Vísir - 20.04.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 20.04.1942, Blaðsíða 2
. V I S I R DAGBLAÐ Útgefandi: BÍ AÐAÚTGÁFAN VÍSIIt H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Fétagsprentsmiðjau h.f. Skattar og útsvör SÚ ríkisstjórn, sem tæki sér fyrir hendur að húa til skynsamieg og varanleg skatta- lög, mundi liljóta þökk alþjóð- ar. Hinar sífelldu breytingar á skattalögum ríkisins eru ger- samlega óþolanidi, enda þekkist það hvergi i siðuðu landi, að slíkum lögum sé í grundvallar- atriðum breytt á eins eða tveggja ára fresti. Þjóðin verð- ur að heimta það af löggjafar- þinginu, að það sýni þann þroska í lagasetningu um slík mál, að engum sé látið haldast uppi að koma með sífelldar hreytingar í þeim efnum. I fyrra var skattalögunum breytt. Á þessu ári á að gera á þeirn gagngerða breytingu. Við þetta gæti menn þó sætt sig, ef sú breyting, sem nú á fram að fara, væri til frambúðar. En engin von er að svo verði, því að miklir annmarkar eru á frum- varpi þvi, sem fyrir liggur. Það virðist aðallega hafa vakað fyrir þeim, sem frumvarpið sömdú, að koma í veg fyrir það, að hin háu útsvör og skattar, greitt á árinu 1941, kæmu til frádráttar tekjum, sem nú verða taldar til skatls. Til þess að ná þessu marki, að fella niður frádrátt- inn og ná sér þannig niðri á liæstu gjaldendunum, liefir frek- ar kapp en forsjá verið að verki og árangurinn orðið sá, að frum- varpið, eins og það er, getur orð- ið bitrasta skattvopnið, sem Al- þingi hefir nokkru sinni látið frá sér fara. Frumvarpið gerir ráð fyrir að eftirleiðis verði bannað að drag i skatt og útsvar frá tekjum og til þess að vega á móti afnámi þeirra fríðiuda, verður skattstig- inn lækkaður um nálega lielm- ing. Þetta virðist í skjótu bragði >vera saklaust og sanngjarnt. En þegar það er athugað, að tekju- skatturinn er hjá flestum ekki aðalútgjöldin til hins opinbera heldur útsvarið, og því eru eng- in takmörk sett, þá getur ekki lijá þvi farið, að á marga renni tvær grímur. Hversu hátt sem útsvarið er, má ekki draga það frá skatti og full ástæða er til að ætla, að útsvar eða skattur fáist Iieldur ekki dregið frá tekj- um áður en útsvarið er ákveðið Niðurstaðan verður því sú, að skattgreiðendur missa alveg þá vernd, sem frádráltarheimildin veitti þeim, vegna þess, að á- lagningu útsvaranna er engin takmörk sett og þau geta ásamt tekjuskattinum tekið allar netto- tekjur þeirra, sem einhvern rekstur hafa, án þess að skatt- greiðandinn geti þar rönd við reist. Engin lagavernd er til i því efni, ef frumvarpið verður að lögum, eins og það hefir ver- ið lagt fram. Eftirleiðis verður að gera ráð fyrir því, að frá- dráttarheimildin falli niður við ákvörðun hvorutveggja, skatts og útsvars. Hámarksálagning tekjuskattsins er ákveðin 22% en útsvörunum eru engin tak- mörk sett. Þau mega taka 78% sem eftir eru af tekjunum, ef niðurjöfnunarnefnd sýnist svo. Hér er verið að gera alla skatt- EKKKRT LÆRT - ENGU GLEYMT. iUþýðusambandið neitar verkamannafélag- inu Hlíf um upptöku í sambandið. Sv© sem kunnugt er sótti verkamannafélagið Hlíf um upp- töku í Alþýðusambandið í febrúarmánuði s. 1. ásamt mörgum öðrum verkalýðsfélögum, er utan Alþýðusambandsins höfðu staðið. Ekkert hefir hinsvegar heyrst um afdrif þessarar um- sóknar, og spurðist því Vísir fyrir um það í morgun hjá Her- manni Guðmundssyni, formanni Hlífar, hvort svar hefði bor- ist frá stjórn Aiþýðusambandsins. þegna i landinu og sérstaklega í Reylcjavík, varnarlausa og ber- skjaldaða fyrir álögum liins op- inbera. Ef Alþingi