Vísir - 21.03.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 21.03.1942, Blaðsíða 3
VtSIR SETUSTOFA RÍKISSTJ0RAFRÚAR meistari stóð fyrir smíði og við- gerð innanhúss í aðalliúsi. óskar Smith pipulagninga- meisari sá um pípulagningar í háðum húsunum. Eirikur Hjartarson rafvirkja- meistari framkvæmdi raflagn- ir í báðum húsunum. Carl Jörgensen trésmiður lagði eikarhútagólfið (parket) i aðalhúsinu. Ágúst Markússon veggfóðr- arameistari lagði dúka og teppi á gólf og veggfóðraði í báðum liúsunum. Ósvaldur Knudsen málara- meisari sá um málningu Jteggja liúsanna. Magnús G. Guðnason stein- smiður gerði liellur úr grásteini á forstofugólf og aðaltröppur. Guðmundur Breiðdal hús- gagnasmíðameistari sá um lag- færingu liúsgagna og uppsetn- ingu gluggatjalda. Áður en ríkið tók við Bessa- stöðum hafði Einar Jóhannsson múrarameistari, í samráði við lir. Sigurð Jónasson forstjóra og Gunnlaug Halldórsson húsa- meistara stjórnað breytingum á húsinu á Bessastöðum. BORÐSTOFAN »Ad (j(iiadratniii« í Noregi reis eitt sinn deila mikil varðandi endurbyggingu kirkjubyggingar einnar. Hélt verkfræðingur einn þvi fram, að byggingin byggðist á fer- hv'Miíngakerfi, og samkvæmt þvi ætti að endurbyggja hapa. Þót skoðun hans væri véfengd viðurkenna menn hana nú sem rétlu. tákt er þessu farið með íbúð- arh’ás ríkisstjóra að Bessastöð- ura. Anddyrið framan við liús- ið eru tveir rétthyrningar. Hús- gruanurinn sjálfur eru á sama liátt tveir rétthyrningar, og er 8 sinnum stærri en grunnur anddyrisins. Þetta sýnir m. a. hvert sam- ræmi er rnilli anddyrisins og byggingarinnar, en það var allt annað en auðvellt að byggja svo slíkt anddyri að ekki lýtti það bygginguna til stórra muna. Listamannsauga byggingameist- arans sá þetta liinsvegar, og með mælingum síðar gekk hann úr skugga um samræmi grunn- flatar anddyrisins og grunn- flatar hússins. Umsögrn bygrgr- ingrameistaranis. Fréttaritari Vísis náði sem snöggvast tali af Gunlaugi Hall- dórssyni byggingameistara, sem var með í förinni og sýndi mönnum staðinn ásamt rikis- stjóra. Gat Gunnlaugur þess að sér hefði reynst óblandin ánægja að vinna verk þetta, einkum vegna þess, hve ríkisstjóri hefði næman skilning, jjekkingu og smekkvisi varðandi allt það er húsagerðarlist snerti, og hve hann hefði látið sér umhugað um að allt færi sem bezt úr hendi er breytingarnar varðaði. Að öðru leyti skýrði Gunn- laugur svo frá að fyrir sér vekti að skapa samræmi í allri húsa- skipan ó staðnum, og væri hið nýja liús byggt i þeim stil. — Margt væri ógert ennþá, svo sem breytingar á útliýsum við ríkisstjórabústaðinn, en þar yrði væntanlega komið fyrir gesta- herbergjum, geymslum og öðru því er stórlega vanliagaði um. Einnig taldi hann nauðsyn ú endurbótum á kirkjunni, og munu allir blaðamennimir, er hana skoðuðu hafa verið á sama Gunnlaugur Halldórsson máli í því efni. Bessastaða- kirltja er virðulegt guðshús, en vanliirða má ekki spilla bygg- ingunni svo, sem raun liefir á orðið. Mun þetta vera einhver elzta og tígulegasta kirkja sunn- anlands, en sunnlendingum ætti að vera það metnaðarmál að viðlialda kirkjunni á sama hátt og Norðlendingum er það metn- aður að Ilólakirkja verði sem bezt úr garði ger. (Myndirnar frá Bessastöðum eru teknar af Vigfúsi Sigurgeirs- syni ljósmyndara). LÖGTÖK / Eftir kröfu útvarpsstjóra í Reyk javík og samkvæmt úrskurði, uppkveðnum í dag, verða lögtök látin fara fram fyrir ógreiddum afnotagjöldum af útvarpi fyrir árið 1941, að 8 dögurn liðnum frá birtingu þessarar aug- lýsingar. Lögmaðurinn i Reykjavik, 20. marz 