Vísir - 25.02.1942, Síða 2
r.
V I S I R
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsscin
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 660 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprenlsmiðjan h.f.
Andinn og
bókstaíurinn.
JJ VORT sem núverandi rikis-
stjórn er hugað langt líf
eða skammt, eru engin líkindi
til þess, að bráðabirgðalögin um
frestun bæjarstjórnarkosninga í
Reykjavík verði henni að aldur-
tila. Stjórnin befir nú leitað
staðfelitingar Alþingis á þess-
um bráðabirgðalögum og befir
málið verið rætt í neðri deild
tvo undanfarna daga. Það er
engin leið að finna réttmætar á-
stæður tii ásakana út af jieirri
ráðstöfun, að bæjarstjómar-
kosningum var frestað hér í
bænum. Hitt er annað mál, að
það er lítið samræmi í því að
fresta kosningum í Reykjavík,
en láta þær fara fram í Hafnar-
firði, því eins stóð á í báðum
þessum kaupstöðum.. Ástæðan
til þessa augljósa ósamræmis er
sú, að Framsóknarráðherrarnir
fengust alls ekki til að fresta
kosningunum í Hafnarfirði.
Hefir þess verið getið til, að
ýmsir fornvinir Alþýðuflokks-
ins meðal ráðamanna Frani-
sóknar hafi litið svo á, að það
mundi engu breyta um úrslit
kosninganna i Reykjavík, hvort
þær færu fram 25. janúar eða
síðari en meirihluta Alþýðu-
flokksins í Hafnarfirði væri
hinsvegar teflt í voða, ef Al-
þýðublaðið fengi ekki að vera
eitt um liituna fram, að kjör-
degi.
★
Haraldur Guðmundsson hefir
gengið mjög fram fyrir skjöldu
úr hópi þeirra, sem fundið hafa
að þessari ráðstöfun. Hefir hann
farið þungum ásökunarorðum
um það frekle^a, lýðræðisbrot,
að ríkisstjórnin skyldi, þvert
ofan í lög, fresta kosningum,
upp á sitt eindæmi. Hann hefir
titrandi af hneykslun útmálað
þetta ódæði gegn „réttum leik-
réglum“.
Það er furðulegt hve marga
hendir það, að verða blindir i
sjálfs sín sök. Haraldur Guð-
mundsson virðist ekki geta
komið auga á það, að brotnar
séu „réttar leikreglur“, ef að-
eins einn stjórnmálaflokkur
hefir aðstöðu til að túlka skoð-
anir sínar. Hugsum okkur, að
Alþýðuflokkurinn hefði farið
með stjórn landsins ásamt
Framsóknarflokknum. Kosn-
ingar hefði verið fyrir dyrum.
Sjálfstæðisblöðin hefði ein haft
aðstöðu til að koma daglega út
með venjulegum hætti. Al-
þýðublaðið og öll önnur blöð
hefðu verið sama sem múl-
bundin. Dettur mörgum í hug,
að Haraldi Guðmundssyni hefði
fundizt „réttar leikreglur“
brotnar, þótt kosningum hefði
verið frestað, ef þannig hefði
staðið á?
Nei, það er miklu líklegra, að
Haraldur Guðmundsson hefði
krafizt þess af öllum sínum
þunga, að ríkisstjómin frestaði
kosningum, þangað til hans eig-
ið, blað og önnur þau, sem í
haldi væru, fengju jafna að-
stöðu við sjálfstæðisblöðin. Og
hann hefði sennilega sagt, að
þessi kosningafrestun væri
framkvæmd, til þess að fyrir-
byggja það lýðræðisbrot, að
nokkur stjórnmálaflokkur gæti
skapað sér aðstöðu til einhliða
málstúlkunar. Hanu hefði kann-
ske bætt því við, að kosninga-
frestunin væri ráðin til þess að
koma í veg fyrir, að það for-
dæmi skapaðist, að nolckrum
stjórnmálaflokki héldist uppi að
hrjóta „réttar leikreglur“.
★
Haraldur Guðm. greiddi á-
samt öllum flokksmönnum sín-
um á Alþingi, atkvæði með því
í fyrra vor, að almennum þing-
kosningum skyldi frestað. Sam-
kvæmt sjálfri stjórnarskránni
áttu kosningar að fara fram. En
nálega allir þingmenn sam-
þykktu kósningáfrestunina,
þvert ofan i fyrirmæli stjórnar-
skrárinnar, vegna þess að þeir
litu svo á, að það ástand ríkti
hér — meðal annars af því, að
eirin stjórnmálaflokkur hafði
þá ekki aðstöðu til að koma út
aðalblaði sínu — að kosningar
gætu ekki farið fram i samræmi
við tilgang stjórnarskrárinnar
og anda lýðræðisins.
