Vísir


Vísir - 21.03.1942, Qupperneq 1

Vísir - 21.03.1942, Qupperneq 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. haeð). Ritstjórl 1 Blaðamenn Síml: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, laugardaginn 21. marz 1942. 45. tbl. Viðsjár ]pir ueröa Oriklir lií fiiipseyjm. með Rúmenum og Ungverjum. Vaxandi andúð gegn kröfum Hitlers. Búlgarar sagðir hafa fallizt á að senda tíu herfylki til austurvíg- stöðvanna. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fregnirnar, sem berast frá Balkanskaga, eru að mörgu næsta óljósar, og erfitt að átta sig fylli- lega á öllu, sem þar er að gerast, en eftir því sem næst verður komizt af þeim, sem bezt skilyrði hafa til að fá nokkurnveginn i^éttar fregnir þaðan, það er stjórnmálamönnum og fréttariturum í Ankara, eru við- sjár miklar með Rúmenum og Ungverjum. Mikil og vaxandi andúð er í Rúmeníu gegn kröfum Þjóðverja, en Búlgarar hafa ekki árætt að spyrna lengur gegn kröfum Þjóðverja, og hafa lofað að senda .10 herfylki til austurvígstöðvanna eða upp undir 200.000 manna lið. Utanríkismálaráðherra Rúmeníu hélt fyrir skemmstu mikil- væga ræðu í Búkarest. Þegar ræðan var flutt var komið fyrir gjallarhornum á götum borgarinnar, til þess að menn gætu hlýtt á ræðuna, og kváðu margsinnis við fagnaðaróp, er ræðan var flutt. En ráðherrann ræddi sambandið við Ungverja og kvað Rúmena hafa varðveitt friðinn við þá vegna þess, að þeir voru aðilar að vopnahléi við þá, og þrátt fyrir það, að Rúmenar hefði borið mjög skarðan hlut frá borði og að Rúmenar í Transylvaníu sættu ofsóknum af hálfu Ungverja, hefðu þeir haldið friði við þá. Varaði ráðherrann Ungverja við afleiðingum frekari ýfinga. Gullu þá við fagnaðaróp á torgunum. segir MacArthur. Curtin: Vér náum aft- ur öllu, sem vér höfum misst. MacArthur., yfirhershöfðingi handamanna í Ástralíu og á Fil- ippseyjasvæðinu, veitti hlaða- mönnum áheyrn í gær, í fyrsta sinn eftir komuna til Ástralíu. Curtin forsætisráðherra var við- staddur. MacArthur kvaðst liafa fengið fyrirskipun um það frá forsetanum, að „brjótast í gegn frá Baatanskaga og Cor- regidorvirki“ og fara lil Ástralíu til þess að undirbúa sókn af liálfu Bandaríkjanna, — og væri það eitt höfuðmarkmið liennar, að ná aftur úr liöndum Japana öllum Filippseyingum. „Eg komst hingað heilu og höldnu, og sá timi kemur, er eg fer aftur til Filippseyja“, sagði hann. — Curtin tók undir það, sem Mac- Arthur sagði, og bætti við: „Vér munum halda þvi, sem vér enn höfúm, og ná aftur öllu Jþvi, sem, vér höfum misst.“ Aðrai’ fregnir varðandi :stríðið gegn Japönum. Engar stórorustur hafa enn verið háðar i Burma, en húizt <er við að Japanar hefji sókn inikla þá og þegar. Stillwell, liershöfðingi frá U.S. A., sem hefir tekið við stjórn 5. >og ö. herjanna í Burma, sagði í 3»ær, að hann hefði á hendi yfir- Ætjórn alls herafla U.S.A. í Ind- landi, Burma og Kína. Dr. Ewert, ástralski ráðherr- ann, er nú kominn til Washing- ton. Mr, Casey, sendiherra Bandarikjanna í Washington, fór til Kyrrahafsstrandarinnar, 111 þess að taka á móti dr. Ewert. Mr. Casey sagði við blaða- menn: „Vér munum hindra öll áform Japana að ná fótfestu í Ástraliu. Það verður erfitt, en oss mun takast það.“ Dr. Ewert á að ræða hin mik- ilvægustu mál við stjórnina í Washington. Ford, hermálaráðherra Ást- ralíu, fór i gær i fyrstu heim- sökn sína í amerískar lierbúðir i Ástralíu. Tirpitz, Admiral Scheer og Prinz Eugen liggja á Þrándheimsíirði. Tilkynning var birt í London í gær þess efnis, að brezkar flug- vélar í könnunarflugi liefði komizt að raun um, að þýzku herskipin Tirpitz, Admiral Scliee* 1- og Prinz Eugen liggja nú á Þrámlheimsfirði. Kunnugt er, að beitiskipið Prinz Eugen er lask- að. Tekið var fram í tilk., að sam- kvæmt upplýsingum frá norsk- Undir þessa ræðu taka nú rúmensku blöðin í kór. Eins og jnenn muna voru það