Vísir - 21.04.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 21.04.1942, Blaðsíða 3
VtSIR Samtaka iiii! Sjálfstæðisflokkurinn hefir sýnt svo ótvíræðan vilja og til- hliðrun til samstarfs um farsæla lausn allra hinna mörgu og örðugu vandamála, sem þing og ríkisstjóm hafa orðið að ráða fram úr, sérstaklega síðan að landið var hernumið, — að til lofs- verðrar fyrirmyndar má telja. En hvernig hafa hinir samstarfs- flokkarnir hegðað sér í því efni? Alþýðuflokkurinn hætti sam- slarfi, þegar verst gegndi og Framsóknarflokkurinn neitar nú Sjálfstæðisflokknum um framhaldandi samstarf og heimtar kosningu til Alþingis tafarlaust, — þvert ofan í áður gjörða ályktun þingslns I því máli. Lokað á morgrnn vegna jarðarfarar. Helgi Magnússon & Co Vegna japöarfarar Kjart- ans Gunnlaugssonar kaup- manns veröur verzlunum félagsmanna lokad kl 1—4 midvikudaginn 22 apríl. Félag Byggingarefnakaupmanna. SENDISVEIN vantar strax Verzlun O. Ellingssen hi. Samkvæmt útreikningi kauplagsnefndar er húsaleiguvísitalan íyrir tímahilið 14. maí—1. okt. 1932, 114, og hækkar þvi húsa- leigan (grunnleigan) um 14% — 14 af hundraði — frá 14. maí n. k. í stað 11% til þess tíma (til 14. maí 1942.). Stjórn Fasteignaeigendafélag Reykjavíkur. 2-3 trésmiði vantar. — Einnig 2 menn, sem eru eitthvað vanir trésmiði. — Margra mánaða vinna. — Egill Vilhjálmsson „Timinn“ birti nýlega langt „Viðtal við forsætisráðherra“, — sem er allt annað en frið- samlegt. Samkvæmt því er ekki annað sjáanlegt, en að fyrir honum vaki það eitt að lileypa nú öllu í bál og brand á Alþingi. Sannast þá sem oftar að „högg- ur só, er lilífa skyldi“. Ráðh. gefur framkomnu frv. um breytingar á kosningalögunum og þar af leiðandi stjórnar- skrárbreytingu sök á þessu og segir þar ennfremur: „Það var álitið sjálfsagt, eftir að ákveðið var að láta bæjarstjórnarkosn- ingar fara fram, að ekki yrði frestað alþingiskosningum nú í sumar.“ Þetta er augljós tylli- ástæða og órökstutt / skraf. Forsrh. ber vitanlega fyrst og fremst skylda til að leita álits þing&ins um það, livort fyrr gerð ályktun þess, um frestun kosninga, skuli gilda áfram eða ekki. Hvorki ráðh. né nokkur annar einn þingmaður fá breytt löglegum gerðum Alþingis, eftir éigin geðþótta. Löggjafinn er þar sá eini rétti valdhafi. Hringl i jafnmiklu alvörumáli og hér um ræðir, er vægast sagt alveg ófyrirgefanlegt ábyrgðar- leysi. Festa, samheldni og virðuleg framkoma, allra for- svarsmanna þjóðarinnar jafnt inn á við sem út á við, er ætið ákjósanleg en bein lifsnauðsyn á yfirstandandi örlaga- og liáskatimum. Forsrh. verður lika að vera þess minnugur, að „vandi fylgir vegsemd hverri“ og að „eftir höfðinu dansa lim- irnir“. Menn í ábyrgðarmiklum stöðum verða að forðast að koma fram sem „hálaunagráð- ug og valdagirug smámenni“, — þótt það kunni að vera rikt í eðli þeirra.