Þá tóku allir þingmenn, þeir,
er að kosningafrestuninni stóðu,
undir við Jakob Möller, er liann
orðaði afstöðu sína til málsins
eitthvað á þessa leið: „Ef við
eigum að halda lýðræðinu í
heiðri, eigum við ekki að láta
kosningar fara fram undir ólýð-
ræðislegum kringumstæðum.“
í fyrra vor greiddi Haraldur
Guðmundsson atkvæði með
frestun þingkosninga ásamt 40
öðrum þingmönnum, með þeim
forsendum, að lýðræðinu væri
ekki gerð skil með því að láta
kosningar fara fram „undir ó-
lýðræðislegum kringumstæð-
um“. Þá var andi lýðræðisins
þyngri á metunum í liug hans en
skýlaus bókstafur sjálfrar
stjórnarskrárinnar.
. ★
Þessi ágæti lýðræðissinni og
fyrrverandi þingforseti viður-
kennir að sjálfsögðu, að mál-
frelsið sé fyrsta skilyrðið til
þess, að lýðræðið fái notið sín.
En það er ekki málfrelsi, að að-
eins einn aðili hafi aðstöðu til að
lúlka málstað sinn fullum fet-
um, þegar fleiri eigast við. Ef
slíkt væri málfrelsi, væri ekki
liægt að segja, að því væri út-
rýmt úr einræðislöndunum.
í lýðræðislöndum sitja kjós-
endur í dómarasæti á kjördegi.
Þeir eiga heimtingu á þvi, að
fá málin lögð fyrir frá öllum
liliðum. Ef einn fær að tala,
jafnframt því sem öðrum er
varnað máls, verður ekki kom-
izt að réttri dómsniðurstöðu. Þá
er lýðræðinu misþyrmt.
Ekkert er lýðræðinu hættu-
legra en það, að meðvitund yf-
irlýstra lýðræðisflokka sjjóvgist
fyrir því, hvað talizt geti „rétt-
ar leikreglur“ og hvað ekki. Á-
fergja Alþýðuflokksins í það,
að nota sér út í æsar þá að-
stöðu, sem hann hafði fram yfir
aðra flokka meðan á prentara-
verkfallinu stóð, og reiði hans
yfir því, að hann komst ekki
upp með það að öllu leyti, gefur
ekki til kynna, að hann sé eins
hárnæmur fyrir anda lýðræðis-
ins og æskilegt væri.
*
Og það verður Alþýðuflokk-
urinn að láta sér skiljast — ef
hann vill í alvöru að sér sé trú-
að til þess að halda uppi vörnum
gegn einræðishneigð hverra
þeirra, sem með völdin kunna
að fara — að hann má ekki
deyfa eggjar sínar með því að
ætla sér í nokkru tilfelli sérrétt-
indi fram yfir aðra stjórnmála-
flokka á landinu.
Ef andi lýðræðisins væri eins
mikið þyngri á metunum í huga
Haralds Guðmundssonar en
bókstafur laganna og hann var
í fyrra vor, þegar hann greiddi
atkvæði með frestun þingkosn-
inganna, mundi hann viður-
kenna, að kosningar gátu ekki
Frásögn síra J. F. Kruse:
Heilsufari Norflmanna befir
bniguað stórnm ettir hernámið.
Flóttamannastraumurinn og menn-
ingarstarf í þágu hans.
TO* ér í landi dvelur nú allstór hópur Norðmanna, landflótta
eins og forfeður vorir, er fjTstir leituðu hingað til lands.
Þessir menn dvelja liér um stundarsakir, og berjast gegn er-
lendu ofríki og yfirgangi. Land þeirra er í sárum og þjóðin
þjökuð. Hvergi munu erfiðleikarnir þungbærari en í Noregi, en
þó mun engin þjóð vera einbeittari í baráttu andans gegn ytra
ofurveldi hins bláa stáls. Við íslendingar höfum ekki gert okk-
ur títt við þessa menn. Þeir hafa horfið í fjölda hins erlenda
herliðs, en hafi þeirra verið getið, er það að góðu einu, svo sem
Norðmönnum sæmir.
