Vísir - 18.12.1941, Side 1

Vísir - 18.12.1941, Side 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson # Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S linur Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 18. desember 1941. 288. tbl. Þjóðverjar höría undan á allri víglínunnr Undaulialdið |áiað í tílkpminsn frá aðalbækistöð llitlcrs. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Itilkynningum Rússa í gærkveldi segir, að Rúss- ar hafi sótt fram hvarvetna á öllum vígstöðv- um í gær. Tóku Rússar tvær borgir í gær, norð- vestur og suður af Tula, Alexin og Sekinin, og f jölda þorpa. Einnig bárust fregnir um, að Þjóðverjar væri að hörfa brott af Mozhaisksvæðinu fyrir vestan Moskvu. Einnig eru þeir á undanhaldi á Kalininvígstöðvunum. Þjóðverjar játa nú undanhaldið, því að í tilkynningu frá aðalbækistöð Hitlers er það réttlætt með því, að her- inn verði að fá vetrarbækistöðvar og þess vegna ætli Þjóðverjar að búast til varnar á styttri víglínu. Bretar segja, að það sé sókn Rússa, samfara erfiðleikum vetr- arins, sem bitni miklu minna á Rússum, sem valdi því, að Þjóðverjar eru nú á undanhaldi hvarvetna, og er þegar farið að líkja undanhaldi þeirra við hrakfarir Napoleons á sinni tíð. Framsókn Rússa virðist vera mjög hröð sumstaðar, en ann- arsstaðar veita Þjóðv. öflugt viðnám, en láta þó undan síga. í fyrradag að eins náðu Rússar á sitt vald 90 þorpum á.miðvíg- stöðvunum. Pravda segir, að þess sjáist glögg merki í Kalinin, að Þjóðverjar hafi verið að búast þar um til langs tíma. Finnar jóta, að Rússar hafi nú meira lið en þeir á Svirvíg- stöðvunum milli Onega og Ladogavalns og á Kyrjálaeiði. Rúss- ar eru einnig í sökn á Nevavígstöðvunum allt suður að Svarta- hafi. Á Tulavigstöðvunum er framsókn Rússa svo hröð, að þeir hafa hertekið marga skriðdreka svo snarlega, að Þjóðverjar gátu ekkert viðnám veitt. Og nú reka Rússar flóttann — í jiýzk- um skriðdrekum, segir í rússneskri fregn. Rússar tilkynna, að sókninni sé haldið áfram, og liafi rúss- neskar hersveitir tekið fjölda marga hæi og þorp, svo sem Kalinin, Yysokoye, Novopetr- ovsk og Volovo. Framsóknin er hröðust á Tulavígstöðvunum. Oflog gagnsókn í þann veginn að by rja á Malakka Fregnir frá Singapore herma, að allar líkur bendi til, að Bretar séu í þann veginn að byr ja gagnsókn á Kedali- svæðinu. Er talið, að gagnsókn þessi muni verða í stór- um stil. Horfurnar voru sem hér segir á hinum ýmsu vígstöðvum Asíu í gærkveldi: LUZON. I herstjórnartilkynningunni frá ManiIIa í gær var frá þvi sagt, að Randarikjahersveitirn- ar og Filipseyingar hefði gotl vald á öUu. -Japanar liafa elcki enn verið hraktir frá Aspari, Vigari og Legaspi, en liefir ekki tekizt að sækja neitt fram, og Bandaríkjamenn eru farnir að gjalda þeim í sömu mynt i lofti og jafnvel hetur. Japanir liafa verið að draga að sér flugvélar á vesturströndinni, við Vigan, en amerískar landflugvélar gerðu árásir á flugstöð Japana þarna, skutu niður eina og eyði- lögðu að minnsta kosti 25 á jörðu niðri. Árásum var lialdið uppi á skip Japana. MALAKKASKAGINN. Japanir