Vísir - 27.03.1942, Blaðsíða 3
VÍSIR
JéjST HELGASON BISKUP.
Frh. af bls. 2.
verður jafnan talið hið inerki-
legasta.
í hiskupsdómi sínum vígði
.ión biskup alls 76 presta. Enn-
frenxur veitti liann 5 mönnum
biskupsvígslu, þeim vígslubisk-
upunum fjórum: Hálfdani Guð-
jónssyni, Sigurði P. Sívertsen,
Bjarna Jónssyni og Friðriki J.
Rafnar, og síðast, sumarið 1939,
eftirmanni sínum á biskupsstóli
Sigurgeiri Sigurðssyni. ,
Jón biskup undirbjó hina ár-
legu prestastefnu m,eð kostgæfni
og vildi að prestastefnan mætti
verða prestum landsins vekjandi
og örvandi viðburður á ári
hverju. Voru prestastefnur
lians oftast vel sóttar frá þvi
sem áður var, og munu margir
prestar eiga góðar minningar
frá þeim samfundum.
Jón biskup var kostgæfinn
með afbrigðum og samvizku-
samur i embættisfærslu, og
hlaut lof og viðurkenningu
þeirra, er bezt máttu til þekkja,
fyrir biskupsstörf öll og daglega
afgreiðslu þeirra mörgu mála,
sem embætti hans náði til. Hafði
liann aflað sé víðtækrar þekk-
ingar á kirkjulegri löggjöf vorri
og kirkjustjórn allri.
Þá má eigi gleyma þvi starfi
.Tóns biskups, sem miðaði að
þvi, að kynna íslenzka kirkju, —
þjóð og sögu erlendis. Eru hinar
beztu heimildir fyrir því, að á
biskupafundum norrænu kirkn-
anna skipaði hann sinn sess með
ágætum og kom fram þjóðinni
til sóma. Átti bann í því drjúgan
og áhrifaríkan þátt, að efla og
treysta vináttu- og menningar-
sambönd milli Islands og frænd-
þjóða vorra á Norðurlöndum.
Munu allir góðir Islendingar
óska þess nú á þessum „síðustu
og verstu timum“/, að það starf
Jóns biskups og annarra mætra
manna megi sem, fyrst verða
bafið aftur, og þau menningar-
sambönd knýtt af nýju, sem nii
hafa verið rofin vegna styrjald-
arástandsins.
Um rithöfundinn dr. Jón
Helgason befri verið margt rit-
að undanfarið, i sambandi við
bin mildu og merku sagnarit
Iians, sem komið hafa út bin
síðustu ár, og þar af þrjú rit
bvert öðru stærra á árinu 1941,
síðasta árinu sem hann lifði til
enda. Að niðurlagi greinar þess-
arar munu helztu rit hans verða
talin. En það má með vissu
segja, að dr. Jón Helgason mun
vera einn hinna mikilvirkustu
rithöfunda, sem uppi hafa verið
bér á landi. Svo fyrirferðamikil
eru ritstörf bans og bókagerð,
að þar kemur enginn binna ís-
lenzku biskupa til samanburðar,
nema Guðbrandur Þorláksson
Hólabiskup. Jón bislcup Helga-
son var einn binna fjölfróðustu
manna um sögu landsins, sem
vér höfum átt, einkum, um per-
sónusögu og ættvísi, svo og sögu
Reykjavíkur. Munu sagnarit
lians lengi verða fróðleiksnáma
söguelskum mönnum. Eftir þvi,
sem heyrst befir, m,un hann og
bafa verið búinn að rita allmik-
ið af æviminningum sinum, áð-
ur en hann lézt, og má nærri
geta, að þar sé margt girnilegt
til fróðleiks.
Eins og að líkum lætur not-
aði dr. Jón biskup vel tíma sinn,
alla ævi, var árrisull til starfa,
sívakandi og gjörbugull um
söguleg fræði, og hlífði sér ekki
við neinni fyrirhöfn, er hann
bafði tekið fyrir eitthvert sögu-
legt efni. Og oft liafði hann fleiri
járnin í eldinum en eitt. Sögu-
leg rit hans ein, þótt ekki væri
annað talið, mega með réttu
kallast óbrotgjarn minnisvarði
um ást hans á sögu þjóðar sinn-
ar, stáldugnað hans og starfs-
fjör og ósérhlífni í störfum. Hef-
ir dr. Jón með þeim ritstörfum
sínum séð fyrir því, að nafn hans
gleymist eigi þeim, er unna ís-
lenzkum sagnfræðum og iðka
þau á komandi árum og öldum.
