Vísir - 27.03.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 27.03.1942, Blaðsíða 2
VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÖAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Fjárlaga- • frumvarpið Jakob Möller lagði i gær fyrir Alþingi fjárlaga- frumvarpið fyrir árið 1943. Engum getur komið það iá óvart, þótt frumvarp þetta séliiðliæsta, sem enn hefir verið lagt fyrir Alþingi. Sú varð raunin á, að fjárlög liækkuðu ár frá ári, meðan friður var, og það entla þótt atvinnuvegum og fram- leiðslu færi hnignandi og greiðslugeta að sama skapi þverraði. Nú vita það allir, að framleiðslan hefir margfaldazt að krónutali, síðan stríðið byrj- aði. Þar við bætist svo hinn stöðugi fjárstraumur vegna þarfa setuliðanna. Islenzkir gjaldþegnar hafa þess vegna aldrei haft nándar nærri eins mikið fé handa á milli og nú. Hver einstaklingur getur um það borið, hve útgjöld hans hafa aukizt hin síðustu misseri. Útgjöld rikissjóðs eru auðvitað sömu lögum liáð. Það væri þess vegna fánýtt, að telja stóraukin útgjöld ríkissjóðs nokkura bendingu um, livað þá heldur sönnun þess, að alvarlega sé á- statt. Þarf í þessu sambandi ekki annað en minna á sjálfa dýrtíðarhækkunina og svo t. d. það, að útgjaldaliður eins og viðhald vega hefir einn út af fyrir sig, hækkað upp i 1.700.000, í stað þess að fyrir árið 1940 var þessi liður áætl- aður kr. 750.000. Hér er þó ekki talið það fé, sem setuliðin greiða til viðhaldsins. Þá má benda á, að vegna þess, að við höfum nú tekið utanrik- ismálin í okkar eigin hendur hafa þessi útgjöld meira en tvöfaldazt. Þau voru allt að kr. 231.250 á fjárlögum 1940, en eru á fjárlagafrumvarpinu áætl- uð kr. 568.100. Af öðrum stórhækkunum út- gjalda má nefna kostnað við lögréglu, sem áætlaður er kr. 300.000, í stað kr. 80.000 fyrir stxáð. Þessi dæmi ættu að nægja til að gefa örlitla mynd af þeim óhjákvæmilegu liækkunum.sem orðið hafa á stríðsárunum. En auðvitað er nálega sama hvar gripið er niður. T. d. hefir kostn- aðurinn við kennslumál hækkað um tæp 600.000. Alls eru rekstr- arútgjöldin samkv. frumvarp- inu kr. 28.333.238. Til saman- burðar má nefna, að á seinasta l'járlagafrumvarpi, sem samið var fyrir stríð, — fjárlagafrv. fyrir 1940 — voru rekstrarút- gjöldin áætluð kr. 17.857.448. Mismunurinn á þesum tveim upphæðum er kr. 10.475.890, eða rétt um 60%. En dýrtíðar- hækkunin er nú 83%. Tekjur ríkissjóðs fóru gífur- lega fram úr áætlun á síðasta ári, svo tekjuafgangur er yfir 17 inilljónir króna, eða mai-gfalt hærri en hann hefir nokkru sinni verið áður. Tekjurnar fyrir 1943 eru á- ætlaðar kr. 33.736.100 og rekstr- arafgangur því kr. 5.402.862. En greiðslujöfnuður, eftir að tekið er tillit til afborgana á lánum og eignaauknings, hagstæður um kr. 3.084.564. Auðvitað vex-ður engu spáð um það, hvei’nig afkoma íúkis- sjcxðs verður á næsta ári. Það veltur mest á afkomu atvinnu- veganna og þeim möguleikum, sem verður á innflutingi til landsins. En ef ekki verða því geigvænlegri breytingar á þessu, verður ekki sagt, að áætlunin, hvorki tekjur né gjöld — sé ógætileg. Að öðru leyti má skíi'skota til ræðu þeirrar, er fjármálaráð- heri'a f lutti, og útvarpað var. Þótt ýmsunx kunni að vaxa fjárlögin i augum að lítt rannsökuðu máli, munu allir sanngjarnir menn viðurkenna, að hér sé um eðli- legai' hækkanir að ræða, sem stafar af því einu, hve óskaplega allt verðlag hefir færzt úr skorðum. a Handknattleiksmótið, Verða Haukar meistarar í 2. ílokki? Handknattleiksmótið hélt á- fram í gærkveldi og fóru fram þrír leikir eins og endra nær. Fyrst kepptu Valur og Haulý- ar i 2. flokki. Sigraði Valur með 11 mörkum gegn 9. Haukar liafa þó mesta möguleika til að verða meistarar í þessum flokki. Munu þeir aðeins þurfa að vipna einn leik i viðbót til þess að hafa tryggt sér titilinn. Annar leikur til fór fram í 2. flokki milli í. R. og K. R. Sigruðu í. R.