Vísir - 04.12.1941, Page 3
V 1 S I R
Torry Gredsted: ÞEGAR
DRENGUR YILL. -----------
Drengjasaga frá Korsiku.
-— Aðalsteinn SigmundsT
son þýddi. Utgefandi: ísa-
foldarprentsmiðja h.f. —
Reykjavík 1941.
Þetta er skemmtileg drengja-
saga, viðburðarík og rösklega
skrifuð. Hún segir frá tápmikl-
um sveini, 14 vetra gömlum.
Hann er danskur að ætt og
uppruna, vaskur og vel á sig
kominn og sannorður og lijarta-
hreinn, vel viti l)orinn, dulur í
skapi, getur verið liarður i horn
að taka, lætur ekki hlut sinn að
óreyndu. Hann * heitir Glenn
Ulmann og er á leiðinni til Kors-
iku, er sagan hefst. — „Fjöllin
þar eru þegar komin í ljós úti
við hafsbrún. Og þar mundi
pabbi lians taka á móti honum,
á hafnarbakkanum í Calvi.“
Faðir hans hafði verið dýra-
læknir í dönsku sveitaþorpi og
fjölskyldan ánægð með kjör
sín. En svo dynur ógæfan yfir.
Ulmann dýralæknir missir konu
sína, er liann unni hugástum.
Hann verður eirðarlaus og fer
úr landi. Og nú er hann seztur
Um kyrrt suður á Korsiku.
Hann var lcunnugur þar fi'á
fornu fari. „Og hér fann hánn
það, sem hann leitaði að: stórt
svæði óræktarlands, vaxið si-
grænu kjarri. Það var ....
slcammt frá litlu þorpi, er Gal-
eria nefnist“.----
Og nú hefjast kynni Glenns
litla og strákanna í þorpinu.
Þeir eru flestir illir viðslíiptis,
bráðlyndir, harðleiknir og hefni-
gjamir. Glenn stendur sig hið
bezta, en enginn má við margn-
um og stundum er hann ærið
hart leikinn. Fullorðnir menn
kynda heldur undir og espa
strákana. Þeim er illa við Ul-
mann dýralækni. Hann er at-
hafnamaður og í ]iann veginn
að hefja mikla ræktunarstarf-
semi. Þorpsbúum lízt ekki á
blikuna, þykir þetta tiltæki
í meira lagi varliugavert. Þeir
vilja fó að dunda við smá-rækt-
un sina í friði og ekki þurfa að
berjast við neina keppinauta.
Styrjöldin milli drengjanna
lieldur áfram. Ulmann dýra-
læknir þykist sjá fram á, að
Glenn litla verði ekki vært í
skóla þorpsbiia og tekur það
ráð, að fara með liann til
,, Ajaccio og ltoma honum í skóla
þar. Gengur nú allt vel um sinn.
Sessunautur Glenns i bekknum
heitir Pietro Sorba. Hann er
mannvænlegur sveinn, þung-
búinn, fölur og fár, talar ekki
orð við Glenn fyrsf í stað. Síðar
verða þeir trýggðavinir og er
fallega frá þvi sagt hvernig það
alvikast. Faðir hins þögla
sveins, Giovanni Sorba, er út-
lagi og verður að „fylgja kjarr-
inu“, eins og það er orðað. Gio-
vanni Sorba er merkilegur mað-
ur, góður drengur, hjálpsamur
og vinsæll, voldugastur allra út-
laga þar í sveit. Yfirvöldin hafa
lagt fé til höfuðs honuin og að
lokum tekst tveim mönnum úr
herlögreglunni að koma honum
i liel. Þá er lokið skólavist
Pietros Sorba. Það er lians að
hefna föður sins og hann ætlar
að gera það. Glenn segir sig þá
úr skóla og ákveður að eitt skuli
yfir þá báða ganga. Þegar hér er
komið deyr faðir hans með svip-
legum hætti.
Eg ætla ekki að rekja efni
sögunnar. Það er lærdómsríkt
og víða spennandi. í sögulok er
annar herlögreglumaðurinn,
annar föður-baninn, frá ráðinn.
Pietro Sorba hefir sent honum
bana-skeytið. Hinn skal fara
sömu leiðina. Drengirnir eru
orðnir „sekir við landsins lög“
og verða að „fylgja kjarrinu“.
Það borgar sig að lesa þessa
sögu. Og bráðlega mun von á
annari um útlegð drengjanna.
Þýðingin er liið bezta af hendi
leyst. —
Páll Steingrímsson.
Samtíðin,
desemberheftið, er komin út, og
er mjög fjölbreytt. Ritstjórinn rit-
ar grein, er hann nefnir: Sköpum
skáldum vorum lífsskilyrði. Einnig
er þar saga eftir hann. Séra Sigur-
björn Einarsson ritar grein, er snert-
ir „ástandið" á nýstárlegan hátt og
kallar hana Draum landsins. Guðm.
Friðjónssorí skrifar um kynni sín af
skyggnri konu. Þá svara 14 skáld
og rithöfunda'r spurningu tímarits-
ins: Hvað veitir bókmenntum lífs-
gildi. Mjög athygliverð er grein,
sem neínist: Stórmerk nýjung í
glergerð. Þá er viðtal við Jón Guð-
bjartsson um sjónarmið ungs Reyk-
víkings 1941, kvæði eftir Jón halta
og fjöldi smágreina.
