Vísir


Vísir - 19.02.1942, Qupperneq 2

Vísir - 19.02.1942, Qupperneq 2
VlSIR VÍSIR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐA ÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Kitstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 16'6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Bæjarstjórnar- kosningarnar. Y FIBKJÖRSTJÖRN Reylqa- vikur auglýsir í dag, að bæj- arstjórnarkosningar skuli hér fram fara hinn 15. marz n.k., eins og raunar ráð hafði verið fyrir gért í blöðunum, er vinna hófst að nýju í prentsmiðjum. Aðstaðan við þessar kosning- ar er nokkuð óvenjuleg, sem ekki er heldur að furða vegna óvenjulegra tíma. Vel mættu menn þó hafa það hugfast, að efst á baugi í þessum kosning- um verða bæjarmálefnin eiin, — en ekki landsmálabaráttan, — hér er það heill og hagur Reykjavikurbæjar, framfarir lians Og framtíð, sem um verður barist, en annað ekki. öhætt er að fullyrða, að stjórn sjálfstæð- ismanna í bæjarmálefnunum undanfarin ár jiolir alla gagn- rýni. Hún liefir í senn verið gætileg en þó stórhuga að því er allar framfarir snertir, og ekk- ert bæjarfélag hér i landi býr við jafngóð og margvísleg menningar- og efnahagsskilyrði ög Reykjavík. Ekki liefir farið hjá þvi, að stríðið hefir dregið verulega úr og liindrað um stund margar þær framkvæmdir, sem biðu úr- lausnar. Gildir hér hið sama um bæjarmálefnin og einstakling-* 'nn, að aka verður seglum eftir vindi og varast kollsiglingu. Aldrei hefir bæjarfélagið verið jafnvel statt fjárhagslega með því að segja má, að Reykjavik sé nú skuldlaus bær, en af því leiðir aftur, að skilyrði til marg- víslegra framkvæmda eru fyrir liendi, þótt það eitt eigi i að ráð- ast, sem bezt hentar á hverjum tíma. Socialistar sækja það nú að sjólfsögðu af fullut kappi, að 1<< nast að fjárhirzlum. bæjar- in -, og liafa í því augnamiði, ei- mitt nú um áramótin, efnt íil verkfalla, sem að vísu eru nú úr sögunni, en síður en svo fyrir atbeína þeirra. Fyrir þeim virð- ist hafa vakað að koma hér á allsherjarverkfalli, skapa algert. öngþveiti og stöðva allar fram- kvæmdir, fyrst og fremst í póli- tísku ávinningsskyni. Hver mað- ur sér, að slík stefna samrýmist á engan hátt liagsmunum þessa bæjarfélags, og beinist gegn því fyrst og fremst, þótt svo sé ekki látið heita á yfirborðinu. Þegar framboðslistar þeir eru athugaðir, sem fyrir liggja, sést að óveruleg breyting hefir verið gjör á lista Sjálfstæðisflokksins. Þar eru 'hinir sömu menn, er mests trausts hafa notið á und- anförnum árum, og sumir hverjir hafa átt sæti í bæjar- stjórn um langa liríð, — allt upp í aldarfjórðung. Er þetta mik- ill kostur að því leyti, að tryggt er að fjallað verður um bæjar- málefnin af fullum kunnugeik, en haldið áfram í sama horfi um verulegar framkvæmdir og eflingu menningarmála, eftir því sem tryggilegt getur talist og hyggilegt. Nýjir menn skipa einnig sæti á listanum, sem hafa | sumir hverjir um áratugi stað- ið framarlega á opinberum vet- vangi og njóta hins fyllsta. trausts og fylgis. Aðrir eru ungir menn, sem lítt hafa liaft sig i frammi