Vísir - 14.02.1942, Side 1
<
!
Ritstjóri:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjórl 1
Blaðamenn Sfml:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri S Ifnur
Afgreiðsla
r
32. ár.
Reykjavík, laugardaginn 14. febrúar 1942.
15. tbl.
Bandaríkjaherlið
• ‘ *v-»
komið til Java.
Átökin nm SingapoiT síharðnandi.
Japanar játa, að Bretar verjist vasklega.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun
VIÐ heimskunna blað, New York Times, birtir
þá fregn í morgun, að Bandaríkjahersveitir
séu komnar til eynnar Java, þar sem Hollend-
ingar í Austur-Indíum hafa aðal-herafla sinn. Er þar
aðalbækistöð Sir Archibalds Wavells, yfirhershöfð-
ingja, sennilega í eða skammt frá Sourabaya — hinni
miklu flotastöð Hollendinga. Bandamenn hafa þegar
mikinn herafla á Java, m. a. eru þar ástralskar hersveit-
ir, enda er að kalla eins þýðingarmikið fyrir Ástralíu
að verja Java sem sitt eigið land. Eins og kunnugt er
hafa Bartdaríkjamenn haft fluglið á Java um nokkurt
skeið, m. a. fljúgandi virki.
Það er ekki sízt mikilvægt nú, að Bandaríkjamenn hafa
einmitt nú sent fyrstu hersvejtirnar til Java. Mun það hafa
stórkostleg hvatningar-áhrif í hollenzku Austur-Indíum og á
Java, þar sem mjög litlar líkur eru til, að bandamenn geti
varizt á Singapore til lengdar. Og að átökunum þar loknum,
má búast við, að Japanar freisti að gera innrás á Sumatra og
,Java.
Um leið og þær fregnir berast,
að Bandaríkjalierlið sé komið til
Java, herast fregnir um, að kín-
verskar úrvalshersveitir komi
daglega til Birma. Er endalaus
straumur kinverskra hersveita
á leið suður á bóginn eftir
Birmabrautinni, lífæð Kína sem
stendur, enida berast nú og
fregnir um síharðnandi átök á
Salweenvígstöðvunum. Má gera
ráð fyi'ir, að stórorustur hefjist
bráðlega i Suðui-Birma. Það er
Ijóst, að sókn af hálfu banda-
manna er á uppsiglingu, en
spurningin er, hvort Japönum
tekst að ti-eysta aðstöðu sína í
tæka tíð, með þvi að sigra lier-
sveitir McArthui-s á Filipseyj-
um, og ná eyjunum algerlega á
sitt vald og með því að hrjóta
alla mótspyi'nu handamanná á
'Singaporeey á bak aftur.
A FILIPSEYJUM
verst McArthur enn af fá-
dæma lireysti og símar frétta-
ritari United Press, sem farið
liefir til vígstöðvanna þar, að
aðstaða hers hans sé sterkari nú
en er hann hjóst til varnar.
Bandarikjamenn halda enn
Corregidor, eyvirkinu fr^ega í
Mannilluflóa, og liafa Japanir
þvi enn ekki not flotahafnar þar
við flóann. — Þegar Bandaríkja-
menn eru húnir að koma sér upp
öflugum her i Ástraliu og á
Java, er ekki með öllu fyrir
það girt, að þeir geti komið ein-
Iiverju liði á land á FiMpseyj-
um, en fráleitt fyrst um sinn.
En Japanar vita hversu hættuleg
mótspyrna McArtliurs er og sú
Iiætta, sem þeim af henni stafar,
er þvi meiri sem lengra líður,
enda liafa þeir nú flutt 200,000
manna her til Luzoneyju, til þess
að sigra liann á sem styztum
tíma. Yörn McArthurs er banda-
mönnum til fyrirmyndar og
hvatningar'og mun hleypa þeirn
kappi í kinn að verjast á Singa-
'pore af sömu hreysti og harð-
fengi og menn McArthurs á
Batanskaga.
Á SINGAPORE.