Þjóðverj- ar, sem „leystu“ deiluna milli -Ungverja og Rúmena, en Rúm- enar hafa alla tíð unað lausninni illa, og þó verst, að Ungverjar hafa komið lirokalega fram við Rúmena í Transylvaníu og heimta liana alla. Þá segja Rúmenar, að Ungverjar hafi sloppið hlutfallslega miklu bet- ur en Rúmenar í styrjöldinni, en þeir hafa látið Þjóð- verja fá meira lið, og manntjón Rúmena er margfalt meira en Ungverja. Er manntjón Rúmena svo mikið, að ný andúðaralda hefir risið um allt land gegn því, að þeim verði látið hlæða frekara. í mótmælaskyni gegn frek- ari liðssendingum sagði yfir- maður rúmenska herforingja- ráðsins af sér nýlega og vegna andúðar -jsinnar hafa margir rúmenskir herforingjar og aðr- ir háttsettir foringjar ýmist sagt af sér eða verið sendir heim. Þá eru Rúmenar gramir yfir því, að Þjóðverjar liafa hirt svo mik- ið af hveiti og matvælum, að Rúmenar, ein af mestu korn- framleiðsluþjóðum lieims, hefir orðið að taka upp hi-auð- skömmtun, og er Þjóðverjar gerðu enn frekari kröfur fyrir skemmstu um aukið hveiti- magn frá Rúmeníu, sagði land- búnaðarráðherrann af sér. — Leiðtogar tveggja helzlu flokka landsins hafa lýsjt yfii*, að það geti ekki verið mikil von um fullnaðarsigur Hitlers, ef úrslit- in velti á þvi, að hann fái nokkur herfylki frá Rúmeníu. Kemur hér enn fiam, að rúmenska uin, sérfróðum mönnum í London, væru engin skilyrði til þess að draga herskip af þess- um stærðum á land til viðgerðar í Þrándheimi. þjóðin er stöðugt meira uggandi um si'nn hag, .vegna þess, að trú- in á sigur Hitlers er hratt dvín- andi. Það liggja ekki enn fyrir hendi neinar áreiðanlegar upp- lýsingar um hversu mikils liðs Hitler hefir krafizt af Rúmen- um, Ungverjum, Itölum og Búlgörum, en það er ekki dreg- ið i efa, að hann hefir heimtað lið frá þeim öllum til vorsókn- arinnar, og að þær hafa allar streitzt gegn þessum kröfum, en ahnennt búast menn við, að þær neyðist til þess að verða við kröfum hans, því að Þjóðverjar hafa i rauninni allt í járngreip- um sinum i þessum löndum. Aðeins eitt gæti veitt þeim þrek til þess að risa upp og liafna kröfunum: Að Rússum tækist að ná úr greipum Þjóðverja snarlega hinum mikilvægu víg- girþi borgum, sem Hitler ver nú af öllu kajjpi, Smolensk, Orel, Kursk, Kharkov og Taganrog, en’ef hann missti þær, eru likur til, að vorsóknai áform hans fari út um þúfur. FRÉTTIR í STUTTU MÁLI. Sir Stafford Cripps kom til Kairo i gær á leið til Indlands. 1 Með honum var varaforseti bi*ezka alríkisherforingjaráðs- ins. Ræddu þeir í gær við her- leiðtoga Breta í Kairo og brezka landstjórann, egipzka ráðherra o. s. frv. Stillwell herforingi Banda- ríkjamanna og Kínverja í Burma, sagði í gær: Vér hættum ekki fyrr en amerískur og kinverskur her er kominn inn i Tokio. Flugvélar bandamanna liafa laskað 3 japönsk skip til, norð- ur af Ástralíu. NpiTiagitai'iuir liæfdn I niark Þegar Þjóðverjar voru í sókn í Rússlándi á s. 1. ári lögðu þeir mikla áherzlu á að sprengja upp þær brýr, sem Rússar þurftu að fara yfir á undanhaldinu. Nú er þessu snúið við, Rússar í sókn, en Þjóðverjar á undan- haldi, svo að nú eru það Rúss- ar, sem spreiigja brýrnar til þess að tefja undankomu ^jóðverja, svo að liægara verði að 'umkringja hójia og sveitir. — A myndinni sést livernig fjórar sprengjur hafa lent á járnbrautarbrú i Yest- ur-Rússlandi. Nauðsyn víðtækrar h j álparstar f semi eftir styrjöldina. Úr ræðu Sir John Russells. Brezki vísindamaðurinn Sir John Russell sagði á ráðstefnu í London í gær, að gera yrði ráð fyrir, að þegar síga færi á ó- gæfuhlið hjá Þjóðverjam myndir jieir neyðast til að hörfa úr hernumdu löndunum, en þeir myndu taka með sér allt, sem þeir gætu, matvæli o. fl. og valda mikilli eyðileggingu. Það verð- ur eitt erfiðasta hlutverkið, sagði Sir John, að bæta úr öllum hörmungum liernumdu land- anna eftir striðið, m. a. afleið- ingum þess, að fólkið hefir búið við matarskort, og er því mót- tækilegra en ella fyrir hverskon- ar sjúkdómum. Iljálparstarf- semina þarf að undirbúa nú þeg- ar, og grundvöllurinri er i raun- inni hafinn, með birgðasöfnun og skipun nefnda, m. a. land- búnaðarsérfræðinga, sem vinna eiga að hjálparstarfseminni. Beitiskip Japana, sem varð fyrir sprengju i Rabaul, var 10 þús. smálestir. 