Vísir - 06.11.1941, Blaðsíða 2
VISIR
'VÍSIF7
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugseon
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiosla: Hverfisgötu 12
(GengiS inn frá Ingólfsstrseti)
Símar 1 660 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Framsókn og
frjálsa leidin-
p RAMSÓKNARMENN mega
vera nxeira en lítið tornæm-
ir, ef þeir geta ekki lært ýmis-
legt af því, sem fram hefir kom-
ið síðustu vikurnar. Þeir liafa
löngum viljað halda því fram,
að innan Sjálfstæðisflokksins
væri hinn mesti Agreiningur.
Annarsvegar væru þeir, sem
ekki vildu hafa neitt samstarf
um, stjóm landsins, svokölluð
„óróleg deild“, tómir ófriðar-
seggir og áflogamenn. Hinsveg-
ar væru hin „ábyrgari öfl“,
menn, sem fyrir hvern mun
vildu að friður ríkti og sam-
vinna. Auðvitað átti öll gagn-
rýni að vera runnin frá hinni
„órólegu deild“.
Sannleikurinn í þessu máli er
sá, að enginn ágreiningur hefir
verið innan Sjálfstæðisflokksins
um það, að samstarf þyrfti að
vera um stjórn Iandsins. Hitt
kann að vera, að í upphafi liafi
menn verið misjafnlega trúaðir
á heilindi Framsóknarmanna,
og það liafi þá fallið meira i
hlut hinnar „órólegu deildar“
að benda á veilurnar í fari lienn-
ar. —
Þetta er allt saman liðin saga.
Það er erfitt að benda á þann
mann innan Sjálfstæðisflokks-
ins, sem hefir mikla trú á heil-
indum Framsóknar. Enda er
það játað af þeim, sem bjart-
sýnastir voru í þeim efnum við
upphaf samstarfsins, að þeir
hafi orðið fyrir vonbrigðum.
Vopnin standa nú á Fram-
sókn af hálfu Sjálfstæðisflokks-
ins. Og það er ekkert frekar hin
„órólega deild“, sem að þeim
sækir. Framsóknarmenn munu
játa, að Bjarni Benediktsson
borgarstjóri, Jón á Akri og Pét-
ur Ottesen séu þunghöggir, engu
síður en aðrir flokksmenn
þeirra. En það er vitanlegt, að
þessir þrír menn voru allir tald-
ir í „rólegu deildinni“, Jiegar
samstarfið hófst.
Framsókn ætti því að vera
komin að raun uin það, að Sjálf-
stæðisflokkurinn er ekki skiptur
í neinar deildir. Hann stendur
saman sem ein heild — „róleg“
eða „óróleg“, eftir því sem til-
efni gefast til.
„Leiflursókn“ sú, sem hafin
var, er Hermann Jónasson baðst
lausnar, hefir mistekist. Þær að-
farir eru slíkar, að allir sjálf-
stæðismenn, utan þings og inn-
an, fordæma Jiær einum rómi.
Hermann Jónasson færði þær
ástæður fram fyrir láusnar-
beiðni sinni, að samkomulag
hefði ekki fengizt um dýrtíðar-
málin. Hér hefir margsinnis ver-
ið frá þvi skýrt, að daginn fyrir
lausnarbeiðnina litu bæði Sjálf-
stæðisráðherrarnir og Stefán
Jóhanu svo á, að samkomulag
væri fengið um hina frjálsu leið.