-ingar með 31:17. I fyrsta flokki sigi'aði í. R. Fram með 23:20. í kveld fara fram tveir leikir í 2. fl. t—■ K. R. keppir við Val, og F. H. við Viking. í fyrsta flokki keppa K. R. og F. H. íslenzkur sjómaður hveríur á Englandi. í síðustu för bv. Gyllir til Eng- lands hvarf einn skipverja, með- an Iegið var í höfn. Gei'ðist þetta í siðustu viku. Maðurinn — Tómas Guðmunds- son, háseti, héðan úr bænum — fór á land með fleiri skipverj- um, en varð viðskila við þá og kom ekki aftur um horð. Gyllir varð að fara aftur, án þess að vart yrði við Tómas, en skipstjóri tilkynnti lögreglunni á slaðnum Iivarfið. Tómas var maður um fimm- tugt. Hann var eltkjumaður og átti uppkomin börn. Hafði hann stundað sjómennsku um langt skeið. Gamlir brunnar grafnir upp. Tveir brunnar hinnar gömlu Reykjavíkur hafa verið grafnir upp að nokkru leyti og er verið að rannsaka valnið í þeim. Verkfræðingar bæjarins hafa fundið þessa gömlu brunna með aðsíoð gamalla korta af bænum og samkvæmt upplýsingum frá fólki, sem vissi um þá. Vatnið úr þessum tveim brunnum hefir verið sent til rannsóknar, til þess að gengið verði úr skugga um það, hvort óhætt er að hafa það til neyzlu. Er rannsókn þessi gerð, ef svo skyldi fara, að bilun yrði á vatns- veitunni af einhverjum óviðráð- anlegum orsökum. En reynist vatnið ekki fullkomlega heil- næmt, verður það auðvitað ekki notað. Ýmsa brunnana er vitað fyrir, að elcki er hægt að nota, af ýms- um ástæðum. í dag kveður þjóð vor einn sinna fremstu sona, kirkja vor einn afreksmanna sinna og liöf- uðborg vor, Reykjavík, einn þeii-ra, er „settu svip á bæinn“ flestum fremur, um langt skeið undanfarið. Starf þessa mikla lærdóms- og athafnamanns er orðið svo víðtækt og fjölþætt, að því verða engin skil gerð í stuttri minningargrein. En um dr. Jón Helgason er unnt að staðhæfa það, að hann hefir sjálfur i vei’k- um sínum gengið svo frá minn- ingu sinni, að liún mun lengi uppi vera. I I Dr. Jón Helgason var' fæddur í Görðum á Álftanesi 21. júní 1866. Foi'eldi'ar lians voru síra Helgi Hálfdanai'son, síðar lektor prestaskólans, og kona hans, Þórhildur Tómasdóttir prófasts Sæmundssonar á Rreiðabóls- sta^. Tveggja ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum til Reykjavíkur, og ólst þar upþ. Hefir Reykjavikurbær ekki átl saniiari, trúrri og ræktarsamari son en hann, svo sem verk hans volta. .Tón Helgason kom í Reykja- víkurskóla 1880 og var útskrif- aður þaðan 1886 með l.einkunn. Samsumars sigldi hann til Kaupmannaliafnarháskóla. Tók hann þar í janúar 1887 próf í Iieþresku með einkunninni „ad- missus cum laude“, og sama ár í júnimánuði próf í heimspeki með 1. einkunn. Prófi í kirkju- feðrafræði lauk hann í júní 1889, og embættisprófi í guðfræði 20. júni 1892 með 1. einkunn. Vet- urinn 1892—93 dvaldi liann heima í Reykjavík við kennslu- störf, og gegndi hann þá um tíma kennslustörfum fyrir föð- ur sinn, er þá fór utan að leita sér lækningar. Vorið 1893 fór hann aftur til Danmerkur, og var þá 6 mánaða tíma óvigður aðstoðarmaður hjá síra Peter Dahl í Langehæk, sóknarpresti í Kallehave á Suður-Sjálandi. 