i stjórnmálum, en hafa hinsvegar með öðru starfi sínu aflað sér óskoraðs trausts. Má fullyrða, að mannaval flokksins hefir vel tekizl. Það er athyglisvert, að með- an Alþýðublaðið kom eitt út af dagblöðum bæjarins, deildi þaí#1 á meirihluta bæjarstjórnar eftir fyllstu föngum, en aldrei hefir máttlausari áróðri verið uppi haldið i íslenzku blaði. Létu jafnvel eindregnir flokksmenn þess á sé^ heyra, að sá málflutn- ingur kæmi að engu gagni. Þetta er eðlilegt. Boðskapur blaðsins miðaði allur að niðurrifi, bar meiri vott um ábyrgðarlausa áróðurshneigð, en umhyggju um velferðarmálin, sem úr- lausnar. biða. Viðhoi’f Sjálfstæð- isflokksins er og liefir verið allt annað: Meir um það liirt að vinna vel og samvizkusamlega í þágu bæjarmálefnanna en að fylla upp í eyður verðleikanna með gaspri einu, svo sem for- svarar Alþýðuflokksins hafa gert. Það er athyglisvert, að þrátt fyrir hinn taumlausa áróður, sem rekinn var leinhliða af vinstri flokkunum fyrir bæjar- stjórnarkosningar úti um land- ið, hefir Sjálfstæðisflokkurinn haldið fylgi sinu óskertu víðast livar og sumsstaðar unnið á. Það væri nýtt og óþekkt fyrirbrigði, ef á annan veg færi um fylgi flokksins hér i höfuðstaðnum. Þótt vel hafi verið róið á bæði borð hefir þó ávalt fastast verið róið frammi í, og svo mun enn reynast við kosningarnar hér í höfuðstaðnum. íslendingar sæmdir sænskum heiðurs- merkjum. Samkvæmt tilkynningu, sem Vísi barst í mogrun frá ræðis- manni Svía, hefir Gustav V. Svíakonungur sæmt þrjá ís- lendinga sænskum heiðurs- merkjum. Jóhann Sæmundsson, læknir, hefir verið gerður riddari af konunglegu Norðstjörnunni, sænski vararæðismaðurinn á Siglufirði hefir verið gerður riddari af konunglegu Vasaorð- unni, 1. gráðu, og bæjarfóget- inn á Siglufirði, Guðmundur, Hannesson, verið gerður riddari af sömu orðu, 2. gráðu. ALÞINGI Forsetar kjörnir. I gær fóru fram kosningar á forsetum Alþingis, skrifurum og kjörbréfanefnd. I sameinuðu þingi var Gísli Sveinsson kjörinn forseti með 18 atkvæðum, Haraldur Guð- mundsson lilaut 3, Magnús Jónsson 1, en 18 .seðlar, voru auðir. í efi’i deild var Einar Árnason kjörinn forseti, en í neðri deild Jörundur Brynjólfsson. Skrifarar sameinaðs þings voru kosnir Jóhann Jósepsson og Bjarni Bjarnason, skrifarar efri deildar Bjarni Snæbjörns- son og Páll Hermannsson, en í neðri deild Eiríkur Einarsson og Sveinbjörn Högnason. í kjörbréfanefnd voru kosnir: Pétur Ottesen, Emil Jónsson, Einar Árnason, Þorsteinn Þor- steinsson og Bergur Jónsson. t dag kl. IV2 hófst fundur í sameinuðu þingi og á eftir í báð- um déildum, til að kjósa í fastar nefndir. Eina málið, sem enn hefir ver- ið lagt fyrir þingið, er staðfest- ing bráðabirgðalaganna um gerðardóm í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Doktorsritgerð um Jón Sigurðsson, forseta. » Varin við amerískan háskóla. í bréfi sem Steingrímur Arason kennari — en hann dvelur um þessar mundir í New York — ritar í Heimskringlu — getur hann eins Vestur-lslendings, Edward J. Thor- laksson háskólakennara í mælskufræði við Brooklyn Uni- versity, sem