Vísir - 06.10.1941, Síða 1

Vísir - 06.10.1941, Síða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri 1 Blaðamenn Slmi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S Ifnur Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, mánudaginn 6. október 1941. 226. tbl. Gagnsókn Budjenny mar- skálks heíir borið mikinn árangur. Hemveiíir hans hafa sótt fram aflt ad 30 liiii. í Niiú 11 r-1 Iírsib n n og* íckiO þorp í Éngatali. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Nokkuru nánari fregnir hafa nú borizt af gagn- sókn þeirri, sem Budjenny marskálkur var sagður hafa byrjað laust fyrir seinustu helgi í Suður-Ukrainu. Fregnir í gærkveldi hermdu, að á ein- um stað vígstöðvanna hefði hersveitir hans sótt fram um 30 kílómetra, en annarstaðar hefði þær tekið um 30 þorp á ný. Frásögninni um sókn þessa, er kom frá Moskva, lyktaði með þessum orðum: Gagnsókn- inni er haldið áfram og óvinirnir eru enn á undanhaldi. Það er kunnugt, að hersveitir Budjennys komu að norð- austanverðu frá, til þess að gera árás á hlið á hersveitir Þjóðverja í Suður-Ukrainu, og var sagt í London, er fréttist um sókn þessa, að ef hún gengi að óskum væri her Þjóðverja á Perekop-vígstöðvunum teflt í hættu. Bardagar standa yfir á Perekopeiði, en er síðast fréttist voru Þjóðverjar ekki komnir á Krimskagann sjálfan. Hinsvegar sögðust þeir hafa unnið sigur í nánd við Perekop og tekið um 12.000 fanga. í fregn frá Moskva var einnig sagt um sókn Budjenny, að her hans hefði bætt aðstöðu sína stórkostlega. Sumar hersveitir hans hafa sótt fram 20 enskar mílur (32 kílómetra) á 36 klst. Það hefir verið frekar hljótt um her Budjenny’s að undanförnu og mikill vafi leikið á um það, hve mikill hluti hers hans hafi komizt undan, eftir bardagana við Kiev. Kunnugt var þó um öfluga mótspyrnu við Poltava. En í fregnum frá London á laug- ardag var sagt, að víglínan væri nú mikið til bein orðin frá Eystrasalti til Svartahafs, og ekki er kunnugt um stóra inni- króaða rússneska heri fyrir vestan þessa línu, og ef Þjóðverj- um tækist ekki að reka nýja fleyga inn í víglínu Rússa, gæti að- staðan talist miklum mun betri fyrir Rússa en áður. í kjölfar tilkynningar um þetta efni komu svo fregnir um gagnsókn Bud- jennys. En það er enn of snemt að segja neitt um hvort tilgang- inum með þessari gagnsókn verður náð, þótt talsvert hafi, eftir fyrstu fregnum að dæma, áunnist. Sjóorusta á Suður- Atlantshaíi Hergagnaiðnaðurinn í tJralhérðuðunum. Frá Moskva berast fregnir um, að hergagnaframleiðslan í Ural hafi aukizt stórkostlega, og sé unnð að því af kappi, að auka hana sem mest. í stálfram- leiðslustöðvunum þar hefir framleiðslan aukizt um 200%. Þýzkar sprengjuflugvélar hafa ekki enn fengið bækistöðvar svo nálægt Uralfjöllum, að hægt sé að gera loftárásir á framleiðslu- stöðvar Rússa þar. I fregnum frá Moskvu segir ennfremur, að öllum, tilraunum Þjóðverja til þess að sækja fram á Leningradvígstöðvunum hafi verið hrundið. líafa Þjóðverjar gert hverja tilraunina á fætur anhari til þess að sækja þar fram, og segjast Russar hafa valdið hinum mesta usla í liði þeirra með stórskotahrið, her- flutningalestum var tvístrað og skriðdrekar eyðilagðir, og svo komu rússneskai sprengjuflug- vélar og létu sprengjum, rigna yfir hersveitir Þjóðverja. Að svo búnu gerði rússneka fótgöngu- liðið gagnáhlaup. Þetta, var sagt í Moskvu, er stuttorð lýsing ú því, sem gerðist á aðeins einum kafla vígstöðvanna. Þjóðverjar hafa gert hvert áhlaupíð á fætur öðru í fjóra daga samfleytt. — Rússar hafa tekíð marga fanga. Það er haft effir þeím, að ekki sé annað sjáanlegt, en að Þjóð- verjar verði að hefja undanhald frá Leníngrad. í Leníngrad er nú gizkað á, að manntjón Þjóðverja, fallnir. særðir og teknir til fanga, sé yfir 3 milljónir manna. Rússar hafa tilkynnt, að þeir liafi skotið niður 41 flugvél