Vísir - 28.11.1941, Síða 1

Vísir - 28.11.1941, Síða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 31. ár. Reykjavík, föstudaginn 28. nóvember 1941. Ritstjóri 1 1 Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjafdkeri Afgreiðsla J 5 línur 272 tbl. Bretar treysta sína við Tobruk Stóporustan á Rezeghsvæð- inu ekki byrjuö enn EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Mírkustu tíðindin frá Libyu í gær voru talin þau, að hersveitirnar frá Tobruk og hersveitir Ný- sjálendinga hafa sameinazt. Tobrukhersveit- irnar, sém útrásina gerðu, haf a sameinazt f remstu sveit- um meginhers bandamanna á Rezeghsvæðinu, og þar með væntanlega skotið loku fyrir, að Þjóðverjar geti komizt þarna undan vestur á bóginn. En sameiningin er ekki alger. Bretar leggja mikið kapp á, að alger sam- eining hersveita þeirra takist sem fyrst, svo að unnt verði að klekkja á öllum herflokkum Þjóðverja, sem enn eru hingað og þangað á þessu svæði. Þjóðverjar reyna hinsvegar að koma í veg fyrir þau áform Breta, að gera Tobruk að aðal-birgða- og bækistöð hersins, en að því væri Bretum hinn mesti styrkur, því að þeir gæti þá flutt allar birgðir til meginhersins sjóleiðis, en nú verður að flytja birgðir landleiðina — yfir 300 kíló metra frá endastöð járnbrautarinnar í Mersa Matruk. Þýzkar hersveitir uporæta smáskæruflokk. . 24.445 Indverskar hersveitir í Sidi Omar og þar í grend hafa treyst vel aðstöðu sína og hafa þær tekið marga fanga. Litlar likur eru nú til, að rskriðdrekarnir, sem tóku þátt i iandamæraárásinni, komist aft- ur til meginhersins þýzka. Það •er nu kunnugt orðið, að þýzku skriðdrekarnir ruddu sér braut gegnum gaddavísgirðingarnar á landamærunum, en þegar brezku skriðdrekarnir komu, iögðu þýzku skriðdrekarnir á flótta og dreifðust beggja meg- ín landamæranna. í Kairo er ját- að, að það kynni að hafa liaft alvarlegar afleiðingar, ef þessi árás hefði verið gerð áður en Bretar hófu sólcnina. Brezki flugherinn hefir alger yfirráð í lofti. Sikorski, forsætisráðherra Póllands, — yfirhershöfðingi pólska hersins, sagði í viðtali i Telieran í gær, að liann væri sannfærður um, að Bretar myndu sigra i viðureigninni í sandauðninni. Sikorski var fyrir skeminstu í Tobruk, til þess að heimsækja pólsku liersveitirnar þar. Sikorski er nú á leið til Rúss- lands. aðstöðu Óeirðir í Kaup- mannahöfn. Ðanir mótmæla undir- skrift andkommúnist- iska sáttmálans. Fregn frá New York herm- ir, að félagsskapurinn „Vinir frelsis Danmerkur“ hafi feng- 'ð áreiðanlegar upplýsingar um það, að það hafi vakið megna óánægju í Danmörku, er það varð kunnugt, að danska stjórnin hefði sent fulltrúa til Berlín til þess að undirskrifa hinn framlengda ndkommúnistiska sáttmála. Frá áreiðanlegustu einka- heimildum fékk félagið þær upplýsingar, að ólgan hefði yerið svo mikil í Kaupmanna- höfn, að þar hefði verið um stöðug uppþot að ræða allan daginn. '* Gondar fallin. Setuliðið gafst upp í gfser. Rómaborgarútvarpið til- kynnti í morgun, að setu- liðið í Gondar í Abessiníu hefði gefizt upp. Er þar með fallið sein- asta virki ítala í Abessiníu. Undanfarna daga hafa verið að berast fregnir, sem Ieiddu í Ijós, að hringurinn um Gondar var stöðugt að þrengjast, og í gær síðdegis bárust fregnir um, að hersveitir ítala við Gondar hefði neitað að framkvæma fyrirskipanir. Mótspyrna ítala í Abessiníu er jnú brotin á bak aftur. Italir hafa ekki getið sér mik- ið orð í þessari styrjöld, en varnar setuliðsins í Gondar mun lengi minnzt. Hefir það varizt vasklega við hin erfiðustu skilyrði. Frakkar stofoa íil Ibb ieröar lil iiess að ónvta iiaínbannsáforni Breia. Franska stjórnin hefir til- kynnt, að því er liermt er í skeyli frá fréttaritara United Press í Vichy, að hún hafi á- kveðið að stofna til flugferða í stórum stíl milli Dakar og Frönsku Guineu