Vísir - 06.11.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 06.11.1941, Blaðsíða 1
 Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri 1 Blaðamenn Sfmi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 6. nóvember 1941. 253. tbl. Þjóðverjar herða ■ ■' ■■■ í1v>* y. . , l/ **> • 'S* sóknina til Moskvu- Rússar ætla, að þetta sé fkrslitatilrauni til þess að hertaka borgina. ElNKASKEYTI frá United Press. New York í morgun. Fregnir frá Kuibishev 1 gær hermdu, að Þjóðverj- ar hefði nú byrjað þriðju sóknarlotuna á víg- stöðvunum við Moskvu, og benti allt til, að hér væri um að ræða lokatilraun þeirra til þess að her- taka borgina áður en enn harðnar í veðri. Útvarpið í Moskvu skýrði frá því, að óvinaherinn hefði gert margar og ítrekaðar tilraunir til þess að ryðj- ast gegnum varnarbeltið í skriðdrekumi, en öllum til- raunum Þjóðverja í þessa átt var hrundið. Þrátt fyrir gífurlegt manntjón halda Þjóðverjar áfram áhlaupum sínum og flytja stöðugt nýtt varalið á vettvang. Lozovsky sagði í gær við blaðamenn, austur í Kuibishev, að Þjóðverjar sendi til Moskvuvígstöðvanna allt það varalið, sem þeir hafi í hernumdu löndunum, til þess að hertaka Moskvu fyrir 7. nóvember (föstudag). Hitler ætlaði sér að vísu að vera búinn að taka Moskvu fyrir löngu, en nú átti að gera lokahríð- ina og ná settu marki hvað sem tautaði og þótti 7. nóvember — byltingarafmælið — vel valinn dagur fyrir lokasigurinn. Loz- ovsky sagði, að þessi áform Þjóð.verja myndi misheppnast sem hin fyrri. Vitanlega, sagði Lozovsky, er orustan um Moskvu jafn mikilvæg hernaðarlega sem nokkuru sinni, en nú einnig stjórnmálalega. — Talið er, að Þjóðverjar hafi flutt 19 her- fylki til austurvígstöðvanna frá hernumdu löndunum einum. Það eru iloiíkurar líkur til, að i uppsiglingu sé milcil sólcn í lofti á austurvigstöðvunum. Að því er United Press hefir fregn- að liafa Bretar sent Rússum mikinn fjölda sprengjuflugvéla og orustuflugvéla undangengn- ar 6 vikur, og eru flugvélar þess- ar mannaðar brezkum flug- inönnum. Þegar búið er að efla aðstöðuna þannig lofthernaðar- lega á austurvígstöðvunum er búist við, að hafin verði mikil sókn í lofti. Hergögn «n ekki vélar. Fregnir fná Washington herma, að ýmsir helztu menn Bandaríkjanna leggi til, að Hússar fái engar vélar til her- gagnaframleiðslu frá Banda- i'íkjunum, því að ef þessar vél- ar kæmist í hendur Þjóðverja Væri ver farið en heima setið. Er því lagt til, að lögð verði á- herzla á, að senda Rússum sem hiest af fullgerðum hergögnum. Að því er United Press hefir ffegnað komust menn að þeirri hiðurstöðu á Moskvuráðstefn- ánni, að Bandaríkin yrði að láta Eússum í té hergögn og fleira fyi'ir 1500 til 2000 milljónir doll- í,ra árlega meðan styrjöldin stendur. Seinustu fregnir frá Moskvu Wma, að Þjóðverjum hafi ekki fekizt' að sækja neitt frekara f^am á miðvígstöðvunum, þrátt fyrir það, að Þjóðverjar halda ^Ham að senda þangað aukið Við Kalinin hafa Rússar ^ert áköf gagnáhlaup og við °lokoIamsk og Mozhaisk, l>ar sem skriðdrekaorustur hafa Ver‘ð háðar, varð Þjóðverjum ekkert ágengt. . Eióðverjar segjast sækja fram ^ breiðu belti á Krímskaga og 6rna til sjávar milli Feodosija ^ebastopol. Rússar segja, að n(lanhald þeirra til Sebastopol 20 SKIPAEIGENDUR SENDIR í FANGA- BÚÐIR 1 NOREGI. Tuttugu norskir skipaeig- endur hafa verið sendir i fangabúðir, vegna þess að þeir vildu ekki aðstoða Þjóð- ver ja til þess að ná yfirráðum yfir 11 norskum skipum, sem þeir eiga, og liggja ónotuð í sænskum höfnum. Sænskur dómstóll hefir nú til meðferðar kröfur, sem bornar hafa verið fram, að undirlagi Þjóðverja, um að norsk skip, sem kyrrsett eru í Svíþjóð, fái að fara til norskra hafna. I¥ýr bátur á sjo Kafbátntim Gato lileypt af stokkunum í New London i Connecticut, þar sem verið er að smíða 40 kafbáta fyrir Banda- ríkin. Báturinn kostaði 6 milljónir dollara. Fjöldahandtökur í Belgrad. hafi verið skipulegt. Búa Þjóð- verjar sig nú undir að hertaka Sebastopol, en Rússar búast til varnar. 