Vísir - 26.02.1942, Page 2

Vísir - 26.02.1942, Page 2
VlSIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 16 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan'h.f. Þegar Stefán Jóhann var utanríkismála- ráðherra. jþ AÐ er eiginlega ósköp leið- inlegt að geta ekki sinnt honutri Jónasi Guðmundssyni neitt verulega, úr því að hann vill endilega fá mann til við sig. En maður getur ekki alltaf ver- ið að brenna sig á sama soðinu. Það er engin ánægja að hrelia Jónas. Hann er svo undur við- feldinn, blessaður pilturinn. Og það er svo vandfarið með hann. Ef maður lábtur sem maður sjái hann ekki, verður hann afskap- lega móðgaður. Ef manni verð- ur á að blaka eitthvað við hon- um, tekur hann það svo nærri sér, að mann sáriðrar eftir öllu saman. Og ef manni verður á — sem stundum er dálítið freist- andi -— að skopast eitthvað að honum, þá er honum öllurn Iok- ið. Þess vegna er eiginlega ekk- ert annað að gera en að láta Jón- as hafa algert „frísprok". Já, og svo er bara eftir að þakka honum greinina í Alþýðublað- inu í gær. Honum til maklegs hróss skal það sagt, að greinin er óvenjulega prúðmannlega orðuð af honum, sennilega ekki meira en svona 10—20 meið- yrði, ef allt er reiknað. Svo er hún aftur svo krölc af „sann- leikskornum“, að hún getur sómt sér vel á livaða jónasar- mælikvarða sem er. * En vel á minnst. Það er eitt atriði í öllu þessu gjálfri Jón- ásar Guðmundssonar, sem ekki er úr vegi að minnast ofurlítið nánar á. Það er alvég rétt, að þess var óskað hér í blaðinu, að Stefán Jóhann léti af störf- um sem utanríkismálaráðherra. Þetta var á að giska misseri eftir liernám Breta á íslandi. Það var ekkert gert Iitið úr hæfileikum Stefáns Jóhanns. Aðeins var á það bent, að ástæður hér á landi hefðu gerbreytzt frá því að hann tók upphaflega við utanríkis- málúnum. Auk þess sem störfin höfðu vaxið mjög, mundi Stef- áni Jóhanni sýnna um, að koma ár siiini fyrir borð við Norður- landábúa en Breta. En hér þyrfti á röggsömum og vel enskumæl- andi manni að halda, og hefði reynsían þótt benda til, að öðr- um manni innan ríkisstjómar- innar hefði orðið fullt eins vel ágengt og St. Jóh., um lausn varidasamra mála. Við ættum að hafa réttan mann á réttum stað, ef þess væri nokkur kost- ur. Þess vegna væri eðlilegt, að Stefán Jóhann afsalaði sér utan- ríkismálunum til |ÓIafs Thors, og tæki aftur við einhverjum þeim störfum, sem betur væri við hans hæfi. Auk þess var á það bent,* að Sjálfstæðisflokkur- inn, sem væri næst stærsti flokk-* ur í stjórnarsamstarfinu, ætti mjög eðlilega kröfu á því, að fá utanríkismálin í sínar hend- ur. — Þetta voru hinar almennu á- stæður, sem fram voru bomar fyrir því, að Stefán Jóhann af- salaði sér .utanrikismálpnum, En við þeíta bættust svo töiuvert þungar sakir, sem ekki verður hjá komizt að rifja upp. Alþýðu- blaðið lá á því lúalagi, viku eftir viku, að brigsla sjálfstæðis- mönnum um nazisma. Á það var bent, að þótt ekki væri venjulega nein ástæða til þess að kippa sér upp við þessi brigsl, stæði nú svo á, að hér réði lög- um og lofum þjóð, sem væri að berjast upp á líf og dauða við nazismann. Hér væri þvi um slík brígsl að ræða, að ekki