Vísir - 12.11.1941, Blaðsíða 3

Vísir - 12.11.1941, Blaðsíða 3
ir VÍSIR DÓMKIRKJUKORINN. Requiem eftir Cherubini. Það var einhverju sinni á safnaðarfundi í Dómkirkjunni, fyrir meira en liálfum, öðrum áratug, að rætt var meðal ann- ars um hljómleikahald i kirkj- unni fyrir utan messur. Heyrð- ust þá raddir, sem töldu þetta vera fánýtar skemmtanir, guði miður þóknanlegar og með öllu ósamboðnar guðsliúsi. Kirkju- hljómleikar voru i augum þess- ara manna, eins og allir aðrir hljómleikar, ekkert annað en fánýt skemmtun fyrir fólkið, og i guðshúsi rnega menn ekki skemmta sér, því allar skemmt- anir eru af rótum hins illa. Þessum mönnum var með öllu ókunnugt um þá menningar- f jársjóði, sem fólgnir eru í liinni andlegu tónlist. Það þarf ekki að taka það frani, að þessar raddir voru fáar og voru kveðn- ar niður á fundinum, en slikar raddii* heyrast alltaf öðru hverju og hefir -stundum orðið mikið ágengt, sbr. Puritanism- ann i Englandi, sem átti mestan þátt i að kyrkja þann tónlistar- gróður, er þá var kominn vel á veg þar í landi. Hér á landi hefir kirkjan jafnan opnað góðri kirkjutónlist lilið sín. Með þessum hljómleikum, liefst nýtt tímahil i slarfssögu Dómkirkjukórsins. Er ætlunin að kórinn fIytji framvegis, svo oft sem við verður komið, and- lega tónlist fyrir almenning, fyi’ir utan messur. Það má ráða það af þessari byrjun, að dóm- kirkjuorganistinn, Páll ísólfs- son tónskáld, setur markið hátt, og hugsar sér að láta kórinn kynna almenningi liina liæiTÍ kirkjutónlist, og er það vel far- ið. Efast eg eldci um það, að mikið gott muni fljóta af þess- ari starfsemi lcórsins undir stjórn hins mikla orgelsnillings, þvi liann er einmitt liinn rétti maður á réttum stað sem dóm- kirkjuorganisti. Áður en söngurinn liófst lék Dr. von Urbantschitsch á orgel- ið Prælúdíu og fúgu i f-moll cftir Bach, djúpt og alvöru- þrungið verk. Hann spilaði verkið látlaust og fallega og forðaðist mikil afltök. Varð verkið’ í meðferð lians blitt og ljóðrænt, en í því er kvíði og tregi og spyrjandi liendingar, eins og höfundUrinn sé með ugg og ótta að spyrja um hin duldu rök mannlegs lífs. Dr. von Urb- antschitsch er fjölhæfur lista- Reglu- samup og duglegur maður, þarf helzt að geta ekið bil, getur fengið vinnu við benzínaf- greiðslu. Tilboð óskast merkt „457“, f\TÍr 17. þ. m. til afgr. blaðs- ms. Galvaniserað girði nýkomið. Járnvörudeild Jes Zimsen K.F.U.M og K. Bænavikan. Samkoma kl. 8y2 í lcvöld. Sr. Garðar Svav- arsson talar. Allir vellcomnir. maður. Við liöfum áður kynnzt lionum sem góðum söngstjóra og pianóleikara og nú kemur hann okkur á óvart sem snjall orgelleikari. Hann hefir verið tónlistarlífi okkar hinn nytsam- asti maður síðan hann kom hingað'. Requiem í c-moll eftir ítalska tónskáldið Luigi Cherubini (1760—1842) er mikið verk og fagurt. Eftir liann liggja nokkur kirkjutónverk og er þetta þeirra frægast, en annars var hann at- kvæðamikið óperutónskáld og þótti