telur rétt að fara inn á þá braut, að nema úr gildi frádráttarheimildina, þá ber því skylda til að setja skorður við hámarki opinberra skatta. — Skattgreiðendumir í landinu hljóta að hafa rétt til að heimta slíka vernd, þegar frá þeim er tekinn sá skjólgarður, er þeir höfðu áður gegn öfgafullri skattheimtu hins opinbera. Ankiiiii áliiigri fyrir sfolfi. Ungt fólk virðist um þessar mundir hafa fengið mjög auk- inn áhuga fyrir golfíþróttinni, ef dæma má af því, hversu það sækir nú í Golfklúbbinn. Þetta ber þó ekki að skilja svo sem ungt fólk hafi ekki viljað ganga í Golfklúbbinn. Það sem hefir hindrað félagafjölgun hans er, að engir kennarar hafa verið hér hin síðustu ár, cða síð- GÍSLI ÓLAFSSON. an Ruhe Arneson hætti, Innan- hússkennsla á grundvallarregl- ' unum er nijög æskileg. Nú hefir verið bætt úr þessu, um stundar sakir að minnsta kosti, því að alls munú nú um 20 manns vera að læra golf á vegum klúbbsins. Er það allt ungt fólk, sem hér um ræðir og mundi vafalaust margt fleira hafa hætzt í liópinn, ef kennsl- an hefði verið auglýst. Það er Gísli Ólafsson, golf- meistari íslands, sem sér aðal- lega um kennsluna, en auk þess fæst Þorvaldur Ásgeirsson við hana að einhverju leyti. Fer liún fram í nýja húsinu á horni Vest- urgötu og Garðastrætis. 1. sumardagun 13 skemmt- anir um dag- inn. Fjölbreyttari en nokk- uru sinni. Skemmtanir barnadagsins — sumardagsins fyrsta næstkom- andi fimmtudag — verða fjöl- breyttari en nokkuru sinni, að því er Vísir hefir heyrt. Fara skemmtanir fram á 3 nýjum stöðum. Alls verða skemmtanirnar 13 í þessum húsum í bænum: Iðnó 3, Gamla Bíó 2, Nýja Bió 2, Auslurbæjarskólanum 2, Há- skólanum 1, Góðtemplarahús- inu 1, íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar 1 og Oddfelhvhús- inu 1. Nýju skemmtistaðirnir eru íþróttahúsið, Góðtemplara- húsið og Austurbæjarskólinn. I fyrra söfnuðust um 40 þús. króna á sumardaginn fyrsta, en Sumargjöf sá minnst af þeim peningum, því að þeir runnu að mestu Ieyti til sumardvalar barna, af því að Sumargjöf hafði samvinnu við sumardvalar- nefnd. Nú er engin samvinna þar á milli, en Sumargjöf hefir engu minni þörf fyrir stuðning Hermann Guðmundsson skýrði svo frá, að hann hefði nokkrum sinnum átt tal við Jón Sigurðsson, fulltrúa Alþýðu- sambandsins, um þessi mál. Hefði Jón í fyrstu skýrt sér svo frá, að umsóknin liefði verið tekin tii merðferðar á stjórnar- fundi sambandsins, en væri óút- kljáð hver örlög hún fengi. Nú nýlega átti Hermann enn tal við Jón, og fékk þá þann boðskap að heyra, að stjóm AI- þýðusambandsins hefði neitað að taka Verkamannafélagið Hlíf inn í Alþýðusambandið, fyr en félagið hefði bætt fyrir „eldri brot“, og m. a. tekið þá menn aftur inn í félagið, sem úr því var Vikið endur fyrir löngu. Hinsvegar veitti stjórnin öllum öðrum félögum inngöngu í sam- bandið, án nokkurra skilyrða. Svo sem menn mun reka minni til, var 12 mönnum á sín- um tíma vikið úr Hlíf, af þeim óstæðum, að þeir uppfylltu ekki skilyrði samþykkla félagsins um hverjir gætu verið félags- menn. Voru þetta allt atvinnu- rekendur, en ekki verkamenn. Þessir menn reyndu svo að stofna sérstakt verlcalýðsfélag, er samdi við Bæjarútgerðina og önnur atvinnufyrirtæki jafnað- armanna í Hafnarfirði um for- gangsrétt til vinnu. Reis út af þessu liin kunna Hafnarfjarðar- deila, sem lyktaði með sigri Hlífar fyrir Félagsdómi í máli gegn Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar. — Síðan hefir sú breýting orðið á Alþýðusambandinu, að nú telst það „ópólitiskt“ og öllum flokkum á að