Vísir


Vísir - 24.03.1942, Qupperneq 1

Vísir - 24.03.1942, Qupperneq 1
Ritstjóri 1 Blaðamenn Sfmi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S Ifnur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 24. marz 1942. 47. tbl. Þjóðferjar geta ekki fre§tað roriókninni. Sigur innan mánaða annars hrynur allt - - EENKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Það kemur greinilega fram í flestum greinum, sem nú eru fluttar um horfurnar, að menn eru þeirrar skoðunar, að Hitler geti ekki frest- ar vorsókninni, hann verði að hefja hana eins fljótt og unnt er veðurs vegna, því að tíminn sem hann hefir til þess að sigra er naumur. Hlutlausum athugendum og ýmsum sérfræðingum bandamanna ber saman um, að ef Hitler sigri ekki á næstu 4 mánuðum, sé gersamlega loku fyrir það skotið, að hann geti sigrað. Og ef þjóðin missir trúna á sigurinn hrynur allt. Rússar halda því fram í sínum fregnum, að hermennirnir á vígstöðvunum sé farnir að missa trúna á'Hitler. Það er allt ann- ar bragur á þeim, sem Rússar eiga í höggi við nú, og hinum sigurreifu ungmennum, sem sóttu fram austur á bóginn síðast- liðið sumar og hugðu, að Moskva mundi falla fyrir haustið og fullnaðarsigur vinnast. Heilir herflokkar gefast upp. Rússar segja eftir þýzkum striðsföngum, að trúin á sigur- inn sé hratt dvinandi í hernum. Einn þeirra sagði, að % upp- hafs liers Hitlers væri fallinn, en hinir særðir eða fengið að henna óþyrmilega á vetrarhörlc- unum og þær lamað þrek þeirra. Xim lið það, sem Hitler hefir sent fram í seinni tíð er það að segja, að það er ýmist frá her- numdu löndunum eða nýtt her- lið, sem hefir fengið skamma æfingu, stundum aðeins 2 mán- uði, og kemur því að kalla heint frá verksmiðjubekknum til víg- stöðvanna. Verkamenn þessir eru flestir yfir 35 ára og margir hafa áður verið „rauðir“ eða „rauðleitir“ og Rússar segja að margir þeirra noti fyrsta tæki- færið, er til vígstöðvanna kem- ur, að ganga Rússum á hönd, því að hér sé um menn að ræða, sem hafi alltaf viljað losna úr greipum nazismans. Rússar segja, að heil herdeild, sem skipuð var verkamönnum frá Berlín, Iiafi gefizt upp og gengið Rússum á vald. Novgorod umkringd. Rússar segja i rauninni fátt og lítið í hinum opinberu til- kynningum sinum í nótt og morgun, og er það vanalegt. En í öðrum fregnum er ýms- ar upplýsingar að fá. 1 gær bárust fregnir um, að Rússar hefðu umkringt forn- frægan bæ, umluktan virkis- múrum. 1 morgun segir, að fregnir, sem að visu eru ekki staðfestar opinberlega, hermi að Rússar hafi umkringt Novgorod fyrir norðan Hmenvatn. Ef þetta reynist rétt versnar að- staða Þjóðverja stórum á þessu svæði. Fallhlífahermenn. Það sem að öðru leyti vekur mesta athygli nú er það, að Rússar nota æ meira fallhlífa- lið til þess að valda spjöllum, hertaka birgða- og járnbrauta- stöðvar o. s. frv., og virðist reynslan benda til, að hentast sé að koma liði niður, þegar dimmviðri er, helzt hríðarveð- ur, en rússnesku flugmennirnir setja það ekki fyrir sig að fljúga i blindhríð. Rússneslcir flugmenn fá nú, segir til viðhótar fregnum þeim, sem birtar voru í gær um Aera- cohra- og Hurricaneflugvélar, amerískar Curtiss-Tomahawk orustuflugvélar til umráða. Eru rússnesku flugmennirnir glaðir sem börn er fá leikfang, er þeir fá þessar flugvélar í hendur, og komast alveg furðulega fljótt upp á að venjast meðferð þeirra. Bretar segja frá því, að tveir sérfræðingar þeirra voru sendir til stöðvar nokkurrar til þess að segja fyrir um samsetningu ný- kominna brezkra flugvéla og leiðbeina flugniönnunum. Þegar sérfræðingarnir komu á vett- vang voru rússnesku véla- og flugmennirnir húnir að setja saman flugvélarnar og búnir að hefja sig til flugs. Þeir gátu ekki beðið og voru að prófa þær. A Leningradvígstöðvunum segjast Rússar liafa eyðilagt 30 steinsteypuvirki. Um 1800 Þjóðverjar féllu og Rússar tóku mikið herfang, m. a. vélbyssur margar og 24.000 skot. Á norð- vesturvigstöðvunum