Beethoven mikið til hans koma. Eg get ekki stillt mig um að segja hér frá því, að þegar norska tónskáldið Grieg var drengur í harnaskóla, kom orð- ið Requiem fyrir í lexíunni einn daginn, en það þýðir dánar- messa eða sálumessa. Kennar- inn spurði þá börnin, livort þau könnuðust við nokkurt Requiem, og var þá Grieg fljótur til svars og gall við: Requiem eftir,Moz- art og Requiem eftir Cherub- ini. Eitt af fyrstu verkunum, sem Grieg lét uppfæra, eftir að hann var orðinn söngstjóri í Noregi, var einmitt þetta ítalska kirkjutónverk. Þetta verk er í orðsins bókstaflegu merkingu gullfallegt. Eg þekki ekkert orð, sem lýsir þvi eins vel og ein- mitt þetta eina orð, og er þá átt bæði við hljóma og linur. Sum- staðar er verkið mdkilfenglegt, eins og t. d. fyrri hlutinn af Dies irae o. fl. staðir i því. Þegar eg heyrði að Dómkirkjukórinn .væri að æfa þetta verk, þá fannst mér það ganga fifldirfsku næst,’ ]>ví kórinn er svo fáliðaður. En eg liuggaði mig við það, að Páll væri við stýrið, og þá væri öllu óhætt. í kórnum eru aðeins 20 manns, og er kórinn vitanlega nógu stór til að annast söng við venjulegar guðsþjónustur í kirkjunni, en hinsvegar alltof fáliðaður til að flytja'Stórverk, svo að ekki segi til sín. En þess- ir 20 söngmenn i kórnum eru hinsvegar allir orðnir söngvan- ir og hefir það mikið að segja, þegar um vandasöm verk er að ræða. Sópranraddirnar eru of þvingaðar þegar mikið reyn- ir á þær, altraddirnar hafa sig lítið í frammi, en skila sinu hlutverki vel, tenórarnir eru sennilega bezta röddin í kórnum, og bassinn hefir góðum kröftum á að skipa, en á honum er ekki nógu samfelldur hassblær. Runriu raddirnar vel saman i pí- anissimo og píanó, en á forte vildi brenna við, að raddirnar runnu ekki nógu vel saman ög heyrðust þá aðgreindar. Annars voru það aðallega tvær raddir i kórnum, ein sópranröddin og ein „bassaröddin“, sem skáru sig úr, svo var til lýta. Bak við uppfærslu slíks verks hlýtur að liggja geysimikil vinna, þvi enda þótt söngurinn hefði þurft að vera meira þjálf- aður, þá þarf svo mikið til þess að geta flutt verk sem þetta sómasamlega. Páll Isólfsson stjórnaði söngnum með öruggri hendi, festu og myndugleik, og á hann miklar þaklcir skilið fyi’- ir að hafa kynnt olckur þessa fögx-u tónsmið. Dr. von Urbant- schitsch lék undir á orgelið. Há- tiðablær var yfir öllum söngn- um og að öllu samanlögðu verð- ur að telja þessa uppfærslu einn þeirra tónlistarviðburða liér i bæ, sem verður að minnast fram yfir liðandi stund. Kirkjan var alveg full og kæm,i mér elcki á óvart, þótt eg sæi aftur mörg sömu andlitin í kii'kjunni á fimmtudaginn kem- ur, en þá verða tónleikarnir end- urteknir. B. A. JPOOOOOOOOOOOCÍSSOSÍOOÍSCOOOOOOOOKÍKÍOOÍSOÍÍOOOOOOOOOOOOOOOOC Þakka vinsenui og hlýjar kveðjur á sextíu ára af- X p mælisd'egi mínum. S ð Kristinn Sigurðsson. 