Vísir - 18.02.1942, Blaðsíða 3
VtSIR
____ l r ölluiu áttum frá U.P.___________
»Brúarsmiðurinn« mikli.
Þjóðverjar taka franska stríðsminjagripi. • „Láns-og-leigu-
laga-Hopkins.“ • Stærsta smásjá í heimi. Foringi flugliðs
Bandamanna í Austur-Asíu.
ðurinn, seni á að smíða
“VA ]3rú af skipum frá Banda-
ríkjunum austur yfir Atlants-
hafið (og að likindum vestur
yfir Kyrraliafið, þar eð styrjöld-
in hefir færzt til Austur-Asíu),
er Enaery S. Land, formaður
siglingamálaráðs Bandaríkj-
anna. Hann lagði niður störf í
Bandaríkjaflotanum fyrir fjór-
um árum.
Land fæddist 9. janúar 1879 í
Canon City í Colorado-fylki.
Þegar liann hafði lokið námi
við liáskólann i Wyoming, gekk
hann í sjóliðsforingjaskólann í
Annapolis. Þegar liann hafði
lokið námi þar var liann látinn
nema skipasmíðar viðMassachu-
setts Institute of Téchnology og
eftir það var hann jafnan í
þeirri deild flotans, er sá um ný-
smíðar, eða endurbætur og við-
gérðir á herskipum. Hlaut hann
heiðurskross flotans fyrir vel
unnin störf í þágu hans í lok
heimsstyrjaldarinnar.
Árið 1932 var Land gerður
yfirmaður deildar þeirrar, sem
getið er liér að framan og sat í
henni þangað til seint á árinu
1937. Þótt lítið hafi verið byggt
af herskipum á því tímabili, er
þó starf Lands talið liafa verið i
hinn bezti undirhúningur fyrir
þá flotaaukningu, sem nú er
hafin fyrir nokkuru.
Árið 1938 var Joseph P.
Kennedy gerður að sendiherra
U. S. í London, en hann hafði
verið formaður siglingamála-
í'áðsins og tólc Land þá við því
stai'fi. Um það leyli var ætlunin
að smíða 500 skip á næstu 10
árum. Nú eru þær áætlanir smá-
munir í samanburði við þær
skipabyggingar, sem ráðgerðar
eru vegna stríðsins.
X
reiðanlegar fregnir hafa
horizt um það til New
York, að hernaðaryfirvöldin
þýzku í hinum hernúmda liluta
Frakklands Iiafi flutt á hrott
allar menjar, sem þar voru, um
ósigur Þýzkalands 1918 og í
öðrum styrjöldum við Frakka.
Samkvæmt þessum fregnUm
liafa minnismerki, sem voru
Þjóðverjum þyrnir í augum,
verið eyðilögð og þýzkir gunn-
fánar, sem fallið höfðu í hendur
Frökkum, verið fluttir á hrótt úr
frönskum söfnum.
Minnismerkið, sem franska
stjórnin reisti hjúkrunarkon-
unni Edith Cavell í Tuileries-
garðinum liefir verið eyðilagt
og marmarafótstallurinn flutt-
ur á brott. Minnismerkið var
andspænis Rotschild-skrauthýs-
inu og Continental-gistihúsinu,
en þar hefir setuliðsstjórn Þjóð-
verja aðsetur sitt.
Annað minnismerki — i
rjóðri í Compiégne-skóginum
hjá Rethonde, þar sem vopna-
hlésskilmálarnir voru undirrit-
aðir 11. nóv. 1918 — sem sýndi
dauðan þýzkan örn fyrir neðan
stöpul, sem franskur hani stend-
ur galandi á, hefir lika verið
eyðilagt.
Allir þýzlui og austurrískU
gunnfánarnir, sem Napoleon
tók að herfangi í orustunum við
Jena, Austerlitz og víðar, hafa
verið teknir úr Hotel des Inva-
lides.
Hið fræga skrifborð Vergenn-
es, sem franskir utanríkismála-
ráðherrar liafa notað síðastliðna
hálfa aðra öld, hefir verið flutt |
til Þýzkalands. Bonnet sat við
það, er liann undirritaði stríðs-
yfirlýsinguna á hendur Þjóð-
verjum í september 1939.
Það var lika við þetta skrif-
borð, sem undirritaður var
friðarsamningurinn vegna
frelsisstríðs Bandaríkjánna og
viðurkenningin á frelsi þeirra.
Undirskriftin var framkvæmd
af fulltrúum Breta, Frakka og
Bandarikjanna í viðurvist Char-
les-Gravier Vergennes, utanrík-
isráðherra Lúðvígs 14.