sem Rúss- ar svo nefna hafa þeir tekið tvo staði. Féllu þar 200 Þjóðverjar. Á suðurvígstöðvunum hefir Rússum orðið frekar ágengt og hafa þeir tekið nokkura staði og 2 víggirt þorp. Á Krímskaga er harizt áfram, og í einni fregn er sagt frá því, að s. 1. laugardag hafi rúss- nesk skipalest komizt til Sebastopol með herlið og birgðir. Manntjón Þjóðverja á Stara- ya Russa og Kalinínvígstöðvun- um er talið samtals (fallnir, særðir, fangar) um 23.000 sein- ustu 10 daga. STÓRKOSTLEG TRUFLUN Á INNRÁSARÁFORMUM JAPANA. Fréttaritari United Press í Melboúrne símar, að banda- menn hafi unnið það á með hin- um stöðugu Ioftárásum sínum, að allur undirhúningur Japana undir innrás í Ástralíu hefir taf- izt eða jafnvel stöðvast. Eftir þriggja vikna hernám í Lae og Salamaua hafa Japanar aðeins sótt um 16 km. suður á hóginn í Markhamdalnum. Japanar hafa heðið ógurlegt flugwMa- og skipatjón og mikið af her- gögnum farið í sjóinn. Styrjöldin í Burma. Miklar loftorustur. For- leikur að orustu um Mandalay. Fregnir frá Burmavígstöðv- unum bera með sér, að nú er barizt um yfirráðin í lofti, en livorirtveggja hafa fengið aukið fluglið og flugvélar. Loftorust- urnar eru taldar forleikur að mikilli orustu um Mandalay. Þrautþjálfaðar kínverskar hersveitir, sem eru nýkomnar til Burma, eru notaðar til njósna í frumskógunum og liafa gert mikinn usla í liði Japana, sem liafði leitað all langt norður á bóginn, og teflt samgönguleið- um handamanna í hættu. Kínverjar sóttu að nokkurum herflokkum Japana úr tveimur áttum og drápu 200 menn af liði þeirra og hurfu Japanar þá undan. Landslag þar sem nú er barist er hæðótt og víða mýrar og frumskógar. Fyrir vestan Honkong geisa miklar orustur. .Tapanir hafa ráðist þar á Kínverja, sem valda æ meiri truflunum á samgöngu- leiðunum þeirra. Kínverjar hafa gert árás á hafnarbæinn Siangshun. AMERÍSKIR KAFBÁTAR SÖKKVA 3 JAPÖNSKUM SKIPUM Á SIGLINGALEIÐ- UM VIÐ JAPAN. ýlotamálaráðuneytið í Wash- inglon tilkynnir, að amerísk- ir kafbátar á siglingaleiðum við Japan hafi sökkt 3 eða 4 skipum nýlega. Kafbátarnir ráðust á japanska skipalest og var skotið tundurskeytum á: 7000 smál. olíuflutningaskip, 6000 smál. birgðaskip, 5000 smál. kaupskip og tvö 2000 smál. skip — jg var 3 fyrsttöldu skipunum sökkt, en einnig mun einu skipi til hafa Verið sökkt, og litlu herskipi, af þeirri teg- und, sem notuð eru til varnar kafbátum. Á þetta skipatjón hefir ekki verið minnst í fregnum fyrr en nú. Amerískar flugvélar — stundum í árásarferðum með áströlskum flugvélum — hafa nú hæft 183 japönsk skip, er ýmist var sökkt eða þau lösk- uðust meira og minna. Hér eru ekki talin nein skip, sem hollenzkar og brezkar flug- vélar hafa hæft. I seinustu loftánásinni á Port Morseby var varpað yfir 60 sprengjum ,en tjón varð lítið. Áður en Japanar náðu Man- illa á sitt vald tókst Bandaríkja- mönnum að flytja 6% millj. smálesta af gulli til Corregidor- virkis, en nú er gullið komið liJ Bandaríkjanna. MacArthur yfirhershöfðingi rædid í gær við Ford Ford her- málaráðlierra og Sturdee yfir- mann lierfoiingjaráðsins. Viðræðnrnar I Ber- lín byrja í dag Boris konungur og von Papen komnir þangað. Boris konungur Búlgaríu og von Papen sendiherra eru nú komnir til Berlín og munu við- ræðurnar við Hitler þegar hafn- ar. — ^ i Von Papen kom til Sofia á leið til Berlínar og ræddi við forsætis- og utanríkisráðherra, þá Philoff og Popoff. í Sama ólgan er í Rúmeníu, en ; í Tyrklandsfregnum segir, að ; uggur sé mikill í Búlgörum, sem fyrir hvern mun vilja komast ; hjá styrjöld. Tyrkir segja, að Búlgarar hafi ; alltaf mikið lið á landamærum Búlgaríu og Tyrklands, ekki til þess að ógna Tyrkjum eða af því að þeir óttist þá, heldur vegna þess, að þeir slá því fram við Þjóðverja, að nauðsynlegt sé, öryggis vegna, að hafa þar mik- ið lið, og geti þeir því ekki sent herinn til annarra landa. — En nú verður brátt úr því skorið, hvort Boris tekst að bjarga þjóð