1 hálfhring um Seba- stopol er virkjabelti og eru ystu virkin um 30 kílómetra frá borginni sjálfri. Engar fregnir hafa borizt um, að árásir séu byrjaðar á virkjabeltið. Á Tula- vígstöðvunum fyrir sunnan Moskvu eru horfurnar enn taldar ískyggilegar. Rússar skutu niður 27 flug- vélar fyrir Þjóðverjum í gær, í nánd við Moskvu, en 30 í fyrra- dag. Japönsku skipi sökkt við strendur Kóreu. Japanska stjórnin tilkynnir, að japanskt farþegaskip liafi 1 farist við strendur Kóreu. Margt farþega var á skipinu og er ekki kunnugt hversu morgum hefir verið bjargað. Mótmæli hafa verið send sovétstjórninni, þar sem talið er, að skipið hafi farist á rúss- nesku tundurdufli. Orustur háðar í nánd við borgina. Samkvæmt þýzkri tilkynn- ingu hafa fjöldahandtökur farið fram í Belgrad og verður fólk þetta haft i haldi sem gislar. — Ef elcki verður liætt skemmdar- verkum og árásum á þýzka her- menn verða gislarnir teknir af lífi. Serbneskir ættjarðarvinir láta hinsvegar ekki bugast og fregn- ir frá Tyrldandi herma, að or- ustur séu háðar í nánd við Bel- grad og hafi Þjóðverjar sent stórskotalið hersveitum sínum til styrktar. ROOSEVELT FLYTUR RÆÐU í KVÖLD. Fregn frá Washington hermir, að Roosevelt ávarpi Alþjóða verklýðsráðstefnuna í kvöld. Ræðunni verður útvarpað og er talið, að Roosevelt hafi mikilvægan boðskap . að flytja. Ræðan mun verða flutt um kl. 7 eftir íslenzkum tíma. I STUTTU MALI Stjórnarvöldin í Hollenzlcu Ausfur-Asíu hafa bannað bens- •ínflutning til Timoreyju, þar scm Japanir ætla að hafa enda- stöð fyrir póst- og farþegaflug- Aðalfundui* Ægis S^élíig'saiieMii liátfsi sett 134 met á 15 árnm. vélar, með levfi portúgalskra yfirvalda. Talsmaður kínversku stjórn- arinnar í Cllltilgking hefir kom- izt svo að orðí, að eltlföldasí væri fyrir Japani, að biðja Bandaríkjaflotann að vera á verði á hagsmunasvæði Japana í Austur-Asiu -— kröfurnar í Japan Times Advertiser væri í rauninni ekkert annað en sund- urliðuð, grímuklædd skýrsla um hvaða kröfum Bandarikin væri þegar búin að hafna. Roosevelt mun ræða við leigtoga dekokrataflokksins í dag. Búizt ér við, að umræðum um breyt- ingarnar á hlutleysislögunum verði lokið í dag. Clark senator liefir lagt til, að aðeins verði leyft að vopna kaupför að þessu sinni, eins og fulltrúadeildin hefir þegar samþykkt. Japanir eru enn að gera til- raunir til að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar. Eitt blaðið — Japan Times Advertiser — segir í dag, að Bandaríkin sé ekld sladdbundin til að styðja Kína ófram svo sem gert hafi veríð. Ólíklegt er, að Banda- ríkjastjórn taki þessa bendingu tíl greina. Bandaríkjaher hefii’ skilað aftur miklu af vélbyssum, sem ætlaðar voru í flugvélar, og skriðdrekabyssum allmörgum, lil frandeiðenda, vegna smíða- galla. Hin gölluðu hergögn eru að verðmæti 5 milljónir dollara. G-menn eða leynilögreglu- menn Bandaríkjastjórnar liafa handtekið 5 Japani, sem gerðu tilraun til þess að komast undir fölskum nöfnum í flotahöfnina Pearl Harbor iá Hawaii. Aðalfundur Sundfélagsins Ægis — hinn 15. í röðinni — var haldinn í gærkveldi. Áður en gengið var til stjórn- arkosninga gaf form., Eiríkur Magnússon, skýrslu um starf- semina á árinu. Afrek liafa ver- ið góð, enda þótt þau hafi eklti verið eins glæsileg og oft áður, en það stafar af því að Jónas Halldórsson hefir dregið sig í Idé, en hann liefir sett 52 met og vegna erfiðra aðstæðna gat Ingi Sveinsson ekki æfl sem skyldi, en hann hefir sett 16 met, og lolcs gat Logi Einarsson ekki tekið þátt i Sundmeistaramótinu vegna lasleika. Félagið vei’ður 15 ára 1. mai næstkomandi og hafa félags- rnenn sett 134 met á þeim tíma, eða til jafnaðar niu met á ári. í sambandi við afmæli félags- ins hvatti formaður félagsmenn