yrði lengur við unað. Og verknaður- inn væri sérstaklega illkynjaður, þegai- þess væri gætt, að það væri málgagn sjálfs utanrikis- málaráðlierrans, sem bæri þess- ar álcærur fram. Þvi var marg- sinnis beint til Stefáns Jóhanns, með fullkomlega hógværum orðum, að koma í veg fyrir þessa óhæfu í blaði sinu. En þvi fór alls fjarri að nokkuð dragi úr rógnum við þessi til- mæli. Hann fór þvert á móti dagvaxandi. — Alþýðublaðið brígslaði sjálfstæðismönnum um, að þeir héldu hér uppi und- irróðri fyrir þýzka nazista, hefðu gert sig líklega til að rexa fyrir þá njósnir, störfuðu hér sem „fimmta hendeild“ o. s. frv. * Stefán Jóliann var formaður þess flokks, sem gaf Alþýðu- blaðið út. Eftir að hvað eftir annað hafði verið bent á þessar óviðurkvæmilegu ákærur í blaði lians, gat hann ekki skorast und- an ábyrgðinni. • Engum átti að standa nær því en 'utanríkisráðherranum, að bera blak af löndum sínum. En í skjóli hans voru bornar fram svo magnaðar ákærur, að ef trúnaður liefði verið á þær lagð- ur, hefði fjöldi sjálfstæðis- manna átt að dvelja í brezkum fangabúðuin — ef þeir hefðu þá ekki verið skotnir umsvifalaust. Ef gert væri ráð fyrir því, að Bretar legðu trúnað á þessar staðlausu ásakanir, væri fjöldi íslendinga í hættu staddir. Yæri liinsvegar gert ráð fyrir því, að Bretar legðu engan trúnað á þetta, þá væri jafnframt aug- ljóst, að utanríkismálaráðherra, sem léti svona háskalegt og á- byrgðarlaus fleipur viðgangast í sínu eigin málgagni, gæti ekki gert kröfu til þeirrar virðingar og þess trausts, sem stöðu hans bæri. * Hér 'liafa þá verið raktar i sem fæstum orðum ástæðurnar, sem fram voru bornar fyrir því, að Stefán Jóhann ætti ekki að fara lengur með utanríkismálin. Menn geta sjálfir dæint um það, hvort hér hafi verið ráðist á þennan heiðursmann að ósekju, eða hvort framkoma hans hafi verið til að efla heilbrigði i stjórnarsamstarfinu. Svo má aðeins bæta þvi við, að í fyrravor, þegar brezku hernaðaryfirvöldin tóku íslenzk- an þingmann úr þinghelginni og fluttu hann í enska fangavist ásamt tveim öðrum íslenzkum blaðamönnum, var því mótmælt einarðlega hér í blaðinu. Hvem- ig brázt Alþýðublaðið þá við? Nokkrum dögum seinna segir blaðið m. a. á þessa leið: „Hann (Á. J.) veit það sjálfur, að Bret- ar munu láta hvern þann Islend- ing í friði, sem hér er, þó hann sé nazisti, ef sá hinn sami reyn- ir á engan hátt að vinna þeim tjón. Hafi því nazistarnir það vit, sem kommúnistana vantaði, er þeim áreiðanlega engin hætta búin af Bretum“. Og svo bætir blaðið við: „Taki Á. J. sér hinsvegar fyr- ir hendur að espa þessa menn til jafn dólgslegrar framkomu og honum tókst að espa komm- únistana til, hefir hann nú feng- ið sönnur fyrir því, hvernig fara muni“ (Leturbr. hér). Svona talaði málgagn ís- lenzka utanríkismálaráðherrans Stefáns Jóhanns Stefánssonar, nokkrum dögum eftir að þrir íslenzkir menn höfðu verið flutt- „¥ið syngrjnni fyrir okknr sjólt'a'*. M.A.-kvartettinn segrir í ár er M.A.-kvartettinn 10 ára og í tilefni af því heldur hann afmæliskonserta á næstunni — þann fyrsta á sunnudaginn kemur í Gamla Bíó.--------M.A.