1942. BJÖRN ÞÓRÐARSON. RE6LUSAMDR MABUR um fertugt óskar eftir að kynnast stúlku með hjónaband fyrir augum. Má liafa barn með sér. Upplýsingar um nafn, aldur og lieimilisfang, ásamt mynd, sendist afgr. Visis fyrir þriðjudags- kveld, merkt: „40“. — Þagmælsku heitið. \ VERZLUNIN -x EDINBORG I Skínandi fallegar Keramik- r nýkomnar. niMumi AÐRAR FREGNIR Roosevelt forseti sagði í gær, að búast mætti við að ekki yrði nægilegt vinnuafl fyrir hendi í Bandaríkjunum á hausti kom- anda. Hann var spurður hvort þær 13 milljónir karla á aldrin- um 45—60 ára, sem skrásettir verða i april, verði teknir til verksmiðjuvinnu, og kvaðst Roosevelt ekki geta sagt neitt um það. Hann kvaðst mundu láta skrásetja nafn sitt, enda þótt hann væri að lögum undanskil- inn, þar sem hann er yfirstjórn- andi landhers, flughers og flota Bandaríkjanna. Herskipavika byrjði í London í gær og flutti Alexander flota- málaráðlierra ræðu og sagði, að mest væri undir því komið, að öllum siglingaleiðum væri hald- ið opnum, og væri þetta hlut- verk enn erfiðara nú en 1914— 1918, vegna loftárásahættunnar, sem skipum er búin. Til þess að sinna þessu lilutverki þarf fleiri herskip, sagði hann. Japanir játa, að Hollendingar verjist enn í fjöllunum á Timor. Japanskar hersveitir hafa tekið Siangslian fyrir sunnan Shanghai. Tilkynnt var í London í gær, að undanfarna mánuði hefðu 2500 kr. sekt Fyrir nokkuru reyndi sjómað- ur, sem er í Englandsferðum, að smygla 48 flöskum af whigky á land hér. í gær var maður þessi dæmd- ur í 2500 króna sekt fyrir ó- löglegan innflutnings áfengis. Whiskyið var jafnframt gert upptækt. Handknattleiksmótið. 1 gærkveldi kepptu eftirfar- andi félög í Handknattleiks- mótinu og með úrslitum sem hér segir: í II. fl. vann Víkingur Ármann með 17:15. 1 I. fl. sigraði Í.R. K.R. með 36:22 og Vikingur vann Hauka í meistarafl. með 23:13. í kvöld lieldur mótið áfram og hefst að þessu sinni kl. 9 (en eklci ld. 10, eins og venjulega). Þessi félög keppa: 11. fl. Valur— I Ármann. 1 I. fl. F.H.—Fram. I II. fl. K.R.—Haukar. j Á morgun kl. 1% vei'ður líka keppt: 1 meistaraflokki K. R. og Valur, i 2. flokki F. H. og í. R. og Ármann og Valur. verið þjálfaðar margar fall- hlífaliersveitir í löndum þeim, sem Bretar ráða yfir við aust- anvert Miðjarðarhaf. Skóriiir segja til um hvort þér gangii vel illa klæddur. KIWI, hinn fræ^i, Mski skóáburður tryggk' yðwr sí- glansandi skó. Notið eingöngu KWI- skóáburð. Ég Jxikka öllum þeim, er sýndu mér vinarhug og lieiður á 75 ára afmæli mínu. . Sigurður Björns-son~ SIGI.IM.AIt milli Bretlands og Islands halda áfram, eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöra- sendingar sendist Culliford «& Clark íao. BRADLEYS CHAMRERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Hverfisteinar Verzlun O. Ellingsen hi Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir okkar, Árni Þórdarson, andaðist að heimili sinu, Fjölnisvegi 20, að morgni þess 21. marz. Anna Þórðardóttir. Guðrlðyr og Einar Guðmundsson. Guðný og Kristján Guðmundsson. Maðurinn minn og faðir okkar, Gudmundur X. Hallgrímsson / andaðist í gær. Camilla Hallgrímsson og börn. Alúðar þakkir færum við söngflokki og hljómsveit „Gullna liliðsins“ fyrir ágætan söng og hljómleik við jarð- arför Bjarna sál. Björnssonar leikara og sérstaklega þökkum við Leikfélagi Reykjavikur, leikur- um og öðru starfsfólki „Gullna liliðsins“ fyrir höfðinglega framkomu, samúð og vinarþel við jarðarförina. Torfhildur Dalhoff og aðrir vandámenn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.