Vísir - 11.05.1942, Blaðsíða 2
VISIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
2LAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Kveinstaíir
Tímamanna.
ip ÍMAMENN sjá fram á það,
að veldi þeirra verður all-
mjög hnekkt, þegar stjórnar-
skrárbreyting sú, sem nú ligg-
ur fyrir þinginu, er gengin i
gildi. Það er ekki hægt að segja,
að þeir bregðist vel við j>essuxn
tíðindum. Frá j>eim heyrist nú
ekkert nema kveinstafir yfir
því ofbeldi, sem þeir verði að
þola af óbilgjörnum andstæð-
nxgum! Þó er bér ekki um það
að ræða, að verið sé á nokkurn
hátt að ganga á hlut Tíma-
rnanna. Það er aðeins verið að
jafna það nxisrétti, sem alltof
lengi hefir gillt í þessu þjóðfé-
lagi, um áhrif kjósenda á mál-
efni landsins. Tímamenn hafa
þar þau forréttindi, að nærri
iætur, að þeir séu tvígildir móts
við kjósendur» annarra flokka.
Nú slá þessir menn á þá
stx-engi, að vei’ið sé að stofna
til ófriðar í þjóðfélaginu með
því að taka þetta mál upp. Mik-
ið er að heyra! Það er öllum
landslýð kunnugt, að síðan i
fyrrahaust liafa Tímamenn þrá-
stagast á því, að kosningar verði
að fara fram nú í vor. Öllum
heilvita mönnum átti að vera
það ljóst, að þeir flokkar, sem
nú eru afskiptir, vegna úrelts og
rangláts kosningafyrirkomulags
— en það eru allir flokkar
þingsins nema Framsóknar-
flokkurinn — hlutu að krefjast
þess, að Ieiðrétting yrði, áður en
gengið væri til kosninga. Auðvit-
að sáu Tímamenn þetta líka. En
þeir skákuðu á því hróksvald-
inu, að málið mundi stranda á
innbyrðis ósamkomulagi hinna
flokkanna, um lausn þess.
*
Forsætisráðherra var ekkert
sérstaldega viðkvæmur fyrir
„friðnum í þjóðfélaginu“ í
fyrrahaust, þegar liann rauk í
fússi úr ríkisstjórninni. Hann
var það ekki heldur, þegar hann,
skömmu eftir endurkomu sína
í ríkisstjórnina, hækkaði mjólk-
urverðið um 15% þvert ofan i
yfirlýsingar sjálfs sín um að allt
verðlag skyldi haldast í októ-
hervísitölu þar til þing kæmi
saman. Og hann var sízt af öllu
friðsamlegur í nýjársboðskap
sínum.
Sannleikurinn er sá, að ekkert
hefir spillt friðnum eins og liinn
taumlausi ofsi og yfirgangur
Framsóknarflokksins. Er nú svo
komið, að hér er engum friði
fyrir að fara. Og það er öllum
ljóst, sem hlutlaust vilja líta á
málið, að líklegasta tryggingin
fyrir friðsamJegum úrlausnum
á komandi árum, er sú að öllum
kjósendum landsins sé gert jafn-
hátt undir höfði. Lýðræðisbar-
átta sú, sem nú fer fram í heim-
inum, beinist gegn forréttindum
i sérhverri mynd. Menn ættu
ekki að vera þeir steingerving-
ar, að átta sig ekki á því, að það
er ósamrýmanlegt Iýðræðishug-
myndum nútimans, að einn
stjórnmálaflokkur geti verið
tvigildur móts við alla aðra.
*
Um þær mundir, er þing kom
saman, var á það bent hér í blað-
inu, að þjóðin myndi fagna því,
ef samstarf væri endurreist á
víðtækum grundvelli og mætti
þá komast hjá kosningum. Þessi
hugmynd var talin fráleit í Tím-
anuxn, og aðeins vottur þess, að
sjálfstæðismenn óltuðust kosn-
ingar. Mánuði síðar var málið
tekið upp að nýju liér í blað-
inu nokkuru ýtarlegai’. Þá kall-
aði Tíminn það „Fi'óðárundur“
að nokkur maður skyldi ganga
með þá „dagdraunia“, að nýtt
samstarf væri ákjósanlegt. Það
er ekki fyrr en eftir að sýnt er,
að framgangur kjördæmamáls-
ins er tryggður, að Tímamenn
fara að rumska. Þá eru gerðir
út menn af þeirra hálfu til við-
tals við aði'a flokka um mögu-
leikana á nýju samstarfi.
Kveinstafir Tímamanna geta
vai'la orðið til þess að vekja
mikla samúð hjá þeim, sem vita
hvernig allt er í pottinn búið.
Tímamenn heimtuðu kosningar
meðan þeir gerðu sér von um,
að þeir gælu óái'eyttir notið
ranglætis úrelts kosningafyi'ir-
komulags eitt kjörtímabil enn.
Þegar sú von brást, snérist þeinx
hugur. En þá var það of seint.
Nú sjá þeir sína sæng uppreidda.
Sjálfir liafa þeir reitt sér þá
sæng. a
Aðalfundur
Félags íslenzkra iðnrekanda.
Aðalfundur Félags íslenzkra
iðnrekenda var haldinn 8. þ. m.
I félaginu eru nú 64 iðnfyrir-
tæki hér í bæ, og fer meðlimum
stöðugt f jölgandi. Á s.I. ári f jölg-
aði þeim um 8.
