Vísir - 01.10.1941, Blaðsíða 2
VlSIR
DAG BLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Rltstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan b.f.
Fardagar.
J^ÓTT ekkert bjáti á og allt
gangi að óskum eru fardag-
ar, eða hinir svonefndu flutn-
ingadagar í kaupstöðum, jjeir
dagar ársins, sem öllum valda
mestum áhyggjum. Breytingin
og allt-umstangið, sem flutning-
um er samfara, er allt annað en
æskileg röskun á lífsins vana-
gangi. Aukin vinna, aukinn
kostriaður og eyðing vei-ðmæta
fylgir ávalt flutningunum eins
og skugginn manni.
En þegar svo er, þótt allt sé
með felldu, má hver líta í eigin
harm og hyggja að hinu, hvern-
ig þeirra tilfinningar séu, sem
engu hafa að að hverfa öðru en
götunni, nú þegar veturinn fer
í hönd. öllum er það kunnugt,
enda hefir rannsókn farið fram
i því efni, að húsnæðisskortur er
nú miklu meiri en nokkuru
sinni hefir áður þekkst hér í
bænum. Á þetta ekki aðeins við
fjölskyldur og einstaklinga,
heldur og allmörg fyrirtæki, er
ekkert húsnæði hafa frá og með
deginum í dag að telja, og verða
þvi að stöðva rekstur sinn um
stund, ef ekki ræðst bót á mjög
fljótlega.
Veltur nú á öllu fyrir fólk það
sem húsnæði skortir, að tafar-
laust verði gerðar fullnægjandi
ráðstafanir af opinberri hálfu,
til þess að útvega því þak jTir
höfuð og forða skemmdum á
búslóð, sem engin geymsla er
fyrir, en geymast verður á göt-
unni þar til úr rætist. I>að er
ekki nóg að hið húsnæðislausa
fólk sjái í hillingum einhverjar
bráðabirgðabyggingar, sem á að
reisa á næstu mánuðum, þær
koma að engu gagni eins og nú
standa sakir. Þvi verður að finna
önnur ráð, sem nú þegar geta
að gagni komið, en þau eru í þvi
falin, að taka allar þær bygg-
ingar til afnota fyrir þetta fólk,
sem ekki er búið i, en sem má
að meinfangalitlu nota til íbúð-
ar um stund. Eru það þá skól-
arnir, sem fyrst koma til athug-
unar. Það skal að vísu viður-
kennt, að ekki er æskilegt að láta
kennslu barna og unglinga falla
niður, þótt aðeins sé um stund,
en ef miðað er við hagsmuni
hins nauðstadda fólks, er þar ó-
liku saman að jafna. Kennslu-
tap má vinna upp, en heilsu-
tjón ekki og eignatjón seint.
Hér er um slíkt alvörumál að
ræða, og mál, sem enga bið þol-
ir, að enginn dráttur má verða
á lausn þess, þar til frekari og
hagkvæmari ráðstafanir er unnt
að gera. Fyrsta hjálpin er bezta
hjálpin/og þótt til óvenjulegra
ráðstafana sé gripið í augnablik-
inu, má alltaf úr bæta, ef tími
vinnst til.
En það eru fleiri en þeir, sem
á götunni eru nú, er hjálpar
þarfnast. Vitað er að allmargt
fólk býr og hefir búið nú í sum-
ar, við hin verstu skilyrði, sem
á engan hátt er forsvaranlegt að
halda uppi áfram, þegar vetur-
inn fer i hönd. Þessa fólks vand-
ræði þarf einnig að leysa, og er
hætt við að það húsrúm, sem
við bætist með nýbyggingum,
hrökkvi skammt, ef þörfum
allra þessara aðilja á að full-
nægja. — Borgarstjóri og bæj-
4
1
Tæplega 1000 nemendur
í fjórum framhaldsskólum
bæjarins.
VerzIunaFskólinn er fjöl-
mennastur meö um þnöj-
ung neme/idanna.