vera tryggt jafn- rétti innan þess. Er það því furðulegt tiltæki hjá stjóm Al- þýðusambandsins, að vekja nú upp gamlan draug, sem löngu er niður kveðinn og misbeita svo valdi sínu gegn Verkamannafé- laginu Hlíf. Er hér vissulega að- gerðar þörf og þarf enn að kenna stjórn Alþýðusambands- ins betri siðu. Hún virðist ekk- ert hafa lært og engu gleymt frá þyí er eymd hennar var mest og hún missti öll tök á samtök- um verkalýðsins í landinu. Áhættuþóknun í siglingum. Á laugardag kvað Félagsdóm- ur upp úrskurð í máli, sem Sjó- manpafélag Reykjavíkur hafði höfðað gegn Félagi íslenzkra botnvörpuskipaeigenda. Málavextir voru á þá leið, að svo samdist milli Sjómanaafé- lags Reykjavikur og Félags ís- lenzkra botnvörpuskipaeigenda að greiða skyldi skipverjum, er sigldu milli íslands og annarra landa, ákveðna prósenttölu af brúttóaudvirði fiskjarins sem viðbótar áhættuþóknun. Þegar Bretar tolluðu fiskinn, drógu útgerðarmenn tollinu frá andvirðinu áður en aukaáliættu- þóknunin var reiknuð. Svo og drógu þeir verð þess fiskjar, sem keyptur var af bátum, frá áður en prósentan var reiknuð. Sjómannafélagið vildi ekki una þessu og höfðaði mál. Dóm- ur Félagsdóms var á þessa leið: „Því dæmist rétt vera: Meðlimum Félags íslenzkra ljotnvörpuskipaeigenda bar að reikna viðbótaráhættujjóknun, samkvæmt 4. gr. framannefnds samnings frá 16. júli 1941, af brúttó söluverði farmsins, án frádráttar vegna framangreinds 5 sh. gjalds pr. kítt, og þeim er óheimilt að draga verð keypts fisks frá brúttó söluverði farms- ins áður en greind viðbótará- hættuþóknun er reiknuð út. Stefndur, Félag íslenzkra botnvörpuskipaeigenda, greiði stefnda, Alþýðusambandi Is- lands f. h. Sjómannafélags Reykjavikur, kr. 150,00 í máls- kostnað innan 16 daga frá birt- ingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum.“ Eggert Claessen og Einar Ás- mundsson voru verjendur, en Guðm. I. Guðmundsson sækj- andi. 300 Reykvík- ingar istofina vnigmennafélag:. Stofnfundur Ungmennafélags Reykjavíkur var haldinn í Kaup- þingssalnum sunnudaginn 19. þ. m. Fundarstjóri var Sveinn Sæ- mundsson, yfirlögregluþjónn, en ritari Jón Þórðarson kennari. Var félagið stofnað með um 300 félagsmönnum. Samþykkt voru lög fyrir félagið og stjórn kosin. í henni eru: Páll Pálsson kennari, formaður, Skúli H. Norðdalil, varaformaður. Svan- hildur Steinþórsdóttir, ritari. Jón úr Vör, fjármálaritari,. Kristín Jónsdóttir, gjaldkeri. Eftirfarandi tillaga var sam- þýkkt í einu hljóði: „Fundurinn telur Ungmenna- félagi Reykjavíkur það megin- nauðsyn, að hafa ráð á húsnæði til starfsemi sinnar. Auk þess hefir fundurinn fullan hug á því, að Ungmennafélagið reyni að bæta úr þeirri miklu og að- kallandi þörf, sem æskullýð bæj- arins er á athvarfi, sem hann geti leitað til hollra skemmtana og tómstundaiðkana. Þessvogna samþykkir fundurinn, að félagið rannsaki möguleika á því„ að koma upp félags- og æskulýðs- heimili, til frambúðar, eða til bráðabirgða. í því skyni kýs fundurinn tvær fimm manna nefndir. Skal önnúr þeirra leit- ast fyrir um stúðning lijá ráða- mönnum ríkis og bæjar, en hin undirhúa og hefja fjársöfnun." Auk þess var kosin nefnd til að undirbúa skógræktarstarf- semi. Félagið verður í U.M.F.