Tíminn hefir til skamms tíma
ekki fengist til að játa þetta,
heldur farið í kringum það eins
og köttur um heitan graut. En
fyrir helgina var svo sorfið að
blaðinu, að ekki þótti lengur
stætt á því að þræta. Viðurkenn-
ing Tímans er á Jiessa leið:
„Ráðherrar Sjálfstæðisflokks-
ins töluðu fyrst um það í alvöru
að reyna frjálsu leiðina á ráð-
herrafundi 18. þ. m. Framsókn-
arráðherrarnir létu þá svo um
mælt, að ef það væri tryggt áður
en þingið færi heim, að frjálsa
leiðin næði sama árangri og lög-
festingin, mundu þeir geta sætt
sig við hana.“
Það sem komið hefir fram í
málinu, bendir allt til Jiess, að
frjálsa leiðin sé miklu liklegri
til árangurs, en hin lögfesta. I
þessu sambandi skiptir það
mestu máli, að stærstu verka-
lýðsfélögin á landinu hafa sam-
þykkt að segja ekki upp kaup-
samningum. Eftir að svo er
komið, er fallin langstei-kasta
röksemdin fyrir lögfestingunni.
Þar með er þannig sýnt, að ráð-
hprrar Sjálfstæðisflokksins sáu
rétt, er Jieir báru fram uppá-
stungu sína um hina frjálsu
leið.
Eftir því, sem mál þetta er
lengur á döfinni, þrengir meira
að Framsóknarflokknum, bæði
um málefnalega aðstöðu lians
og aðferðina, sem hann beitti til
að knýja vilja sinn fram. Það er
áreiðanlegt, að Framsóknar-
„aktiurnar“ hafa aldrei staðið
lægra í Sjálfstæðisflokknum..
a
finfrtl haíiriar
viiur i HuirfirOi
Grafvél Reykjavíkurhafnar
hefir undanfamar þrjár. vikur
verið að vinna fyrir vitamála-
stjómina í Hafnarfirði.
Vélin hefir unnið að upp-
mokstri og hefir mokað upp
16.500 teningsmetrum af möl,
sem flutt hefir verið í undir-
stöðu fyrir skjólgarðinn, sem
verið er að koma upp í Hafnar-
firði. Er verkinu lokið í dag.
Er Jietta einn áfangi á fram-
kvæmd verksins, að því er vita-
inálastjóri sagði blaðinu í morg-
un. Verður framkvæmd haldið
áfram í vetur.
líveikt á nýjnm
viísi
1 dag verður að líkindum
kveikt á nýjum vita á Amar-
stapa á Snæfellsnesi.
Viti Jiessi er lítill innsiglingar-
viti, byggður í haust. Hafa
Ijósatækin verið sett upp að und-
anförnu og verður sennilega
kveikt á Jieim í dag í fyrsta
skipti.
Skipstjórar strandferðaskip-
anna höfðu oft látið i ljós óskir
um að viti yrði settur upp þarna.
Skemmtifundur Nor-
ræna félagsins.
Skemmtfundur var haldinn í
Norræna félaginu í Oddfellow-
húsinu í gær, og var þar fjöl-
menni mikið saman komið.
Þegar formaður félagsins,
Stefán Jóh. Stefánsson, ráð-
herra, hafði boðið gesti vel-
komna, flutti Ulring, skipherra,
fróðlegt erindi um innrásina
í Noreg. Sagðist hann m.
a. telja, að Þjóðverjar hefði haft
á prjónunum áform um innrás
hér í október 1940, en hætt hefði
verið við hana, vegna þess, að
norski flotinn náði á vald sitt
veðurathuganaskipi, sem Þjóð-
verjar höfðu sent norður í höf.
Önnur atriði til skemmtunar
voru einsöngur Gunnars Páls-
sonar og upplestur Gunnars
Gunnarssonar, en Guðlaugur
Rósinkranz skýrði frá fyrirhug-
uðu jólahefti N. F.
50 ára
er í dag Marinus Buch, Njáls-
götu 52A.
Dr. Gunnl. Claessen:
Hnndafár og: uianna.
H undapest hefir gosið upp í
landinu, og hefir heldur en
ekki komið af stað uppnámi hjá
stjómarvöldum landsins. At-
vinnumálaráðuneytið lét það
bcð út ganga, að vægðarlaust
skyldi lógað öllum hundum á
suðvestur-kjálka landsins. Síðar
hefir eitthvað verið linað á þeirri
fyrirskipan.