8 i 5 KJOOOOQOOOOOOOOOOOOOeOOOOOOOOOOeOOOCOOOOOOOOOOOOOOOOOO Verkamenn óskast strax. Eftirvinna. Uppl. á Ásvallagötu 81. næstu daga til kl. 9 síðdegis. INGVAR KJARTANSSON. RIO-KAFFI FYRIRLIGGJANDI. Ólatar Gíslason & Co. hJ. SÍMI 1370. Pll llfllí í Hlt Séra Gunnar Benediktsson mun eiga hér öruggan les- endahóp, sem er stærri en flestra annara, sem skrifa bækur. Bækur hans seljast venjulega upp á mjög stutt- um tíma. Hér birtist eftir Gunnar skáldsaga, ástarsaga, sem gerist í Reykjavík í október og nóvember 1932, er hin pólitísku umbrot voru mjög áberandi í bænum. Allir vita að Gunnar er einn pennafærasti maður þessa lands, en nú sendir hann frá sér stærðar skáldsögu, ástarsögu, sem mun fara víða. JBókin koBtar kr. 10.50 og 14.00 Fáein Broadwooð-píanó til sölu. Hlj óðfæraliúsiö. S j ómaðurinn kemup út á morgun EFNI: Exdendii' sjómenn í Reykjavík, Nýr viti, Á miðjarðar- línunni, Skipbrotsmenn koma til Eyja, í beitufjöru í Hvalfirði fyrir 60 árum, Múrmansk, borgin, sem barist er um, Timbui’- maðurinn og sögurnar hans, Sjóorustui’nar við Krít, Norð- mannaljóð, Saga um kafai’a, Yor og haustróðrar fyrir 60 árum, Hið fordæmda slcip, Skjaldbökurnar, saga þeirra og lýsing, Æfintýri „Tregarthan Head“. — í heftinu er auk þess fjöldi smágreina, mynda o. s. frv. Söluböi-n komi kl. 9 í fyi'ramálið á Laugaveg 18. HÁ SÖLULAUN.- Verkamenn vantar okkur nú þegar. Eftir- vinna. Uppl. á lagernum lijá Sundhöllinni. Höjgaard & Schultz A.S. Verzlunarstörf Ung. reglusöm, ábyggileg stúlka óskast í séi’verzlun. Enskukunnátta æskileg. Til- boð, auðkennt: „A B“, sendist Vísi fyi’ir 14. nóv. ásarnt meðmælum um reglusemi og kaupkrþfu. §I«LINICiAB V milli Bretlands og Islands halda áfram, eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í föram. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist • • ’ í •• i . / • ' • I ■ ■ 1 . . : { í ; j M '• , \ ' ■ : . Culliford A Clark iaa. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Er með lausum íbúðum. Uppl. á skrifstofu Sameinaða. Broni Allskonar Bronsolía jvpmtiwr Dreng vantar okkur til léttra sendifex-ða fyrri hluta t lags. Þarf að hafa hjól. Dagblaðic Yfsip. 1871 14. nóvember 1941. StúdentaféL Reykjavíkur 70 ára afmælishóf félagsins verður ha Idið að Hótel Borg n. k. föstudag og hefst með borðhaldi kl. I1/? e. h. Verða þar flutt ávörp og ræður, sungimn einsöngur og að lokum dansað. Aðgöngumiðar að hófinu verða seldir stúdentum og gestum þeirra i dag og á morgun kl. 4-^-6 á afgreiðslu MorgunMaðsins. Stjórn Stúdentafélags Meybjavíkur. Píanettar tv.ær stærðir, nykomnir. liklega síðasta sending fyrir jól. Illjóðfærailirísið Maðurinn minn, HalldLóp Jónsson kaupmaður frá Yarmá, andaðist í morgun á heimili sínu, Hverílsgötu 90. Fyrir hönd aðstandenda. Jónína Þovsteinsdóttir. Hér með tilkynist vinum og vandamönmim, að sonur okkar og bróðir, Þórður Sigupdsson, Austurgötu 19 B, andaðist á St. Jósepsspítala i gæi’kveldi. Hafnarfirði, 12. nóv. 1941. Foreldrax og systkini.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.