1 febrúar og marz 1894 tók liann próf í trúkennslufræði og pré- dikunarfræði í Kaupmanna- höfn, hvorttveggja með 1. eink- unn. í byrjun aprílmánaðar sama ár ferðaðist hann suður á Þýzkaland og dvaldi þar fram í júlímánuð, einkum í háskóla- bæjunum Erlangen og Greifs- wald. Hinn 30. júlí þetta ár var honuin veitt 1. kennaraembætU ið við prestaskóíann, og lcom hann þá út hingað. Þá um haust- ið tókst hann á hendur jafn- frámt embætti sínu, og endur- gjaldslausl, að flytja aukaguðs- þjónustur við Dómkirkjuna í Reykjavík, og tók prestvígslu 12. maí 1895. Þessu aukastarfi gegndi liann i 13 ár samfleytt. Hann var skipaður í milliþinga- nefnd í kirkjumálum 22. apríl 1904. Hinn 30. sept. 1908 var hann settur forstöðumaður prestaskólans, þá er Þórhallur Bjarnarson tók við biskupsem- bætti. Þegar Háskóli íslands var stofnaður 17. júni 1911, varð dr. Jón prófessor í guðfræðideild og fyrsti forseti þeirrar deildar. Samverkamenn hans þar voru prófessor Haraldur Níelsson og dócent Sigurður Sívertsen, síðar prófessor. Þórhallur biskup Bjarnarson andaðist 15. desember 1916, og var þá dr. Jón settur biskup, og síðan veitt embættið. Var hann vígður biskupsvígslu 22. apríl 1917 af vígslubiskupi Skálholts- biskupsdæmis Valdimar Briem. Gegndi hann siðan biskupsstarfi &V. I lil ársloka 1938, en ságði þá af sér embætti, bæði fyrir aldurs sakir, og svo til þess að geta lielgað síðustu ár sín ritstörfum, og lokið við ýms verk, er hann hafði á prjónunum, og síðar mun getið verða. x Hér liafa þá verið greind nokkur ártöl og ytri drættir úr ævisögu dr. Jóns biskups Ilelga- sonar, en með því er lítið sagt, þegar um ævi slíks atliafna- og afkastamanns er að ræða. Skal því nokkru nánar að verkum hans vikið. Eins og ráða má af námssögu dr. Jóns, hlaut liann hinn bezta undirbúning undir lífið, og tók góð og glæsileg próf í öllum greinum guðfræðinnar. Hefir liann verið námsmaður með af- brigðum, gæddur lærdómsþrá og þekkingargleði. En eigi var | síður rík í brjósti hans sú þörf og þrá að láta þekkingu sína og lærdóm bera arð, þjóð sinni og kirkju til upplýsingar, leiðbein- ingar og menntunar á allan liátt. ! Verður því ekki gleymt í því sambandi, að hann var sonur eins af beztu fræðurum, sem þjóð vor hefir átt, síra Helga Hálfdanarsonar, og dóttursonur þjóðarleiðtogans Tómasar Sæ- mundssonar. Er og enginn efi á því, að hann vildi vera þess- um forfeðrum sínum samboð- inn, og neyta til þess þeirrg hæfileika, sem lionum voru beztir gefnir. En þeir voru um~ fram allt góðar gáfur, mikið starfsþrek, ósérlilífinn starfs- • vilji og óvénjuleg slarfsgleði. | Eg liefi mörgum mönnum j kynnst, sem eiga skilið að heita | góðir og miklir starfsmenn. En j eg held eg megi fullyrða, að cnginn þeirra hafi liaft meiri nautn og yndi af því að beita kröftum sínum á viðfangsefn- inu, en dr. Jón Helgason, enda voru afköstin eftir því, á þeim sviðum, þar sem hann einkum beitti sér. Dr. Jón Ilelgason var guð- fræðingur ágætavel lærður, einkum í nýjatestamentisfræð- um, trúfræði og kirkjusögu. Um sáhnakvéðskap allra alda kristninnar mun hann hafa ver- ið fróðari en nokkur samtíðar- manna hans hér á landi. Lærdómur dr. Jóns á guð- fræðisviðinu naut sín ágætlega í kennarastóli. Hann var lifandi og fjörugur kennari, skýr í framsetningu, að sjálfsögðu kröfuharður um trúmennsku og nákvæmni við námið, en jafn- framt boðinn og búinn til að veita nemendum sínum hinar beztu leiðbeiningar og uppörva þá. Eg minnist þess frá náms- árum mínum við Háskólann, hversu mjög eg saknaði þess, að hann varð að hverfa frá Há- skólanum til biskupsstarfsins, er eg hafði notið kennslu hans aðeins hálft háskólamisseri, og svo mun hafa verið um oss fleiri, er þá vorum nemendur hans. Dr. Jón Helgason samdi og gaf úl fjölda rita og ritgerða um guðfræðileg efni, á íslenzlcu