-kvartettinn hefir á þessum liðnu tíu árum surigið sig inn í hug og hjörtu allrar íslenzku þjóð- arinnar. Hann hefir heillað hana með söng sínum í hljómlistarsölum og útvarpi, fiskhjöllum og bóndabæjum, heillað með svellandi æskufjöri, léttum galsa og framúrskarandi smekkvísi í meðferð söngsins. Þeir fjórmenriingarnir, sem að honum standa, þeir Jakob Hafstein frá Húsavík, Jón Jónsson frá Ljárskógum og Steinþór og Þorgeir Gestssynir frá Hæli, eru allir stúdentar, og þeir hafa tekizt það sanna stúdentahlutskipti á heridur, að vekja fögnuð og gleði, hrifningu og gáska, hvar sem leiðir þeirra hafa legið um. - ** Eg sæki M. A. kvartettiim lieim í Tjarnargötu 10 A. —- Iievndar fullyrða meðlimir kvartettsins sjálfir, að það sé ekki heimili hans, heldur sé það annaðhvort norður í Menntaskóla Akureyrar, þar sem kvartettinn var stofnaður, eða þá að Hæli í Hreppum, en þar var grundvöllurinn lagður að öllu framtíðarstarfi og skipu- lagi kvartettsins, og við báða þessa staði er forsaga hans nán- ast tengd. En núna bíða þeir uppi í her- bergi einu i Tjarnargötu 10 og híða eftir „síra Bjarna“. I fyrst- unni botnaði eg ekkert í því, hvaða erindi „síra Bjarni“ ætti við þá félaga, hvort hann þyrfti að tala á milli þeirra eins og ó milli gamalgiftra, geðvondra hjóna, því ekki sá eg nein merki þess að hann þyrfti að gifta —- og því síður að skíra. Og dauður var enginn í neinni merkingu þess orðs. En þegar „sira Bjarni“ birtist í dyrunum, var hann með nótnahefti undir hendinni og þrætti harðlega fyrir að vera Jónsson eins og eg hafði búizt við, heldur kvaðst hann vera Þórðarson, og það var langur vegur frá, að hann væri nokkuð séralegur í framan. Og nú tóku þeir til að spila og sjmgja svo að glumdi í öllu húsinu. „Síra Bjarni“ var að vísu geðvondur yfir því að þarna skyldi vera gestur — liann kynokaði sér þó við að skamma söngmennina eins mikið og hann lysti — en út frá þeirra sjónarmiði var það ofur skiljanlegt, að þeir vildu liafa sem oftast gesti á söngæf- ingum. í hléunum, þegar söngmenn- irnir vörpuðu^ mæðinni og þurrkuðu sveitta skallana gat eg spurt þá einnar og einnar spurningar á strjálingi. Meðal annars kemst eg að raun um það, að það var vetur- ir úr landi í brezkar fangabúðir. Finnst mönnum ekki til um þj óðernistilfinninguna, góðvild- ina og metnaðinn? Og svo kemur aumingja sak- leysinginn, hann Jónas Guð- mundsson í Alþýðublaðinu í gær og skorar á Á. J. að „nefna þess dæmi“, að Alþýðuflokkurinn hafi nokkurn tíma sýnt óheil- indi í samstarfinu — og klykkir út með því að Á. J. eigi nú „að biðja Alþýðuflokkinn opinber- lega fyrirgefningar á framkomu sinni í hans garð meðan sam- starfið stóð yfir, og taka aftur allar álygarnar og ótugtarhátt- inn(H), sem hann sýndi, allan þann tíma sem samstarfið átti sér stað“H Nei, það fer eins og fyrri dag- inn. Jónas Guðmundsson verð- ur að hafa „frísprok". Það fær enginn sig til að tala við hann eins og aðra menn. ct M.-A.