á suðvestur- strönd Afríku. Áformað er að flugvélarnar verði i reglubundn- um flugferðum fiá Dakar til Frönsku Guineu, þaðan til Fíla- beinsstrandarinnar og Daliom- eynýlendunnar og svo um Nig- erdalinn, Niamey og Gao aftur til Dakar. Áformað.er að nota Silcorski- flugvélar (Sikorski S 43). Flug- vélar þessar eru tvíhreyfla og geta lent hæði á sjó og landi. Eins og skemmst er að minn- ast, hafa Bretar hert eftirlitið með vöru- og hráefnaflutningi Frakka frá nýlendunum, þar sem sannað er, að mikið af hrá- efnunum fer til Þjóðverja og ítala. Voru nokkur frönsk skip á leið frá Madagaskar nýlega tekin og flutt til hafnar, og sann- aðist, að í lestum þeirra var leð- ur o. m. fl., sem Þjóðverja van- hagar mjög um, en franska stjórnin liafði lialdið þvi fram i mótmælaorðsendingu, sem hún sendi brezku stjórninni, að þau flytti aðeins matvæli handa Frökkum. Áformið með flugferðunum. er að flytja sem mest af hráefn- um frá nýlendunum í Afríku loflleiðis og vega þannig eftir föngum upp á inóti hafnbanns- ráðstöfunum Breta. á kjörskrá í Rvík. Þ. 25. janúar næstkomandi fara fram bæjarstjórnarkosn- ingar hér í Reykjavík. Aj kjörskrá, senj liggur frammi á skrifstofu bæjarins til 27. desember næstkomandi, eru samtals 24.445 manns. Kæru- frestur yfir kjörskránni er til 5. janúar næstkomandi. Það fólk, sem ekki hefir verið á kjörskrá áður hér í bænum, ætti að gera sér ferð til að at- huga hvort það er á kjör- skránni. Skrifstofur bæjarins eru opnar kl. 10—12 og 1—4 alla daga, nema laugardaga, þá ld. 10—12. Tveir Frakkar teknir aí lífi. Smáskæruflokkar halda stöðugt uppi árásum á Þjóð- verja flutningaleiðir þeirra, svo að þeir verða við og við að gera út flokka til að reyna að uppræta þá. Hér sjást þýzkir hermenn og skrið- dreki, sem eiga — ásamt fleir- um — að hreinsa til i skógi einum, þar sem rússneskur smáskæruflokkur hefir hafzt við. Áttræður. Sturla Jónsson kaupmaður. í dag er hann 80 ára gamall. Margir eldri Reykvíkingar kannast við Sturla Jónsson; þeir muna eftir „Sturlabúð“, þeir viðurkenna hinn slynga kaup- sýslumann. Þeir bera mikla virðingu fyrir hinum reglusama dugnaðarmanni. Leitun er á öðrum eins „Gentlemanni“, sem Sturlu. Beztu hamingjuóskir á 80 ára afmælinu. Þ. SEGJA BRETAR FINN- LANDI STRÍÐ Á HENDUR? Þeir, sem bezt skilyrði hafa til þess að fylgjast með á hærri stöðum í London, telja líklegt, að afleiðing þess, að Finnar gerðust aðilar að and- kommúnistiska sáttmálanum verði sú, að Bretar Verði við kröfu Rússa og segi Fin'num stríð á hendur, svo og Ung- verjum og Rúmenum. Ákvörðunum brezku stjórn- arinnar í þessum málum hef- ir verið frestað, meðan beðið er eftir árangri af tilraunum Bandarík jastjórnar til þess að fá Finna til þess að hætta að vera samherjar Þjóðverja í styrjöld gegn' Rússum, en svo virðist sem vonlaust sé orðið, að Bandaríkjastjórn ætli að verða nokkuð ágengt með að fá finnsku stjórnina til að breyta um stefnu. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.30 Islenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25 Hljómplötur: Harmóníkulög. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Glas læknir", eftir Hjalmar Söderberg, X (Þórarinn Guðnason keknirj. 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Lævirkjakvartettinn eftir Haydn. 21.15 Erindi Búnaðarfélagsins: Breyttir búskaparhættir (Stein- grímur Steinþórsson, búnaðarmála- stjóri). 