Nýlega er kominn hingað til
lands síra J. F. Kruse, ásamt að-
stoðarmánni sínum, B. Inge-
brigtsen. Munu þeir- dvelja
nokkuð hér og halda uppi menn-
ingarstarfi meðal Norðmanna,
fyrst og fremst kirkjulegu, en
auk þess flytja fyrirlestra, sýna
skuggamyndir og kvikmyndir,
er m. a. varða þátttöku Norð-
manna í styrjöldinni, efna til
frekara félagslifs meðal liinna
landflótta manna eftir þvi, sem
við verður komið.
Fréttaritari Vísis hitti nýlega
báða þessa menn að máli og bar
margt á góina. Skýrðu þeir svo
frá, að liagur manna í Noregi
væri hörmulegur, aðallega þó í
borgunum, en miklu skárri i
uppsveitum, með því að þar
byggju menn sem fyrr aðallega
að sínu.
í borgunum skortir mjög
kjöt og jafnvel fisk. Brauð eru
blönduð litlu einu af mjöli, en
aðallega eru þau gjörð úr „skin-
efnum“ og blaut hið innra,
þannig að borða má þau með
skeið.
Heilsufari þjóðarinnar hefir
hrakað mjög. Fjöldi fólks flýr
úr landi, þannig að á einni viku
á síðasta sumri ltomu 200Ó
flóttamenn til Bretlands, allir á
sináum bátum, sem þeir höfðu
komizt yfir. Er starfsemi þessi
svo skipulögð, að þýzku hernað-
aryfirvöldin og „Quislingarnir“
fá við ekkert ráðið. Ilafa þeir
þó hert svo á tökunum, að flýi
maður úr landi bitnar hefndin
á aðstandendum hans, og eru
það þvi heilar fjölskyldur, sem
nú flýja land 0 stað þeirra
manna, sem áður flýðu til þess
að gegna herþjónustu. Margir
eru flóttamennirnir bilaðir á
lieilsu vegna fæðuskorts eða ó-
hollrar fæðu. Magakvillar og
tæring hefir stórlega aukizt i
Noregi eftir liernámið. Hefir
þessa einnig orðið vart meðal
flóttamannanna, þannig að
líknar- og hjálparstarfsemi er
miklu umfa'ngsmeiri en hún
myndi hafa verið, ef heilsufarið
hefði ekki stórlega versnað.
Eftir hernám Noregs
streymdu norsku skipin til
Bretlands og er talið að þangað
liafi leitað um 90 af hundraði
af siglingaflotanum öllum. Hef-
ir floti þessi verið Bretum hin
mesta stoð, ekki sízt við oliu-
flutninga. Þótt flotinn hafi
goldið nokkurt afhroð bætast
stöðugt ný skip í hópinn. Öll þau
farið fram, nema „undir ólýð-
ræðislegum kringumstæðum“,
meðan svo stóð, að aðeins mál-
gagn eins flokksins af þeim, sem
við áttust, fékk að koma út með
venjulegum hætti. Hann mundi
þá hætta að ásaka ríkisstjórn-
ina fyrir það, að fresta bæjar-
stjórnarkosningum í Reykjavík,
en gagnrýna hana að sama skapi
fyrir það, að láta kosningar fara
fram í Hafnarfirði.
a
fljótandi för, sem þvi hafa getað
við komið, liafá snúið stefni frá
.Noregi og haldið til Bretlands
eða. annarra landa, þannig að
Þjóðverjar hafa óverulegan
norskan skipakost í þjónustu
sinni.
Afrek Norðmanna á siglinga-
flota sínum í þessari styrjöld
eru ótalin og verða ekki rakin
hér, en vekja má athygli á þvi,
að tekjurnar af siglingunum er
sú stoðin, sem heldur uppi her-
kostnaði Norðmanna og allri
starfsemi þeirra í þágu þjóðar
og föðurlands. Til Bretlands
hafa leitað tugþúsundir Norð-
manna, og er þar nú norskur
her vel búinn að vopnum og
vistum, auk þess liðs, sem
skyldustarfa gætir í öðrum
löndum og á sjónum.
Engrar bölsýni gætir meðal
Norðmanna. Þeir vita, að dagur
lausnarinnar nálgast og að þjóð-
in öðlast sjálfstæði sitt að nýju.