Hver er ástæðan til, að svo
rösklega er brugðið við og fyrir-
skipaðar sóttvarnir, sem, munu
koma við kaun margra? Hvar
liggur fiskur undir steini? Svar-
ið er: loðdýrin — refir og mink-
ar. Lif Jieirra er talið í veði, ef
Jiau skyldu sýkjast af hundun-
uni, og Jiar með sú arðvænlega
atvinnugrein. Fróðir menn telja,
að pestin geti grandað Jieim
kvikindum, ekki síður en hund-
unum. Þarna er gróðavænleg at-
vinna í húfi, og því tekið fastari
tökum á sóttvörnunum en menn
eiga að venjast.
Er þáttur hpndanna Jiar með
úti? Stafar ekki önnur sjúk-
dómshætta af hundum, án þess
að Jiví sé mikill gaumur gefinn?
Jú, vissulega. En sá krankleiki
varðar ekki atvinnurekendur
frekar en aðra, og Jiví er farið
sér liægt í sóttvörnunum. — Hér
er átt við sullaveikina. ,
Tveir mannsaldrar eru liðnir
siðan Dr. Jón Finsen, Jiá héraðs-
læknir á Akureyri, og þróf. H.
Krabbe færðu sönnur á, að sulla-
veiki í mönnum og fénaði staf-
ar af sérstakri bandormstegund
í hundum (tænia echinococcus).
Ormurinn er ekki nema 5 milli-
metra langur, og hefst við í
hundsgörninni. Gangi ormurinn
eða egg hans niður áf hundin-
um, og berist í menn eða sauð-
fé, myndast sullur, og er það
annað lífsstig ormsins. Þetta
vita íslendingar ógn vel. Lækii-
arnir hafa margsagt það i ræðu
og riti. Mjög hefir verið brýnt
fyrir almenningi, að öruggt ráð
iil að útrýma sullaveiki sé að
korna i veg fyi-ir, að hundar ná'i
að hálna í sig sollin innyfli úr
sláturfé. Sé slitinn einn hlekkur
í Jiróunar-rás sulldýrsins, tor-
tímt einu tilverustigi bandorms-
ins, er um leið ráðið niðurlög-
um þessa hættulega snikjudýrs.
En Islendingar hafa dauf-
heyrzt við þessari aðvörun. Var-
úð við slátrun mun víða ærið á-
fátt, og má jafnvel sjá Jiess
merki á sjávarbakkanum í
Reykjavík, þar sem iðrum úr
sláturfé er fleygt á víðavang. Nái
nú áðvífandi hundur i solfna lif-
ur eða lungu, fær hann i sig
bandorm. En sá ormur kann að
verða mannsbani siðar, eins eða
fleiri.
Sullaveikin hefir að vísu rén-
að mjög hér á landi. Áður fyrr
var 7. hver maður talinn sulla-
veikur. Ennþá sýkjast menn Jió
af þessari veiki, þjást af henni
árum saman og missa stundum
lífið. I ársskýrslu Landspitalans
1940 getur próf. G. Thoroddsen
þess, að maður hafi verið skor-
inn þar upp vegna sullaveiki. En
skv. skýrslu próf. N. P. Dungal
fundust auk Jiess á s.l. ári í 3
skipti sullir við krufningar á
Landspítalanum. f síðustu Heil-
brigðisskýrslum, árið 1938, telja
læknar fram 24 sollna sjúklinga.
Það er J)vi síður en svo, að Jæssi
veiki sé kveðin niður. Menn
verða líka að hafa J>að hugfast,
að eigi allfáir liafa í sér sulli án
þess að það komi til greina í
framtali lækna.
Sullaveikin er algengust í lifr-
inni, en sullimir geta setzt að i
hvaða líffæri sem er. Nýlega lézt
maður hér í bænum af sullum i
mjaðmarbeinum.