til að æfa nú af enn meira kappi, til þess að gera afmælissund- mótið sem glæsilegast. Þá gat formaður þess, að nokkur breyting yrði ger á kennslu hjá félaginu. Stafar það af þvi, að Jón Pálsson, sem hefir verið stoð félagsins og stytta frá öndverðu, getur ekki mætt við kveldæfingarnar, en hann mun þó hafa allan veg og vanda af kennslunni. Er ekki )>\'yjð ttð ákveða hverjiy intlllU sjá Uffl kennsluna. Færðí formaður Jóni ajúðarþakkir félag&ins fyrir 15 ára starf í þágií þésS. Lagðir voru fram feikningar félagsins. Fjárhagur þess er góð- ur, félagið er skuldlaust, og má að mestu þakka það því, að Jón og aðrir kennarar hafa aldrei tekið neitt fyrir störf sín. Er lagðar höfðu verið fram, skýrslur ýmsra néfnda, var gengið til stjórnarkösnltlga. Ei» ríkttr Magnússon, sem verið hafði förmaður félagsins frá öndverðu, baðst undan endur- kosningu. Þakkáðí fundurinn honmn vel unnin Sförf. For- maðui’ var kosinn Þórður Guð- mundsson, sem verið hafði vara- formaður undanfarin ár. Úr stjórninni gengu: Ttieodór Guð- mundsson, Jón D. Jónsson og Logi Einarsson. Baðst Logi amd- an endurkosningii, en hinir voru endurkosnir, og til viðbótar í stjórnina voru kosnir þeir Ingi- bergur Sveinsson og Jón Ingi- marsson. Fyrir voru i stjórninni þeir Úlfar Þórðarson og Jón Ingimarsson. Þá var rætt um ýms áhugamál félagsins. ÍSLAND AÐ OPNA SENDI- SVEITARSKRIFSTOFUR f WASHINGTON. New York kl. 3 í dag. Fregnir frá Washington herma, að fsland sé að opna sendisveitarskrifstofur í Washington og er tekið fram, að fyrsti sendiherra fslands í Bandaríkjunum sé Thor Thors, sem að undanförnu hefir verið aðalræðismaður fslands í New York. Minnt er á samkomulag það, sem gert var milli fslands og Banda- ríkjanna um sendiherraskipti og sagt frá þvi, að MacVeagh, fyrsti sendiherra Bandaríkj- anna á íslandi, sé nú þangað kominn og fckinn til star.fa. * t ; Vísir átti tal við utanríkis- málaráðherra samstundis og spurði hann? í tilefni af fregn þessari, hvort búíð værí að opna sendisveitarskrifstof- umar, og kvað hanri ekki hafa borizt neitt skeyti frá Thor Thors um það, en skip- unarbréf hans hefði fyrir > nokkuru verið sent héðan og mundi sennilega komið eða úhi það bil að koma í hans hendur, og væri því líklegi, að sendisveitarskrifstofurnar væri um það bil að taka til starfa. Luigi Cherubini: Requiem í c-moli Hljómleikar Dómkirkjukórsins Dómkirkjukórinn flytur Requiem eftir Cherubini annað kvöld í Dómkirkjunni. Hefir kórinn undanfarið unnið af kappi að æfingum á þessu mikla verki. Tíðindamaður blaðsins hitti Pál ísólfsson söngstjóra kórsins að máli og bað hann að segja sér frá starfsemi hans. „Kórinn hefir æði mikið starf með höndum, þar sem um allan messusöng Dómkirkjunnar er að ræða; en kórinn hefir bætt á # sig mjög mikilli fyrirhöfn við æfingar á þessu Requiem, sem hanri nú syngur. Á þeim stutta tíma, sem eg liefi starfað við dómkirkjuna, höfum við haft á annað hundrað æfingar. Þessir tónleikar kórsins geta skoðast sem upphaf að aukinni tónleika- i starfsemi hans í framtíðinni. Verkefnin eru mikil framund- an, og áhugi kórsins mikill. Væri og ekki vanþörf á því, að auka tónleikastarfsemina og auðga hana, með því að flytja meira af andlegri tónlist. En á þvi sviði er af nógu að taka. Er hér um ó- metanlegt menningaratriði að ræða, þvi kirkjutónleikar, þar sem perlur kirkjulegrar tónlist- ar eru fram bornar, hafa göfg- andi áhrif á hvern, sem á hlýðir. Og sízt væri vanþörf á þvi hér í bæ, að efla andlega starfsemi, sem vægi upp á móti innantómi? og yfirborðslegu skemmtanalifi. Með þessu snilldarverki, sem, kórinn flytur, væri stefna kórs- ins mörkuð: að flytja úrvals verk kirkjulegra tónbókmennta, og fara þar að fordæmi kóranna við höfuðkirkjur annai’a menn- ingarlanda, sem flestir halda uppi slíkri meimingarstarf- semi.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.