21.35 Hljómplötur: Har- móníkulög. Roo§evelt ræcldi við Knrnsn og Momnra í ^ærkveldi. Horfurnar í Austur-Asíu ískyggilegri en nokkuru sinni. — Stendur innrás í Thai- land fyrir dyrum? EINKASKEYTI frá United Press. New York í morgun. Kurusu, sendiráðgjafi Japana, sem að undanförnu ■ hefir dvalizt í Washinífton, fór, ásamt Nomura, sendi-jJ herra, á fund Roosevelts forseta í gærkveldi. Var við-r. ræðufundurinn haldinn í Hvita húsinu og var Cordell' Hull, utanríkisráðherra, viðstaddur. : ?k Þegar þeir Kurusu og Nomura komu af fundinum heið þeirra fjöldi blaðamanna, sem leituðu fregna lijá þeim um það, sem . horið hafði á góma, en blaðmennirnir höfðu lílið upp úr jKÖiTp ■ annað en það, að viðræðurnar hefði farið mjög vinsamlega fram. — Cordell Hull dvaldist stundarfjórðung hjá forsetanum, eftir að Kurusu og Nomura voru farnir. í fregnum, sem bárust frá Austur-Asíu í gær kemur greini- lega fram, að horfurnar liafa aldrei verið ískyggilegri. Stöðugir fundir eru haldnir miíli hershöfðingja A-B-C-D- veldanna þar eystra og margs- konar viðbúnaður fer fram. — í Japan er allt búið undir alls- herjar hervæðingu, og Japanir auka stöðugt herafla sinn í Franska Indóldna, bæði í norð- ur- og suðurhluta landsins. Inn- rás i Thailand er talin standa fyrir dyrum. Siglingar frá Indókína til Frakklands og franslcra ný- lendna hafa stöðvast. Aðvörunum * hefir verið út- varpað til Thailendinga, þeim sagt, að vera við öllu húnir. I Washington ætla menn, að Bandaríkin liafi tilbúna áætlun, sem framkvæmd verður ef Jap- anir gera innrás í Thailand, m. a. um að senda skipalestir með hergögn og nauðsynjar til Burma, lianda Kínverjum og Thailendingum. Þessi áætlun fjallar um ráðstafanir yfirleitt vegna hins hreytta viðhorfs, sem skapast mundi vegna innrásar í Tliailand. — Bandaríkjn teru staðráðin í að iiafa samvinnu á- fram við ríkin sem berjast gegn ofheldinu. Horfurnar enn al- varlegrl, segir Pravda. i Blaðið Pravda segir í morg- un, að horfurnar sé enn mjög alvarlegar — og alvarlegri en nokkuru sinni áður, þar sem mikilvæg virki, samgönguleiðir o. s. frv. eru í yfirvofandi hættu. Þjóðvei-jar sækja fram við Klin, norðvestur af Moskva, en þar hafa þeir 11 herfylki og eru 6 þeirra vélaherfylki, en á milli Tula og Stalinogorsk, þar sem þjóðverjar einnig þokast á- fram, hafa þeir 3 skriðdreka- herfylki og 3 fótgönguliðsher- fylki. . .Seinustu fregnir herma, að j sókn Þjóðverja hafi verið stöðv- | uð fyrir vestan Stalinogorsk j (sem er ný iðnaðarborg). Rússneskir kafbátar hafa sökkt olíuflutningaskipi fyrir Þjóðverjum og 5 flutningaskip- um, sem fluttu hergögn og her- lið. Allir kafbátarnir komust undan, er verndarskip flutn- ingaskipanna reyndi að granda þeim. Tímarit iðnaðarmanna. Af því er nýútkomið 5. hefti. Þar er skýrt ítarlega frá iðnþing- inu síðasta o. m., m. fl. Næturlæknir. Gísli Pálsson, Laugavegi 15, simi 2714. Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. 'Aftökur ei'U byrjaðar á nýjan leik í Frakldandi. Fregn frá Vichy hermir, að þýzk yfirvöld liafi látið taka af lífi tvo Frakka í Nancy, af þvi að skotvopn fundust í fórum þeirra. Þrír grímuklæddir Frakkar gerðu tilraun þtliesasð gerðu tilraun til þess að sprengja í loft upp með dynamiti púður- verksmiðju nálægt Arras. Til- raunin mislieppnaðist. Utvarpsstöðin sendir með fullum krafti. í dag byrjaði hádegisútvarp 15 mínútum síðar, eða kl. 12,15, samkvæmt tilmælum frá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Er þetta gert vegna þess, live rafmagnsnotkun er mikil um aðalsuðutímann, s‘em er fyrir og um tólf, svo að takmarka verð- ur eftir mætti aðra rafmagns- notkun á sama tíma. Enda þótt útvarpið byrji 15 min. seinna en áður, mun fréttalestur hefjast á sama tima, eða kl. 12,25. Þá mun útvarpsstöðin byrja næstu daga að senda með 100 kílówöttum, eða fullum krafti. Hefir verið sent með miklu minni orku frá því að landið var hertekið, en nú verður þessi hreyting gerð, þvi að hún varð ólijákvæmileg þegar bylgju- lengdin var minnkuð í 1111 m. og loftnetið stytt. Gerði útvarp- ið það eingöngu með þvi skil- yrði, að það mætti auka orkuna, því að stöðin heyrðist mjög illa 1 fjarlægum sveitum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.