Vísir - 01.11.1941, Qupperneq 1
Ritstjóri:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri 1
Blaðamenn Slml:*
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
31. ár.
Reykjavík, laugardaginn 1. nóvember 1941.
249. tbl.
Reuben James var
sökkt í fyrrakvöld.
Bandaríkjaþjódin bíðup eftir að heyra alla söguna um
það sem gerðist.
EINKASKEYTI frá United Press. New York í morgun.
Eins og frá var skýrt í nokkurum hluta af upp-
lagi Vísis í gær, var ameríska tundurspillin-
um Reuben James sökkt á siglingáleiðum við
ísland í fyrrakvöld. Öll sagan um það, sem gerðist, er
herskipinu var sökkt, hefir ekki enn verið birt. Banda-
ríkjaþjóðin bíður fekari fregna með mikilli óþreyju.
Það er enn óvíst hvort áhöfninni var bjargað, en kunn-
ugt er, að tundurspillirinn var í fylgd með skipalest. —
Reuben James er sömu tegundar og tundurspillirinn Jacob
Jones, sem var fyrsta ameríska herskipið, sem sökkt var í
Heimsstyrjöldinni. Reuben James var 1149 smálestir, áhöfn
122 menn (venjulega). Hraði (nýsmíðaður) 35 sjómílur, senni-
lega 30 nú. — Reuben James er einn af elztu tundurspillum
Bandaríkjanna.
Roosevelt forseti sagði við
blaðamenn i gær, að Reuben
James hefði verið að gegna
skyldustarfi við Island, er hon-
um var sökkt. Forsetinn taldi
ekki liklegt, að neinar breyting-
ar yrði að því er viðhorf á vett-
vangi alþjóðamála snerti, vegna
þessarar árásar. Hann gerði ekki
ráð fyrir, að stjórnmálasam-
bandinu milli Bandarikjanna og
Þýzkalands mundi verða slitið.
Stjórnmálamenn i Washing-
ton telja, að bféýtingarhar á
hlutléysislögunum eigi öruggari
afgreiðslu vísa, vegna þessarar
árásar, og raddir hafa þegar
lieyrzt um, að afnema heri lög-
in þegar í stað.
Um gervöll Bandaríkin lieyrast
nú raddir um það, að Banda-
rikjaherskip hafi rétt til þess að
fara um öll heimsins höf, hvað
sem Þjóðverjar segi, og þeim
rétti verði að fylgja fast fram.
Fregnin iim, að amerískum
tundurspilli hefði verið sölckt,
harst fyrst frá Þýzkalandi. Var
tekið fram, að amerískum tund-
urspilli hefði verið sökkt fyrir
skemmstu (recently), en ekki
sagt hvar. Síðar, þegar flota-
málaráðuneytið hafði birt til-
kynningu sina, var tilkynnt í
Berlin, að það gæti vel verið, að
i
Það er nú hálfur mánuður
þangað til japanska þingið kem-
ur saman.Japönskublöðin segja,
að ófriðarskýin færist stöðugt
nær. Blaðið Japan Times
Advertiser sakar Bandarikja-
stjórn um að hafa farið fram á
það við kínversku stjórnina, að
Bandarilíin fengi afnot af
fjórum flotastöðum í Kina,
það hefði verið Reuhen James,
sem átt var við í fyrri fregninni.
Talið er að Reuben James hafi
verið sökkt á svipuðum slóðum
og ráðist var á tundurspillana
Greer og Kearney.
Scott Lucas senator sagði i
gær, að hér vær um nákvæm-
lega undirbúin áform Þjóðverja
að ræða, sem miðuðu að því að
skjóta Bandarikjamönnum
skelk í hringu, svo að þeir hætti
að senda skip sín út á höfin, en
það væri augljóst mál, að þetta
mundi hafa gagnstæð áhrif við
það, sem til væri ætlazt.
Nye, senator, sem er einn af
helztu mönnum einangrunar-
stefnumanna, sagði, að við þvi
mætti ekki húast, að gengið væri
að byssuhlaupunum, án þess að
afleiðingin yrði hardagar. Það
væri lika þetta, sem Roosevelt
og hans menn vildi, að þvi er
hezt yrði séð.