Loks skal vikið að einum ljúf-
asta og fegursta þætti ævisögu
Jóns biskups. En það er heimil-
ilislíf bans. Hann mundi flestum
fremur hafa viljað taka undir
orðtak það, er segir: „Heimili
mitt er háborg mín.“ Hann
kvæntist 17. júlí 1894 Mörthu
Marie f. Licht, prestsdóttur frá
Horne á Suður-Fjóni, liinni
ágætustu konu. Munu allir hinir
inörgu vinir lieimilisins liugsa
til hennar og barna þeirra fimm
og annarra ástvina með einlægri
þökk og i góðri minning um
margar ánægjustundir. Margt
gesta befir komið lil biskups-
bjónanna á liðnum árum, bæði
innlendra og útlendra og unað
þar góðar stundir við söng og
góða gleði og fjörug, fróðleg og
skemmtileg samtöl við liúsföð-
urinn um margvísleg efni. Bisk-
upsheimilið i Tjarnargötu var
mótað af þeim anda kristilegrar
menningar, sem samboðinn var
æðsta yfirmanni kirkjunnar. Og
skrifstofa biskupsins, alskipuð
bókum og myndum, bar vitni
liinum lærða og listræna manni,
sem starfaði þar. Á heimilinu
störfuðu saman þau hjón, sem
voru „í helgri trú og von og
kærleik eitt.“
Dr. Jón Helgason var gæfu-
maður í lieimilislifi sínu, eins
og hann var farsæll í störfum.
í einni sinna skýru og skörulegu
prédikana, sem prentaðar bafa
verið, ræðir bann um kristilegt
lieimilislíf, og þó einkum um,
bina kristnu konu og móður.
Þegar eg les þá prédikun og
ýmislegt um svipað efni i öðr-
um prédikunum lians, kemur
níér ávalt lians eigið heimili í
bug, eins og eg befi þekkt það,
frá því á námsárum mínum. Dr.
Jóni Helgasyni var heimilið svo
bjartfólgið, að hann var þá ætíð
glaðastur, er bann kom aftur
heim úr sínum mörgu ferðalög-
um. Þar var honurn gott að vera
með ástríkri konu og umhyggju-
sömum börnum.
Dr. Jóni Helgasyni veitlist
mörg náðargjöfin á ævi sinni.
Síðasta náðargjöfin var sú, að
fá að vinna að hugðarefnum sín-
um til æviloka, verða aldrei elli-
hrumur eða óverkfær, heldur
íá að svala brennandi fróðleiks-
fýsn og starfsþrá sinni til hins
síðasta, kveðja svo ástvini sína
á rólegri andlátsstund, og fela
Drotni anda sinn i öruggu trú-
artrausti.
Það voru góð starfalok, far-
sæl burtför binum mikla at-
hafnamanni.
Reykjavíkurbær annast útför
dr. Jóns Helgasonar, í virðing-
ar- og þakklætisskyni fyrir þau
mildu ritstörf, sem hann helgaði
Reylcjavík. Kirkja íslands og
þjóðin öll minnist með virðingu
liins víðkunna kirkjuhöfðingja
og fræðimanns.
REQUIESCAT IN PACE.
Á. S.
S k r á
um helztu prentuð rit
dr. Jóns Helgasonar biskups.
Uppruni Nýjatestamentisins. Rvík
1904.
Almenn kirkjusaga, I—IV. Rvík
1912—1930.
Grundvöllurinn er Kristur. Rvík
I9IS-
Biblíusögur. Auknar og endur-
samdar. Rvík 1898.
Hirðisbréf til presta og prófasta.
Rvík 1917.
Kristur vort líf. Prédikanir. Rvík
J932-
Kirkjumál dómkirkjusafnaSarins.
Rvík 1935.
Helgi Hálfdanarson lector theol.
1826—1926. Æviminning. —
Rvík 1926.
Meistari Hálfdan. Rvík 1935-
Iiannes Finnsson. Rvik 1936.
Jón Halldórsson í Hítardal. Rvík
1938.
Tómas Sæmundsson. Rvík 1941-
Hárgreiðslustofup bæjar-
ins verða lokaðar á morgun
frá kl. 1-4 vegna jarðarfarar.
feikna úrval af drengjafata-, kápu- og dragtaefnum.
GEFJUN - IÐUNN
AÐALSTRÆTI. -
Ekknasjóður Reykjavíkur
Áður auglýstum aðalfundi er frestað til mánudags 30. marz
kl. 8% í liúsi K. F. U. M. við Amtmannsstíg.
