Vísir - 08.12.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 08.12.1941, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). •> * 31. ár. Ritstjóri 1 Blaðamenn Síml: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 Ifnur Afgreiðsla •lapaii væémt á IHoiiolailn. Hanilla, Wake, kaasn. Hoiigkong1 og* lliailaiul. I Tokio er bnizt við striHsyfilrSýS' ing'u Þ|óðver|n á hendur l'. S. A innnn S4 klst. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. íðdegis í gær var birt tilkynning frá Hvíta hús- inu í Washington, sem vakti alheimsathygli þegar í stað. Hvarvetna varð mönnum þegar ljóst, að styrjöldin var nú orðin alheimsstyrjöld. Jap- an hafði gert fyrirvaralausa árás á Hawaii og skömmu síðar barst önnur tilkynning þess efnis, að fregn hefði líka borist um árás á Manilla á Filipseyjum. Það er sagt, að í fyrstu hafi menn vestra verið lostnir reiðarslagi, ekki vegna þess að Japanir hefði tekið stærsta skrefið á braut ofbeldisins til þessa og stærsta skrefið, sem þeir gátu tekið, og heldur ekki vegna þess, að menn óttuð- ust lokaúrslit þeirra átaka, sem hafin eru með hinni fyrirvaralausu árás Japana, heldur vegna þess óheyri- lega undirferlis og ódrengskapar, sem hér hefir átt sér stað, þar sem ljóst er, að þessi árás hefir verið fyrir- fram ákveðin og undirbúin meðan Namura og Kurusu sendiráðgjafi ræddu friðsamlega lausn deilumála Jap- ana og Bandaríkjanna við stjórnina í Washington. Það er jafnvel fullyrt, að fregnin um árásina hafi borizt meðan hinir japönsku ráðherrár voru í utanríkisráðu- neytinu að afhenda svar stjórnarinnar við greinargerð Cordells Hull á dögunum, og meðan Roosevelt forseti heið eftir svari við einkaboðskap, sem hann hafði sent Japanskeisara, til þess að gera úrslitatilraun til þess að miðla málum. í Washington kemur fram sú skoðun, að þéssi fyrirvaralausa árás hafi verið undirbúin í sam- ráði eða jafnvel samkvæmt beinni fyrirskipan Hitlers, <og að ekki sé við öðru að búast, en að afleiðingin verði þá og þegar, eftir að Bretar og Bandaríkin hafa sagt Jápan f ormlega stríð á hendur, styrjöld milli Bandaríkj- anna og Þýzkalands. í gærkveldi var sagt í amerísku útvarpi frá Washington, að afleiðingin yrði sennilega, að Bandaríkin segði Þýzkalandi stríð á hendur, og í morgun segir í brezkum fregnum, að búist sé við því, að Þýzkaland segi Bandaríkjunum stríð á hendur innan sólarhrings eða í síðasta lagi 48 klukkustunda. Það er ávalt svo, þegar mikil tíðindi gerast slík sem þessi, þegar ný styrjöld hefst, ný heljarátök, að ýmsar fregnir, sem berast í byrjun, eru næsta óáreiðanlegar. Og um ýmsar fregnir, sem borist hafa í kærkveldi, nótt og morgun er það að segja, að tekið er fram, að þær eru óstaðfestar. Fara hér á eftir í stuttu máli ýmsar fregnir, sem borizt hafa síðan í gærkveldi: Því var formlega Iýst yfir í Tokio, að styrjaldarástand væri ríkjandi milli Japan annarsvegar og Bretlands og Bandaríkj- anna. Mun þessi yfirlýsing hafa verið birt sem tilraun til þess að réttlæta hinar fyrirvaralausu árásir, sem vekja hina megn- ’ustu* fyrirlitningu hvarvetna, eins og þær eru til komnar. Samvinna kommúnista og Alþýðuflokksins á upp- siglingu. Fundur