Vísir - 25.03.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 25.03.1942, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 16 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Neðan við lágmark. FYRIR svo sem hálfum mán- uði skrifaði Jónas Jónsson livað eftir annað um það, hver nauðsyn Reykvíkingum væri á, að fá Framsóknarmann í bæjar- stjórnina. Hann taldi það flokki sínum sérstaklega til gildis, að hann væri hinn mikli „manna- sættir“ í þjóðfélaginu og rækti það göfuga hlutverk umfram alla aðra flokka, að bera ldæði á vopnin. Meðan á þessum frið- samlega „klæðaburði“ stóð, komst Jónas meðal annars út í það, að sýkna kommúnisla af hryðjuverkunum, sem þeir frömdu 9. nóvember 1932. Var ætlun hans sýnilega sú, að „lög- gilda“ kommúnista sem lieiðar- legan stjórnmálaflokk, því þörf gat orðið á stuðningi þeirra við borgarstjóraval, ef svo færi, að Framsóknarmaður yrði þar lóð- ið i metaskálinni. Nú eru þessir dagdraumar foknir út í veður og vind, Framsóknarmannin- um hafnað og sátta-hlutverkinu gleymt. Jónas Jónsson hefir snú- ið blaðinu svo gersamlega við, að í augum hans er það ekki lengur nein dyggð, að reyna að koma á friði, heldur nánast sak- næmt athæfi. Samt hefir hann í millitíðinni verið að gera ráð fyrir því, að höfuðborgin kunni að verða lögð í rústir á næstu misserum. Já, ætli okkur yrði þá eitthvað betur borgið, ef við værum nógu sundraðir og ó- samtaka? * En það eru fleiri en Jónas Jónsson, sem telja það goðgá, að þvi sé hreyft, „að allir flokk- ar taki á sig ábyrgð á stjórn landsins.“ Sumir þeir sem í Al- þýðublaðið skrifa, virðast þeii*r- ar skoðunar, að ekkert sé því til fyrirstöðu, að hér sé „business as usual“, eins og Jónas Jóns- son komst að orði í fyrra. Allir Alþýðuflokksmennirnir, sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsl- una um þingfrestunina í fyrra vor, greiddu atkvæði með frest- uninni. Þeir, sem töluðu af flokksins hálfu, héldu þvi fram ekki síður en aðrir, að vegna þess, að landið væri lýst á styrj- aldarsvæði af öðrum stríðsaðilja og hernumið af hinura — vegna þess ástands, sem af þessum sökum hefði skapazt og full- kominnar óvissu um það, sem i vændum kynni að vera, gætu kosningar ekki farið fram sam- kvæmt tilgangi stjórnarskrár- innar og anda lýðræðisins. * Þetta vorú höfuðástæðurnar, sem fram voru bornar fyrir kosningafrestuninni af rikis- stjórninni, jafnt Stefáni Jóh., sem hinum ráðherrunum. En nú kemur einn af spekingum Alþýðuflokksins og segir: „Eina frambærilega ástæðan fyrir kosningafrestuninni 1941 var sú, að einn af stjórnmála- flokkunum var þá i banni brezka setuliðsins hér — komm- únistamir. Blað þeirra fékk ekki að koma út og það var vitað, að þeim mundi ekki verða leyft að tala í útvarp.