*
Síra J. F. Kruse er miðaldra
maður og kunnur þjónn kirkju-
legrar starfsemi í Noregi. Veitti
hann þar forstöðu kristilegum
skóla um langt skeið, en síðustu
6 árin liefir liann verið þjón-
andi prestur á Svalbarða. Þar
munu liafa dvalið um 1000
Norðmenn, sem þaðan voru
fluttir á síðasta ári, og liöfðu
liér nokkra viðdvöl. B. Inge-
brigtsen hefir hinsvegar dvalið
í Bretlandi, aðallega i London,
frá þvi er styrjöldin hófst og
unnið í þágu Norðmanna þar.
Ætlun þeirra félaga er að
beita sér fyrir því, að komið
verði upp hér í bænum sam-
komustað fyrir Norðmenn, þar
sem þeir geti setið og gert ým-
islegt sér til dægradvalar, auk
þess sem fyrirlestrastarfsemi
verður þarna rekin og margs-
konar fræðsla i té látin. Auk
þessa er ætlunin að gefa út lítið
blað til þess að tengja Norð-
menn hér traustari böndum og
veita þeim ýmsar upplýsingar,
er þá varðar sérstaklega.
Allar fjárveitingar til starf-
seminnar liér lætur stjórnin i
London í té.
Ameuskt varðskip skotið
tundurskeyti 35 mílur frá
Reykjavík.
íslenzkip vélbátar björguóu morgum
af skipsböfninni.
k 1-15 e. hád. þ. 29. janúar síðastliðinn var amerískurstrand-
gæzlubátur (coast-guard cutter) hæfður tundurskeytivest-
ur af Höfhum, um 35 mílur frá Reykjavík. Fórust 33 menn af
skipinu, fimm þeirra af brunasárum eftir að þeir höfðu verið
lagðir í sjúkrahús hér.
Skipið — Alexander Hamil-
ton — var á leið hingað til lands,
er þetta vildi til. Hafði ferðin
gengið tilbreytingarlaust og áttu
skipverjar þess sízt von, að liætt-
an mundi leynast svo nærri
landi.
Tundurskeytið hæfði vélar-
rýmið og stöðvaðist skipið strax.
Tuttugu og átta menn fórust við
sprenginguna eða á leið til lands
og margir skaðbrenndust af
gufunni, er katlarnir sprungu.
Voru alls áttatíu menn fluttir í
sjúkrahús, sumir mjög illa
leiknir.
Strax þegar skipið hafði verið
hæft, var skotið tveim .skotum
af fallbyssum skipsins, til þess
&ð draga að sér athygli.
Vélbáturinn Aldan frá Seyð-
isfirði var á leið til lands um kl.
3, þegar formaðurinn varð var
við björgunarbáta skammt frá.
Breytti hann þá um stefnu og
fór til móts við þá. Voru þarna
fjórir bátar. Einn þeirra var á
livolfi og héngu 12 menn á kili
eða utan á bátnum. Tókst skip-
verjum á Öldu að bjarga þess-
um mönnum og einnig mönn-
um úr einum hinna bátanna,
t
þrátt fyrir versnandi veður, en
um það leyti bar þarna að v.b.
Haka úr Vogum og Freýju úr
Njarðvíkum, sem björguðu
mönnunum úr hinum bátunum.
Aldan og Haki fluttu þá menn,
sem þeir björguðu, til Keflavik-
ur og bjuggu læknar þar um
sár þeirra, þar til amerískt
hjúkrunarlið kom á vettvang.
Freyja fór hinsvegar til Reykja-
víkur með sína menn. Alls voru
þetta um 80 menn, sem þessir
bátar björguðu.
Reynt var að draga Alexander
Hamilton til hafnar, því að skip-
ið sökk ekki strax, en það reynd-
ist ógjörningur, vegna þess,
hversu það hallaðist og sökktu
amerísk herskip því með skot-
hríð.
Amerískir tundurspillar hófu
leit að kafbátnum og vörpuðu
fjölda djúpsprengja útbyrðis.
Hefir ekki verið tillcynnt, að
kafbátnum hafi verið grandað,
en það, að Þjóðverjar tilkynntu
ekki fyrr en í gær, að Alexander
Hamilton liafi verið söldct, virð-
ist benda til þess.
BæjáP
fréttír
Gullna hliðið
vtjrður sýnt annað kvöld.
Hjónaefni.
