Vísir - 20.03.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 20.03.1942, Blaðsíða 3
VÍSIR un Yið því, sem heilladísir þessa lands hvísla að hverjum þeim, sem eyru liefir að heyra: Þið eigið allir að sættast, annars svíkið þið landið, ykkur sjálfa og miðja ykkar! * Það, sem eg hefi hér reynt að segja, er mér svo mikið al- vörumál, að eg skal fúslega við- urkenna, að mér sé algerlega of- aukið í íslenzkum stjórnmálum, ef enginn tekur mark á því. Eg læt mér í léttu rúmi liggja, þótt mér sé brigslað um, að eg hafi reynt að spilla samstarfinu und- anfarin ár. Eg hefi ráðizt á tog- streituna, óheilindin, tilhliðrun- arleysið og sundrunguna í rík- isstjórninni og innan samstarfs- flokkanna. Með þessu hef eg af fremstu getu reynt að styrkja samstarfið, en eklíi spilla þvi. Að endingu vil eg segja örfá orð við flokkssystkini min. Eg fer ekki dult með þá skoðun, að eg hef ekki mikla trú á að það samstarf, sem nú er hafið milli Framsóknar og sjálfstæðis- manna, geti átt sér langan ald- ur. Sjálfstæðisflokkurinn á að vera flokkur allra stétta. Það liggur í hlutarins eðli, að slikur flokkur getur ekki til langframa verið í einhliða sainvinnu við neinn stéttarflokk. Þetta var við- urkennt i haust af öllum for- ystumönnum Sjálfstæðisflokks- ins. Má í því sambandi sérstak- lega vitna til ummæla Bjarna borgarstjóra og Ólafs Thors, svo ekki sé verið að bera fyrir sig menn af verri endanum. * Við sjáum fram á hin mestu atvinnuvandræði að ófriðnum loknum. Ekkert er okkur hættu- legra en það, að óbrúanlegt djúp staðfestist milli atvinnurekenda i og launþega. Það vérður nógu i erfitt að varast slysin, þegar þús- i undir manna standa allt í einu | uppi auðum höndum, þótt þess- um mönnum sé ekki gefin nein átylla til að óttast, að ekki sé fyllilega séð fyrir þeirra hlut. Og þá verður áreiðanlega nóg til af ábyrgðarlausum lýð- skrumurum, þótt ekki sé amast við að allir flokkar taki á sig áhyrgð á stjórn landsins, ýmist með beinni þátt-töku, eða hlut- leysi, — ef þeir fást til þess. Ef svo skyldi fara, að Alþingi kæmist að þeirri niðurstöðu, að „styrjöldinni -sé lokið“, verður lausn kjördæmamálsins ekki slegið á frest. Sjálfstæðisflokk- urinn liefir bundizt svo í það mál, að enginn þingmaður lians getur lengur talið sig til flokks- ins, ef hann bregzt þeirri skyldu, að reyna að jafna metin milli flokkanna með einhverju móti. Ef kosningar eiga því fram að fara, verður að búast við harð- vítugri kosningabaráttu en þekkzt hefir siðan 1931. Finnst mönnum högum okk- ar svo komið, að leggjandi sé i slíkáá innanlandsófrið? Eigum við ekki fyrst að ganga úr skugga um, hvort ekki er hægt að koma á nýju samstarfi, ein- lægara, haldbetra og víðtækara en það, sem nú hefir rofnað? Á. J. Stærsta tímarit landsins I|d0afdl TlMARIT UM BÓKMENNTIR OG ÖNNUR MENNINGARMÁL. Útgefandi: Helgafellsútgáfan. RITSTJÓRAR: Magnús Ásgeirsson — Tómas Guðmundsson. EFNI 1. heftis: Inngangsorð. Umhorf (Jón Magnússon fil. cand.). Uppruni íslenzkra skáldmennta (Barði Guðmundsson). Stefan Zweig látinn (M. Á.). Bréf til látins manns, ljóð (T. G.). Eldhnötturinn og eldfjallið (Gunnar Gunnarsson). Ef . .. . ljóð (Rudyard Kipling M. Á. ísl.). Georg Brandes. Aldarminning (Sverrir Kristjánsson). Farandriddari, ljóð (G. Brandes. M. Á. ísl.). Léttara hjal: Úr einu í annað. Hamingjan og eg, ljóð (Steinn Stehiarr). Þrjú stef (Nils Ferlin, M. Á. ísl.). Bókmenntir. Bækur og bókagerð. Maðurinn og máttarvöldin. Sambúð Ijóðs og hstar. Meistari, sem þyrfti að endurfæðast. Draumur og jörð. HELGAFELL kemur út einu sinni á mánuði. Fyrir sumarmán- uðina júní, júlí og ágúst kemur tímaritið í einu lagi. Áskiftarverð þessa árgangs er kr. 40.00. í lausasölu kostar hvert venjulegt liefti kr. 5.00. Þeir, sem óska að gerast áskrifendur, hringi í síma 2864 og fá þeir þá ritið/sent heim þegar í stað. — Ennfremur verður tekið á móti áskrifendum í Blaðabúðinni, Austurstræti 12, á afgreiðslu timaritsins, Garðastræti 17, og í bókabúðum Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Geri§t á§krifendnr frá npphafi Undirritaður óskar að gerast áskrifandi að tímaritinu Helgafell. v Nafn Heimilisfang. Tímaritið HELGAFELL, Garð. 17, Box 263. FÉLAG MATVÖRUKAUPMANNA. Aðalfundur í kvöld kl. 81/2 í Kaupþingssalnum. Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRNIN- Eldhnsva^kar eru komnir. Pantaðir vaskar óskast sóttir strax. J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN. Afgr. og skrifst. Bankastræti 11. — Sími 1280. / / ardvalarnefnd hefir opnað skrifstofu í barnaskólum bæjar- ins, Austurbæjarskólanum, Laugarnesskólan- um, Miðbæjarskólanum og Skildinganesskól- arnim, sunnudaginn 22. marz og mánudaginn 23. marz frá kl. 10—12 og 14—17, þar sem tekið verður á móti umsóknum um fyrir- greiðslu vegna þeirra sem ekki geta sjálfir komið börnum sínum í sveit. Auglýsing / frá rikisstjórninni Þar sem ófriðarhættan hér er nú að áliti hern- aðaryfirvaldanna sízt minni en síðastliðið sumar, þykir nauðsynlegt að sem flestum* börnum verði komið úr bænum, svipað og þá var gert, jafnskjótt og fært þykir. Er því brýnt fyrir öllum foreldrum, er hug hafa á þessu, að leitast við að útvega börnum sínum hið fyrsta dvalarstað í sveit. Þeir, sem eigi hafa tök á slíku, en vilja hinsvegar koma börn- um sínum úr bænum, ættu að leita fyrir- greiðslu sumardvalarnefndar. Enn er eigi ákveðið hvenær brottflutningur barna hefst, en foreldrum er eindregið ráð- lagt, að búa börn sín nú þegar til brottfarar- innar, svo að tafir þurfi eigi að verða af þeim sökum. Aðalfundir í deildum KRON í Reykjavík verða sem hér segir: Deild 3: í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 22. marz, kl. 2 e. h. — 5: í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 22. marz, kl. 5 e. h. — 16: á Skólavörðustíg 12 sunnudaginn 22. marz, kl. 2 e. h. — 7: á Skólavörðustíg 12 sunnud. 22. marz, kl. 8.30 e. h. — 10: í Barnaskóla Skerjafjarðar, þriðjudaginn 24. marz, kl. 8.30 e. h. — 9: í Baðstofu iðnaðarmanna þriðjud. 24. marz, kl. 8.30 e. h. — 8: í Baðstofu iðnaðarmanna miðvikud. 25. marz, kl. 8.30 e. h. — 2: á Skólavörðustíg 12 fimmtud. 26. marz, ld. 8.30 e. h. — 1: í Baðstofu iðnaðarmanna föstudaginn 27. marz, ld. 8.30 e. h. —■ 11: á Skólavörðustíg 12 laugard. 28. marz, kl. 8 e. h. — 6: í Baðstofu iðnaðarmanna mánudaginn 30. marz, kl. 8.30 e. h. — 4: i Baðstofu iðnaðarmanna þriðjudaginn 31. marz, kl. 8.30 e. h. Nkórnir segja til um hvort þér gangið vol eða illa klæddur. KIWI, liinn frægi, easfei skóáburður tryggk- yðui' si- glansandi skó. Notið eingöngu KIWI- skóáburð. V eitingaskálinn við Gnllfosi fæst til leigu næsta sumar. — Uppl. á Hótel Hafnarfjörður, Hafn- arfirði, njilli kl. 20—22 síðd. — Ekki svarað í sima. Auglýsing Samkværat heimiid í 5. gr. bráðabirgðalagá nr. 1, 8. jan. 1942, er hér með bannað að leggja meir á eftirtaldar vörur í heildsölu og smásölu en gert var i árslok 1941: Vefnaðarvörur og fatnaður Jivers konar sem er. Skófatnaður, hvers konar sem er. Samkvæmt tilvitnaðri lagagrein er gerðardóm í kaup- gjalds- og verðlagsmálum þó heimilt að fejignum tillög- um verðlagsnefndar að úrskurða um breytingar á álagningunni og ákveða hana að nýju. Viðskiptamákaráðuneytið, 19. marz 1942- EYSTEINN JÓNSSON. Torfi Jóh&nnsson. Veiði I I enn 1 Við höfum ennþá nokkrar góðar laxa- og silunga- stengur fyrir flugu og spinping. Ennfremur veiðihjól, 4 teg., línur o. fl. V eiðiflugugerdin Brávallagötu 46. Sími 2496. Bflrherrys-ftenairakkiirRir eru komnir. Ennfremur úrval af liarlmannafötnin Vefnaðarvöruverzlun — Austurstræti. Jarðarför systur minnar Sigrídar G. Sigurðardóttur fer fram frá dómkirkjunni laugardaginn 21. þ. m. og hefst með liúskveðju á heimili okkar, Kirkjustræti 6, kí. 1 e. h. Reykjavík, 20. marz 1942. Kristín Sigurðardóttir. Innilegar þalckir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður minnar, Elísabetar Wathne F. li. ættingja. Otto Wathne.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.