Þar eru siharðnandi átök og
játa Japanar nú, að Bretar verj-
ist vel. En fregnunum her ekki
saman. Eftir japönskum fregn-
um að dæma liefir leikurinn
færst inn ^Singapore, en Bretar
tilkynna enn i morgun, að barizt
sé á víglínu frá Celetaflugstöð-
inni til staðar suðvestur af
Singaporeborg. Lína þessi ligg-
ur skammt frá vatnsbólunum,
miklu á miðri eynni, sem Japan-
ar sögðust liafa tekið, en í morg-
un er því harðlega neitað í fregn-
um frá Singaporeborg. íbúar
horgarinnar fá aðalvatnsbirg-
irnar úr vatnsbólum þessum,. I
fregnum fréttaritara í Singapore
er sagt frá því, að bandamenn
hafi gert niörg gagnáhlaup og
sumstaðar knúið Japani til þess
að láta undan síga. Ekki hefir
slegið fehntri á menn i Singa-
porehoi'g, þótt sprengjunum
rigni yfir borgina og Japanar
skjóti á liana úr fallbyssum, sín-
um, en mönnum liefir létt stór-
lega við það, að stórskotaliði
Breta verður æ betur ágengt, .og
segir i einni fregn, að skotið sé
400 skotum á klukkustundu á
stöðvar Japana. Japanar liafa
beðið mikið manntjón í bardög-
unum, en manntjón handa-
manna er einnig mikið, og þó
minna, en reyndin er jafnan sú,
að þeir, sem sækja á, bíða meira
tjón en þeir, sem verjast.
Fólk hefir verið flutt á hrott
frá Singapore í þúsundatali, en
það er ekki rétt, sem Japanar
segja, að þessi .brottflutningur
hafi byrjað er Japanar voru i
þann veginn að hyrja árásina,
heldur er hitt rétt, að brottflutn-
ingurinn hófst fyrir 1—2 mán-
uðum og jafnvel fyrr, en vitan-
lega hafa fleiri óskað að komast
á brott nú, og er þess og að geta,
að mikill fjöldi flóttamanna
kom frá Malakkaskaga, og lief-
ir orðið að koma þessu fólki
lengra áleiðis, þar sem ekki er
rúm fyrir það í Singapore.
Þá er leidd athygli að þvi, að
.Tapanar hirti fregnir um niikla
herliðsflutnipga frá Singapore,
annan daginn, að herflutning-
arnir fré eynni séu i fullum
gangi, en hinn, að Bretar séu að
búa sig undir að flytja her sinn
á hrott, þegar þeir geta ekki var-
ist lengur.
Rússar komnir inn
í Hvíta Rússland.
Smolensk i auk-
inni hættu.
Fregnir hárust um það frá
Rússlandi í gær — og þykja
mikil tíðindi — að Rússar hafi
komizt vestur yffr landamæri
Hvíta Rússlands. Það er að visu
ekki kunnugt, hversu mikið lið
hér er um að ræða, ef til vill að-
eins skíðamannasveitir, en það
er þó talið, að Smolensk, aðal-
hækistöð Hitlers, sé búin hætta
úr nýrri átt.
Rússar eru nú komnir yfir 400
km. vestur fyrir Moskvu. —
Smolensk er 70 kílómetra frá
landamærum Hvita Rússlands.
Rússar segjast hafa umkringt
niikla hernaðarbækistöð Þjóð-
verja (Rzhev?) og liafi varalið,
sem var á leiðinni þangað, verið
upprætt.
Rússar tilkynna, að einn af
kafhátum þeirra hafi sökkt
stóru herflutningaskipi fyrir
Þjóðverjum í Norðurhöfum.
Þessi kafbátur hefir sökkt sjö
herflutningaskipum. Einnig hef-
ir verið tilkynnt, að rússneskir
kafbátar hafi sökkt 5 herflutn-
inga- og birgðaskipum, oliu-
flutningskipi og vopnuðum tog-
ara.
Líklegast er talið að Rússar
hafi komizt inn í Hvita-Rúss-
land fyrir norðvestan eða suð-
vestan Smolensk.
Liðflutningar til Leningrad.
Þá hafa borizt fregnir um ó-
liemju liðflutninga og birgða-
flutninga til Leningrad og þykir
það boða, að Stalin ætli nú að
bægja hættunni frá Leningrad
eins og Moskvu.
Dánarfregn.
Eimskipafélagi íslands barst í
gær skeyti um það, að Árni Egg-
ertsson, fasteignasali i Winnipeg,
hefSi látizt þar daginn áður. Árni
stóð framarlega í flokki Vestur-fs-
lendinga og var m. a. fulltrúi þeirra
í stjórn Eimskipafélagsins.
Charchill harðiega gagnrýndur.
Feikna gremja í breskum blöðum út af úrslitum
Ermarsundsorustunnar. — 500-600 flugvélar tóku
þátt í orustunni.
H
Skriðdrekar kanda Bnssiim.
Hér sjást ameríslcir verkamenn vera að leggja síðustu liönd á skriðdreka, sem á að senda
til Rússlands. Myndin er tekin við Pullman-verksmiðjurnar í Ipdíana-fylki, sem smíðuðu
áður svefnvagna. Skriðdrekarnir eru af miðstærð — 28þá smál. á þyngd. Samsetningu þeirra
er lokið utan verksmiðjunnar, til þess að hraða framleiðslunni.