og erlendum málum, sem öll lýsa lærdómi lians og vakandi á- liuga á fræðigrein sinni. Hann vakti mikla hræringu á trúmála- sviðinu, er hann tók að kynna löndum sínum „aldamótaguð- fræðina“ svo nefndu, eða nýju guðfræðina, eins og hún var oft- ar kölluð hér á landi. Var hann sjálfur baráttumaður mikill og djarfmáll í kappræðum, um skoðanir sínar, sótti hart fram og lilífði sér hvergi, eins og mörgum mun minnisstætt. En ætíð var liann virtur af andstæð- ingum sínum, fyrir einurð og hreinskilni. Og þegar hann gjörðist biskup, og guðfræði- deilurnar kringum hann smá lijöðnuðu, kom það æ skýrar í ljós, sem var lífæð allrar trú- rækni hans. En það var „trúin á Drottin vorn Jesúm Krist, sem hinn eilífa og óhagganlega grundvöll hjálpræðis vors í lífi og dauða — hjartablað trúar vorrar“, eins og hann orðaði það sjálfur i síðasta erindi sínu á prestastefnu úr biskupsstóli. Það er þá og vitanlegt, að liinir beztu menn úr hópi þeirra, er fylgdu annari guðfræðistefnu en hann, virtu hann jafnan mikils, og minnast hans nú sem eins af fremstu mönnum íslenzkrar kristni fyrr og síðar. í biskups- dómi sínum sat hann á friðstóli, og fór það vel, og var kirkju og kristni fyrir beztu. Auk rita dr. Jóns um guð- fræðileg efni, sem nokkur rnurn* ! talin síðar, þýddi hann í hinni nýju biblíuþýðingu Matteusar og Jóhannesar guðspjall eftir j frumtextanum og auk þess ] Rómverjabréfið og bæði Kor- intubréfin. j Dr. .Tóni Helgasyni veittist , ýmisleg viðurkenning fyrir guð- ; fræðileg og kirkjuleg ritstörf ! sín. Kaupmannahafnarháskóli gerði bann lieiðursdoktor í guð- fræði á 400 ára afmæli siðbót- | arinnar árið 1917. Iláskóli ís- I lands sæmdi hann hinni sömu í nafnbót árið 1936, á 25 ára af- j mæli sínu. Munu þessar sæmd- ir liafa verið honum kærastar allra hinna mörgu viðurkenn- ! ,Um biskupsstörf dr. Jóns í Helgasonar skal eg vera fáorður, enda þótt þar sé margs og mik- ils að minnast. Þar mátti, eins og annarsstaðar, kenna svip hins mikla dugnaðarmanns og ósérhlífna athafnamaéns. I eft- irlitsferðum, sínum sótti hann heim öll prestaköll og kirkjur landsins, og sýndi í þvi starfi hina mestu röggsemi. Var hann dugnaðarmaður hinn mesti i þessum miklu ferðalögum, sem þá voru víðasthvar meiri örðug- leikum bundin en nú eru þau, síðan samgöngur færðust í ann- að og þægilegra horf. Á þessum ferðum sínum vann hann, ásamt biskupsstörfum og skörulegu prédikunarstarfi, verk, sem telja má að hafi mikið menningar- legt gildi: Hann neytti listgáfu sinnar til að teikna myndir af öllum kirkjum landsins, er hann heimsótti, og er það safn og Frh. á bls. 3. til sölu, laust til íbúðar. — Tilboð sendist afgr. Vísis, merkt: „Hús strax“ fyrir n. k. sunnudag. Þvottakonn vantar strax. — Uppl. á Bif- reiðastöð íslands. Sími 1540. Kven-nærföt, kven-undirfatasett, Manchettskyrtur, Sportskyrtur og fermingarskyrtur. Verzl. ÓÐINSGÖTU 12. Þvotta- pottur nýr eða lítið notaður óskast v. til kaups. Sími 4673. Röskur sendísveinn óskast strax. FyrirspurriUm ekki svarað í síma. f Jóhann Karlsson & Go. Heildverzlun, Þingholtsstr. 23 Athugið Gúmmískórnir reynast bezt frá okkur. Legghá og linéhá reimuð vatnsleður- stígvél. Margskonar verkamanna- skór o. fl. skófatnaður ódýr. Verzl. Gúmmískógerðm Laugavegi 68. eða lagtækur maður, helzt vanur járnsmíði óskast. -— Langur vinnutími. Uppl. í ^smiðjunni Sindra, Hverfis- götu 42. Einar Ásmundsson. Húsnæöi. Barnlaus hjón óska eftir ibúð 1 til 2 herbergi og eld- hús. Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins, merkt: „Vél- stjóri X“. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.