Vísir - 30.09.1941, Page 2
VISIR
VISIF?
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Rltstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Myndi Bevin
brosa?
ITSTJÓRI Alþýðublaðsins er
að velta því fyrir sér i gær,
hvort Bevin myndi ekki brosa,
ef bann lieyrði það, að stefna
verkamanna, seni fylgja Sjálf-
stæðisflokknum að málum,
væri svipuð hinni, sem brezkur
verkalýður hefir nú upp tekið,
að forðast vinnudeilur, er leiða
til verkfalla og koma á endur-
bótum eftir leiðum þingræðis-
ins. Hér hefir ritstjórinn lent í
miklum vanda, með því að í
þessu efni hefir það ekki litla
þýðingu, hvort Bevin myndi
brosa eða brosa ekki.
Það er enginn efi, að Bevin
myndi fagna þvi, að svo fjöl-
mennur hópur íslenzkra verka-
manna, sem sá, er skipar sér í
raðir Sjálfstæðisflokksins, liefir
náð jafn miklum félagslegum
þroska og starfsemi hans öll ber
vitni um, og þá ekki sízt það
stefnuskráratriði, að varðveita
vinnufriðinn í lengstu lög, og
hafa ekki verkföll sér til gam-
ans, aðallega er líður að kosn-
ingum. Bevin hefir sýnt, að
hann hefir flestum frekar skiln-
ing á þvi, að vinnufriður er öll-
um þjóðum nauðsynlegur, ekki
sízt á styrjaldartímum. Hann
hefir gengið á undan með góðu
fordæmi, og hvetur nú brezka
verkamenn til þess að leggja allt
sitt fram til þess að tryggja sig-
ur Breta í þeim hildarleik, sem
nú er háður. En á sama tíma
hefir Alþýðublaðið skorað á
allar stúlkur að ráða sig
ekki í vist, þannig að húsmæð-
urnar yrði að þvo sinar eigin
spjarir og hirða sjálfar hús sitt
og börn. Ekki er að tala þar um
umhyggjuna fyrir góðri sam-
búð vinnuveitenda og vinnu-
þiggjenda, ekki umhyggjuna
fyrir húsmæðrunum, sem lijálp-
ar þarfnast, æskulýðnum, sem
er að alast upp og þarf aðhlynn-
ingu, og þá ekki sízt starfsstúlk-
unum sjálfum, sem er vinnan
fyrir beztu. Það er alls ekki ó-
sennilegt, að Bevin myndi brosa,
þegar hvatt er til slíkra verk-
falla, — og það gera fleiri, þótt
.enginn hrosi máske eins og
Bevin.
Lítil hætta er á öðru, en að
verkamenn kunni að meta hina
óeigingjörnu baráttu fory’stu-
manna Alþýðuflokksins á und-
anfömum árum, en allt ógæfu-
timabilið hafa þeir átt sæti í rik-
isstjórninni. Þá hefðu þeir vafa-
laust getað mörgu góðu til leið-
ar komið, en lítill vafi er á þvi,
að Bevin hefði brosað, liefði
hann séð árangurinn.
Þá ber að minnast Jýðræðis-
ins, sem ríkjandi var innan al-
þýðusamtakanna og jafnréttis-
ins, sem verkamönnum var
tryggt. Þegar háð hafa verið Al-
þýðusambandsþingin, hefir á-
valt verið þar einlitur hópur, og
enn er stimpast við til þess að
varna því, að verkamenn fái
notið þar almennra mannrétt-
inda og frelsis þess, er þeim ber.
Verði Alþýðusambandið ekki
með öðrum svip en hingað til,
er á því lítill vafi, að Bevin
myndi brosa liti hann þangað
inn.