Conally, formaður utanrik-
isnefndar fulltrúadeildarinnar,
sagði, að árásarinnar á Reuben
James yrði að hefna.
Þjóðverjar lialda þvi fram,
að árásirnar á Greer og Kearney
hefði verið lieimilaðar að al-
þjóðalögum, þar sem herskipin
hefði verið í fylgd með skipa-
lestum, er á þau var ráðizt.
í staðinn fyrir láns- og
leigulaga aðstoð.
Japan Times Advertiser, sem
mælir fyrir munn utanríkis-
ráðuneytisins, segir, að Banda-
ríkin hafi enn tækifæri til þess
að stuðla að því, að styrjöldin
verði til lykta léidd, með því að
leggja fram friðartillögur.
Blaðið Kokumin krefst þess,
ÞJÓÐVERJAR SÖKKVA
FIMM SKIPUM.
Þjóðverjar tilkynnt í út-
varpi til Ameríku í morgun,
að þýzkir kafbátar hefði
sökkt fimm skipum, samtals
29.000 smálestir og valdið
skemmdum á f jórum skipum
samtals 25.000 smál.
Ekki var skýrt frá hvar
skipum þessum var sökkt
eða hvenær.
að japanska stjórnin hefji þeg-
ar samkomulagsumleitanir við
Rússa, til þess að fá lausn á öll-
um deilumálum, og enn fremur
beri að leiða „Kínadeiluna“ til
lykta þegar í stað.
Talsmaður japönsku stjórn-
arinnar, Ischi, sagði í gær við
þýzkan blaðamann, að vitanlega
hefði Japan áhyggjur af því, ef
Bandaríkin fengi afnot af Singa-
pore og öðrum flotastöðvum
Breta við Kyrrahaf. Ischi minnt-
is einnig á Hongkong i þessu
sambandi. Ischi neitaði að segja
noklcuð um ásakanir í garð
Bandaríkja, að þau hefði krafizt
flotastöðva í Kína.
Vatnavextir á
Rostowsvæðinu.
í fregnum frá Rússlandi i
gærkveldi segir, að miklir
vatnavextir séu á Rostowsvæð-
inu. Allar ár hafi flætt yfir
hakka sina og hafi vatnavext-
irnir hakað Þjóðverjum mikla
erfiðleika. Straumixrinn hefir
að sögn sópað með sér herflutn-
ingabílum Þjóðverja í hundr-
aðatali. Er talið, að stór svæði
verði ófær yfirferðar vegna
bleytu, þegar vatnavöxtunum
linnir.
1 hálfa stöng. —
Þegar mótmælaverkfallið var
háð í Frakklandi í gær og hvar-
vetna þar sem frjálsir Frakkar
eru saman komnir, voru flögg
dregin í hálfa stöng á öllum her-
skipum Breta og Grikkja i Al-
exandria. Milda furðu vakti, er
fánar voru einnig degnir i hálfa
stöng á frönsku herskipunum
sjö, sem kyrrsett eru i Alex-
andria. Kunnu menn vel að
meta, að frönsku sjóðliðarnir
skyldi þannig sýna samúð sina
með frönsku þjóðinni, vegna of-
sókna þeirra, sem hún á við að
búa.
Næturlæknar.
í nótt: Axel -Blöndal, Eiríks-
götu 31, sími 3951. Næturvörður
í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúð-
inni Iðunni.
Aðra nótt: Björgvin Finnsson,
Laufásvegi 11, sími 2415. Nætur-
vörður í Ingólfs apóteki 0g Lauga-
vegs apóteki.
Helgidagslæknir,
Daníel Fjeldsted, Laugaveg 79,
sími 3272.
Krefjast Bandaríkin
flotastödva í Kína?
Vaxandi áhyggjur Japana vegna samvinnu
Breta, Bandaríkjamanna og Kínverja.
Fregnir frá Tokio herma, að áhyggjur Japana sé hraðvax-
andi, vegna þess, að Bretar, Bandaríkjamenn og Kínverjar
hafi byrjað samkomulagsumleitanir um hernaðarbækistöðvar
við Kyrrahaf. Áður höfðu borizt fregnir um, að Bretar ætluðu
að leyfa Bandaríkjamönnum afnot allra sinna flug- og flota-
stöðva ef til styrjaldar kemur, meðal annars flotastöðvarinn-
ar í Singapore. Nú, eftir japönskum fregnum að dæma, eru
Kínverjar með í þessum samkomulagsumleitunum.