■fl1 ísir hefir haft tal af skólastjórum fjögurra heiztu
* framhaldsskólanna — MenntaskóíanS, Verzlun-
arskóla íslands, Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og
Gagnfræðaskólans Reykjavík — spurt þá um nem-
endaf jölda á vetri komanda og annað, er að skólum
þeirra iýtur.
arstjórn Reykjavíkur á þakkir
skildar fyrir afskipti þeirra af
þessum, málum, og að engu leyti
er það þeirra sök, hvernig kom-
ið er. Skulu ekki ásalcanir
fram, bornar hinum á liend-
ur, er þær verðskulda, nú að
sinni, enda varðar það mestu að
menn taki höndum, saman um
að greiða fram úr vandræðun-
um.
Hér í blaðinu var strax vak-
ið máls á því í vetur, að nauð-
syn bæri til að fullnægjandi ráð-
stafanir yrðu gerðar til þess að
leysa húsnæðisvandi’æði þau,
sem fyrirsjáanleg voru, þegar í
vor, og sem spáð var að aukast
myndu stói'lega með haustinu.
Þótt þessu hafi ekki verið sinnt
svo sem skyldi og séð fyrir nægj-
anlegu byggingai’efni til úr-
lausnai’, er þess að vænta, að
horfið verði frá fyrri villu og
megin kapp lagt á að tryggja
það, að nýbyggingar stöðvist
ekki, en að þær verði auknar
stórlega, jafnvel frá því, sem nú
er fyrirhugað.
Fjórláii srerðia
tilboð.
Fjórtán af þeim nítján, sem
Vísir sagði frá í gær að hefði
sótt útboðslýsingu, hafa gert til-
boð í byggingu bráðabirgða-
íbúða bæjarins.
Flestir þessai’a manna hafa
miðað tilboð sín við samstæðu-
hús — en i samstæðu eru 6 i-
búðir — og eru sumir fúsir til
að bæta við sig síðar, ef tími
reynist til þess.
Lægsta tilboðið reyndist"vera
15 þús. kr. í samstæðuhús, en
það hæsta 36 þús.
Tíu tilboðanna eru rétt fyrir
neðan, eða um 20 þús. kr. Verð-
ur tekin ákvörðun um það næstu
daga, hvaða tilboðum verður
tekið.
50 ára
er í dag húsfrú Þórdís Kristjáns-
dóttir, Hlíðarenda við Kleppsveg.
Bæjarráð
samþykkti á fundi sínum síðastl.
föstudag, eftir tillögu lögreglu-
stjóra, að ætla setuliði Bandaríkj-
anna stæði fyrir vörubíla á vegin-
um milli Njarðargötu og og Suður-
götu, gegnt Loftskeytastöðinni.
Jafnframt leggur bæjarráð til, að
vegarspotta þessum verði lokað fyr-
ir annari umferð.
Hjónaefni.
Sigríður Þorsteinsdóttir, Skóla-
vörðustíg 21, og Magnús Oddsson,
bifreiðarstjóri, Fjölnisvega 2, hafa
opinerað trúlofun sína.
Trúlofun sína hafa opinberað
ungfrú Herdís Elín Steingrímsdótt-
ir (Matthíassonar, læknis) og Sig-
urður Ólason, stud. med., frá Ak-
ureyri.
Næturlæknir.
Þórarinn Sveinnsson, Ásvallagötu
5, sími 27x4. Næturvörður í Lyfja-
búðinni Iðunni og Reykjavíkur
apóteki.
R—1166.
Bæjarráð hefir samþykkt að heim-
ila lögreglustjóra, að kaupa bifreið
í stað R—1166, enda verði sú bif-
reið seld, í samráði við borgarstjóra.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 19.30 Hljómplötur: Lög úr
óperum. 20.00 Fréttir. 20.30 Út-
varpssagan, „Glas læknir“, eftir
Hjalmar Söderberg, II (Þórarinn
Guðnason læknir). 21.00 Samleikur
á harmoníum (Eggert Gilfer) og
píanó (Fritz Weisshappel): a)
Melodie eftir Rubinstein. b) Ottu-
söngur eftir Field. c) Vöggulag eft-
ir Kjerúlf. 21.15 Auglýst síðar.
21.35 Hljómplötur: „Ævintýr“,
tónverk eftir Delius.