sinni frá að lenda í styrjöld* 1 eða hvort hann verður að krjúpa á kné og fallast á kröfur Hitlers. FRÉTTIR í STUTTU MÁLI. Brezkir kafbátar liafa sökkt tveimur ítölskum kafbátum á Miðjarðarhafi, 6 seglskútum, 2 birgðaskipum og vélskipi all- stóru, sem var í herliðsflutning- um. Sir Stafford Cripps er kominn til New Dehli og sagði við kom- una þar, að hann byggist ekki við að verða nema hálfan mán- uð þar, en gerði sér vonir um, að samkomulagsgrundvöllur milli Breta og Indverja — og Indverja innbyrðis, næðist á þessum tima. Roosevelt forseta var afhent japanskt herforingjasverð í gær. Það var MacArthur, sem . sendi honum sverðið. 3 þýzkar flugvélar voru skotn- ar niður nálægt Moskvu í gær. 1 fyrradag voru skotnar niður 26 þýzkar flugvélar og 10 rúss- neskar. I Óstaðfest fregn hermir, . að Ungverjar dragi að sér lið á landmærum Rúmeniu. Loftvarnamerki voru gefin nokkurum sinnum á Möltu i Capablanca látinn. José Raoul Capablanca y Granpera, Kubaninn, sem var heimsmeistari í skák árin 1921 —27, er nýlátinn 53 ára að aldri. Hann var í þjónustu utan- ríkismálaráðuneytisins í Kuba og var frá 1927 yfirmaður út- landa-upplýsingadeildar þess. Mikill styrr stóð í skákheim- inum um, hann og núverandi heimsmeistara í skák, Dr. Alje- chin, eftir að hinn síðarnefndi sigraði Capablanca. Stóð deilan um skilyrði fyrir öðru einvígi milli þeirra, sem alllaf slóð til að yrði, en aldrei varð, og verð- ur, eins og sjá má, tæpast liéðan af. — Capablanca var glæsi- m.enni og lengi álrúnaðargoð hinna spænskættuðu þjóða S.- Ameriku, CAPABLANCA og FLOHR gær og 3 óvinaflugvélar skotnar niður. Þýzk flugvél var skotin niður yfir Bretlandi í gær. Deildir úr flestum hersveitum Bretlands gengu fylktu liði frá City til Trafalgartorgs i gær, en á tröppum St. Páls dómkirkj- unnar stóð borgarstjóri Lund- únaborgar og tók kveðju her- sveitanna og hjálparsveita kvenna. Þarna voru skriðdreka- sveitir o. m. fl., en yfir London sveimuðu orustuflugvélar, og fóru að svo búnu í skyndileið- angur yfir Ermarsund. Þegar hafa safnast 55 millj. stpd. á lierskipavikunni í Lon- don, en hersýningin fór vitan- lega fram í sambandi við hana. Norskir klerkar hafa lýst yfir, Þegar brezkar flugvélar gera loftárás í hjörtu á her- numdu löndin, er það venjan, að fljúga mjög lágt. Er sá kostur við það, að þá er næsta ógerningur að beita loft- varnabyssum eða vélbyssum gegn flugvélunum. Hér sjást brezkar flugvélar yfir Hol- landi. , Sæluvika Skagfirð- inga hafin. i Sauðárkróki í gær. Einkaskeyti til Vísis. Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu kemur saman til fundar í dag, en sæluvikan hófst í gær með frumsýningu Leikfélags Sauðár- króks á Nýársnóttinni. Aðsókn var ágæt og viðtökur prýðilegar. Er þetta skrautleg- asta leiksýning, sem sést hefir hér. Leikstjóri er Eyþór, Stef- ánsson. Margvíslegar skemmt- anir verða í vikunni. Afli hefir verið ágætur undkn- farið og hefir fiskurinn verið hraðfrystur. Valgarð. HANDKNATTLEIKUR: Kvenflokknr * Arinanni lilandsmeistari I gærkveldi var keppt til úr- | slita á Handknattleiksmótinu í kvenflokkini^m. Vann kven- flokkur Ármanns meistaratitil- inn í 3ja sinn í röð og þar með bikarinn til fullrar eignar. Keppti hann í gærkveldi við kvenflokk Hauka og sigraði hann með 15:10. 1 gærkveldi kepptu ennfrem- ur Haukar gegn Víking, og sigr- uðu þeir fyrrnefndu með 11:10. Var það mjög spennandi leikur. Þá kepptu í 1. flokki Valur og K.R. og sigraði Valur með 20:12. í kvöld II. fl. F. H., K. R.. —- Valur — Vikingur I. fl. F. H. t R. að þeir muni heldur segja af sér en hlíta kúgunarfyrirskipunum kvislinga, en sænskir kennarar hafa vottað norsku kennara- stéttinni samúð sína i þrenging- um þeim, sem hún á við að búa af völdum nasista og kvislinga. S. R. F. f. heldur kynningarkvöld annað kvöld fyrir þá, sem hafa áhuga á að kynnast stefnu og málefnum fé- lagsins. Sjá augl.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.