-kvartettirin fyrjr 10 árum. inn 1932—33 sem þessir ungu menn hittust í fyrsta skipti, norður í Menntaskóla Akureyr- ar. — Venjulega er það augna- tillit, fas og framkoma, eða líkamsfegurð sem dregur pilt og stúlku hvort að öðru — en í þessu tilfelli voru það hljóðin, sem drógu þessa fugla hvorn að öðrum, og ó hljóðunum hafa þeir hangið saman i heil tíu ár. „Það var ekki langt liðið á veturinn þegar við byrjuðum að syngja á skólaskemmtunum, þ. á. m. á útvarpskvöldi skól- ans síðari hluta vetrar. Við vorum tveir stúfar og tveir slánar, og á fyrstu skemmtuninni sem við „tróðum upp“, sungum við með skóla- húfurnar. En annaðhvort höf- um við eða húfurnar farið í taugarnar á kerlingunum, því þær sögðu að við værum drabb- aralegir. Þetta varð til þess að við gengum almennt undir nafninu „drabbarar“ upp frá þessu. Þá var það, sem við björguðum heiðri okkar með því að gangast undir skírn — og kalla okkur M. A. kvartett. Upp frá því leyfði enginn sér að kalla okkur „drabbara“. Annars var ekki hægt að segja að M. A. kvartettinn væri fæddur á Akureyri — enda þótt hann væri skírður þar. Hann fæddist ekki fyrr en í febrúar- mánuði 1935 austur á Hæli — heimili þeirra bræðra Steinþórs og Þorgeirs. í þann tíma voru þeir Jón og Jakob innritaðir á Háskólann, en heimsóttu bræð- urna austur, dvöldu hjá þeim í hálfan mánuð og lögðu þar — allir fjórir í sameiningu — grundvöllinn að framtiðar- starfi kvartettsins. Og svo komum við í bæinn — fullir af vonuni og fullir af kvíða. — Það er vafasamt hvort nokkurir fjórir menn hafi skolf- ið jafn átakanlega í takt — eins og við, dagana áður en við héld- um fyrsta samsönginn okkar. — Annars áttum við það velvikl þeirra bíóstjóranna, Bjarna Jónssonar og Guðmundar Jens- sonar að þakka, að við réðumst í að halda konzert. Við bjugg- umst ekki við hálfu húsi — en við fylltum það sjö sinnum. Á þessum söngskemmtunum höfðum við ekki annað hljóð- færi til að styðja okkur við — en tónkvíslina. Eftir það spannst sá orðrómur út að Steinþór Gestsson — hann var, vel að merkja, söngstjórinn — hefði með sér blýant á konsertana til að klóra sér með á bak við eyr- að. Það var „Visir“ sem varð til þess, fyrst allra blaða, að gera okkur „ódauðlega“, með því að geta tilveru okkar, með smá- klausu i bæjarfréttum 16. febr- úar 1935, eða daginn óður en við sungum í fvrsta sinni hér í höfuðstaðnum. Þar segir m. a. að við séum „ágætlega samsungnir, höfum hreinar og frískar raddir, og umfram allt æskufjör“. — Þetta kom eins og sólargeisli í kvíðahörmungum okkar, enda bjuggumst við þá fastlega við, að þetta yrði eina lofið sem um okkur yrði sagt. — Það fór þó á annan veg, en á það viljum við ekki minnast neitt nánar.“ „Hvaða lög sunguð þið aðal- lega ?“ „Bellmannssöngvarnir voru undirstaðan að okkar söngstarfi og í miklum meiri hluta á fyrstu konsertunum. Seinna hefir breyting orðið á þessu og Bell- mann sálugi orðið að rýma fyr- ir öðrum tónskáldum. Ekki af þvi, að þeir hafi allir tekið hon- um fram, heldur til að auka fjölbreytnina í söngskránni. — Við erum búnir að halda um 100 söngskemmtanir alls og á þeim öllum hefir hann „Gamli Nói“, þessi hérna guðhræddi og vísi, verið okkur tryggastur förunautur. Það er eina lagið, sem aldrei hefir fallið úr á nein- um konsert.“ „Þið hafið sungið'víðar en í Reykjavík?“ „Já, eitt sinn fórum við vest- ur og norður um land í söngför Það var í nóvembermánuði 1935. Þá,sungum við á ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Dalvik og Húsavík — oftast með sjósótt.