Mikilli þjáningu mætti afstýra
ef Jæir, sem fást við slátrun,
gerðu skyldu sína, og eyddu
sollnum innyflum. Því sker ekki
heilbrigðisstjórnin upp herör á
hverju hausti fyrir sláturtíðina,
og gengur ríkt eftir, að heil-
brigðisnefndir og slíkir aðiljar
sinni sullvörnum?
Hér á árunum var komið á
hundabanni i Reykjavík með
samþykki bæjarstjórnar. Og
einstöku kauptún munu hafa
farið að dæmi höfuðstaðarins.
Sumlr litu á J>essa ráðstöfun sem
ofsókn á saklaus kvikindi. En
vitanlega var hér um sjúkdóms-
vörn að ræða og J>rifnaðaratriði.
Bannið hefir verið gagnleg á-
minning um liina sífelldu hættu,
sem vofir yfir. Að visu hefði
mátt framkvæma J>að með rík-
ari eftirgangssemi af hálfu lög-
reglunnar. Og betur hefði mátt
vera á verði gagnvart aðvifandi,
útjendum hundum. Það fer að
verða dýrkeypt þjóðinni að
daufheyrast við eindregnum
ráðum Magnúsar heitins Einars-
sonar, dýralæknis, að hleypa
engum útlendum skepnum hér á
land. Sauðfjárpestirnar hefðu
þá ekki gosið upp. Og vafalítið
slafar hundapestin, sem nú geis-
ar, frá útlendum rakka.
Svonefnd hundahreinsun fer
"WBBF rr - —VJ -
,f>’j-.
fram árlega. En allt er i óvissu
um gagnsemi hennar. Um J>að
vantar vísindalegar athuganir.
Einn héraðslæknir getur J>ess i
síðustu Heilbrigðisskýrslum, að
trassað sé að baða hundana eft-
ir á, og árangurinn er yfirleitt
111 jög vafasamur.
Of t er á J>að minnzt, að nær sé
að koma i veg fyrir sjúkdóma,
heldur en að reyna lækningar
með lyfjum eða skurðaðgerðum,
þegar í óefni er komið. Hér er
tækifærið: Komið i veg fyrir, að
hundar nái i sulli. Þá er band-
orminum útrýmt, og sullaveiki
um leið.
Það, sem ber að keppa að, er
að takmarka hundahald strang-
lega við nauðsynlega fjár-
hunda. Hafa vakandi auga á
slátrunarstöðvum. Og loks, láta
fara fram visindalega rannsókn
á gagnsemi (eða skaðsemi) svo-
nefndra hundalælcninga.
Vill ekki heilbrigðisstjórnin
rumska eins myndarlega út af
sullaveiki í mönnum eins og at-
vinnumálaráðuneytið gerði út af
pest í refum og minkum? Á ekki
mannfólkið jafngott skilið og
loðdýrin ?
P Ingibjörg H. Bjarnason |
skólastjóri Kvennaskólans i
Reykjavík í 35 ár, er borin til
hinstu hvíldar í dag. Æfistarfs
hennar, sem arftaka frú Þóru
Melsteð, stofnanda Kvennaskól-
ans, og starfa hennar sem al-
þingismanns mun verða ræki-
lega minnst á öðrum vettvangi
og af J>eim, sem vel eru að sér
um J>au mál. En J>að er ein grein
í Jiessum víðfeðma starfsmeiði,
sem við, fimleikakennarar og
íþróttavinir, við, sem meira og
minna höfuni lært til og helgað
starfskrafta okkar líkams-
menntun J>jóðarinnar, viljum
hér með minnast nokkuð, grein,
sem alltof mörgum er ókunnugt
um, því liún hefir falizt fleslra
sýn i hinni Jiykku laufkrónu.
Þessi grein er starf hennar fyrir
hina líkamlegu menntun þjóðar-
innar, fyrir íj>róttirnar, sérstak-
Iega leikfimina, leikfimiiðkun
kvenna.