Samkvæmt þeim upplýsing-
um, sem Vísir fékk hjá skóla-
stjórunum munu tæplega 1000
— eitt þúsund — unglingar
sækja þessa fjóra framhalds-
skóla hér i bænum. Aðeins einn
þeirra er ennþá tekinn til stai’fa
—- Gagnfi'æðaskóli Reykvíkinga
— og Verzlunarskólinn mun
taka til stai’fa alveg á næstunni,
en hinir tveir Menntaskólinn og
Gagnfi’æðaskólinn í Reykjavík
munu verða eitthvað síðbúnari.
í Menntaskólanum munu að
öllurn líkindum verða álíka
margir nemendur og i fyrravet-
ur, eða um 260 alls. Skólinn
verður að öllu' leyti i háskóla-
hyggingunni og er verið að út-
búa stofur fyrir hann í kjallar-
anum, til viðbótar þeim, sem
hann hafði í fyrra. Gengur það
verk seint, vegna þess, að erfitt
er að fá menn í vinnu nú, eins og
almenningur veit og byrjar skól-
inn ekki að stai’fa fyrri en allt
er komið í lag.
í stað Björns Guðfinnssonar,
sem er orðinn lektor við Há-
skólann, kennir Magnús Finn-
bogason, magistei’, islenzku í 5.
og 6. bekkjum. Hinsvegar er
ekki fulli’áðið liver tekur við
stærðfræðikennslunni við skól-
ann.
1 Verzlunarskólanum mun
nemendafjöldinn einnig verða
álíka og í fyrra. Skólastjóranum
hafa borizt um 412—414 um-
sóknir um skólavist, en ekki
verður hægt að sinna þeim öll-
um sökum liúsnæðisleysis.
í fyrra vox-u nemendur alls
336, þegar stúdentadeild er með-
talin, en í lienni voru 24 nem-
endur. Kennslu vei’ður 1 aðal-
atriðum hagað eins og í fyrra-
vetur. Einum föstum kennara
Um þessar mundir er verið að
í’annsaka framburð barna og
fullorðins fólks víðsvegar um
byggðir íslands, og er það Bjöm
Guðfinnsson málfræðingur, sem
aðallega annast rannsóknirnar.
Vísir liefir fengið eftirfarandi
upplýsingar hjá síra Jakob
Kristinssyni fræðslumála-
stjóra um þessar rannsóknir.
Uppliaf þessa máls er það, að
í fyrra veitti Alþingi Útvai-pinu
1000 krónur til málfegrunar.
Seinna var þessari ráðstöfun þó
breytt þannig, að kennslumála-
ráðherrann skipaði þriggja
manna nefnd til að athuga mál-
vöndun í landinu, en einkuin þó
til að athuga framburðinn hjá
hefir verið bætt við kennaralið
skólans og er það dr. Jón Gísla-
son. Hann mun kenna ensku og
þýzku.
Verzlunarskólinn var seltur
í dag, en kennsla hefst næstu
daga.
í Gagnfræðaskóla Reykvík-
inga er kennsla hyrjuð og þar er
skólasókn með mesta móti, að
því er skólastjórinn tjáði Vísi.
Vex’ða í skólanum um 130
nemendur í sex bekkjum. Eru
fleiri nemendur í skólanum nú,
en í fyrra, því að þá voru þeir
rúmlega 120 að tölu.
Skólinn skiptist í bekki sem
hér segir: Undii-búningsdeild, 1.
bekk þar sem eru nemendur, er
náðu nógu hárri einkunn til að
standast inntökupróf í Mennta-
skólann, 2. bekk, sem er tví-
skiptur vegna nemendafjöldans,
3. bekk og 4. bekk. Er enn rúnx
fvrir 4 eða 5 unglinga í skólan-
um.
í fyrstu var ekki ætlunin að
hafa undirbúningsdeild, heldur
inntökupróf í fyi-sta bekk, en
þegar til lcom, var hægt að fá
eina skólastofu í viðbót til af-
nota.
Á kennslunni hefir oi’ðið sú
aukning, að latína er nú kennd
í fjói’ða bekk.
Gagnfræðaskólinn í Reykja-
vík er vei-st settur, því að liús-
næði hans —- Franski spítalinn
—- er fuRur af liúsnæðislausu
fólki, sem þar hefir fengið þak
yfir höfuðið til bráðabirgða.