X
irry Llyod Hopkins, sem
hefir eftirlit með fram-
lcvæmd láns- og leigulaganna,
mun aldrei hafa dreymt um það,
hversu oft liann ætli að verða
gestur þjóðhöfðingja, er hann
fékk fyrsta starf sitt vegna við-.
reisnarlöggjafar (New Deal)
Roosevelts. Það var fyrir rúm-
um átta árum og þá stjórnaði
hann atvinnubótastarfsemi rik-
isins. — Nú er hann fulltrúi
Roosevelts hjá þeim stjórnum í
Evrópu, sem berjast gegn Hitl-
er. Hann hefir verið gestur Ge-
orgs Bretakonungs, Vilhelmínu
Hollandsdrottningar, Stalins o.
fl. þjóðhöfðingja.
Þegar Hopkins hafði atvinnu-
bótastarfið á hendi var oft um
hann sagt, að hann væri stærsti
atvinnurekandi í heimi og eng-
inn eyddi eins miklu fé og hann.
Sem yfirmaður atvinnubótanna
hafði hann eftirlit með eyðslu
um 10.000.000.000 — tíu mill-
jarða — dollara.
Hopkins fæddist í Sioux City
í Iowafylki 17. ágúst 1890. Faðir
hans var fátækur söðlasmiður,
svo að Harry, sem var fjórði af
fimm systkinum, varð að vinna
fyrir sér til þess að komast í
gegnum háskóla.
Hann var vinnuþjarkur mesti
og hefir oft ofboðið sér með of
mikilli vinnu. Vill hann ekki
hafa klukku í vinnustofu sinni
til þess að hann viti ekki, hvað
hann vinnur lengi. Hann er
ekki mælskumaður, en er þó oft
ol'ðhéppinn. Aðalskemmtun
lians er að horfa á veðreiðar.
ií
Eðlisfræði-deild Standfordhá-
skóla i Ivaliforniu er nú að
smíða stærstu rafeindasmásjá í
heimi. Mun hún stækka um
150.000 sinnum, en stærstu
smásjár, sem nú eru til, stækka
10.000 sinnum.
Smiásjáin verður byggð sam-
kvæmt fyrirsögn og undir eftir-
liti dr. Ladislaus Marton, sem
er heztj sérfræðingur í rafeinda-
smásjám, sem uppi er. Er smá-
sjáin smíðuð á kostnað Rocke-
feller Foundation, sem hefir
þegar lagt fram 65.000 dollara.
Þessi smásjá verður notuð til
að rannsaka ýnisa vefi í jurtum
og dýrum, sem eru lítt þekktir
ennþá, ýmsar bakteriur, sem
þarf að rannsaka nánar, og vír-
usa, sem eru svo smáir, að ekki
er hægt að rannsaka þá með
venjulegum smásjám.
Dr. Marton vonast til þess að
geta með tímanum smíðað
smásjá, sem alla visindamenn
dreymir um, en hún stækkar
hvorki meira né minna en
1.000,000 sinnum. Segir dr.
Marton að það sé hægðarleikur
að smíða svo sterka rafeinda-
smásjá.
Það eru rúmlega átta ár síðan
dr. Marton byrjaði að smíða og
fullkomna rafeindasmásjár, en
hann starfaði þá við háskólann
í Briissel. Smíðaði hann þar eina
fyrstu rafeindasmásjá í heimi,
I en frægð hans var til þess að
honu,m var boðið til Bandaríkj-
anna árið 1932. Gekk hann þar
í þjónustu Radio Corporation
of America (RCA), og aðstoð-
aði við smíði fyrstu rafeinda-
smásjár, sem smiðuð var vestan
liafs.
Tímaritið VAKA
1.—3. árg. 1927—1929 (allt sem út kom), alls 1200 hls.
Verð 20 kr. (Bókhlöðuverð var kr. 10.00 árg.).
Utgefendur Völui voru: Ágúst Bjarnason, Árni Pálsson,
Ásgeir Ásgeirsson, Guðmundur Finnbogason, Jón Sigurðsson
frá Kaldaðarnesi, Kristján Alhertsson, Ólafur Lárusson, Páll ís-
ólfsson og Sigurður Nordal. Eru margar greinar eftir þá alla
í ritinu, t. d. má nefna eftir Árna Pálsson: Þingi'æðið á glap-
stigum. Mussolini og um byltingu Bolsévika, og eftir Ólaf Lár-
usson: Úr byggðasögu íslands (stórmerkileg söguleg rannsókn).
Ýmsir aðrir menn lögðu til timaritsins m. a. Jón Þorláksson
(Silfrið Koðrans), Níels P. Dungal (Um blóðflokka), Kristinn
E. Andrésson, Ólafur Marteinsson, Jóhann Jónsson (Þrjú kvæði)
o. s. frv.