“ „Var það af kveifarskap, eða vai* vont í sjóinn?“ „Biddu sannan fyrir þér! Veðrið var svo hryllilega vont, að við vissum sjaldnast hvort við vorum ofansjávar eða neð- ansjávar. Þrátt fyrir það stóð- um við okkur eins og hetjur, og þegar til ísafjarðar kom, voru ekki nema tveir lagstir. 1 Jakob féll síðastur, enda hafði hann þefað af sjó alla sína ævi j og stundum róið út á höfnina í Húsavík þegar gott var veður. j Þegar kom út með Stigahlíð- inni fékk Jakob skyr að borða —- gulgrænt graðhestaskyr, kekkjótt og súrt — og þá þoldi liann ekki lengur mátið. Hann kastaði upp, okkur hinum, sem veikari vorum, lil ólýsanlegrar ánægju. Sem dæmi upp á veðráttufar á þessari leið, má geta þess, að fró Akureyri til Húsavíkur vor- um við 14 klukkustundir á leið- inni. Þegar við komumst loks til Húsavíkur, var búið að af- lýsa konsertinum og það átti að fara að snúa honum upp í minn- ingarathöfn um okkur, þar eð allir töldu víst, að skipið hefði farizt á leiðinni. Þarna sungum við samt, 15 mínútum eftir að við stigum á land, ekki samt sem englar við útför okkar sjálfra, heldur lif- andi með holdi og blóði, en gul- grænir í framan — eins og skyr- ið sem Jakob át — af sjósótt, og með svo mikla sjóriðu, að við urðum að styðja hvorn ann- an á söngpallinum. — Annars eigum við það móttökum og veitingum sýslumannshjónanna á Húsavík að þakka, að þessi konsert var haldinn um kvöldið. í þessari söngferð gerðist það, sem annars kemur aldrei fyrir okkur — við rifumst. Það var ó Dalvík, og svo var mál með vexti, að i síðasta laginu á und- an fyrsta hleinu, fór einn okkar út af laginu. Þetta getur komið fyrir beztu menn, enda allt í lagi ef þetta hendir ekki nema eina sál — en að þessu sinni varð almenn truflun hjá öllum söngmönnunum og það var með naumindum að komizt varð hjá stórri hneisu. En sagan er ekki öll úti enn. Svo er málum háttað, að þarna á Dalvík var tjald dregið fyrir söngpallinn, meðan á hléunum stóð. Og nú hnakkrifumst við eins og grimmir hundar ó bak við tjaldið, í áheyrn allra gest- anna, enda mun þetta í þeirra eyrum hafa verið skemmtileg- asti liðurinn á skemmti- skránni.“ „Hafið þið ferðast viðar í söngerindum ?“ „Já, ekki megum við gleyma fiskhjallinum i Sandgerði eða Borgarfjarðarförinni sællar minningar, þegar við héldum f jóra konserta á einum degi. Þá ferð fórum við í nóvem- bermánuði, eins og yfirleitt aðrar slysaferðir okkar. Við ókum í bíl frá Akranesi, sung- um í Reykholti, Hvanneyri og Borgarnesi um daginn og vorum búnir að auglýsa konsert kl. 11 um kvöldið ó Akranesi. En á leiðinni þangað festist bíllinn í lækjarsytru undir Hafnarfjalli og vegna þess að hörkufrost var á, fraus allt hafurtaskið fast, nema við, sem í bílnum sátum. Við komuriist við illan Ieik heim að Höfn úm miðja nótt, kaldir, svangir, þreyttir og úrillir — og þar héldum við konsertinn um nóttina, þann sama, sem við höfðum ákveðið að halda á Akranesi kl. 11 úm kvöldið. Þar fengum við Ííka þakklátasta og bezta publikum sem við höfum nokkurntíma fengið. — Það var Pétur bóndi í Höfn.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.