voru i gær aðeins 15 km. fyrir norðan Penang, sem, var talin i nokkurri hættu. — Brezkar og indverskar hersveit- ir, búnar nýtízku vopnum, hafa verið sendar til styrktar því liði Breta, sem verst þarna á vest- urströnd Malakkaskaga. Á austanverðum skaganum er framsókn Japana eklci eins alvarleg enn sem komið er, en þeir hafa fengið liðsauka, og er búist við, að þeir herði sókn- ina einnig þar. Brezkar flugvélar frá Singa- pore fóru í eftirlitsflug í gær yfir Malakkaskaga og viðar, en mættu engri mótspyrnu. HONGKONG. Japanir liafa gert Bretum, í Ilongkong orð á nýjan leik og krafist uppgjafar, en brezki setuliðsforinginn baðst undan að fá fleiri slíkar orðsendingar. Seinustu fregnir í gærkveldi hermdu, að Bretar hefðu valdið Japönum miklu tjóni með stór- skotahríð sinni og það hefði orð- ið þeim dýrkeypt að hertaka Kowloon-skagann. SUÐUR-KÍNA. Kínverjum hefir orðið nokk- uð ágengt i sókn sinni gegn Jap- önum við Canton og hafa Jap- anir orðið að fá liðsstyrk til þess að verja járnbrautina til Kowloon. BORNEO. Nýjar fregnir höfðu ekki bor- izt þaðan í gærkveldi. Áherzla er lögð á það i London, að svo var um linútana búið, að þeir fengu þar enga olíu, en sá virð- ist hafa verið tilgangurinn með innrásinni. MACAO. Því var opinberlega neitað i Lissabon í gærkveldi, að Japan- ðreytingar á flota- stjórn og herstjórn Bandarlkjanna. Fregn frá Washington í gær- kveldi hermir, að ýmsar breyt- ingar liafi verið gerðar á flota- og herstjórn Bandarikjanna. Iíimmel flolaforingi, yfir- maður Kyrrahafsflotans, lætur af störfum, og gegnir varaflota- foringi hans störfum í bili, en i stað Kimmels hefir verið skip- aður flotaforingi Chester V. Nimiz, sem starfað hefir í flota- málaráðuneýtinu í Washington. Hann mun leggja af stað til Pearl Harhour þá og þegar. Ný- ir menn liafa verið skipaðir yf- irmenn flughers og landhers á Sandvíkureyjum. Áður hafði verið tilkynnt, að Roosevelt forseti iriyndi bíða á- tekta, unz hann tæki ákvarðan- ir um breytingar á stjórn flot- aris o. s. frv., unz Iínox liefði gefið skýrslu sína að aflokinni ferðirini til Sandvíkureyja. F ulltrúadeild þjóðþingsins hefir samþykkt að veita Roose- velt forseta, sem er æðsti mað- ur landhers og sjóhers Banda- ríkjanna, aukið vald meðan styrjöldin stendur. Er þetta samskonar ráðstöfun og gert var í Heimsstyrjöldinni, og lief- ir Roosevelt nú sömu völd og' Wilson þá. UMSÁTURSÁSTAND í BRAZILÍU. Fregn frá Rio de Janeiro hermir, að forsetinn hafi lýst yfir umsátursástandi. Eru því herlög gengin í gildi. ítar- legar fregnir eru ekki enn fyrir hendi, en talið er að hér gé um öryggisráðstöfun að ræða, til þess að uppræta starfsemi 5. herdeildar- manna, njósnara og skemmd- arverkamanna. Herstjórnin í Hollenzku Aust- ur-Asíu tilkynnir, að barida- menn hafi hernumið austur- hluta Timoreyju, vegna þeirrar yfirvofandi hættu, að Japanir reyndi að ná þar fótfestu og koma sér þar upp kafbáta- og flugstöðvum. Portugal á vestur- hluta eyjunnar. Japariir fengu leyfi til þess hjá Portúgal fyrir nokkuru, að hafa flugstöð á Timoreyju, og vakti fregnin um það