------- Form. Framsóknarfl. hefii undanfarið bent mjög alvarlega á hættu þá sem þjóðinni gæti verið búin, ef ítrekaðar kosn- íngar til Alþingis yrðu látnar fara fram á yfirstandandi voða- timum. Þetta er vel og viturlega mælt og „veldur ei sá er varar, þótt ver fari“. Þó kemur þar að fullyrða, að leikur hennar sé sá langbezti. Á hún það ekki langt að sækja, þvi hún er systir hins ágæta leikara Lárusar Páls- sonar. Helga Möller fer prýðilega með hlutvérk Mattliildar (Spanskflugunnar). Ólafur Stefánsson fer með lilutverk Hinriks („Pabbi minn, hér er drengurinn þinn“) og tekst honum vel upp í því. Björn Th. Björnsson gerir hlutverki Wimmers góð skil. Aðrir leikendur eru: Kristín HéÍgadöttir, Ragnhildur Ingi- hergsdóttir, Björn Tryggvason, Sigríður Sigurjónsdóttir, Sig- urður Baldursson, Einar Kvaran og Hallgrímur Sigurðsson, og leystu þau öll hlutverk sín snot- urléga af hendi. Húsið var þétt skipað áhorf- endum og voru þeir yfirleitt á- nægðir með leikinn. Eiga Menntaskólanemendur þakkir skilið, fyrir að lcoma upp leik í ár, því það er ljós vottur þess, að þeir vilja ekki láta leikstarf- sem innan skólans niður falla, enda þótt miklir erfiðleikar séu á að lialda henni uppi á þessum tímum, bæði vegna húsnæðis- leysis og annarra tálmana. g- fram sú leiðinlega veila, að form. virðist ekki stafa hætta af kosningum, nema í sambandi við breytingar á kosningarlög- unum og stjórnarskránni. Ef Framsóknarfl. er svona lirædd- ur við þær breytingar-tillögur, sem fram eru komnar í þeim, málum, þá er auðvelt að afstýra þeirri liættu með þvi, að fram- lengja frestun kosninganna eins og Sjálfstæðisfl. er oft búinn að henda á í blöðum sinum. — Ilótanir ráðh. Framsóknarfl. um lausnarbeiðni, verða naum- ast teknar alvarlega og slík ógn- un tæplega frambærileg á jafn- miklum alvörutímum sem þeim, er nú standa yfir. Forsætisráðh. færi miklu betur að leita sátta og samkomulags meðal fulltrúa þjóðarinnar, en að æsa og eggja til sundrungar þeirra í milli. Allar hótanir og ögnanir leiða til ills eins en einskis góðs. Lausn hins umrædda deilumáls liggur líka svo beint við, eins og vikið er að hér að framan og hún er bæði einföldust og bezt: Alþingi ályktar að fresta áfram kosningum til Alþingis til næsta árs (1943). Fáist Framsóknarfl. ekki til samvinnu í lausn þessa alvöru- máls, þá ber hann einn á- byrgð á öllum afleiðingum kosninganna. Hér er aðeins um tvennt að velja: Friðsamlega samvinnu eða sifelldar kosningar sem geta (eins og nú er ástatt) leitt yfir þjóðina útlenda áþján og yfir- ráð um alda raðir. Hvern kost- inn kýs Framsóknarfl. eða ráðamenn hans? -— Sjálfstæð- isfl. og ráðamenn hans eru ekki í vafa um valið: Sannarlegt sjálfstæði og bróðurleg sam- vinna allrar þjóðarinnar er takmark og hjartans-mál allra sjálfstæðismanna, nú sem fyrst. Sjálfstæðisfl. er þvi fús til sam- vinnu um lausn vandamála þjóðarinnar. Verði því boði hafnað, þá er það ekki hans sök þó ver fari. Komandi sumar mun skera úr um örlög og til- veru ísl. þjóðarinnar, í sam- handi við hildarleik þann sem nú er háður i heiminum. Kosn- ingafrestunin er þvi nú sjálf- sagðari en nokkru sinni fyr, — eins og öllum hugsandi mönn- um er augljóst. Berum ekki sjálfir eld ófriðar og eyðilegg- ingar að þjóðinni. Flas er ekki lil fagnaðar. Verum róleg og samtaka á stund hættunnar. Framtíð þjóðarinnar leiltur nú á veikum þræði, — slítum ekki þann þráð viljandi. — •— Blaðamenn og aðrir forverðir lýðsins minnist nú þess, hvernig fór fyrir forfeðrum vorum, sem hingað flýðu undan ánauð og ófrelsi i átthögunum og „reistu hér byggðir og bú“, sem blómg- uðust með ágætum í liðug 300 ár. Þá tólc Sturlungaöldin við og mestu menn þjóðarinnar bárust á hanaspjót. Sundrung og öfund, ásamt ó- stjórnlegri valdagræðgi leiddi til tortimingar frelsi og frægð þjóðarinnar. Snorri var myrt- ur og landinu komið undir eé- lend yfirráð. Þetta skeði fyrir 700 árum. Afleiðingar þessa baráttu-tíma- þils urðu andleg og efnaleg á- þján undir erlendu oki í 600 ár, sem þjóðinni varð næstum að aldurtila. Látum þessi víti oss að varn- aði verða. 