Vísir - 08.12.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 08.12.1941, Blaðsíða 1
AUKABLAÐ Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla Sfmi: 1660 5 Ifnur 31. ár. Reykjavík, mánudaginn 8. desemberr 1941. 279. tbl. Styrjöld á Kyrraha.fi Japan ræð§t á lloiioliiln. tlaiiilia. Wake, truam, lloiigkoiig og: Tliailand. I Tokio er bnizt við stríðsyfirlýs- iu$»n Þjóðverija si hendur U.S.A. innan 24 klst. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. íðdegis í gær var birt tilkynning frá Hvíta hús- inu í Washington, sem vakti alheimsathygli þegar í stað. Hvarvetna varð mönnum þegar ljóst, að styrjöldin var nú orðin alheimsstyrjöld. Jap- an hafði gert fyrirvaralausa árás á Hawaii og skömmu síðar barst önnur tilkynning þess efnis, að fregn hefði líka borist um árás á ManiIIa á Filipseyjum. Það er sagt, að í fyrstu hafi menn vestra verið lostnir reiðarslagi, ekki vegna þess að Japanir hefði tekið stærsta skrefið á braut öfbeldisins til þessa og stærsta skrefið, sem þeir gátu tekið, og heldur ekki vegna þess, að menn óttuð- ust lokaúrslit þeirra átaka, sem hafin eru með hinni fyrirvaralausu árás Japana, heldur vegna þess óheyri- lega undirferlis og ódrengskapar, sem hér hefir átt sér stað, þar sem Ijóst er, að þessi árás hefir verið fyrir- fram ákveðin og undirbúin meðan Namura og Kurusu sendiráðgjafi ræddu friðsamlega lausn deilumála Jap- ana og Bandaríkjanna við stjórnina í Washington. Það er jafnvel fullyrt, að fregnin um árásina hafi borizt meðan hinir japönsku ráðherrar voru í utanríkisráðu- neytinu að afhenda svar stjórnarinnar við greinargerð Cordells Hull á dögunum, og meðan Roosevelt forseti beið eftir svari við einkaboðskap, sem hann hafði sent Japanskeisara, til þess að gera úrslitatilraun til þess að miðla málum. í Washington kemur fram sú skoðun, að þessi fyrirvaralausa árás hafi verið undirbúin í sam- ráði eða jafnvel samkvæmt beinni fyrirskipan Hitlers, og að ekki sé við öðru að búast, en að afleiðingin verði þá og þegar, eftir að Bretar og Bandaríkin hafa sagt Japan formlega stríð á hendur, styrjöld milli Bandaríkj- anna og Þýzkalands. í gærkveldi var sagt í amerísku útvarpi frá Washington, að afleiðingin yrði sennilega, að Bandaríkin segði Þýzkalandi stríð á hendur, og í morgun segir í brezkum fregnum, að búist sé við því, að Þýzkaland segi Bandaríkjunum stríð á hendur innan sólarhrings eða í síðasta lagi 48 klukkustunda. Það er ávalt svo, þegar mikil tíðindi gerast slík sem þessi, þegar ný styrjöld hefst, ný heljarátök, að ýmsar fregnir, sem berast í byrjun, eru næsta óáreiðanlegar. Og um ýmsar fregnir, sem borist hafa í kærkveldi, nótt og morgun er það að segja, að tekið er fram, að þær eru óstaðfestar. Fara hér á eftir í stuttu máli ýmsar fregnir, sem borizt hafa síðan í gærkveldi: Því var formlega lýst yfir í Tokio, að styrjaldarástand væri ríkjandi milli Japan annarsvegar og Bretlands og Bandaríkj- anna. Mun þessi yfirlýsing hafa verið birt sem tilraun til þess að réttlæta hinar fyrirvaralausu árásir, sem vekja hina megn- ustu fyrirlitningu hvarvetna, eins og þær eru til komnar. Japanir sendu flotadeild, sem þeir höfðu við strendur Indó- kína suður fyrir Cambodia- höfða, syðsta höfða landsins, og var hún á ferð norðvestur og inn í Siamsflóa, eftir fregnum að dæma, sem bárust í gær. Ef fregnir þær reynast réttar, sem bcrizt hafa, hefir þessi flota- deild hafizt handa á Malakka- skaga, um leið og árásin var gerð á Pearl Harbour, og