Þeir, sem athugulir hafa ver-
ið, hljóta að hafa tekið eftir J>ví,
að Ingibjörg heitin lét nær ald-
rei niður falla leikfimikennslu í
skóla sínum, Jiött skólinn ætti
ekki — og eigi ekki enn — leik-
fimihús, og oft væri erfitt að fá
lmsnæði fyrir leikfimi skóla-
stúlknanna. Víðast annarsstaðar
var leikfimin látin sitja á hak-
anum og lítið gert til J>ess að
láta hana ekki niður falla, hvað
þá sitja fyrir öðrum námsgrein-
urn. Og ætið gætti hún J>ess vel,
að stúlkurnar stunduðu leikfim-
ina og að leikfiminni væri beitt
þannig, að hún kæmi stúlkun-
um að notum.
Fáir munu J>ó hafa gert sér
grein fyrir J>ví, á hvaða grund-
velli þessi hugur Ingibjargar
lieitinnar til likamsmenntunar-
innar byggðist og þessi þekking
hennar á leikfimikennslu. En
vel skiljanlegt mun J>að verða
öllum, er þeir fá að vita, að hún
var fyrsti lærði leikfimikennar-
inn íslenzki.
Eins og öllum er kunnugt, var
Ingibjörg heitin vel lærð kona,
J>ótt ekki gengi hún hinn svo-
kallaða „menntaveg“. Lærði
hún bæði innan lands og utan.
Á námsárum sínum í Danmörku
komst hún i kynni við Lings-
leikfimina, eins og hún var þá
iðkuð í Danmörku. Hefir hún
þá, — svo skynsöm og gjör-
hugul kona, sem hún var á
flesta lund, — Jiegar skilið hví-
líkur aflvaki leikfimin er, rétti-
lega notuð, og viðhald sesku-
fjöri. Þennan aflvaka, þessa
æskulind. vildi hún flytja heim
til Fróns ásamt öðru þvi, sem
hún hafði lært, og til framfara
mátti verða. Þess vegna bætti
hún J>vi á sig, að læra leikfimi-
kennslu, gekk i Paul Petersens
Institut í Kaupmannahöfn vet-
urna 1890—’92 og tók leikfimi-
kennarapróf þaéan.
Eftir að hún kom heim hing-
að, varð hún kennari við
Kvennaskólann í Reykjavík og
J>ar kenndi hún svo leikfimi, og
i Barnaskólanum, þar til Ingi-
björg heitin Brands (Guð-
brandsdóttir) tók við af henni
upp úr aldamótunum. — En
Ingibjörg heit. Bjarnason liafði
einmitt stult að því, að Jiessi
nafna hennar og færasti nem-
andi í leikfimi færi utan og
lærði, til þess að liægt væri að
auka að mun leikfimikennslu
við skólana hér.
Áður en Ingibjörg H. Bjarna-
son fór að kenna hér leikfimi,
hafði aðeins verið kennd leik-
fimi hér heima við einn skóla:
Latínuskólann i Reykjavik.
Fyrsti kennari þar var danskur
liðsforingi, sem aðeins kenndi
danska herleikfimi. Þegar hann
féll frá tók við kennslunni nem-
andi hans, stúdent, Ólafur RóS'-
enkranz (Ólafsson). Hann var
fyrsti Islendingur, sem kenndi
leikfimi, en var Jh> ekki lærður
leilvfimilcennari. Hann komst
fyrst utan á leikfiminámskeið
sumarið 1898.
Ingibjörg heitin Kvennaskóla-
stjóri var þannig fyrsti islenzki
leikfimikennarinn, eins og áður
er sagt, og missti aldrei sjón né
skilning á því, að líkami manns-
ins er göfugasta og fegursta
guðsmusterið á jörðunni, must-
erið, sem sálin býr í á jarðvist-
artíma sínum, musterið, sem
hverjum einasta manni ber
skylda til að halda sem hrein-
ustu og fegurstu, sem honurn er
unnt, ber að verja við saurgun
og óheilnæmi á alla lund, þvi —
að öðru jöfnu — býr „heilbrigð
sál i hraustum likama“ og fegri
sál, sem lengur helst ung.