fyrir Þjóðverjum s.l. föstudag, en sjálfir misstu þeir 18. Á Odessavígstöðvunum segj- ast Rússar hafa hrundið enn einu áhlaupi Rúmena. Er þeir höfðu gert það, hófu Rússar gagnáhlaup og sóttu fram all- marga kílómetra. í gærkveldi var enn lialdið áfram samkomulagsumleitun- um milli Þjóðverja og Breta um skipti á föngum, en 2 spítalaskip híða enn i Newliaven til þess að flytja þýzka fanga til Norður- Frakklands. Ekki er vonlaust um, að samkomulag náist fyrir kvöldið. Nefnd amerískra flotasér- fræðinga er komin til Hong- kong. Þrjár flotaflugvélar am- erískar fluttu nefndarmenn þangað. Þeir eru á leiðinni til Chungking. Fregnir berast um skemmd- arverk frá Rúmeníu, og í Bess- arabíu eru yfirvöldin farin að handtaka fólk og hafa í haldi sem gisla. Allir, sem staðnir eru að skemmdarverkum verða skotnir tafarlaust, en finnist hinir seku ekki, verða gislarn- ir skotnir. Hjúskapur. Þann 3. þ. m. voru gefin saman i hjónaband af síra Bjarna Jónssyni ungfrú Fanney Benediktsdóttir og Halldór Halldórsson múrari. Heim- fli þeirra verður á Framnesveg 1. Herskipi sökkt. Einkaskeyti til Vísis. London í mohgun. 1 nótt hárust fregnir um það frá Rio de Janeiro, að sjóorusta Iiafi verið liáð í Suður-Atlants- hafi. Áttust við tvö herskip og er talið, að öðru hafi verið sökkt. Ekki er kunnugt hverrar þjóðar herskip þessi voru. — Frekari fregna er vænst þá og þegar. StórliOsÉlegar flreræfiugrar í liicfllaudi. Eins og iðulega hefir verið getið í fregnum hafa Indverjar nú á aðra milljón manna undir vopnum og liergagnaiðnaðurinn í Indlandi er nú orðinn í mjög stórum stíl. Er haldið áfram að efla vígbúnaðinn af mikju kappi, enda hefir hættan óneit- anlega færst nær Indlandi en áður, vegna sólcnar Þjóðverja i Súður-Rússlandi. Að minnsta kosti verður að gera ráð fyrir, að svo geti farið, að leikurinn berist að „hliðum Indlands“, eins og Churchill orðaði það í einni ræðu sinni. — Nú hefir verið tilkynnt, að mestu lieræf- ingar í sögu Indlands séu að byrja. Taka þátt í þeim véla- hersveitir og flughersveitir og m. a. verður gerð steypiárás á Lahore, en þar í grennd fara heræfingarnar fram. r. Fregnir eru nú nýkomnar um vaxandi erfiðleika í sambúð öxulríkjanna. — Volney Hurd sagði í útvarpi frá Boston, að Þjóðverjar væru alvarlega að íhuga, að koma á strangara eft- irliti með ítölum. Þessi fregn staðfesti þær fyrri fregnir um óánægju ítala, sem undanfarnar vikur hafa borizt frá Róm, en þær sögðu, að hlut- skipti ítala mundi verða ná- kvæmlega það sama og her- teknu landanna. I fregnum frá Bern segir, að Þjóðverjar hafi ógnað ítölum að taka Langbarðaland herskildi, nema öll andúð á Þjóðverjum verði barin niður með harðri hendi. Annað, sem mjög hefir valdið þessari óánægju er rót- tækari skömmtun en hingað til og var tilkynnt opinberlega í ít- alíu, að klæða- og brauð- skömmtun væri komið á. Um sama leyti var kola- og eldsneyt- isskammturinn minnkaður um 30% síðan í fyrra og hin opin- bera fréttastofa í Ítalíu hefir til- kypnt, að innan skamms verði hyrjað á að skammta egg, kart- öflur, mjólk og ýmiskonar grænmeti. Italir heima fyrir hafa enn sem komið er sloppið mikið við afleiðingar stríðsins, og því mun allur almenningur taka þessum nýju ráðstöfunum mjög illa. I fæði Isjjá fjðEidniöiinnnum Þessir Þjóðverjar hafa verið teknir til fanga af Rússum og þar sem Þjóðverjar þurfa að horða eins og aðrir menn, er þeim gefin súpa og rúgbrauð að éta. Þeir virðast kunna vel við matinn. Myndin var send þráðlaust frá Moskva vestur um haf. Fiskverzlunin. Nýi skatturinn er til að greiða dreifingarkostnað í Bretlandi. flflonnm liefir þegrar verið mótmælt Seint á laugardagskvöld barst ríkisstjórninni svar við fyrir- spurnum um nýja fisktollinn, frá sendifulltrúa íslands í Lon- don, Pétri Benediktssyni. Segir þar svo, að þegar hámarksverðið hafi verið sett á fisk í