var haldinn í Dagsbrún t gær og var hann ,mjög fá- sóttur. Undir 200 manns sóttu fundinn og var hann því ekki ályktunarfær. Kosnir voru menn í uppstillingarnefnd og kjör- stjórn að nokkuru leyti, en félagsstjórn og trúnaðarráð, kjósa einnig í þessar stöður. Japanir sendu flotadeild, sem þeir höfðu við strendur Indó- kína suður fyrir Cambodia- höfða, syðsta höfða landsins, og var hún á ferð norðvestur og inn í Siamsflóa, eftir fregnum að dæma, sem bárust í gær. Ef fregnir þær reynast réttar, sem borizt hafa, hefir þessi flota- deild hafizt handa á Malakka- skaga, um Ieið og árásin var gerð á Pearl Harbour, og fregnir bárust þegar seint í gærkveldi um, að loftárás hefði verið gerð á Singapore, og orðið mikið tjón af. Tveimur beitiskipum hafði verið sökkt. Fregn þessi var birt af Columbia útvarpsfélaginu og var tekið fram, að hún væri ó- staðfest. Þá bárust fregnir um, að Japönum hafi,tekizt að setja lið á land norðarlega á Malakka- skaga, og væri nú háð hörð or- usta við lið þetta, en ekki kunn- ugt um úrslit. JHvort það voru flugvélar herskipa eða flugvélar Japana frá Indókína, sem árás- ina gerðu, er ekki kunnugt. — Þetta sýnir, ef rétt reynist, að Japanir gerðu áætlun sína þann- ig, að gera samtímis árásir á tvær helztu flotastöðvar Breta og Bandaríkjamanna við Kyrrahaf, til þess að valda þeim þegar í stað því tjóni, að þeir gæti ekki hindrað áform Japana. Enn verður ekki sagt með neinni vissu, hversu Japönum hefir orðið ágengt með - þetta, en vitanlega er ekki við öðru að búast, en and- stæðingar þeirra verði fyr- ir meira tjóni í byrjun en Japanir, vegna þess, að á- rásirnar voru gerðar þeim að óvörum, þótt þeir að vísu vissu, að Japanir höfðu illt í huga Það er þegar kunnugt, að hið mesta tjón hefir orðið í loftárás- unum á flotastöðvar U.S.A. Á Oahueyju biðu 104 menn bana, en yfir 300 særðust og miklir eldar komu upp. Á flugvelli við Honululu biðu 350 hermenn bana, en fjölda margir særð- ust, en um manntjón borgara eru ekki skýrslur fyrir hendi. 1 einni fregninni var sagl frá því, að 6 japanskar flugvélar hefðu verið skotnar niður, 4 é P kafbátum sökkt — og flugvéla- stöðvarskipi. Þá var sagt frá því í japönsk- um og amerískum útvarps- fregnum, að sjóorusta væri háð í vesturliluta Kyrraliaffc, og ættust þar við japönsk herskip annars vegar og brezk og am- erísk herskip hins vegar. I gær- lcveldi var sagt í fregnum frá Ameríku, að flugher og sjólier Bandarikjanna liefði yfirhönd- ina. Einnig bárust fregnir um, að japanskur kafbátur hefði sökkt amerísku herflutningaskipi. Skip þetta var 1300 sjómílur eða vel það vestur af San Fran- cisco, er því var sökkt. Þá varð annað skip fyrir tundurskeyti japanslcs kafbáts um 700 míl- ur vestur af San Francisco. — Loftárásir hafa verið gerðar á eyjuna Guam, og .Japanir liafa hertekið Wake-eyju, sem Banda- ríkjamenn eiga og hafa flugstöð á. Eyja þessi er lítil. © Japanir hafa gert innrás í Thailand og japönsk herskip hafa byrjað skothríð á Bangkok. Lcftárásir eru gerðar á borgina. Fregn þessi er staðfest. Hersveitir Japana, sem settar voru á land á Malajaskaga, eru á hröðu undanhaldi. Hudsonsprengjuflugvél hæfði