700 ára frelsisstríð vort ætti að vera oss nægilega sterk hvöt til þess að standa nú saman á úrslitastundinni, sem ein og ósigrandi fylking. Tvö stórveldi heimsins hafa heitið oss fulltingi sínu til að fá og ná ótakmörkuðu sjálfstæði, að stríðinu loknu. Sýnurn í verki, forustuþjóðum frelsisins, að vér verðskuldum fylgi þeirra og fullkomið frelsi. — Alþingismenn þjóðarinnar! Aðalábyrgðin hvílir á yður. Þér eruð hinir útvöldu fulltrúar hennar. Sýnið í verkinu að þér séuð traustinu og vandanum vaxnir. Komið fram í heil- steyptri fylkingu, sem dreng- lyndir fulltrúar frelsis og fram- sóknar þeirrar þjóðar, er fyrst alíra siðaðra þjóða lagði niður vopnin. Látið verkin tala og sannið hinum siðaða heimi, — að réttlæti og falslausir samn- ingar eru og múnu verða far- sælustu og sigursælustu vopn- in, hæði í samlíð og framtíð. —• Landar góðir! Samtaka allir nú! Semjið frið og sættist að fullu og öllu — áður en það verður ofseint. — Fellum niður flokkadeilur, farsæld þjóðar helgum störf. Reykjavík, sumarmál 1942, Guðmundur Bergsson. Aðalfandnr Hvatar Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Rvík, hélt aðalfund sinn í gær í Oddfellowhúsinu. Var fundur- inn fjölsóttur og mikill starfs- áhugi í konum. Skýrsla ritara yfir liðið starfsár gaf ótvírætt í skyn glæsilegan vöxt og viðgang félagsins Stjórn félagsins var öll end- urkosin, en hana skipa: Frú Guðrún Jónasson formaður, frú Guðrún Guðlaugsdóttir, frú Kristín L. Sigurðaixlóttir, frk. María Maack, frú Guðrún Pét- ursdóttir, frú Dýrleif Jónsdóttir, og frú Soffía Ólafsdóttir. Vara- stjórn skipa: Frú María Thor- oddsen frú Jónína Guðmunds- dóttir, frk. Guðbjörg Bjarna- dóttir, frú Ásta Guðjónsdóttir og frú Ástríður Guðmundsdóttir. Var varastjórnin einnig öll end- urkosin,að undantekinni frú Jónínu Guðmundsdóttur, er baðst undan endurkosningu, og var frú Helga Marteinsdóttir kosin í liennar stað. Kápu- og kjolaefni miikið úrval ■ ^ • ■; Vm.l. S\0'1 Vesturgötu 112 Á skóm li'ií okknr á samardagfiniG f^r§ta Fjölbreytt úrval af allskonar barnaskófatnaði ^koverzl. B. 8tefáns§onar aveg 221A Teiknipappír i örkum ogr blokknm Stúlku vantar í mjólkurbúðina á Þverveg 2. Ennfremnr vantar sendisvein i matvörubúðina á sanía stað. Uppl. í búðinni á Þvervegi 2 eða á skrifstofmmi Skólavörðu- stíg 12. — ökaupíélaqið FJÖLBREYTT ÚRVAL AF snn fyrir börn og fullorðna: sérlega mikið úrva! af BARNALEIK- FÖNGUM. — I Ingóltsbúð Hafnarstræti 21. — Sími 2662. Jarðarför mannsins míns, föður okkar og sonar, Kjartans Gunnlaugssonar kaupmanns, fer fram miðvikudaginn 22. þ. m. og liefst með húskveðju að heimili hans, Laufásvegi 7, kl. 1% síðdegis. Margrét Gunnlaugsson og börn, Ingveldur KjartansdóRir. Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu samúð við and- Iát og jarðarför mannsins míns, síra Páls Hjaltalín Jónssonar prófasts á Raufarhöfn. Fyrir hönd mína og vandamanna. Raufarhöfn, 20. apríl, Ingveldur Einarsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.