Englandi, hafi fjármálaráðuneytið brezka tekið að sér að greiða dreifingarkostnaðinn, sem fiskkaupmenn höfðu greitt áður. Nú vill fjármálaráðuneytið ekki greiða þennan kostnað lengur og hefir því ákveðið, að seljendur skuli greiða 6 d. (sex pence) fyrir hvert „stone“ (14 ensk pund) fiskjar, til að stand- ast dreifingarkostnaðinn. Þegar brezk skip fá hámarksverð fyrir afla sinn, er þeim gert að skyldu, að greiða 8 d. pr. stone í premíu og til þess, að erlend- ir útgerðarmenn standi ekki betur að vígi er þeim gert að greiða hið sama, þegar skip þeirra selja fyrir hámarksverð. Þetta fé fer til að greiða dreifingarkostnaðinn, en rennur ekki í ríkis- sjóðinn. Þetta eru útgjöld, sem eru íslenzkum útgerðarmönnum al- gerlega óviðkomandi og hefir sendifulltrúinn fengið fyrirmæli frá viðskiptanefndinni, að mótmæla þessu misrétti, og hefir hann þegar komið þeim á framfæri við rétta hlutaðeigendur. Söfnun S. í. B. Tekjuhæsta söfnun, sem fram hefir faríð hér í bæ Tekjupnar liafa margfaldazt hép og í Hafnarfirði. *T*ekjur BerkJavarnadagsins hér í Reykjavík í gær urðu samtals um 20.500 krónur. Er það prýðileg- ur árangur þegar þess er gætt, að mannaferð var mjög lítil úti fram eftir degi vegna þess hve veður var leiðin- legt. He£ir aldrei saf nazt meira fé á einum degi í Reykja- i vík en að þessu sinni. Af þessum 20.500 lcrónum sem hér komu inn, eru um 1000 krónur, sem eru beinar gjafir. HöfSinglegasta gjöfin var frá vínnuflokki i Kirkjubólstúni, og nam hún 400 — fjögur hundruð -— krónum. Starfsfólk Bursta- og kústagerðarínnar gaf 110 kr., en auk þess gáfu allmargir ein- staklingar 25—50 kr. Feðgar tveir kom,u á skrif- stofu Sambands íslenzkra berklasjúklinga ii gær og færðu því eins dags tekjur sínar og jafnframt 10 krónur. Létu þeir jafnframt svo um mælt, og þeir mundu framvegis gefa 10 krón- ur mánaðarlega til vinnuhælis blindra, þangað til það væri komið upp. 1 fyrra námn telijur Reykja- víkursvæðisins um kr. 8800, en þess er að gæta í því sambandi, að þá voru taldar með tekjur þær, sem inn komu í Hafnar- firði og Vífilsstöðum einnig. í Hafnarfirði gekk líka ágæl- lega og námu tekjurnár þar 12 —1300 kr., voru þrefalt meiri en í fyrra. Á Akureyri seldust hlöð og merki upp á skammri stundu. Frá fleiri sölustöðum hafa fregnir ekki horizt ennþá, en ó- efað má telja það-vist, að sala liafi ekki gengið ver þar en ann- arsstaðar. Yar blaða- og merkja- sala í öllum kauþstöðum og þorpum landsins. Hingað til hefir það verið svo, að árangur hefir alltaf verið hetri út um land og má vel ætla að svo liafi einnig farið að þessu sinni. S.Í.B.S. átti i sjóði um 35.000 krónur fyrir helgina. Það er ekki ósennilegt, að sú tala hafi tvöfaldast nú, en þó svohafi far- ið getur meira fé alltaf komið að notum þessa þ^rfa málefnis. Blöðin munu því framvegis sem hingað til taka á móti gjöfum til S.I.B.S. Hvirftlbylur veld- ur stórtjóni. Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. Hvirfilvindur hefir valdið stórtjóni á Nassu á Bahamaeyj- um og stefnir liann í áttina til Floridaskagans í Ðandaríkjun- um. I frekari fregnum ségir svo: Þegar hvirfílvindúrinn fór yfír Nassau fór harin rneð 102 mílna hraða á klukkustund. Sópaðí hann með sér öllu, sem fyrir varð og reíf upp tré með rótum, allar síma- óg rafleiðsl- ur biluðu, og á andartaki var öll borgin í kolamyrkri. Fólk flýr unnvörpum úr strandhæjum FÍóridaskagans og eru notuð öll flutníngatæki, sem unnt er að ná i, bílar vöru- flutningavílar og flugvélar. Valsveltan. Dregi'S var í morgun hjá lög- , manni í Happdrætti hlutaveltu Vals, sem haldin var í gærkvöldi, og komu upp þessi númer: 1. MatarforÖi, 11553 ; 2. Málverk, 12888; 3. Dívan, 1048; 4. Tauvinda, 14637; 5. Raf- suðuáhald, 207; 6. Málverk, 2045. — Munanna sé vitjað til Sveins Zoega, c/o. Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.