“ Það var slysalegt, að ráðherra 1 ] Alþýðuflokksins skyldi ekki koma þessari „einu frambæri- Iegu ástæðu“ að, berum orðum, í þingsályktunartillögunni, í stað þess að vera að hræða þjóðina á hafnbanni og yfirvofandi á- rásarhættu. En sleppum því. Hins mætti máske spyrja, liver sá maður sé, er svo mikla um- hyggju ber fyrir kommúnistum, að hann telur vandkvæði þeirra á að halda uppi málstað sínum í kosningabarát'tu einu „fram- bærilegu ástæðuna“ fyrir ,því, að kosningum var frestað. * Maðurinn, sem þetta mælir, hefir á undanförnum árurn vak- ið athygli á sér með því einu, að vera illorðari í garð komm- únista, en nokkur annar hér á landi. Hann hefir margoft kraf- ist þess, í nafni Jýðræðis og þjóðarvelferðar, að kommúnist- ar yrðu gerðir úlrækir úr ís- lenzku stjórnmálalífi. Nú er „eina frambærilega ástæðan“ fyrir kosningafrestuninni sú, að kommúnistar hefðu staðið höllum fæti í umræðunum und- ir kosningarnar. Það er eðlilegt, að mönnum verði á að spyrja: Hvað gengur að þessum bless- uðum manni? Og ætli Alþýðuflokknum sé ekki einhver þægð i því, að á það sé bent, að kosningafrest- un sé rétllætanleg, ef einn flokk- ur — og það jafnvel flokkur, sem vísað hefir verið út fyrir garð — hefir ekki jafna aðstöðu við alla liina til þess að túlka mál sin fyrir kjósendum. Hélt ekki þessi sami höfuð-speking- ur því fram fyrir skemmstu, að frestun bæjarstjórnarkosninga í Reykjavík væri freklegt lýð- ræðisbrot, þótt svo stæði á, að aðeins einn flokkur af 4, sem við áttust, liefði tök á að gefa út blað sitt að venjulegum hætti? í allri góðsemi sagt við Al- þýðublaðið: Það liljóta að vera einhver takmörk fyrir því, hvað fært sé að láta birtast mikinn þvætting í opinberum umræð- um um alvarleg mál. Eruð þér ekki, kæri kollega, sammála oss um, að greinin „Einræðisstjólm eða kosningar“ sé neðan við lágmark þess, sem boðlegt get- ur talizt? Til almennings. Eins og flestum er kunnugt, er hættan frá ikveikjusprengj- um mest á efstu hæðum hús- anna. í mörgum tilfellum not- ar fólk háaloftin til geymslu á hlutum, sem það er hætt að nota, og liggja þar oft hlutir, sem eru hin ákjósanlegasta íkveikja fyr- ir íkveikjusprengjur, svo sem gömul liúsgögn, blöð, föt o. fl. Hafið þér athugað hvernig um- horfs er á yðar eigin háalofti? Ef þér gerið það, komizt þér sjálfsagt að raun um, að full þörf er á að taka til og brenna því, sem ónýtt er. Hafið þér hug- leitt það, að þau atvik geta kom- ið fyrir, að þér missið hús yðar og eignir fyrir óreiðu á háaloft- inu? Ef háaloftin eru full af allskonar munum, er ógerning- ur að ráða við íkveikjusprengj- ur, sem þar kunna að falla. At- hugið þessvegna strax í dag hvemig umhorfs er á háaloft- inu, takið burtu óþarfa hluti og brennið þeim, og raðið skipulega þeim, sem eftir eru, og hafið helzt sandfötu þar uppi, sem handhægt er að ná til, ef á þarf að halda. Háskólafyrirlestur. Hallgrímur Helgason, tónskáld, flytur fyrirlestur um íslenzk þjóð- lög á morgun, 26. þ. m., kl. 8 e. h. í I. kennslustofu háskólans. öllum heimill aðgangur. 75 ára varð í gær frú Jóhanna P. Hall- grímsdóttir, Bergstaðastræti 41. Mikið ber i milli frásagna Magnúsar Einarssonar og ameriskn varðmannanna. BLAÐAMENN voru boðnir til Bonesteel hershöfðingja í gær. Snæddu þeir kvöldverð með honum, og á eftir var rætt um hin margvíslegu vandamál sambýlisins, en síðan var blaðamönnunum afhent yfirlýsing frá amerísku herstjóminni um atburðinn við Hálogaland, er Gunnar Einarsson, vélstjóri, var skotinn til bana af amerískum varðmanni. Fer yfirlýs- ing sú hér á eftir. Reiðiegfur frá bæunm. Ameríska herstjórnin óskar að tilkynna eftirfarandi viðvíkj- andi banaskotinu i Camp Há- logaland: „Laugardaginn 