í haust varði doktorsritgerð um þingmælsku Jóns Sigurðssonar forseta. Er öll saga fslands á 19. öld, og í raun og veru miklu lengur aftur í tímann rakin í þessari merku dokt- orsritgérð, sem líkleg er til þess að auka kynni íslenzks lands og þjóðar í Vesturheimi. Til að kynna doktorinn íslenzkum lesendum leyfir Vísir sér að taka upp kafla úr bréfi Steingríms, og er það á þessa Ieið: Það hefir verið mér undrun- ar- og gleðiefni að liitta hér fólk jafnvel í þriðja lið frá land- námsmönnum,er talar snjallaog hreina íslenzku, þótt aldrei hafi Island séð. Verður mér þá fyrst að minn- ast Edward J. Thorlaksons, há- skólakennara í mælskufræði í Brooklyn University. Enn á hann allmiklar leifar af bóka- safni afa síns, en það var næst- um aleiga hans, er hann fluttist vestur. Fyrstu menntun sína hlaut Tliorlakson á kvöldvök- um í æskuheimili sínu, þar sem einn las íslendingasögur og aðr- ir lilýddu og unnu jafnframt. Finnst mér að þar muni skap- gerð hans hafa mótazt, og drjúg íslenzkukennsla liefir honum hlotnazt, því að enn talar hann gullaldar íslenzku, þrátt fyrir allt nám hans og kennslu í 'há- skólanum í þremur öðrum tungum. ' Langdræg og djúp áhrif hafa þær haft á liann, íslendingasög- urnar í gömlu baðstofunni á kvöldvökunum í Norður Da- kota. Hann las mér leikrit á ensku, er liann hefir samið út af Laxdælu. Þar eru ljóð í fögrum bún- ingi, þrungin af forn-íslenzkum krafti. Mætti segja mér, að þau ættu eftir að vekja ekki litla at- hygli hér í álfu. Leikritið liafði á mig undraáhrif. Það var flutt vel með afbrigðum, enda er nú starf Thorlaksons að lcenna mælskufræði. Áttunda fyrra mánaðar varði Tliorlakson doktorsritgerð sína og hlaut með lofsorði Ph.D. við Northwestern University í Ev- anston, 111. Meiri tíðindum sæt- ir þó efnisval lians í þessari rit- gerð. Hann tók sér fyrir liend- ur að rita um Jón Sigurðsson. Ritgerðin er um 400 vélritað- arsíður og nefnist: “The Parlia- mentary Speaking of Jón Sig- urðssoiD eða þingmælska Jóns Sigurðssonar. Öll saga íslands á nítjándu öld og að nokkru Ieyti öll ts- landssaga er rakin í sambandi við mælskusnilld forsetans. — Mynd hans verður ógleyman- leg þeim, er les. Telur Thorlak- son Jón Sigurðsson einstakan í sinni röð, af því að hann var riddarinn lýtalausi meðal stjórn- málamanna heimsins. — Hann átti svo undur mikið til að gefa og gaf það allt ættjörð sinni og áskyldi sjálfum sér ekkert í staðinn. Tíhorlakson hefir gefið Dr. Hermannsson eintak af þessu verki sínu í 'hið mikla og ágæta safn. En á fleiri stöðum ætti það skilið að vera lesið. Eru nú rétt hundrað ár síðan Jón Sigurðsson hóf að gefa út Félagsrit sín, er voru opið bréf til alþjóðar á íslandi um þrjátiu ára skeið. Áhrifin urðu þau, að enginn maður hefir nokkurn tíma orðið slikur kennari ís- lenzkrar þjóðar, og vakið hana jafn vel til hugsunar og dáða. Skilið ættu þeir báðir, Jón forseti og dr. Thorlakson, að þetta rit yrði prentað á ensku og þýtt og gefið út á íslenzku nú á 100 ára afmæli Félagsrit- anna. Dr. Thorlakson er kvæntur hérlendri konu, sem er honum ástríkur félagi. Er heimili þeirra 2031 Coyle St., Brooklyn. Útvarpið í kvöld. IjCl. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, x. fl. 19.25 Þingfréttir. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.30 Er- indi: Trúin á ofstækiÖ (Gretar Fells). 20.55 Útvarpshljómsveitin: Lagasyrpa eftir Schumann. 21.15 Minnisverð tíðindi (Jón Magnússon fil. kand.). 21.35 Hljómplötur: Andleg tónlist. 1 til 2 licrbergri og eldliús vantar nú þegar eða 1. marz n. k. Tvennt í lieimili. Tilboð sendist Vísi, merkt: „Rarnlaus hjón“. Semli svcnm óskast nú þegar eða um mánaðamótin. Félagsprentsmiðjan h.f. Atvinna Lagtækur ungur maður getur fengið atvinnu nú þeg- ar á Verkstæðum okkar. FÁLKINN. Laugavegi 24. (r p 11 u SV* S « w • lYs Fundur í kvöld kl. 8,30. Cand. theol. Gunnar Sig- urjónsson talar. Mikill söngur og músik. Stúlkur, fjölmennið. 2 tonna Fordson vörubíll til sölu og sýnis á Laufásvegi 50, milli 7 og 9. Vorubíll í góðu standi óskast til kaups. A. v. á. Fnndur verður haldinn í Bifreiða- stjórafél. „Hreyfill“ (fyyir vinnuþega) fimmtudaginn 19. febr. 1942 kl. 1 e. m,. n. i Iðnó, uppi. Stjómin. Tilkynning. Uppboð verður haldið i Sundhöllinni miðvikudaginn 25. þ. m. kl. 1 e. li. Seldir verða gleymdir munir, svo sem handklæði, sundföt, sundhettur,úr,hring- ar, silfurkrossar, peysur, húf- ur o. fl. — Greiðsla fari fram við hamarshögg. Reykjavik, 18. febr. 1942. Sundhöll Reykjavíkur. Starfs- stúlku vantar á Landspítalann. — Uppl. gefur yfirhjúkrunar- konan. Nokkra smiði vantar okkur strax. ■ r11 # io 1 neyxjovi Rúðugfler mjög góð tegund, og saumur í miklu úrvali, nýkomið. ¥erzl. B. H. B|arna§on Ráðskona og nokkurar stúlkur geta fengið atvinnu við veitingaliús nú þegar eða um næstu mánaðamót. Uppl. í síma 1975, milli kl. 6 og 9 í dag. I Baria Ntnart er komin. Bókin kom í bókaverzlanir í gær. Harmsaga Maríu Stuarts er sigilt dæmi um liina ótæmandi og eggjandi dul sögulegi’a viðfangsefna. Naumast hafa jafn- miklar bókmenntir: sorgarleikir, skáldsögur, æfisögur og deilu- rit, orðið til um nokkura aðra konu í veraldarsögunni. í meira en þrjú hundruð ár hefir hún stöðugt freistað skáldanna og fræðimannanna, og enn í dag krefst persónuleiki þessarar konu nýrrar mótunar með sama krafti og áður. í augum sumra er hún morðingi, annara píslarvottur, einn telur hana vélráða, annar dýrling. — Maria Stuart er ein af hinum sjaldgæfu en eggjandi konum, sem lifa aðeins skamma stund. Blómgun jieirra er skömm en ör, þær blossa upp í ástríðuofsa stuttrar stundar. Stefan Zweig hefir skrifað bókina, en Magnús Magnússon ritstjóri snúið henni á íslenzku. Þetta er skemmtileg bók og eiguleg. BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDAR. Reykjavíkur Úrslitaleikurinn milli Ægis og Ármanjis fer fram í Sundhöllinni í kvöld kl. 8.30. Auk þess keppa K. R. og B-sveit Ármanns um þriðja og fjórða sætið og síðan verður keppni í 100 m. bringusundi o. fl. Aðgöngumiðar seldir í Sundhöllinni. HVOR VINNUR? ( 1 kvöld má enginn sitja heima! Allir upp í Sundhöll!

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.