypir sig fram, á ððruni degi
220 f jölskyldur og 41 einhleypir,
og á þriðja og síðasta degi 228
fjölskyldur og 137 einhleypir.
Enn liefir ekki unnizt tími lil
að vinna úr gögnum þeim, sem
Iiúsaleigunefndinni liafa borizt,
svo ekki er vitað hve einkstakl-
ingarnir eru margir, sem liús-
næðislausir eru, en gera má ráð
fyrir, að þeir séu um eða yfir
þrjú þúsund, og er sú tala ekki
liátt áætluð.
Hér eru þó ekki öll kurl kom-
in til grafar, því enn er margt
manna í atviwnu úti á landi og
vafasamt að þeir hafi allir hús-
næði. Sömuleiðis má fastlega
gera ráð fyrir, að skólafólk utan
af landi skorti húsnæði þegar
það kemur í hæinn. Er tala
hinna húsvilltu því enn hærri, en
skráningartölur gefa til kynna.
Ástin á ósómanum.
Fyrir mörgum, árum átti eg í
stælu út af því, livort gera ætti
akfæran veg á einn undurfagr-
an en afskekktan gróðurreit hér
á iandi. Eg tajdi að með þessu
gæíist fjölda manns tækifæri til
að njóta aukinnar fegurðar, og
öll fegurð hlaut—í mínum aug-
um — að hafa bætandi áhrif á
þann eða þá, sem fegurðarinnar
nutu.
Skoðanaandstæðingur minn
hélt því hinsvegar fram, að ak-
fær vegur á fagran stað yrði til
þess, að staðurinn yrði eklci
lengur fagur, liann yrði gróður-
stía siðleysis og menningarleys-
is, fegurðin yrði skert og henni
umturnað á hinn svivirðilegasta
hátt.
Nú er langt um liðið frá því eg
átti í þessari stælu. En á þeim
tíma hefir sú breyting á orðið,
að eg liefi látið af skoðun minni,
og gert það vegna þess, að eg
var til neyddur, ef eg ætlaði ekki
að herja liöfðinu við stein. Enn
í dag finnst mér, að hin fyrri
stefna mín væri sú hin ákjósan-
lega og einnig sú eðlilega. En
eg hefir bara komist að raun
um, að hún er í andstöðu við
htákaldar staðreyndirnar.
Eg liefi oft verið áhorfandi
þessara köldu slaðreynda, og-
síðast í gær ó leiðinni milli
Laugarvatns og Þingvalla.
Fyrir ofan Laugarvatnsvelli
er hellir, ekki stór, en snotur, og
liann á sér sína sögu, því fyrir j
fáum tugum ára var þar
mannahústaður. Hellirinn er úr
móhergi, en á veggi hans er sú
svívirðingarsaga greypt, sem
gerir marini raun að því að
koma í hellinn. Veggir hans eru
sem sé þaktir með nöfnum,
fangamörkum, og ártölum frá
ýmsum tímum. Tilgangurinn er
víst sá, að gera nafn sitt ódauð-
legt með þessari svivirðingu á
náttúrunni. En einhvernvegiim
finnst manni sú frægð vera til
minnkunar, á sviþaðan liátt og
þegar nöfn manna eru að eilífu
geymd í skjölum og bókum fyr-
ir að hafa dx-ýgt einhvern glæp.
Hér er nákvæmlega um sama
fyrirbrigði að ræða, aðrir sví-
virða náttúruna, hinir siðferðis-
hoðorð mannlífsins.
En hellirinn á Laúgarvatns-
völlum er ekki nein undantekn-
ing. Þannig eru fjölda margir
aðrir fallegir og sérkennilegir
staðir svivirlir með nafnaskrift-
um og kröti, og er þó mála
sannast, að engan varði um ein-
hvern J. J. eða N. N., sem gróf
nafriið sitt í klett, einhversstaðar
og einhverntima. Það eina, sem
mann varðar um, í þessu sam-
bandi, er siðmenningai'leysi
þeirrar kynslóðar, sem gerir sér
leik að því, að spilla náttúrunni,
og sem ann ósómanum. meira en
fegurðinni.
Þegar komið var niður í Vell-
ankötlu, har fyrir mig sýn, sem
mér hefir þótt einna ógeðfeld-
ust alls þess, sem eg hefi séð
innan hins friðlýsta svæðis
Þingvalla, og er þó langt frá
því, að eg sé ánægður með allt,
sem þar hefir fyrir augun horið.
En þarna, þar sem blátært
bergvatnið kemur undan liraun-
inu og þar sem fjöldi fólks sval-
ar þorsta sínum, liggur flegið
hræ af stórgrip, sem fleygt hefir
verið út í vatnið og bíður þess
að rotna þar. Þetta er svo viður-
stvggileg sjón, að eg væni ekki
neinn íslending að liafa van-
helgað sinn eigin þjóðgarð með
sliku athæfi. Engu að síður þarf
að flytja hræið tafarlaust hurt,
og það þarf líka að láta þá menn
sæta ábyrgð, sem valdir eru að
þvílíkum spjöllum.