14. marz um kl. 22:55: Varðmaður við hliðið á Camp Hálogaland sá að ís- lenzk bifreið nálgaðist hliðið. Samkvæmt fyrirskipunum um, hversu honum beri að haga sér er svo standi á, kallaði liann til yfirboðara síns, Corporals, er var í varðmannaskýli þar rétt hjá, að íslenzk bifreið nglgaðist. Brá liann þegar við og fór til varðmannsins. Bifreiðin var stöðvuð. Tveir karlmenn sátu í framsæti, og voru.Jieir beðnir að sýna vegabréf sín, en livor- ugur gerði það. Er Corporalinn hafði komizt að þeirri niður- stöðu, að mennirnir liefðu eigi vegabréf, skipaði hann varð- manni þeim, sem hlut átti að máli, að leyfa þeim eigi inn- göngu. Gaf varðmaðurinn bíl- stjóranum bendingu um að aka á brott, og corporalinn gekk nokkur skref áleiðis að varð- skýlinu. Samt sem áður ók bif- reiðin af stað áleiðis inn í her- búðirnar. Varðmaðurinn hróp- aði til mannanna að nema stað- ar, þrisvar á ensku og einu sinni sinni á islenzku. Bifreiðin stanz- aði ekki. Skaut þá varðmaður- inn einu skoti og særði farþeg- ann, sem síðar kom í ljós að var Gunnar Einarsson, banasári. Ökumaður reyndist vera Magn- ús Einarsson. Á striðstímum, og yðm* hlýt- ur að vera ljóst, að Bandaríkin eiga i ófriði, eru skyldur varð- manna mjög harðar og ná- kvæmar, og þeir verða að gegna þeim út í yztu æsar. Allrar mögulegrar og skynsamlegrar varúðar hefir verið gætt, að því er tekur til skipana og fyrir- skipana varðínanna og eftirlits. Þar eð einhverjir kunna að vera meðal Islendinga, sem ekki liafa gert sér ástandið ljóst, og sem ekki kunna skil á réttri hegðun gagnvart varðmönnum, þá hef- ir amerísku sendisveitinni í Reykjavík verið send greinar- gerð um þetta efni, með tilmæl- um um að beina henni til utan- ríkismálaráðherra íslands. Hann mun án efa koma henni á fram- færi við blöðin. Til frekari viðbótar þeim, ráð- stöfunum, sem gerðar liafa ver- ið til þess að koma í veg fyrir óhappaverk, verða sett upp hlið eða tálmanir, þar sem því verð- ur við komið, við vegi, sem liggja inn á hernaðarleg bann- svæði ameríska hersins. Þér megið vera þess fullviss, að vér í Bandaríkjahernum hörmum mjög þetta hörmulega óhappaverk, og við treystum því, að nieð réttri samvinnu milli hersins og allra hugsandi íslenzkra föðurlandsvina, verði auðið að útrýma öllum misskiln- ingi, og að orsök allra vandræða í framtíðinni sé þar með fallin burt.“ Eins og menn sjá við lestur þessarar tilkynningar, er hún mjög frábrugðin framburði Magnúsar Einarssonar, sem hann gaf fyrir lögreglurétti og Vísir byggði frásögn sína á um atburðinn á mánudaginn lG.þ.m. Magnús átti tal við blaðið í morgun og kvaðst hann hafa ákveðið að gefa yfirlýsingu, sem birtast mun i blöðunum á morgun. K. R. heldur stórt snndmót á morgrun. Keppt i 6 greinum, og um tvo nýja bikara. K.R.