Getur skólinn ekki byi’jað á
meðan, en lxúsnæðið verður
í’ýmt eins fljótt og hægt er.
Skólastjóri áætlar nemenda-
fjölda um 280, en það er álíka
mikið og í fyrra.
almenningi, sem virtist hreytast
óðum til hins veri’a, og fékk
nefndin þær þúsund krónur til
umráða sem útvarpinu hafði
uppliaflega verið útlilutað.
Nefndina skipa þeir Björn Guð-
finnsson xnálfræðingur, Jakob
Kristinsson fræðslumálastjóri
og Jón Eyjiórsson, form. út-
varpsráðs.
Fór nefndin þegar að athuga
hvað unnt væri að gera og kom
lienni saman um það, að eina
ráðið væri að senda mann eða
menn um landið til að rannsaka
framburð barna, og svo einnig
framburð fullorðinna og gera
samanburð á þeim breytingum
sem átt hefðu sér stað. Einnig
að gera samanburð á framburði
fólks i hinum ýmsu héruðum
og landsfjórðungum íslands. I
þessu skyni hefir nefndin svo
fengið 10 þús. kr. viðbótarstyrk
til umráða og ráðstöfunai’, enda
er ferðakostnaður mjög mikill
um þessar mundir.
Hefir Björn Karel Þórólfsson
ferðast eittlivað 11111 Suðurland
í þessum erindum, en aðallega
liafa þessar rannsóknir þó hvílt
á herðum Björns Guðfinnsson-
ar. Ferðaðist hann um Vestfirði,
sunnan ísafjarðar i sumar, og
fyrir nokkuru kom hann ásamt
öðrum málfræðingi úr rann-
sóknarferð um Skaptafellssýsl-
ur og Rangárvallasýslu austan
Markarfljóts. Er Björn þessa
dagana enn að leggja upp i leið-
angur og lieldur fyrst á Djúpa-
vog, þaðan um Austfirði alla,
Norðurland og vestur á Vest-
firði.
I þessum ferðum er fram-
burður barna á aldrinum 10—12
ára rannsakaður, sömuleiðis
framburður fullorðins fólks,
einkum eldri kynslóðarinnar.
Verður tekið á grammófónplöt-
ur sá framburður, sem virðist
„typiskur“ fyrir livern einstak-
an landshluta, ennfremur sér-
stök framburðareinkenni
manna, sem bera sérkennilega
fram.
Við þær rannsóknir, sem þeg-
ar hafa farið fram, hefir komið
í ljós, að framburði stórhrakar
allsstaðar á landinu, og virðist
Reyk j avíkur framburðurinn
hvarvetna vera að ryðja sér til
rúnxs. Var ekki seinna vænna að
hefja rannsókn á þessu sviði,
því að'sumt af því, sem fegurst
er í framhurðinum, er að hvei-fa
og eftir nokkur ár gat svo farið,
að þau fi-amburðareinkenni
hefðu með öllu glatazt, ef ekki
hefði verið hafizt handa nú þeg-
ar. —
Það verður sennilega lokið
við að vinna úr þessum rann-
sóknum á sumri komanda og
verða þá gerðar einhverjar ráð-
stafanir til að festa einhvern
vissan framburð í öllum skólum
landsins, í útvarpi, leiksviðum
og víðar, en sennilega verður
hann þó ekki lögleiddur.
Frá Vestur-íslendingum.
Við samkeppni í bogfimi, sem
fram fór á íslendingadeginum
á Gimli þann 4. þ. m., undir for-
ustu hr. Halldórs M. Swan, vann
ungfrú Helga Árnason fyrstu
verðlaun, og er það í annað
skiptið, sem henni hlotnast sú
sæmd. Þessi stúlka er dóttir séra
Guðmundar Árnasonar á Lund-
ar og frú Árnason. (Lögberg 28.
ágúst.)
Drengor
óskast til sendiferða.
Jóhannes Jóhannesson.
Grundarstíg 2.
i stoluskápir
til sölu
á Hverfisgötu 65A
Sérstakar íramburðarregl-
ur verða teknar upp í skól-
um landsins, útvarpi, leik-
húsum og víðar.