Ekki er að tala um Alþýðu-
flokkinn sjálfan. Einn á hann
ráðherrann og utanrikismálin
Iiefir bann i höndum sér, en sá
er galli á gjöf Njarðar, að ýmsir
fullyrða, að flokkurinn sé aðeins
flokksstjórnin, en að fylgið sé
rokið veg allrar veraldar. Það
hefir verið að reitast af flokkn-
uni ár eftir ár, en þó hr.unið af
honum upp á síðkastið, aðallega
fyrir aðgerðir Alþýðublaðsins.
Er utanrikismálaráðherranum
iítill stuðningur að slíku mál-
gagni, enda mun hann stundum
undirleitur vegna vesaldóms
blaðsins.
Menn hafa það fyrir satt, að
utanríkismálaráðherra án
flokks, sé svo einstnkt fyrir-
Ijrigði í menningarlöndum, að
Bevin myndi brosa, er hann sæi
liann, en hann myndi áreiðan-
lega skellihlæja, sæi, hann Al-
þýðublaðið og hugleiðingar rit-
stjórans i leiðara þess í gær, þótt
gáfnaljósið týri þar með svip-
uðum hætti og venjulega.
Sýning listmálara og
myndhöggvara opnuð
á laugardaginn.
Myndlistardeild Bandalags ís-
lenkra listamanna efnir til list-
sýningar í sýningarskála Garð-
yrkjufélagsins á næstunni, eins
og skýrt var frá hér í blaðinu
fyrir skemmstu.
. Er ætlazt til, að sýningin verði
opnuð á laugardaginn kemur og
verði opin til 20. okt. n. k.
Sýningin er bæði fyrir málara
og myndhöggvara og er utanfé-
lagsmönnum, einnig heimil þátt-
taka. Er þess óskað, að þeir lista-
menn, sem ætla sér að sýna, tií-
kynni þátttöku sína fyrir n. k.
miðvikudagskvöld.
Er unnið að því af kappi, að
innrétta skálann fyrir sýning-
una, og er það firmað Höjgaard
& Schultz, sem hefir tekið verk-
ið að sér.
í dómnefnd hafa verið kosin:
Finnur Jónsson, Kristín Jóns-
dóttir, Þorvaldur Skúlason og
Jóhann Briem listmálarar og
Marteinn Guðmundsson mynd-
höggvari.
Lainlssímfuii 35 ára:
Ními á livera Iiæ á landi, o§r
talitöð í hvern bát á §jó9
er markmiðið, segir Guðm. Hlíðdal póst- og símamálastjóri.
1941 átti Landssíminn 35 ára afmæli, en sæ- stöð í hvern bát á sjó. Þróun ^
í gær, 29. sept. 1941 átti Landssíminn 35 ára afmæli, en sæ
símasamband milli Seyðisfjarðar og útl. hófst rúmum mánuði
fyrr, eða 25. ágúst 1906. Hefir Vísir fengið eftirfarandi upplýs-
ingar hjá Guðm. Illíðdal póst- og símamálastjóra:
Sem dæmi um þróun símans á þessum umliðnu 35 árum má
geta þess, að í lok 1906 voru aðeins 250 símar til á landinu, í árs-
lok 1940 eru þeir 9300. Landssímastöðvar eru við síðustu ára-
mót orðnar 503. Á 4720 km. lands hefir verið lagður sími, en
víralengdin er samtals 14640 km.
Árið 1906 voru afgreidd 1032 innlend skeyti og 3000 erlend
skeyti. Síðastliðið ár voru afgreidd 217000 innlend skeyti og
120000 erlend. Langlínusamtöl voru 3700 árið 1906, árið 1940
voru þau 940000. Símtalaþjónustan við útlönd hófst 1935 og var
1939 komin upp í 15000 samtöl, en varð að hætta 1940. Símtala-
þjónustan við báta og skip hófst í maí 1938, og var árið eftir
komin upp í 4100 samtöl, en varð einnig að hætta 1940.
Tekjurnar urðu árið 1906 8.722 kr., en 1940 urðu þær 3.670.000
kr. Stofnkostnaður varð árið 1906 0.6 millj. kr., en árið 1940
varð kostnaðurinn 9.2 millj. kr.