Vegna þessara mála og óvissunnar um hvernig samkomu-
lagsumleitunum Japana og Bandaríkjamanna reiðir af, búast
menn við, að Tojo forsætisráðherra taki skarpari afstöðu en
ella, er þingið kemur saman, og boði róttækar aðgerðir.
Eftir tilræðid við Laval og: Doat.
Mönnum er enn í fersku minni, þegar Poul Colette sýndi þeim
Laval og Deat banatilræði. Laval lifði af, sem menn muna.
Mynd þessi af Colette, er tekin rétt eftir tilræðið. Það er búið
að handsama Colette og sézt, hvernig einn mannanna heldur
á honum kyrkingartaki aftan frá. Auk þess rennur blóð úr öðr-
um augnakróknum niður andlitið. Mjmdin er send út frá Berlín.
Laugarnesskirk ja:
Báðgert að byrja að
itejpa 1 dag:.
Fé handbært til að Ij úka kirkjunni
að utan,
TjaÖ var byrjað fyrir nokkuru að grafa fvrir grunni
Laugarnesskirk ju og við búumst við, að byrjað
verði að vinna að steypunni á morgun,“ sagði síra
Garðar Svavarsson, sóknarprestur í Laugarnessókn,
þegar tíðindamaður Vísis spurði hann í gær, hvað liði
kirkjubyggingarmálum safnaðarins.
Gaf síra Garðar blaðinu þær upplýsingar, sem hér
fara á eftir.
„Hvar er kirkjunni ætlaður
staður?“ spurði tíðindamaður-
inn.
„Hún mun standa efst í
Kirkjubólstúni,“ svarar síra
Garðar, „þar sem hún mun sjást
vel, austan Laugarnessvegar.
Umhverfis kirkjuna er ætlunin
að komið verði upp skrúðgarði
og verði hann látinn vera eins
og þríhymingur í lögun. Verður
hann breiður efst, hjá kirkj-
unni, en mjókkar svo niður að
Laugarnessveginum og endar í
oddi við hann. Þarna er ætlunin
að rækta tré og blóm, koma fyrir
bekkjum — gera garðinn yfir-
leitt þannig, að hann verði sól-
skinsstaður safnaðarfólksins.“
„Hver er yfirsmiður ykkar?“
„Hann er Þorsteinn F. Einars-
son, húsasmíðameistari, en við
höfum ráðið Þorlákr Ófeigsson
til þess að hafa umsjón með
verkinu fyrir okkar hönd.“
„Hvað gerið þið ráð fyrir að
kirkjan muni kosta fullgerð og
hvað hafið þið mikið fé hand-
bært nú?“
„Um heiídarkostnaðinn er
auðvitað of snemmt að tala, en
eins og nú standa sákir höfum
við um 130.000 krónur hand-
bærar. Af þeim eru 67.000 kr.
framlag úr rikissjóði, þá hlut-
um við helming fjársins, sem
var í Afmælissjóði — en maður
einn hafði gefið 10.000 kr. í
liann til kirkjubyggingar og
lagt svo fyrir, að við ættum að
fá lielminginn — og því, sem þá
er ótalið höfum við safnað. Við
ráðgerum að þetta fé verði
nægilegt til þess að gera kirkju-
bygginguna foklielda og ljúka
henni að utan. En þá vantar
olckur peninga til þess að ljúka
kirkjunni að innan, svo að hægt
verði að opna hana. Við munum
á næstunni hefja fjársöfnun
innan safnaðarins i því augna-
miði að fá fé til að ljúka kirkj-
unni að innan.“
„Hvað tekur kirkjan marga?“
„Hún á að taka rúmlega 300
manns, en i kjallaranum von-
umst við til að fá góðan sal, sem
nota má til ýmsra safnaðar-
starfa. Var í fyrstu ætlunin að
liafa fundalierbergi undir kórn-
um, en svo var kirkjan hækkuð,
til þess að hægt væri að losna
við að sprengja grunninn og þá
lengist plássið, sem undir lienni
verður. Mun þar vonandi verða
salur, sem er 5X10 m.“
„Hvenær er ætlunin að kirkj-
an verði komin upp?“
„Við vonum, að búið verði að
steypa fyrir jól, ef veður verður
ekki þvi óliagstæðara, svo að
ekki verði hægt að vinna vegna
frosta. Annars verður haldið á-
I fram við verkið þangað til þvi
verður að fullu lokið.“
„Hvað er Laugarnessókn
mannmörg?“
„Sóknarbörnum hefir fjölg-
að mikið á þessu ári. I sóknina
bætast t. d. allir hinir nýju íbúar
Höfðahverfisins, en þar hefir
mikið verið byggt í sumar og
liaust, svo og það fólk, sem varð
að flytja úr Skerjafirðinum.