í gær rakst eg, skammt und-
an Vatnskoti, á gamalt og ryðg-
að járnrúm niðri í einni gjótu.
Og þar var gjóta eftir gjótu á
einhvern liátt helguð ástinni til
ósómans. Þar voru pappakassar,
ryðgaðar niðursuðudósir, hréfa-
rusl og spitukuhhar. En ekkert
af þessu á þarna að vera. Allt
verður þetta að hverfa — og það
hið allra bráðasta.
I En það er svo æðimargt, sem
gera þarf á Þingvöllum, tii að
koma í veg fyrir eða bæta úr
siðleysi vegfarenda.
Eg liefi oft og einatt orðið
þess var, að margir þeirra, sem
á Þingvelli koma, vita ekki
hvernig þeir eiga að liegða sér.
Það segir sig reyndar sjálft, að
enginn maður á sæmilegu
siðferðisstigi flevgir frá sér
á almannafæri niðursuðudós-
um, bréfarusli eða öðru rusli,
livorki á Þingvöllum eða ann-
arsstaðar. Aftur á móti vita veg-
farendur ekki, eða látast a. m.
k. ekki vita, að þeir þurfi að
hiðja um leyfi til að tjalda. Og
þess vegna er það, að gangi
maður að nóttu til um, Al-
mannagjá og Þingvallahraun,
sér maður þar fjölda tjalda, sem
sett hafa verið upp i fullu óleyfi.
Þetta þarf að lagfæra með
einliverju móti. Fyrsta ráðið er
að koma upp spjöldum með á-
letrunum um það, hvernig gest-
um Þingvalla beri að hegða sér,
og þvi næst, ef út af þessum
reglum er brugðið, að láta þá,
sem spjöllum valda eða ólilýðn-
ast á einhvern liátt, sæta ábyrgð.
Frh. á 4. síðu.
tfeztu þakkir lil allra, er sýndu mér vináttu á
ö fimmtuffsafmæli minu.
k E. A. J e n s e n.
Dömur!
Við saumum kápur, frakka og swaggers. Tökum tillögð efni.
Eigum von á fallegum vetrarkápuefnum innae skamms.
GUNNAR A. MAGNÚSSON klæðskerí.
Laugavegi 12. Simi: 5561.
Tilkynning
Kaup Dagsbrúnarverkamanna frá og með 1. septemher 1941:
Dagkaup kr. 2.42 á klukkustund.
Eftirvinna kr. 3.59 á klukkustund.
Helgidagavinna og
næturvinna sé hún leyfð kr. 4.51 iá klukkustund.
Katla- og boxavinna:
Dagkaup kr. 4.18 á klukkustund.
Eftirvinna kr. 6.18 á klukku’stund.
Helgidaga- og næturvinna kr. 7.77 á Mukkustund.
STJÓRNIN.
B.S.
Hekla
Simi 1515
Góðix bilax
Abyggileg afgxeiðsla
IH£l;niii o§*
örorknbætnr.
Umsóknum um ellilaun og örorkubætar fyrir árið
1941 skal skilað fyrir lok septembermánaðar.
Umsóknareyðublöð fást í Góðtemplarahúsinu alla
virka daga kl. 10—12 og 2—5, nema á laugardögum
eingöngu kl. 10—12. Umsækjendur geta fengið að-
stoð við að fylla út eyðublöðin á sama stað og tíma.
Þeir eru sérstaklega beðnir að vera við því búnir,
að gefa upplýsingar um eignir sínar og tekjur frá
1. okt. 1940 og um framfærzluskylda venslamenn
sína (börn, kjörbörn, foreldra, kjörforeldra og
maka).
Þeir, sem sækja um örorkubætur fyrir árið 1942
og hafa ekki notið þeirra árið 1941, verða að fá ör-
orkuvottorð hjá trúnaðarlækni Tryggingarstofnunar
ríkisins. Þeir öryrkjar, sem notið hafa örorkubóta á
‘ þessu ári, þurfa ekki að fá nýtt örorkuvottorð, nema
þeir fái sérstaka tilkynningu um það. Trúnaðarlæku-
irinn verður fyrst um sinn til viðtals á iækningastofu
sinni, Vesturgötu 3, alla virka daga aðra en laugar-
daga.
Ef umsækjendur senda ekki umsóknii sínar á rétt-
um tíma, mega þeir búast við því, að þær verði ekki
teknar til greina. s
BorgrariSitJorinn í Reykjavík.
Sonur okkar,
Ingólfur,
andaðist sunnudag 31. ágúst.
Una Guðmundsdóttir. Einar Kr. Guðmundsson.
Móðir og tengdamóðir okkar,
Helga Fridriksdóttir Welding,
andaðist að kvöldi þess 31. ágúst.
Fyrir hönd oklcar og annara vandamanna.
Ingibjörg Finnbogadóttir. Elías Kristjánsson.