Þenna eina mannsaldur, sem
síðan er liðinn, liefir orðið geysi-
mikil breyting — mætti nærri
því segja bylting — i þjóðlífi
Islendinga. Hefir Landssíminn
átt sinn drjúga þátt í þeirri þró-
un og þeim framförum, sem
þessari breytingu hafa verið
samfara. Þangað til síminn
kom, mátti heita, að landið væri
algjörlega einangrað, fáir vissu
að það var til og enn færri að
þar lifði menningarþjóð. Tíðindi
bárust afar seint til landsins og
um það. Eitt sinn kom það fyrir
hér í Reykjavík, að haldinn var
afmælisfagnaður konungs og
hans minni drukkið löngu eftir
að hann var látinn. Um alda-
mótin fengum við í lærða skól-
anum „póstskipsfrí“ einn dag
einu sinni á hverjum vetri, þeg-
ar póstskipið kom frá Dan-
mörku.
Með simanum brej’ttist
margt, þar á meðal ldukkan, en
hún hafði fram að þeim tíma
verið mjög misjafnlega fljót, í
binum ýmsu héruðum. T. d. gat
ldukkan verið hér um bil það
sama, þegar komið var til bæja
sunnan við Holtavörðuheiði,
eins og liún var, þegar lagt var
upp frá síðasta bæ norðan heið-
ar, þólt 3—4 stunda reið væri
þar í milli. Með símanum breytt-
ist tíminn bæði í eiginlegri og
óeiginlegri merkingu. Síminn
varð vitanlega lyftistöng verzl-
unar og alls athafnalífs í landinu
og nálægði liin fjarlægustu liér-
uð og sveitir svo óskiljanlega
mikið í einni svipan.
Aðal stofnlína Landssímans
var lögð sumarið 1906 norðan
um land milli Reykjavíkur og
Seyðisf jarðar, en næstu ár þar á
eftir var svo línulagningunum
lialdið ölullega áfram, og lcerfið
aulcið og stækkað. Árið 1929 var
landið loks orðið símgirt, þegar
lögð var suðurlandslínan yfir
alla sandana milli Víkur og
Hornafjarðar. Og áfram var
haldið að auka og þéiía sima-
kerfið, þannig að nú er farið að
eygja það takmark, að koma
síma á hvern bæ á landi og tal-
stöð í hvern bát á sjó. Þróun
Landssímans hefir sem sé ekki
eingöngu verið bundin við vír-
ana, heldur er nú „þráðlausi“
hlutinn orðinn engu ómerki-
legri.
Tala sveitabæja, sem hafa
síma, er nú komin upp í ca.
1250 og má telja það einhverja
hina mestu blessun landslýðn-
um, að nú er svo komið, að yfir
400 fiskibátar og önnur skip
landsmanna eru þegar búin
radio-taltækjum og radio-
skeytatækjum, sem að lang-
mestu leyti er eign Landssímans
og rekið af honum, í sambandi
við strandarstöðvarkerfi sím-
ans liringinn í kringum allt
landið. Áður en hildarleikur sá,
sem nú stendur yfir, liófst, var
svo komið, að íslendingar gátu
talað frá símanum heima hjá
sér til fjarlægra landa og jafnvel
staða andfætis á hnettinum, eins
og t. d. Rio de Janeiro eða Bue-
nos Aires.
Yfirleitt mun óhætt að segja,
að síminn sé lífæð athafna- og
viðskiptalífs þjóðarinnar,- auk
þess, sem hann er einhver virk-
asta öryggisráðstöfun til vernd-
ar lífi manna á sjó og landi, og
liann á þéirri gæfu að fagna, að
þróun hans og hlutverk er ó-
tæmandi.