Nýlega hafa opinberatS trúlofun
sína ungfrú Adda Þorvaldar, Þorv.
Sigurðssonar útgerðarmanns í Ól-
afsfirði, og Jóhannes Elíasson stud.
jur.
Meinleg prentvilla.
Herra ritstjóri. Þar eð meinleg
prentvilla hefir slæðzt inn í hina
»Þar sem að bárur
brjóta hval á sandi«
Einhver kamarelskur krábull-
ari, sem kallar sig „Skugga“,
hefir í Sunnudagsblaði Vísis í
gær vikið svo fávíslega að ofan-
skráðum orðum í Hulduljóðum
Jónasar Hallgrimssonar, að
skylt er að víta það. Hann
hneykslast á því, að í útgáfu
Menningarsjóðs af kvæðum
Jónasar hefir þarna verið fylgt
skýru liandriti skáldsins sjálfs,
svo sem gert hefir verið i tveim
fyrstu útgáfum og i útgáfu
Matthíasar Þórðarsonar, en
ekki tekin upp tilgátan „hvel“
fyrir „hval“, sem bæði er ritað
svo i uppkasti með blýanti og i
uppskrift með bleki. Fer þá að
verða vandi að gefa Ijóð út, ef
ekki má fvlgja skýru eiginhand-
arriti, þó að bæði mál og hugsun
sé rétt og auðskilið. Litum á
vísuna:
Hvað er í heimi, Hulda,
líf og andi?
Hugsanir drottins
sálum fjær og nær,
þar sem að bárur
brjóta hval á sandi,
í brekku þar sem
fjallaljósið grær,
þar sem að háleit
liugmynd leið sér brýtur.
Hann vissi það,
er andi vor nú lítur.
Skáldið spyr ,hvað líf og andi
sé í heimi þessum, og svarar, að
það sé liugsanir drottins; hvort
sem þær eru sálum mannanna
fjar^kyldar eða nátengdar;
hugsanir drottins birtist jafnvel
þar sem að bárur brjóta lival á
sandi, þar sem blómið grær í
brekkunni og þar sem liáleit
hugmynd brýzt fram i huga
manns. Þetta liafi Eggert Ólafs-
son vitað.
Skáldið bregður upp tveimur
andstæðum myndum úr rikí
náttúrunnar, annarsvegar sjáv-
arströndinni, þar sem náttúru-
öflin eru að brjóta niður það,
sem lífið liafði byggt upp, hins
vegar brekkunni, þar sem lífið
birtist í mynd hins gróanda
blóms, og loks bendir hann é
liuga mannsins þar sem háleit
hugmynd er að koma til vitund-
ar. Með öðrum orðum: Skáldið
finnur „liugsanir drottins“,
hvort lieldur er í störfum hinn-
ar ólífrænu eða lífrænu nátt-
úru eða mannssálarinnar.
Þeir, sem þykjast eitthvað
geta, aéttu að reyna speki sina
á öðru en því að „betrumbæta“
kvæði Jónasar Hallgrímssonar
og fyrst og fremst á þvi að skilja
þau.
23. febrúar 1942.
Guðm. Finnbogason.
stóru fyrirsögn yfir samtali blaðsins
við mig, vildi eg biðja yður að leið-
rétta hana á þá leið, að amerískur
skógargróður geti vaxið hér á landi,
ef fræið er réttilega valið (í stað
vatnað). Einnig vildi eg taka fram,
að þar sem þér segið í upphafi
greinarinnar, að skógræktarmálin
færist í betra horf með hverju ári
sem líður og að það sé fyrst og
fremst mér að þakka o.s.frv., mundi
réttara vera að snúa þeirri setningu
alveg við á þá leið, að skógræktar-
málin færist fyrst og fremst í æ
betra horf sakir aukins skilnings og
áhuga almennings, auknum velvilja
og fjárveitingum Alþingis, en hins
vegar er minn þáttur í þessu minni
en skyldi. Virðingarfyllst, Hákon
B jarnason.
Næturlæknir.
Kjartan Guðmundsson, sími 5051,
Sólvallagötu 3. Næturverðir í Ing-
ólfs apóteki og Laugavegs apóteki.
tJtvarpið í kvöld.
Kl. 18.30 íslenzkukennsla, 1. fl.
19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25
Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30
Föstumessa i dómkirkjunni. 21.20
Hljómplötur. 21.30 Minnisverð tið-
iridi (Axel Thorsteinson).