með sprengju eitt skip Japana við strendur Malajaskagans, — það, sem var í fararbroddi, og annað til. Ný loftárás var gerð á Singa- pore í morgun. Japanir hófu árás á Hongkong í morgun. Loftrárásir hafa og verið gerðar á borgina. Hong- kong er ramlega víggirt og er þar ein mesta flotastöð Breta í Asíu. Óstaðfest fregn hermir, að Japanir hafi sett lið á land í Norður-Borneo og verið hraktir á brott. Japanir herða loftárásir á all- ar helztu bækistöðvar Breta og Bandaríkjamanna í Asíu. Roosevelt hefir tilkynnt, að búast verði við, að flotinn hafi beðið mikið tjón í árásinni á Pearl Harbor. Það er ekki staðfest, að Banda- ríkjaherskipinu Oklahoma hafi verið sökkt, en það varð fyrir sprengjum og kviknaði í því. Það er staðfest, að Hollenzka Austur-Asía og Kanada hafa sagt Japan stríð á hendur. Mexico og Suður-Ameríku- ríkin munu standa við hlið Bandaríkjanna. ÞJÓÐYERJAR HISSA. . .í Berlínarútvarpinu í morgun var látin í ljós undrun yfir á- rásunum og tekið fram, að þar sem Japan væri árásarríkið, væri Þjóðverjar og ítalir ekki skuldbundnir til að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn Banda- ríkjunum. Kommúnistar höfðu fyrir fundinn smalað sínum, mönn- um lil undirbúningsfundar og Percival hershöfðingi Breta í Singapore hefir skýrt frá því, að Japanir muni hafa náð öll- urn suðurhluta Thailands á sitt vald. Japanir réðust inn í lándið frá Franska Indolíina á mörg- um stöðum. Japanir vörpuðu sprengjum sínum á Singapore úr 17.000 feta hæð í fyrstu árásinni). Japanskt herlið hóf árás síná á Hongkong landsmegin frá í dögun. Setuliðið í Hongkong var viðbúið árásinni og var hver ntaður á sínum stað. Setuliðið er öruggt um, að takast muni að Brottflutningur fólks frá Honululu er byrjaður, bönkum lokað o. s. frv. Margir flýðu út höfðu því meirihluta, rúmlega 100 á fundinum. Kusu þeir sína rnenn og Felix Guðmundsson verja Hongkong. Sir Robert Brooke-Popham, vfirherforingi Breta í Austur- Asíu hefir gefið út dagskipan og segir í henni, að aðvaranirnar hafi verið nægar og hafi Bretar yerið viðbúnir árásinni. Bretar hafa fengið frjáls af- not alíra flugvalla í Hollensku Austur-Asíu. Wilhelmina Hollandsdrottn- ing flytur útvarpsræðu til allra þegna sinna kl. 18.45 (GMT). í Berlín og Rómaborg hefir ekk- ert verið sagt opinberlega um árásir Japana. í hæðirnar við borgina ög horfðu á loftbardagana þaðan. úr Alþýðuflokknum. Ennfremur komu þeir fram, með tillögur um samskot í sjúkrabifreiðir og önnur hjúlcr- unargögn handa Sovét-Rúss- landi og samúðarályktun með Eggerti Þorbjarnarsyni og Hall- • grími Hallgrímssyni út áf fang- elsisvist þeirra. Þá báru þeir fram áskorun til rikisstjórnar- innar um að gefa þeim upp sak- ir að fullu. Loks voru þeir með óánægjutillögu út af þvi, að verkamenn hefðu ekki sagt upp samningum og barizt fyrir grunnkaupshækkun. Tillögum þessum var vísað frá, enda voru þær óformlegar að öllu og vitanlega þvert ofan í vilja félagsmanna yfirleitt. Fá- menni fundarins stafaði einmitt af því, að félagsmenn töldu trún- aðarráð og félágsstjórn þegar hafa gengið vel frá aðalmálum félagsins um kaup og kjör, styrktarsjóðsstofnun og fjárhag félagsins