'öfuðefni brezkra blaða í morgun er Ennarsunds-
orustan, og kemur fram mikil gremja í blöð-
unum. Blöðin segja, að þessi úrslit séu mik-
ið áfall og muni rýra álit brezka flotans, ekki sízt þar
sem það sé mönnum í fersku minni, hvemig fór fyrir
orustuskipinu Prince of Wales og hei'skipinu Repulse,
sem sökkt var við Malakkaskaga, og er lögð mikil á-
herzla á, að það hafi vei'ið japanskar flug\?élar, sem
sökktum þessum frægu herskipum, en brezki flugher-
inn hafi ekki reynzt þess megnugur, að sökkva þýzku
herskipunum, né heldur hafi nægilega mörg eða stór
herskip verið send á vettvang til þess að sökkva þýzku
herskipunum þremur.
Blöðin bera fram eindregnar
kröfur um, að flotanum verði
veitt nauðsynleg vernd flugvéla,
hvar sem brezk herskip eru seild
til atlögu. Ermarsundsorustan
sýndi, segja blöðin, að unnt er
að vernda lierskip gegn árásum
flugvéla og léttra herskipa, ef
nægilegur stuðningur flugvéla
er fyi-ir liendi.
Úrslitin í Ermarsundsorust-
unni hafa og orðið tilefni til
árása á stjórnina og krefjasí
blöðin þess, að stjórnin taki tíl
nýrrar íhugunar hversu stjórn
og framkvæmdum hernaðarað-
gerða er hagað.
Vekur það langsamlega mesta-
athygli, að blöðin beina nú skot-
liríð sinni að Churchill sjálfum.
News Chronicle segir, að
Churchill verði að, taka upp
nýjar stjóniaraðferðii', en Daily
Mirror segir, að ef Churcliill
haldi áfram að knýja þingið til
þess að fallast á allar lians gerð-
ir varðandi lierstjórn og hern-
aðarframkvæmdir, sé þjóðinni
ekki lengur not að hinum mikli
hæfileikum hans, sem allir við
urkenni -— þjóðinni stafi hætta
af stefnu hans. Þjóðin er meiri
en ChurchiII, segir blaðið.
Blöðin gizka á að 500—600
flugvélar hafi tekið þátt i Erm-
arsundsorus tunni.
Ilvar er
Iiaim ?
Það liafa farið litlar spurnir af
forseta Filiþseyja, Manuel Que-
zon, síðan Japanir hófu þátt-
töku sína i styrjöldinni. Talið
er, að Quezon muni vera ehn á
eyjunum, annaðhvort á Bataan-
skaga, eða á Corregidor-eyju.
— Quezon barðist sem uppreist-
arforingi gegn föður MacAi’tli-
urs rétt fyrir aldamótin. Hélt
hann uppi haráttu sinni í tvö
ár, cn samidi þá frið og hefir ver-
ið mikill vinur Bandarikjanna
síðan.
Þýzku herskipin
komin til Helgoland.
Þjóðverjar tilkynntu í gær-
kveldi, að Sharnhorst, Gneise-
naU og Pi'inz Eugen væru kom-
in til Helgoland. Ekki var neitt
á það minnst, hvort herskipin
hefðu laskast, en Bretar telja
víst, að þau hafi öll laskast.
Prinz Eugen var farinn að liall-
ast, er síðast sást til hans. Her-
skipin hafa farið 800 mílur á 29
límum, frá Brest til Helgoland.
1 Bretlandi er hent á, að valin
var sú leið, er unnt var að láta
herskipin njóta verndar mikils
flugflota alla leiðina. Er því
skiljanlegt, þar sem og veður-
skilyrði voru andstæðingunum
liliðstæð, að miklum erfiðleik-
um var bundið að hindra að þau
kæmist heim, enda tókst það
ekki. Allháværar raddir heyr-
ast ]>ó i blöðumim í morgun um,
að furðulegt sé, í fyrsta lagi, að
herskip Þjóðverja skyldu ekki
hafa skemmst svo í hinum
miklu loffeirásum Breta, að þau
kæmust lieim, og i öðru lagi, að
ekki skylrfi takast að sökkva
þeim.
Mikið er rætt um tilganginn
með að senda herskipin heim.
Ilallast margir herfræðingar að
þvi, að fyrir Hitler vaki, að gera
árásir á skipalestir þær, sem
slöðugt eru i förum til Norður-
Rússlands.
Loftárásir á KiH n
ogr Aachen í not i.
Brezka flugvélaráðuneytið
tilkynnti í morgnn, að brezkar
sprengjuflugvélar hefðu farið í
árásarleiðangur til Þýzkalands i
nótt. Aðalárásirnar voru gerðar
á Köln og Aachen. Sprengjum
var einnig varpað á höfnina i
Le Havre.