4 skip önnur lösluiðust. Rússar liafa tekið þýzka varn-' arstöð 20 km. suður af Gzhatsk, sem er nú umkringd að mestu. Svisslandsfregnir lierma, að Hitler hafi kallað helztu her- ráðunauta sína á fund í aðal- bækistöðvunum á austurvig- stöðvunum. Von Brauchitscli hefir nú fengið það hlutverk, að lijálpa von Bock á Kharkovvíg- stöðvunum. Flugvélasprengjur falla í Eyjafirði - - aðeins örfáa metra frá bóndabæ. | gær gerðist sá atburður hjá Syðra-Hóli í Kaup- angssveit, Eyjafirði, að tvær sprengjur féllu úr fíugvél ofan á túnið og sprungu aðeins 70 metra frá íbúðarhúsinu. Yar það mesta mildi, að ekki skyldi verða siys á fólki, því að mold, grjót og klakakögglar þeyttust í allar áttir, svo að tugum metra skipti og tvö börn bónd- ans voru að leika sér utan dyra. Bóndinn á Syðra-Hóli, Sigurð- u r Sigurgeirsson, kom til Akur- eyrar í gær og tilkynnti lögregl- unni, að þá um morguninn, klukkan rúmlega 10, hefði grá flugvél komið fljúgandi yfir Ivaupangssveit, og þegar hún var yfir túninu i Syðra-Hóli heyrði fólk á bænum tvær mildar sprengingar og um leið sá það 2 moldarstróka gjósa upj) úr tún- inu, skammt frá íbúðarhúsinu. Heimamenn fóru strax til að athuga þetta nánar og sáu þá, að tveir miklir sprengjugígir höfðu myndazt í túninu. Voru 30—40 metrar á milli þeirra, en fjarlægð þeirra frá bænum var 70 metrar. Við mælingu reynd- ust gígirnir vei*a 7Va metri í þvermál og 3 metrar á dýpt. Moldarhnausar og klaka- stykki höfðu tvístrast í allar átt- ir og lenti einn á þaki íbúðar- hússins. Var þungi hans og kraftur svo mikill, að járnplata skemmdist, en ekki komst klakastykkið i gegnum þakið. Þá fundu heimamenn líka mörg sprengjubrot hingað og þangað. Tvö börn voru að leika sér fyrir utan bæinn, en þótt mold- arhnausum og klakastykkjum rigndi allt i kringum þau, urðu þau ekki fyrir neinurii meiðsl- um. Er þetta hafði gerzt, gætti fólkið á Syðra-Hóli þess, hvað orðið hefði af flugvélinni, og sá það hana fljúga til Akureyrar og lenda þar á pollinum. (Syðri- Hóll er austan Eyjafjarðarái*, um 5—6 km. suður af Akur- eyri.) Nokki-u síðar komu norskir hermenn að Syðra-Hóli í sjúkra- bil og fóru þeir að athuga verks- ummerki. Munu þeir einnig liafa haft lækni með, til þess að geta veitt hjúkrun, ef einhver liefði særzt við sprengingarnar. Fréttaritari Visis. á Akureyri fór fram að Syðra-Hóli í gær, lil þess að skoða verksummerki. Var (i þumlunga (um 15 senti- metra) klaki í jörðu, en klaka- kögglarnir og moldarhnausarn- ir höfðu þeytzt allt að þvi 120 metra frá gígnrim. Var mdkill hluti túnsins þakinn með því, sem uj>j> úr þeim kom. Sem dæmi um afl sprenginganna má geta þess, að um 300 punda steinn hafði kastazt 11 metra frá öðrum gígnum. Mál þetta er nú i rannsókn, svo að ekki verður sagt ennþá, liver var orsök þess, að sprengj- urnar féllu úr flugvélinni, þótt hitt megi teljast vist, að hér liafi ekki verið um viljaverk að ræða. En óhug hefir slegið á fólk á Akureyri og víðar, því að flug- vélar eins og sú, sem hér um, ræðir, eru oft á flugi yfir manna- bústöðum og þéttbýli. Góður afli á báta frá Eyjum og Hornafirði. Góð.ur afli er á báta frá Eyj- um og Hornafirði úm þessar mundir, enda er loðnan komin. í gær lönduðu bátar i Horna- firði 210 smál. af fiski, slægð- um með haus og fer þessi fiskur allur í ís til Englands. Frá Hornafirði róa nú innan við 30 bátar. Á Vestmannaeyjabáta er lika góður afli. Er netavertið byrjuð þar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.