yfirleitt. Er þá greini- légt, að kommúnistar eru líkir sjálfum sér um tillöguúög uþpi- yöðslur í félaginu, þó ’áð lín- urnar breytist nokkuð frá degi til dags. • Nýja „línan“ virðist hélzt sú, dð reyna enn að iiýju aö'ná sam- komulagi við Alþýðúflökkinn Um sovict-samvinmi á !fúridum og -við kosningar. ! Kosning í stjórn Dagsbrúriár og trúnaðarráð á fram að fara í janúar n. k. Kaíbátastyrkur Japana. Japanir standa betur að vígi en Bandaríkin, að minnsta kosti að einu leyti — þeir eiga miklu meira af stórum, nýtízku kaf- bátum. Á pappírnum eiga Bandarik- in um 100 kafbáta, en aðeins 40 þeirra eru til langferða. Hinir, sem voru allir byggðir árin 1914 —18, eða eftir þann tíma, eru alUr aðeins 800 smálestir og geta aðeins farið stuttar ferð- ir. Þegar þess er svo gætt, hversu miklar framfarir hafa orðið á neðansjávarbátum hin siðari ár, er jiessi floti Banda- ríkjanna mjög ófullnægjandi. Japönsku langferðakafbát- arnir, sem geta farið 15.000 míl- ur án þess að endurnýja elds- neytisforða sinn mundu aðal- lega verða látnir starfa á sigl- ingaleiðum við Filippseyjar og til Singapore. Þeir hafa bæki- stöðvar á Formosa, Hainan, í Indo-Kina og Saipan, Palau og Yap á Marian-eyjunum. Þessir kafbátar mundu vafalaust verða látnir hafa samvinnu við flug- vélar, eins og Þjóðverjar fara að og mundi það enn auka á liætt- ur þær, sem Bandaríkjunum stafar af þeim. Loks halda Japanir vafa- laust áfram að senda kafbáta sína til Hawaii og alla leið aust- ur að Kyrrahafsströnd Banda- ríkjanna. Þær árásir, sem þar verða gerðar, verða þó aðallega til þess að reyna að draga úr siðferðiskjarki Bandarikja- manna og til að' neyða þá til að liafa lierskip þar, en með þvi munu þeir veikja aðstöðu sína annarsstaðar. Síðustu fréttlr. Allnr saðnrblnti Thai- lands .á valdi Japana Stríðsyfirlýs- I ing í dag. Hervæðíng í U.S. 1 fregnum frá Bandarík.junum í gærkveldi var sagt, að Roosevelt forseti væri að undirbúa boðskap til þjóð- þingsins, sem þegar var kvatt saman til aukafundar. Ekki var talinn minnsti vafi á, að í boðskap þessum færi Roosevelt fram á, að þjóðþingið veitii lionum lieimild til þess að segja Japan stríð á hendur (til stríðs- yfirlýsingar þarf heimild þjóðþingsins). Og enginn yafi er, að hún verður samþykkt með yfirgnæfandi meiri hluta, ef ekki einróma. Jafnvel einangrunarpost- ularnir, hinir svæsnustu, svo sem Wheeler, segja, að nú verði Bandaríkin að segja Japan stríð á hendur þegar og ber ja þá sundur og saman. Roosevelt ræddi við yfirmeni hers og flota og alla helztu ráð- nauta sína í gærkveldi. Hann fyrirskipaði allsherjar liervæð- ingu og öllum sjóliðum, flugmönnum og öðrum var skipað til starfa sinna og allar hlustunarstöðvar á Kyrrahafsströnd voru marinaðar þegar í stað. Verkfallsmenn heimtuðu að fá að vinna og um öll Bandaríkin voru menn gripnir lirifningu og fögnuði, segir í sumum fregnum, yfir að fá tækifæri til þess að berja á Japönum fyrir hina óheyrilegu framkomu þeirra. Af öllum fregnum er ljóst, að með því að beita þessum aðferðum, hafa Japanir sameinað Bandaríkjaþjóðina, og Roosevelt hefir nú einliug þjóð að baki sér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.