Um siðustu áramót voru i sókn-
inni um 3800 manns — gamal-
menni og börn meðtalin og ekki
einungis gjaldskyldir sóknar-
meðlimir — en nú má telja víst
að sóknarbörnin sé yfir 4000 að
tölu.“
„Hverjir eru í sóknarnefnd-
inni hjá ykkur?“
„Hana skipa þessir menn:
Jón Ólafsson bilaeftirlitsmaður.
Carl Olsen, stórkaupmaður,
Tryggvi Guðmundsson, bústjóri,
Kristján Þorgrímsson, bíl-
stjóri, og Emil Rokstad kaup-
maður. Allir þessir menn hafa
sýnt hinn mesta dugnað og á-
huga i starfi sínu og er mér mik-
il ánægja að hafa tækifæri til að
vinna með þeim að málefnum
safnaðarins.“
Að lokum skýrir síra Garðar
frá þvi, að tveir góðir safnaðar-
menn hafi gefið kirkjunni gjaf-
ir. Kristján Guðmundsson, for-
stjóri og eigandi Pipuverk-
smiðjimnar h.f., hefir gefið all-
ar steyptar pipur og frárennslis-
pípur, sem þörf verður fyrir við
kirkjuna. Kristján Isaksson,
bóndi í Fífuhvammi hefir gefið
alla möl, sem þarf til bygging-
arinnar.
Góð síldveiði á
Keflavíkurbáta
Fréttaritari Vísis í KeflaVík
símar blaðinu á þessa leið í
morgun:
I gær komu sex bátar m,eð
730 tunnur af síld og var sá afla-
hæsti með 180 tunnur. Mestur
hluti þessa afla var saltaður, þvi
að ishúsin í Keflavik eru því
sem næst full.
I dag eru allir bátar á sjó og
veður gott. Fregnir höfðu ekki
borizt af þeim, þegar fréttárit-
arinn símaði.
Skátar halda merki-
lega sýningu.
Á morgun kl. 2 V2 verður opn-
uð í Miðbæjarbarnaskótanum
merkileg sýning, sem skátafé-
lögin hér í Reykjavík gangast
fyrir.
Er þetta sýning á þeim fri-
stundastörfum, sem menn geta
unnið og vinna með litlum til-
kostnaði.
Aðgangur að þessari eftirtekt-
arverðu sýningu verður ókeypis
og mun standa aðeins þenna eina
dag.
Bæjarbúar ætti að veita þess-
ari sýningu eftirtekt. Skátar
sinna eingöngu þörfum málefn-
um.
milli
Austurbæjar og Vesturbæjar.
\
Á morgun fer fram hin árlega
skákkeppni milli Austurbæjar
og Vestiu'bæjar, hin 4. í röðinni.
Til þessa hafa leikar farið sVo,
að Vesturbær hefir ýmist unnið
(í 2. og 3 sinn.) eða gert jafn-
tefli (i 1. sinn), en nú mun Aust-
urbærinn líklegur til að verða
skæðari en nokkru sinni fyrr.
Meðal liklegra keppenda Aust-
urbæjar má nefna Ásmund Ás-
geirsson, Eggert Gilfer, Áma
Snævarr og Steingrim Guð-
mundsson, en hjá Vesturbæ
BaMur Möller, Einar Þorvalds-
son, Sturlu Pétursson og Brynj-
ólf Stefánsson.
Teflt verður á 10 borðum. —
Keppnin fer fram i Góðtempl-
arahúsinu og hefst kl. 1 e. h.