Eitt af áhugamálum Ingi-
bjargar heit., áhugamál, sem til
varð snemma á ævi hennar,
hafði fest með árunum og var
orðið staðbundið eftir að
Kvennaskólinn loks hafði eign-
azt eigin hús og lóð, áhugamál,
sem til varð af J>ví, að hún hefir
litið á líkamsmenntunina frá
hinni fegrandi og göfgandi hlið
leikfiminnar, var J>að, að
Kvennaskólinn í Reykjavík eign-
aðist sitt eigið leikfimihús. Öll
við, sem unnum líkamsmenntun
og lítum á hana frá líkum sjón-
arhól og Ingibjörg H. Bjarna-
son gerði, —- hvort sem við er-
um aðeins áhugamenn, starf-
andi íþróttakennarar eða fyr-
verandi, getum stutt að J>vi að
þessihugsjón hennar rætist sem
fyrst, stutt að þvi með J>ví að
„leggja steina í húsið“ hennar.
Þannig munum við bezt geta
heiðrað minningu hennar á.
þann hátt, að henni þyki vænt
um.
Minnumst fyrsta íslenzka
leikfimikennarans: Ingibjargar
H. Bjarnason, skólastjóra, og.
þökkum henni starf hennar fyr-
ir J>etta og margt annað, sem
að þjóðarheill hefir stutt, með
J>ví, að hjálpa til J>ess, að Leik-
fimiliús Kvennaskólans í Rvík
komist upp!
Vegna ísl. ij>róttakennara.
\
St. Bj.
Tvö knattspyrnufélög
halda aðalfund.
Síðastliðinn föstudag var
haldinn aðalfundnr í Knatt-
spyrnufélaginu Haukar í Hafn-
arfirði.
Stjórnarkosning fór á J>essa
leið: Formaður var kosinn Guð?
sveinn Þorbjörnsson, ritari Sig-
urrós Oddgeirsdóttir, gjaldkeri
Jón Egilsson, fjármálaritari
Svavar Magnússon, varaformað-
ur Karl Auðunsson og Kristín
Þorvarðardóttir meðstjórnandi.
Var stjórnin öll endurkosin.
Endurskoðendur voru kosnir
Hermann Guðmundsson og
Kristinn Sigurjónsson.
Fjör er mikið í starfsemi fé-
lagsins og er fjárhagur þess á-
gætur. Æfingar eru byrjaðar
innanhúss og æfa þrír flokkar,
karlar, stúlkur og drengir, leik-
fimi og liandknattleik, undir
stjórn Baldurs Kristjónssonar.
Félagið hefir í hyggju að ráða
til sín kennara í knattspyrnu og
frjálsum iþróttum næsta sumar.
Aðalfundur Víkings var liald-
inn i fyrrakveld.
Guðjón Einarsson var kosinn
formaður, en meðstjórnendur
eru Sigurður Þórðai'son, Agnar
Lúðvíksson, IJaukur Eyjólfsson
og Þorlákur Þórðarson.
Ýmsir menn, sem voru í síð-
ustu stjórn, gáfu ekki lcost á sér
til endurkosningar.
Blóðsöfnunin;
Á 2. hundrað
sjálfboðaliða
komnir.
Hátt á annað/hundrað manna
hafa nú boðizt til að gefa blóð
vegna blóðsöfnunar Rauða
Kross Islands.
Þar af eru allir eða næstum
allir nemendur Stýrimannaskól-
ans, en J>eir eru um 60 að tölu.
Þá liafa allmargir slúdentar
boðizt til að gefa blóð. Auk J>ess-
ara námsmanna höfðu 80manns
gefið sig fram í morgun.
Þeir, sem ælla að gefa blóð
ættu að láta skrifstofu Rauða
Krossins í Mjólkurfélagshúsinu
vita. Hún er opin kl. 10—12 og
2—4.