Ef eg ætti að segja, hvað eg
teldi hið merkasta í þróun lands-
símans hin síðari árin, mundi
eg óhikað nefna bátatalstöðv-
arnar og jarðsímann yfir Holta-
vörðuheiði, sem er fyrsti bútur-
inn í framtíðarsímalagningu
hér á landi.
Operettan Nitouche
ver'ður sýnd anna'S kvöld kl. 8
(miðvikudag, en ekki fimmtudag
eins og venjulega), og hefst sala
aðgöngumiða kl. 4 í dag.
Óttast um vél-
bát frá Siglufirði.
M enn á Siglufirði eru farnir
að óttast um vélbatinn
„Pálma“, sem þar er gerður út,
en hann fór í róður í fyrrakveld
og hefir ekki komið fram. Hins-
vegar hefir lík eins skipverja
fundizt á reki.
Þegar Pálmi fór í róður var
veður gott, en undir morgun
gerði hrynu, sem lægði þó fljótt
aftur. Komu allir bátar aðrir
frá Siglufirði að landi, en það
eina, sem sást af Pálma var lik
eins skipverja, sem fannst
skammt vestur af Siglufirði.
Þeir, sem líkið fundu, urðu
einskis annars varir í grennd
við það.
Þessir menn voru skipverjar
á Pálma:
Júlíus Einarsson, formaður,
kvæntur og faðir sex barna.
Júlíus Sigurðsson, kvæntur og
átti börn.
Kristján Hallgrímsson,kvænt-
ur, átti 3 börn.
Snorri Sigurðsson, kvæntur,
átti eitt barn.
Jóhann Viggósson, unglingur,
ókvæntur.
Eigandi •v.b. Páhna var Jó-
liann Stefánsson.
Bólstrarar og
húsgagnasmiðir
geta fengið góða atvinnu um
langt timabil á liúsgagna-
vinnustofu minni.
Þorsteinn Sigurðsson.
Grettisgötu 13.
1000 KRÓNUR
1 peningum
Greitt á Hlutaveltunni.
Skíði
Skíðaskór
Svefnpoki
Skíðasleði
Skófatnaður
Leðurvörur
Skrautbundið í Sólon Islandus, I.—II. bindi Þjóðsögur Ól. Davíðssonar, I.—II. bindi
Félagsbókbandinu Ljósvíkingurinn, eftir H. K. Laxness I einum
Þjóðsögusafnið Gríma, Ii—XV. drætti.
MATARFORÐI
Kartöflur Rófur
Kjöt Fiskur
Ostur Smjörlíki
Skyr Mjólk
— Allt í einum drætti! -
Þarna er hægt að eignast stórar peningaupphæðir
og ýmiskonar nauðsynjar fyrir sama og ekki neitt!
Öll fornritin, sem út eru
komin
Stórt safn af barnabókum
í einum drætti
Rykfrakki (eftir máli) Litaðar, stækkaðar Ijós- Afpassað frakkaefni. Farmiðar með skipum og
Verð kr. 105.00. myndir. — Mörg málverk. Afpassað fataefni bifreiðum í allar áttir
Ennfremnr þnsnndir annarra ágrætra eignlegra iiiiina.
HLUTAVELTA ÁRMANNS
veröur haldin í skála Garöyrkjufélagsins við Túngötu í dag, þriðjudag 30. sept. og hefst kl. 6
Kol — Saltfiskur Lítið f sýningarglugga Værðarvoð frá Álafossi
Körfugerðarinnar, Bankastræti
|]ngiu ii 11II!
GETUR
nokkur lifandi maður leyft
sér að sleppa slíku tækifæri
Spennandi
happdrættiT
Pólerað
borð
9
INNGANGUR 50 AURA
DRÁTT.URINN 50 AURA
DYNJANDI MÚSIK
ÞETTA
verður ábyggilega stórfeng-
legasta og happadrýgsta
hlutavelta ársins
Reykvíkingrar! Allir á hlntaveltu Armanns!