-sundmótið fer fram annað kvöld kl. 8 '/i í Sund- höllinni. — Verður þar keppt í ýmsum sundgreinum og auk þess fer fram skrautsýning átta sundméyja úr K.R. Á þessu sundmóti verður m. a. keppt um tvo nýja bikara, ann- an fyrir keppni í 100 st. frjálsri aðferð, og liinn fyrir keppni i 200 st. bringusundi. I 100 st. sundinu munu þeir Stefán Jónsson (Á), Edvarð Færseth (Æ) og Rafn Sigurvins- son (K.R.) berjast um úrslitin. I bringusundinu berjast þeir Sigurjón Guðjónsson (Á) og Magnús Kristjánsson (Á), sem varð jafn Inga Sveinssyni í 100 st. bringusundi á síðasta sund- móti, við methafann í 200 m. bringusundi, Sigurð Jónsson (K.R.) Keppt verður í boðsundi, 4x50 st. bringusundi, og má bú- ast við mjög spennandi kapp- leik. Síðast sigraði sveit K.R. eft- ir mjög harða og tvísýna keppni. í 50 st. baksundi keppa m. a. þeir Rafn Sigurvinsson og Pétur Jónsson, báðir úr K.R. og Guð- mundur Þórarinsson (Á). Auk þessa verður keppt í 100 st. frjálsri aðferð fyrir drengi innan 16 ára og 100 st. bringu- sundi fyrir konur. Loks fer fram hópsýning átta stúlkna úr K.R. undir stjórn Jóns I. Guðmundssonar sund- kennara. Er þessi sýning með nokkuð öðrum hætti en áður hefir sést og meiri tilbreytni í sýningaratriðunum. Að þessu sinni mun verða reynt að lýsa botninn í lauginni og mun sú breyting verða til mikilla bóta, ef vel tekst. Reiðvegur „Fáks“ upp úr bænum hefir á köflum verið tek-, inn undir herbúðir, svo að hann er ófær og félagsmönnum til lítils gagns eða engis. * Fákur hefh* nú gert þá kröfu til setuliðanna, að þau leggi nýj- an reiðveg úr bænum. Skrifaði stjórn félagsins brezk-íslenzku nefndinni þ. 31. des. s.l. varð- andi þessa kröfu. Svaraði nefnd- in nieð bréfi þ. 7. febrúar. Mun hún þá hafa hreyft málinu við setuliðin, en, árangur orðið lítill, þvi að stjórn Fáks hefir leitað fulltingis bæjarráðs. Mál þetta var tekið fyrir á fundi bæjarráðs s.l. föstudag og horgarstjóra falið að styðja kröfu félagsins. Sumardvöl barna. Sumardvalarnefnd hefir verið beðin um að útvega aðeins 420 börnum sumardvöl í sveit í sumar. Eins og menn muna tilkynnti ríkisstjórnin fyrir skemmstu, að hætta væri eigi minni nú en í fyrra og fólk það, sem ekki get- ur útvegað börnum sínuin dval- arslað, livatt til að leita á náðir nefndarinnar í þessu efni. Eftir reynslu undanfarinna ára er það ljóst, að fólk hefir sýnt mjög mikið tómlæti í þessu máli, en það er til mikilla óþæginda fyrir nefndina, sem á að sjá um þetta. Sumardvalarnefnd á að sjá um að undirbúa dvalarstaði fyr- ir mæður og börn, en ef frekari bottflutningur úr bænum verður nauðsynlegur, mun hann fara fram á vegum öryggismála- nefndarinnar. Verður þetta þá að fara eftir þeim reglum, sem hún setur, en skipulagslaus flótti verður ekki leyfður. Heiðmörk friðland Reykvikinga. Hið nýkosna bæjarráð hélt fyrsta fund sinn s.I. föstudag, 20. marz og voru 27 mál á dag- skrá. Bjarni Benediktsson, borgar- stjóri, var kosinn formaður bæj- arráðs, Guðm. Ásbjörnsson varaformaður og Jón A. Péturs- son ritari. Borgarstjóri bar fram þá til- lögu, að skorað yrði á þingmenn bæjarins að beita sér fyrir lög- gjöf þess efnis, að bæjarsjóður fái heimild til þess að taka eign- arnámi spildu úr landi jarðar- innar Vatnsenda, er verði Iögð við fyrirhugað friðland Reyk- vikinga, Heiðmörk. Bæjarráð samþykkti þessa tillögu borgar- stjóra. Vörður heldur aðalfund næstk. föstudags- kvöld kl. 8j4. Árni Jónsson frá Múla flytur eríndi um kosningarn- ar og kjördæmamálið. DINTEHPER í mörgum litum Heildsölubirgðir Rotfred Bernhöft éh Co. h.f. Simi 5912 — Kirkjuhvoli — P.o. Box 985 Páskaegg Hafnastræti 5 I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.