STJÓRNIN.
Páskahreingeruing:
Renol
Goddards
O’Cedar
Liquid-Veneer
Brasso
Silvo
Goddards
Town-Talk
V
Gólfldútar — Þurrkur — Burstar
— Ræstiduft — Sápur,
Þvottaefni
VERZLUN
SIMÍ 42,05
Þegar Reykjavík var 14 vetra.
Rvík 1916.
Reykjavík. Þættir og myndir úr
sögu bæjarins 1786—1936. —
Rvík 1937.
Árbækur Reykjavíkur. Rvík 1941.
Þeir, sem settu svip á bæinn. Rvík
I94i.
íslendingar í Damnörku. Rvík
I93I-
Islands Kirke. Tvö bindi. Kbhavn:
1922 og 1925.
Kristnisaga íslands, I—II. Rvík
1925—1927.
Islands Kyrka. Stockholm 1920.
Die Kirche in Island. Leipzig 1937-
Hvad Köbenhavns Universitet har
betydet for Island. Kbhavn
1926.
Fra Islands Dæmringstid. Kbhavn
1918.
Konferentsraad Jón Eiríksson 1728
—1928. Kbhavn 1929.
Auk þessara rita liggur eftir dr.
Jón Helgason aragrúi smárita,
greina um guSfræöileg og sögu-
leg efni í innlendum og erlendum
tímaritum, blööum og alfræöiorSa-
bókum, svo og einstakar prédikan-
ir, er prentaSar hafa veriS í blöSum
og timaritum, og sumar sérprent-
aSar.
Þá gaf hann út og ritaSi aS miklu
leyti timaritiS „VerSi ljós“ árin
1896—1904, og „Nýtt kirkjublaS“
meS Þórhalli Bjarnarsyni 1906—
1907.
Hann bjó og undir prentun þessi
rit eftir Helga Hálfdanarson:
1. Sannleiki kristindómsins. Trú-
varnarritgerS. 1894.
2. Kristileg siSfræSi. 1895.
3. Saga fornkirkjunnar, 3 hefti. —
1896.
4. Stutt ágrip af prédiku’narfræSi.
1896.
5. Prédikanir á öllum helgidögum
kirkjuársins. 1902.
Loks hefir hann búiS undir
prentun.
Bréf síra Tómasar Sæmundssonar.
Rvík 1907.
Aðalfundur
Fríkirkjasafnaðarin§ í lieykjavík
verður haldinn sunnudaginn 29. marz 1942 kí. 16 (4 e. h.) í
Fríkirkjunni.
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundárstörf
2. Breyting sóknargjalda
3. Lagabreytingar
4. Önnur mál.
Reikningar fyrir árið 1941 liggja frammi a skrifstofu safn-
aðarins frá kl. 9 til 11 og á föstudag einnig k’J. 19 til 20.
Stjórn saínaðarins.
Peysufatakðpueíni
nýkomið.
DTHCIJA, - Lagavi^ 25
Nokkrar stulkur
óskast á saumaverkstæðin, einnig stúlka, sem vill taka að sér
að pressa dömukápur.-
Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar h.f.
í páskabakstnrinii
Hveiti í smápokum
og lausri vigt,
Succat
Möndlur
Kókósmjöl
Sýróp
Lyftiduft í br. og 1.
Eggjagult
Hjartasalt
Flórsykur
Bláberjasulta
Jarðarberjasulta
Bl. ávaxtasulita
Kúmen
KardemonMtrmr
Negull
Múskat
Sítrónudropar
Egg
Smjör
Smjörlíki
Jurtafeiti
Svínafeiti
^Okaupfélaqió
Jarðarför litla drengsins okkar,
Gardars
fer fram laugardaginn 28. marz kl. 10 f. h. frá heimili okk-
ar, Bárugötu 19.
Nanna Jónsdóttir. Jóhann Sigurðsson.
Konan mín,
Margrét Þorláksdóttir
andaðist að morgni 25. þ. m. að heimili sinu. Lágholti í
Reykjavik.
Einar Ágúst Eíinarsson.
Við þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
Lárussínu Lárusdóttur Féldsted
Fyrir hönd okkar, tengdabarna, stjúpbai’na og bama-
barna, systkina og vandamanna.
Einar Friðriksson. Pétur H. Saiómonsson.
Tryggvi Salómonsson. Lúther Saiómonsson.
Guðrún Salómonsdóttir. Lárus Salómonsson.
Gunnar Salómonsson. Haraldur Salómonsson..
1