VÖKU verður hver íslenskur bókamaður að eiga
Nú eru síðustu forvöð að fá hana með vægu verði, því að
síðustu eintökín er verið að selja í
Sá er munurinn á rafeinda-
smásjá og venjulegum smá-
sjám, að í hinum síðarnefndu
sér visindamaðurinn lilulina
eða veruna, sem er til r&nnsókn-
ar, en i hinum fyrrnefndu sést
aðeins ljósmynd þess, í mjög
aukinni stærð.
X
egar sir Archibald Wavell,
liershöfðingi var gerður
að yfirmanni alls landhers
Breta og Bandaríkjamanna á
eyjunum í suðvesturhluta
Kyrrahafsins, var jafnframt til-
kynnt að Georg Howard Brett,
yfirmaður Bandarílcj aflughers-
ins, yrði yfirmaður flughers
Bandamanna austur þar.
Brett er fæddur i Cleveland,
en frá Virginia útskrifaðist hann
sem rafmagnsverkfræðingur ár-
ið 1909.
Arið 1911 gekk Brett í Banda-
ríkjaherinn og kaus riddaralið-
ið. Þá voru Wrightbræður að
gera flugtilraunir sinar og
fylgdist Brett með þeim af
mildum áhuga, þangað til haiin
fékk fyrstu flugferðina árið
1915. Þá gerðist hann flugmað-
ur og hefir verið það síðan.
Bratt hefir gengið á tvo lier-
stjórnarskóal milli þess sem
liann hefir haft stjórn í ýmsum
flugstöðvum, þar á meðal á Pan-
amaskurðarsvæðinu. Árið 1940
var Brett gerður að major-
general.
Hann er grannvaxinn, að-
eins rúmlega meðalmaður á
hæð og kjarkmaður mikill.
Enskir hermenn
teknir fyrir þjófnað.
I fyrrakveld kl. 10 var lög-
reglan kölluð að húsi við Lauga-
veg.
Höfðu enskir hermenn stolið
taui og fötum í loftherbergi í
liúsi einu þar, og voru farnir,
þegar lögreglan kom á vett-
vang. En þeim var veitt eftirför
og tólcst að liandsama þá. Voru
þeir þá með mestallt þýfið með-
ferðis.
♦
I gær var maður einn sektað-
ur um 500 kr. fyrir að brugga á-
fengt öl.
8IGLIHGAR
milli Bretlands og Islands halda áfram,
eins og að undanförnu. Höfum 3—4
skip í förum. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
Culliford «& €lark u<L
BRADLEYS CHAMBERS,
LONDON STREET, FLEETWOOD.
Nkíða§kali
Skíðafélags Isafjarðar
tekur til starfa 1. marz n. k. Hálfsmánaðar kennslutimi frá 1.—
15. marz, frá 16.—31. marz og frá 6. til 21. apríl. Kennt, auk
byrjunaræfinga, skíðaganga, sveiflur, útbúnaður ferðalaga, með-
ferð korts og áttavita, lileðsla snjóhúsa, meðferð skíða og um-
brennsla, fyrsta meðferð á kali og beinbroti og flutningur sjúkra
á skíðum. Fluttir fyrirlestrar varðandi kennsluna og önnur
skyld efni. Kennslugjald áætlað fyrir hálfsmánaðar kennslu
160 kr., þar í fæði og húsnæði.
Umsóknir sendist fyrir 23. þ. m. til formanns félagsihs, Hielga
Guðmundssonar, Isafirði, eða til Kristjáns Ó. Skagfjörðv heild-
sala, Reykjavík.
SKÍÐAFÉLAG ÍSAFJARÐAR.
Aðvörun
fiB §kní(labréfaeigenda.
Þeir eigendur skuldabréfa bæjarsjóðs Reykjavíkur, sem
hafa útdregin skuldabréf í vörzlum sínum, eru hér meði að-
varaðir um, að engir vextir verða greiddir af útdregnum bréf-
um frá 1. jan. 1942.
Reykjavík, 16. febr. 1942.
Boi*gaFSt}ÓPÍiiii.
nýkomnar:
Blaccaronnr, „Dominin"
Sýrop í \% og 5 lbs. dósuxn
Sago í pökkum
Uorðsalk margar tegundir
Grænar baunir í sekkjum
Haframjöl í pökkum
flEM ÍSTISSGH \ CO. H.f.
Sonur minn og bróðir okkar,
Sigurður Þórir Sigurösson prentari,
lézt að sjúkrahúsi Hvítabandsins 18. febrúar.
Fyrir mína hönd og barna minna,
Kristrún Kristgeirsdóttir.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför móður okkar,
Sigríðar Th. Pálsdóttur
Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna,
f '
Sæmundur Sæmundsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð-
arför móður minnar,
Sigurlaugar Jónsdóttur
Fyrir mína liönd og annarra aðstandenda,
Björn Snæbjörnsson.