mikla athygli. Ef Jap- anir hefðu herflug\rélar á Timor ætti þeir tiltölulega skammt að fara til árása á Port Darwin í Ástralíu (450 enskar mílur) og með kafbátum sínum fengju þeir hina beztu aðstöðu til þess að herja á skip bandamanna. Timoreyja telst til Sunria- eyjanna. Eyjan er allstór, um 500 kílómetra löng, og allt að 100 ltm. á breidd. íbúatalan er upp undir 700.000. Engin mótspyrna var veitt gegn hernáminu, en stjórnar- völdin létu í ljós óánægju sína, og stjórnin í Portugal hefir á- kveðið að bera fram mótmæli. Bandamenn taka fi>am, að heraflirin verði fluttur á brott að stríðinu loknu. Hersveitir Rommels á hróðu undanhaldi. ir liefði liernumið eyjuna Macao í Kína, en hún er eign Portúgals- manna. HAWAII. Engar nýjar árásir hafa verið gerðar á Ilawaii eða aðrar Sand- víkureyjar, að því er fregnir seint í gærkveldi liermdu. Flotamálaráðuneyti Banda- ríkjanna tilkynnir, að japönsk herskip hafi skotið á eyjarnar Johnston Maui í Sandvikureyja- klasanum. Tvær loftárásir hafa verið gerðar á Wakeeyju. — Bandaríkjamenn verjast enn af miklu hugrekki á Wakeeyju og Midway-eyju, en á þessum eyj- um er lítill lierafli. I tilkynningu hermálaráðu- neytisins segir, að dregið hafi úr hernaðaraðgerðum óvinanna á Filipseyjum. Sé þar aðeins um staðbundnar hernaðaráðgerðir að ræða, þar sem óvinirnir hafa náð fótfestu. Bandarikjamenn á Luzon- eyju slcutu niður 12 japanskar flugvélar í árás, sem gerð var á Nichols flugvöllinn. Farþegaskip hefir rekizt á tundurdufl undan Manilla Bay á Filipseyjum. Um 500 manns af 800, sem á skipinu voru, drulcknuðu. Mótspyrnan lirotin á bak aftur. Seinustu fregnir frá Kairo herma, að hersveitir Rommels séu á hröðu undanhaldi og lítur út fyrir, að mótspyrria Þjóð- verja og ítala sé brotin á bak aftur. Undangengna . 5 daga hafa verið háðir harðir bardagar suð- vestur af Gazala, og gerðu Þjóð- verjar tvö öflug gagnáhlaup, en þeim var báðum hrundið. Það voru Indverjar, sem báru hita og þunga dagsins í þessum bar- dögum, og fer hið mesta orð af fræknleik þeirra. Iridverjar sóttu fram þrátt fyrir áhlaup Þjóð- verja og Itala, sem nutu stuðn- ings skriðdreka og steypiflug- véla. Um 8000 þýzkir og ítalskir fangar eru komnir til Alexand- ria, þar af um 3000 þýzkir. . SANDSTORMAR I LIBYU TEFJA SÓKN RITCHIE. 40 fallbyssur teknar. I tillíynningum i gær og síðlla í gærkveldi var sagt, að miklir sandstormar hefði tafið sókn bandamanna i Libyu, en þó hefði verið haldið áfram að sækja vestur á bóginn. Fyrir vestan Tobruk náðu Bretar 40 fallbyssum og loftvarnabyssum. Flugher bandamanna hafði sig nokkuð í frammi, þrátt fyrir óhentug skilyrði. Bretar tefla stöðugt fram meira liði gegn hersveitum Rommels, sem nú virðist ekki eiga annars úrkost en að berjast til þrautar þar sem hann er kominn. Hjálmar G. Björnsson. Hjálmar Björnsson, heill mun boða hirigaðkbma þín. Mæti þér í morgunroða móður jarðár sýn. Ei skaí kvartað, þót.t oss þvki þröngt um vora strönd. ísland skín i bjarmabliki blátt og hvítt við sjónarrönd. Ei er loginn ævintýra orðin fölskvuð glóð. Fellur ei á skjöídinn skíra skuggi