Einn mesti stíl-
snillingur þessa
lands fyr og
síðar
Þórbergur
Þórðarson
Enn fást nokkur eintök af
sjálfsævisögu hans, 3 bindi,
í „luxus“-skinni.
Hvaða stétt, sem vinur vðar
er í, og hvaða skoðun, sem
ltann hefir, er ekki unnt að
gefa honum kærkomnari
jólagjöf, en þetta snilldar-
verk. — En nú er fresturinn
að verða úti. Fá eintök fást
enn i
Tíkingfspreot
Sími 2864.
(Verða afgreidd viku
fyrir jól).
rn
mrrrjrrTmt
Esja
Austur um land til Siglu-
fjarðar i byrjun næstu viku.
Vörumóltaka á morgun á
Reyðarfjörð og hafnir þar
fyrir norðan og fyrir hádegi
á laugardag á hafnir sunnan
Reyðarfjarðar. — Pantaðir
farseðlar óskast sóttir fyrir
liádegi á laugardag.
I^
Ný staidsett
4 cylindra Chevroletvél, með
gírkassa og ýmsum varahlut-
um úr 5 manna vagni og úr
4 cylindra vörubil (model
1928) til sölu á Bifreiðaverk-
stæðinu, Hverfisgötu 4.
Allt á saiiiii §tað.
Getx útvegað hinar ágætu Grayhound rafsuðuvélar og rafsuðu-
vír frá Ameriku. Hefi þegar selt margar slíkar vélór. Spyrjist
fyrir um verð. — Aðalumboð:
Egill VilhjáLlmsson.
Sími 1716 — 1717.
Veggfóður og
veggfóðurslim
jvpfuuwr
§I«LINCÍAR
milli Bretlands og íslands halda áfram,
eins og að undanförnu. Höfum 3—4
skip í förum. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
CuUiford «& Clark lw.
BRADLEYS CHAMBERS,
LONDON STREET, FLEETWOOD.
Krakkar
óskast til að bera út blöð um BRÆÐRABORGARSTÍG og
TJARNARGÖTU.
DACiBL AÐIÐ VÍSIR
Einbýlishús
óskast keypt. Þarf ekki að vera laust til íbúðar. Verðtilboð,
með uppl. um stað, sendist afgr. laðsins merkt: „Villa“.
b.s. Hekla
Sími 1515
Góðir bílar
Ábyggilegýafgreiðsla
Draumur um Ijósaland
Þessi siðasta bók
Þórunnar Magn-
úsdóttur hefir
fengið liinar á-
gætustu viðtökur
allsstaðar. I bók-
inni eru skemmti-
legar og spenn-
andi lýsingar á
margskonar fólki,
basli þess og bar-
áttu, gleði og un-
aði. — Bókin er
lifandi lýsing á
nútíma sveita-
heimilum, með
nútíma vélum, bíl-
um, síma og út-
varpi.
- - ' -uí *
Nokkur eintök af bókinni í vönduðu skinnbandi — tilvalin
jólagjöf — má panta í
V íkingfsprcnt
Garðastræti 17. — (Sími 7864).
Góður
bifreiðaritjóri
getur fengið atvinnu við að kevra góðan fólksbíl A.v.á.
Arabiskar
nætur
Æfintýri úr þÚNiiii«l ogr uiiini oott
Ein hin skemmtilegasta og snotrasta æfintýraútgáfa, sem
komið hefir út á íslenzku.
Tómas Guðmundsson og Páll Skulason erui þýðendur æfín-
týi-anna, en listamennirnir Eggert Laxdal og Tryggvi Magnus-
son hafa gert um 20 myndir, sem prýða bókrna.
Val æfintýranna er vandað.
Lengstu sögurnar eru: Aladdin og töfralamnipÍEm, Sagan af
Ali Baba og hinum fjörutíu ræningjum og Ferðir Sindbaðs.
Þetta er bók jafnt fyrir fullorðna og unclinga, því að, eins
og Tómas Guðmundsson segir:
*
Það endist þér eins lengi og þú lifir
hið ljúfa æfintýr.
Það lagði þér á tungu orð, sem yfir
þeim undramætti býr
að fella rúbinglit ó mýri og móa.
Þú mældir grýtta jörð við pálmaskóga_
Þvi töfraorðið það var æskan þin
og þú varst sjálfur lítill Aladdin.
Arabiskar nætur eru 236 blaðsíður að stærð og kosta aðeins
6 krónur vegna þess að bókin var prentuð áður en styrjöldin
skall á, en myndi annars kosta 14—16 krónur, raiðað við nýút-
komnar bækur.
Þau eintök, sem til eru við þessu verði, iást 1
Bókaverzlun KRON
Attetandendur.
Máðurinn minn og faðir okkar,
Gísli Pétur Jóhannesson
verður jarðsunginn föstudaginn 5. desember, frá heimili
sínu, Bræðraborgarstíg 19, klukkan 1 eftir hádegi.
Fríður Tómasdóttir,
Gunnar Gíslason, Ernst Gíslason, Oiga Gísladóttir.
Öllum þeim, er auðsýndu svo mikla samúð og hluttekn-
ingu í veikindum og við fráfall og jarðarför konu minnar
og móður okkar
Guðrúnar Eide
færum við okkar innilegustu þakkir.
Hans, Kristín og Ragsuheiður Eide.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu
við andlát og jarðarför mannsins mins,
Paul R. Olsen
Sérstaklega vil eg þakka bróðurhug og hjálpfýsi landa
lians, sem hér eru húsettir.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda.
Lilja B. Olsen.