Framburður Islendinga rannsakaður. — Nefnd
manna skipuð og styrkur veittur til þessara rannsókna.
— Framburði stórhrakar um allt land.
OrgrelÉonleikar
Páls Isolfssonar
í Dómkirkjunni.
Eftir sumarið kemur baustið
og þá hefst hljómleikaárið hjá
okkur. Þá er hver farfugl flog-
inn — erlendir listamenn farnir
utan aftur. Þeir hafa þó ekki
leitað hingað síðan styrjöldin
skall á, og sannarlega saknar
maðui’ þeirra, er sköruðu fram
úr. En þó komst sú liugsun að
mér, er eg lilýddi á hinn meist-
aralega orgelleik Páls í fyi’ra-
kvöld, að ef við ættum marga
slika snillinga sem hann, þá
gerði ekki mikið til, þótt hver
einn erlendur söngfugl dveldi
fyrir handan um sinn.
Hljómleikaárið liófst að þessu
sinni irieð orgeltónleikum Páls
i Dómkirkjunni í fyrrakvöld.
Efnisskráin var veigamikil:
Frescobaldi, Buxtehude og
Bach. Buxtehude er einliver
merkilegasti fyrirrennari Bachs
og tvímælalaust langmerkileg-
asti tónsnillingur, sem af dönsku
bergi er brotinn. Hann starfaði
öll sín manndómsár í Lubeck og
er alþýzkur 1 tónsmíðum sín-
um. Frægt er ferðalagið er
Bach fór ungur að aldri, fót-
gangandi alla leið frá Arnstadt
til Lúbeck, um 400 kílóinetra
veg, til þess að lilýða á Buxte-
liude og læra af honum. Hann
dvaldi þarna þrisvar sinnum
lengri tíma en liann hafði leyfi
til og markaði list Buxteliudes
djúpt spor í huga hans. Buxte-
hude bauð honum stöðuna eftir
sig — en hann var þá orðinn
gamall maður — með því skil-
yrði, að hann kvæntist dóttur
sinni, sem var allt að því 12 ár-
um eldri. Þetta þótti Bach þung-
ir kostir og hafnaði boðinu.
Tveim árum áður átti Hándel
kost á stöðunni með sömu skil-
yrðum, en hann var lífsglaður
unglingur, sem leist ekki vel á
hina hállffertugu hlómarós, og
hafnaði boðinu.
„Maður verður að hitta réttar
nótur á réttum tíma og þá spilar
hljóðfærið af sjálfu sér“, er
haft eftir Bach. Að vísu er þetta
sjálfsagt og milcilvægt atriði, en
þó hvergi tæmandi lýsing á því,
hvernig listamaðurinn á að
spila. Ef Páll hefði látið sér
nægja að fara eftir þessum leið-
beiningum hins mikla meistara
og ekkert lagt til frá sjálfum
sér, þá er hætt við að hinar stór-
brotnu tónsmiðar Bachs og
Buxtehudes hefðu orðið sem
hljómandi málmur og hvellandi
bjalla. En Páll liefir ekki
músikina i fingrunum eingöngu,
heldur einnig í liöfði og lijarta.
Þess vegna gat hann spilað hin
fíngerðu og margofnu kóralfor-
spil innilega, og byggt upp hinar
stórbrotnu tónsmíðar, eins og
Passacaglíu og fúgu í c-moll og
Toccötu og fúgu i d-moll eftir
Bach, með afli og andagift. Síð-
arnefnda tónsmíðin er alkunnug
af hljómplötu í orkesterbúningi
i meðferð Stokowsky, en eg
hika ekki við að halda því fram,
að meðferð Páls á þessu verki er
meira í anda Bachs og fellur
hún mér betur í geð.
Orgeltónleikarnir voru haldn-
ir á vegum Tónlistarfélagsins.
Kirkjan var ekki alveg full, þvi
enn er hópurinn ekki orðinn
stór, sem kann að meta æðri
tónlist, en hann stækkar óðum.
B. A.
Duglegur
maður
helzt vanur pípulagningum,
óskast nú þegar. Nám gæti
einnig komið til greina. —
A. v. á.