fregnir bárust þegar seint í gærkveldi um, að loftárás hefði verið gerð á Singapore, og orðið mikið tjón af. Tveimur beitiskipum hafði ‘verið sökkt. Fregn þessi var birt af Columbia útvarpsfélaginu og var tekið fram, að hún væri ó- staðfest. Þá bárust fregnir um, að Japönum hafi tekizt að setja lið á land norðarlega á Malakka- skaga, og væri nú háð hörð or- usta við lið þetta, en ekki kunn- ugt um úrslit. Hvort það voru flugvélar herskipa eða flugvélar Japana frá Indókína, sem árás- ina gerðu, er ekki kunnugt. — Þetta sýnir, ef rétt reynist, að Japanir gerðu áætlun sína þann- ig, að gera samtímis árásir á tvær helztu flotastöðvar Breta og Bandaríkjamanna við Kyrrahaf, til þess að valda þeim þegar í stað því tjóni, að þeir gæti ekki hindrað áform Japana. Enn verður ekki sagt með neinni vissu, hversu Japönum hefir orðið ágengt með þetta, en vitanlega er ekki við öðru að búast, en and- stæðingar þeirra verði fyr- Japanir á Thailand. ir meira tjóni í byrjun en Japanir, Vegna þess, að á- rásirnar voru gerðar þeim að óvörum, þótt þeir að vísu vissu, að Japanir höfðu illt í huga Það er þegar kunnugt, að hið mesta tjón hefir orðið í loftárás- unum á flotastöðvar U.S.A. Á Oahueyju biðu 104 menn bana, en yfir 300 særðust og miklir eldar komu upp. Á flugvelli við Honululu biðu 350 hermenn bana, en fjölda margir særð- ust, en um manntjón borgara eru ekki skýrslur fyrir hendi. Þegar var búizt til varnar og bárust fregnir í gærkveldi um, að margar af flugvélum Jap- ana liefðu verið skotnar niður. Þá barst og frétt um, að sjó- orusta væri liáð undan Hono- lulu. 1 einni fregninni var sagt frá því, að 6 japanskar flugvélar hefðu verið skotnar niður, 4 kafbátum sökkt — og flugvéla- stöðvarskipi. Þá var sagt frá því í japönsk- um og amerískum útvarps- fregnum, að sjóorusta væri liáð í vesturhluta Kyrrahafs, og ætlust þar við japönsk herskip annars vegar og brezk og am- erísk lierskip liins vegar. í gær- kveldi var sagt í fregnum frá Ameríku, að flugher og sjóher Bandaríkjanna liefði yfirhönd- ina. Einnig bárust fregnir um, að japanskur kafbátur liefði sökkt amerísku herflutningaskipi. Steplien Early, einkafulltrúi Roosevelts, skýrði frá þessu í gærkvöldi og bætti þvi við, að lierlið liefði elcki verið á skipi þessu, eins og komið hefði fram í fregnum, lieldur mun það bafa verið með timburfarm. Skip þetta var 1300 sjómilur eða vel það vestur af San Fran- cisco, er því var sökkt. Þá varð ' annað skijj fyrir tundurskeyti japansks kafbáts um 700 míl- ur vestur af San Francisco. — Early kvað þetta tvímælalaust benda til þess, að japönskum kafbátum hefði verið dreift á þessar siglingaleiðir. Loftárásir liafa verið gerðar á eyjuna Guam og Japanir liafa hertekið Wake-eyju, sem Banda- ríkjamenn eiga og liafa flugstöð á. Eyja þessi er lítil. Hollenzka Austur-Asía og Costa Rica bafa sagt Japan stríð á hendur, segir í einni fregn, en vafasamt er þó, að þetta sé rétt, heldur mun líklegra, að stríðs- yfirlýsingar þeirra komi sam- timis með styrjaldaryfirlýsingu Breta og Bandaríkjamanna. { La*hío^ /Mandalaa sruíR mva. iKunminó I" -c\ H l \toa'o%Mö ■'ha'noO N A cahton' Nanning íl/ rtuiM .** -jj W tó"9 /I abin3'-, |/ính ' (mÚQN \ \ R£N C H 7 >TH,AILANO. \vanndk;^ourane ' 8ÁNGK0JÍ w’akse-.J h"\i Tonle * U § • í 8a“am§n9^°yW l|CHl NA "W *«*»*«* , AlorStanc v Soath China Sea ÍM^LAY AT H|Í|ipig!