af neinni þjóð. Til vor ljóssins svanir sveigja. Senn eru komin jól. Draumur vor og óskir eygja, undralandið móti sól. Glæsti hlynur Islands ættar, Island fagnar þér. Um þig kveð.jur þúsund-þættar þöglar fylk.ja sér. Fylgir stöku fagnaðs-hl jóðri falslaust handaband. Studdur ættargiftu góðri, galdc þú, bróðir heill á land. Jón Magnússon. Tiðtal við Iljálmar G. Björns§on: Liðlega 20 millj. dollara varið til fiskkaupa. Tíðindamaður Vísis náði sem snöggvast tali af Hjálmari Björnssyni, sem hingað hefir verið sendur af hálfuBanda- ríkjastjórnar til að sjá um fiskkaup handa Bretum fyrir reikn- ing Bandaríkjanna. Hvernig gekk ferðin? spurði tíðindamaðurinn fyrst. —- Við vorum 14 daga á leið- inni og lirepptum vont veður og stórsjó. Fór skipið stundum 45 milur en stundum aðeins átta. Við töfðumst auk þess þrjá daga á leiðinni meðan við vorum að leita að norsku skipi, sem sent hafði út neyðarmerki. Við fund- um það eklci, því að hrezkt skip mun liafa orðið fyrra til. — I hverju verður starf þitl aðallega fólgið? — Eg mun sjiá um kaup á fiski þeim, sem til Englands fer liéð- an, en andvirði hans verður lagt á reikning í banka i New York. Er ætlunin að verja liðlega 20 milljónum dollara til að kaupa fisk þangað til samningstima- bilið er á enda. Annars get eg ekki sagt neitt að ráði um störf mín ennþá. — Verða nokkrar hömlur á þvi að við fáum að nota þessa dollara? — Eg veit ekki annað en að þið raðið alveg yfir þeim einir. — Taka Bandarikin að sér þær innstæður, sem við eigum í Bretlandi? — Samningurinn, sem gerð- ur hefir verið milli Islands, Bandaríkjanna og Bretlands, gekk í gildi þ. 27. nóvember, en snertir ekki þær innstæður, sem ísland átti þá í Bretlandi. — Hvað verður þú hér lengi? — Eg verð hér um óálcveðinn tíma. Eftir þetta berst talið að ýmsu, svo sem hvernig Hjálm- ari lítist á landið við fyrstu sýn. Kveðst liann að visu liafa séð lítið ennþá, en sér hafi litizt vel á það, sem hann bafi þegar get- að komið auga á. Hjálmar er fæddur 18. marz 1904. Var hann blaðamaður fyrst, ritstjóri Minneota Mascot og síðar meðritstjóri Minne- apolis Ti-ibune. Eftir það vai'ð hann ritari hjá Shipstead, öld- ungadeildarþingmanni, alda- vini Gunnars Björnssonar, en gekk loks i þjónustú landbún- aðarráðuneytisins i Washing- ton og er enn starfsmaður þess. Hjálmar er kvæntur Ellu Jonasson, sem er fædd í Ed- montón i Kanada, islenzk í báð- ar ættir. Hún er ættuð úr Straumfirði. Vonast Hjálmar til að hún komi liingað siðar i vetur. Lokunartími verzlana fyrir jólin. Verzlanir í bænum verða opri- ar tvö kvöld til miðnættis nú fyrir jólin, eins og venja er. Á laugardagskveld verður op- ið til kl. 12 og aftur á Þorláks- messu, sem er á þriðjudag að þessu sinni. Enda þótt verzlanir verði opn- ar svo lengi þessi tvö kveld, ætti fólk að kappkosta að gera inn- kaup sín tímanlega, enda kemur það sér bezt fyrir alla aðila. i --------—----------------- Mæðrastyrksnefndin. Munið jólasöfnun Mæ'Örastyrks- nefndar. Skrifstofan er opin kl. 2 —6 í Þingholtsstræti 18.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.