Í. og Ungmennasámbandi Kjalarnes- þings. ByggÍMgarfélag _ verkamanna ályktar að hraða h.vggingiGBii. Frá aðalfundinum í gær. w. - - Aðalfundur Byggingafélags verkamanna var haldinn í gær. Formaður, Guðm. I. Guðmunds- son hrm., gerði grein fyrir byggingaframkvæmdum félags- ins, sem höfðu gengið fremur treglega. — Eftirfarandi tillaga kom fram frá Hannesi Jónssyni: „Aðalfundur Byggingafélags verkamanna 19. apríl 1942 sam- þykkir að fela stjórninni eftir- farandi: 1. Hraða eftir því sem mögu- legt er að fullgera þau hús, sem nú eru í byggingu. Ennfremur að hraða svo sem auðið er bygg- ingu þeirra 10 húsa, sem þegar liefir verið ákveðið að reisa. 2. Leitast við að liefja þegar á þessu ári, og sem fyrst, bygg- ingu þeirra húsa, sem reisa má á lóð þeirri í Rauðarárholti, sem félaginu hefir verið ákveðin. 3. Hefja á þessu vori, og sem fyrst, byggingu allt að 40 ibúða hver þrjú herbergi og eldhús, allt að 200 íbúða tvö herbergi og eldhús og allt að 60 íbúða eitt herbergi og eldhús. Eða samtals allt að 300 íbúðir. Séu hús þessi þriggja hæða sambyggingar, vönduð, en sem ódýrust að gerð. Til að koma framangreindum byggingum sem fyrst í fram- kvæmd vill fundurinn að athug- að yrði, hvort ekki væri tiltæki- legt að bjóða byggingarnar út í ákvæðisvinnu. Fundurinn vill eindregið mæl- ast til þess, að leitað verði stuðn- ings og samvinnu bæjarstjórnar Reykjavíkur og ríkisstjórnar- manna en áður, því að starf fé- lagsins er fjölþættara en nokk- uru sinni. Því fé er ekki á glæ .kastað, sem látið er renna í sjóði Sumargjafar. innar, til að fá máliun þessunji framgengt með sem fljótustum og beztum árangri.“ Fyrsti og annar liður tillög- unnar voru samþykktir, en þriðji liður felldur með atkvæð- um Alþýðuflokksmanna. Tillögumaður benti á hið mikla húsnæðisleysi og bráða þörf fyrir úrlausn, sérstaklega fyrir þá fátækari, sem mundu sætta sig við ódýrari íbúðir. En með sambyggingum væri liægt að byggja fljótar og ódýrar. Um útvegun lánsfjár benti hann á féð, sem er innifrosið í Englandi, en mundi fást með góðum kjör- um. Benti hann á fordæmi frá Byggingarsamvinnufél. Reykja- vikur, þar sem tveir ráðherrarn- iv, viðskiptamálaráðherra og fyrrverandi félagsmálaráðherra, veittu sér og öðrum slík hluni’i- indi, sem talin eru nema 8 þús- und krónum til hvors. Inn í stjórnina kom nýr mað- ur, Sveinn Jónsson, Barónsstíg 20. — 1 stjórninni eru nú tveir sjálfstæðismenn, einn Fram- sóknarmaður og einn Alþýðu- flokksmaður. — Formaðurinn, Guðm. I. Guðmundsson hrm., er skipaður af ríkisstjórninni. Húsaleigan hækkar. Kauplagsnefnd hefir nú reikn- að út húsaleiguvísitölu fyrir timabilið 14. maí til 1. október. Vísitala.n verður 114 stig á þessu tímabili og hefir því hækkað um 3 stig. Sú vísitala, sem gilt hefir frá 1. okt. s. 1., var 111 stig. Húseigendum er því heimilt að hækka húsaleiguna frá 14. maí. Oððai seidisveii vantar okkur nú þegar eða 1. maí — Gott kaup. Varzl.Péturs Krisf jánssonar Ásvallagötu 19. Trésmiðor eða lagtækur maður getur fengið góða og langa atvinnu. A. v. á. Tún til leigu í nágrenni Reykjavíkur gegu þvi að bera á það áburð úr safnþró. Uppl. í sima 1000 (og 4688 eftir kl. 7). laður vanur járnsmíði getur fengið góða og vel- borgaða atvinnu. — A. v. á. Vörubifreið S tudebaker-vörubif reið, model ’34, til sýnis og sölu við Miðbæjarbarnaskólann eftir kl. 4. — Nýr skúr fil sölu stærð 6x4 álnir. Tvöfaldur, stoppaður og skriifaður sam- an á hornum og þaki. Uppl. í síma 1162. Nendisweion óskasL Gúmmískógerð Austurbæjar Laugaveg 53 B. Til sumargjafa! Bílar — Boltar — Flugvélar — Dúkkur — Dúkkustell — Hringlur — Meccano — Hjólbörur — Skip — Sauma- kassar — Smíðatól — Lúdó — Stimplakassa — Pusluspil — Blöðrur og ótal margt fl. K. Einarssoii Björnsson Látið okkur annast þær. — Hringið í sima 1327 frá 9 f. h. til 5 e. h.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.