*Æ/ \) \ 5INGAPORS ’JM ■■ loa (SfíRflWflK («r) 30RNEO WeM) Stríðsyfirjýs- ing í dag. Hervæðing í U. S. I fregnum frá Bandaríkjunum í gærkveldi var ságt, að Roosevelt forseti væri að undirbúa boðskap til þjóð- þingsins, sem þegar var kvatt saman til aukafundar. Ekki var talinn minnsti vafi á, að i boðskap þessunl færi Roosevelt fram á, að þjóðþingið veitti honum heimild til þess að segja Japan strið á hendur (til stríðs- yfirlýsingar þarf iieimild þjóðþingsins). Og enginn vafi er, að hún verður samþykkt með yfirgnæfandi meiri Jiluta, ef ekki einróma. Jafnvel einangrunarpost- ularnir, hinir svæsnustu, svo sem Wheeler, segja, að nú verði Bandaríkin að segja Japan stríð á hendur þegar og berja þá sundur og saman. Roosevelt ræddi við yfirmenp hers og flota og alla helztu ráð- nauta sína í gærkveldi. Hann fyrirskipaði allsherjar hervæð- ingu og öllum sjóliðum, flugmönnum og öðrum var skipað til starfa sinna og allar lilustunarstöðvar á Kyrrahafsströnd voru mannaðar þegar í stað. Verkfallsmenn heimtuðu að fá að vinna og um öll Bandarikin voru menn gripnir hrifningu og fögnuði, segir í sumum fregnum, yfir að fá tækifæri til þess að berja á Japönum fyrir hina óheyrilegu framkomu þeirra. Af öllum fregnum er Ijóst, að með því að beita þessum aðferðum, liafa Japanir sameinað Bandarikjaþjóðina, og Roosevelt liefir nú einliug þjóð að baki sér. Útvarpið í Bandaríkjunum birti í alla nótt aðvaranir til verka- manna og annara, að vera vel á verði gegn hverskonar skemmd- arverkatilraunum. í San Francisco og San Diego voru Japanir handteknir og á Panamaskurðarsvæðinu . var fyrirskipað að handtaka alla Japani. Greinargerð Churchills. Brezka þingið kemur saman í dag: Winant, sendiherra Banda- ríkjanna í London, ræddi við Churchill i gærkveldi. í London var það-opinbert leyndarmál í gærkveldi, að Bretland mundi segja Japan stríð á hendur þeg- ar í dag. Brezka þingið Icemur saman í dag, báðar deild- ir, til þess að heyra grein- argerð Churcliills og taka ákvörðun í þessu máli. í sumum fregnum i gærkveldi var búizt við, að Bandaríkin og Bretland myndu sameiginlega segja Japan stríð á hendur, þegar eftir að fundi þjóðþings- ins i Wasliington er lokið. Berlínarfréttir* I Berlínarfregnum segir svo í morgun: Samkvæmt tilkynningu frá Tokyo hefir leiit í sjóorustu milli japanskra herskipa ann- ars vegar og brezkra og banda- ríkskra herskipa liins vegar á Vestur Kyrrahafi. Hefir jap- anska flotadeildin sökkt amer- íska orustuskiplnu West Virg- inia og skotið orustuski/jiði Oklahoma í bál. I Kína hafa .Tapanir tekið öll völd i alþjóðahverfinu í Shang- hai í sinar liendur og er lierlið þar á verði alls staðar. — Jap- anskt herlið liefir liafið sökir gegn Hong-kong. Japanskt herlið hefir liafið innrás i Tliailand. Japanskar flugvélar hafa gert loftáásir á Wake og Gu- am, auk Hawaii og Manilla. Brezkum fallbyssubáti liefir J verið sökkt í Kína og einn am- \ erískur tekinn i vörslu jap- j anska hersins. Nicaragua hefir sagt Japön- um strið á hendur. Þegar er Roosevelt hafði feng- j ið fregnir af hinum fyrirvara- Jausu árásum, gaf liann her og J flota fyrirskipun um að fram- j kvæma áður gefnar leyni-fyrir- skipanir. Forsetinn talaði við land- stjórann á Filipseyjum í gær- kveldi og eftir fregnum mjög seint í gærkveldi að dæma, er nokkur vafi á, að loftárás hafi verið gerð á Manila, en ný loft- árás var þá hafin á Honululu. Brottflutningur fólks frá Honululu er byrjaður, bönkum lokað o. s. frv. Margir flýðu út í hæðirnar við borgina og horfðu á loftbardagana þaðan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.