Hér á eftir fer útdráttur úr
skýrslu félagsstjórnarinnar á
s.l. starfsári.
Á s.l. hausti sagði Iðja upp
öllum gildandi kaup- og kjai-a-
samningum við félagið, en sú
uppsögn var dæmd ógild af Fé-
lagsdómi. Lentu iðnrekendur
því ekki í sömu úlfakreppunni
og ýmsir þeir atvinnurekendur,
sem í kaupdeilum áttu um s.l.
áramót. — Þá vann skrifstofa
félagsins mikið að því að útvega
iðni'ekendum verkafólk, og vai’ð
henni töluvert ágengt í þeirn
efnum.
Bæjarráð samþykkti, að láta
félaginu í té lóð undir sýning-
arskála fyrir væntanlega iðju-
sýningu. Er sú.lóð á horni Ei-
ríksgötu og Hringbrautai'.
Fyrir atbeina Félags íslenzkra
iðnrekenda og Landssambands
iðnaðarmanna var lögum um
Iðnlánasjóð breytt á s.l. ári.
Framlag ríkisins til sjóðsins var
hækkað úr 25 þús. kr. á ári í
60 þús. kr., en auk þess var
sjóðnum heimilað að gefa út
handhafavaxtabréf, sem nemi
að nafnverði allt að tvöföldum
l>eim höfuðstóC sem sjóðurinn
hefir á hverjum tíma. — Þá var
í þessuin lögum Félag íslenzkra
iðnrekenda viðurkennt sem
fulltrúi iðjunnar, og er það í
fyrsta skipti, sem félagið hefir
fengið slíka Viðurkenningu í
lögum.
Á fundinum var samþykkt til-
laga, þar sem skorað var á rík-
isstjórnina að setja nú þegar á
stofn vinnumiðlunarskrifstofu,
sem skrásetji állt vinnufært
fólk og annist ráðningu þess til
allra starfa. Ennfremur var
skorað á Vinnuveitendafélag Is-
lands að hlutast til um, að aðrir
vinnuveitendur tækju þetta mál
upp á samskonar grundvelli.
Á fundinum var kosið í stjórn
félagsins, og voru þessir kosnir:
Félagsformaður: Sigurjón Pét-
ursson; gjaldkeri: Bjaxmi Pét-
ursson; x-itari: Sig. B. Bunólfs-
son; meðstjórnendur: Jón Kjar-
tansson og Sig. Waage. Vara-
stjórnarmenn: Helgi Síverten
og Arnbjörn Óskarsson.
»Pála«
Oigurður Eggerz, sýslu-
maður, Ieit sem
snöggvast inn á ritstjórn
blaðsins í gær og var tæki-
færið gripið til þess að eiga
stutt viðtal við þenna góða
gest. —
„Ný hók — ekki salt?“ segj-
um véi’.
„Jó.“
„Hvað heitir hún?“
„Pála —“
„Um hvað er hún?“
„Eg sendi þér liána — —“
„Ei’ liún um ást, æsku, stjórn-
mál-------“
„Já, en gei'ir }>að nokkuð?“
„Er það leikrit?“
„Já —“
„Á að leika það -— -—“
„Nei.“
„Verður það lesið mikið?“
„Nei------“
„En því ertu l>á að ski-ifa
hana?“
„Hvað gerir maður ekki fyrir
sig sjálfan-----“
„Hvernig er Pála?“
„Spurðu mig ekki um hana
— lestu bókina.“
„Þú ert búinn að skrifa 3
leikrit.“
„Það logar yfir jöklinum,
Likkistusmiðurinn og Pála. Já,
og fjórða leikritið, „I sortanum“
— — það var prentað, en aldrei
sent á markaðinn.“
„Af hverju?“
„Efnið var tektð úr þjóðsögu,
sem var of ung------—“
„Hvernig semur ykkur, bæj-
arfógetanum, sýslumanninum
og Ieikritaskáldinu?“
„Við smáhæðumst liver að
BæjciF
fréttír
Krían
lætur ekki á sér stánda nú, frek-
ar en endranær. Komu f jórar þeirra
i rannsóknarleiðangur til Tjarnar-
hólmans nú um helgina. Endur
verpa nú í hólmanum, og liggur
ein þar á níu eggjum. Önnur lá á
þremur, en svartbakurinn sá fyrir
þeim. Þeitt er þa'ð, að börn e'ða ung-
lirfgar ráðast að fuglum hér á
Tjörninni og í grennd, og reyna að
granda þeim. Hafa menn spurnir
af að þetta hefir tekizt, og er illt til
að vita. Fuglarnir eiga að hafa hér
friðland; það fegrar bæinn og kem-
ur engum að nleini.
Næturlæknir.
Jónas Kristjánsson, Grettisgötu
8i, sími 5204. — Næturvörður í
Ingólfs apóteki.
Dýraverndarinn,
3. tbl. þ. á„ er nú komið út. Efni
er þetta: Ráðgátur og getgátur, —
Brunka — Komma, og ýmislegt
fleira.
Útvarpið í dag.
Kl. 20.30 Erindi: Versiðir í Sel-
ey eystra (Lúðvík Kristjánsson
kennari). 20.50 Hljómplötur: Sjó-
mannasöngvar. 21.00 Um daginn og
veginn (Sigurjón Ólafsson). 21.20
Útvarpshljómsveitin: Norsk þjóð-
lög. Einsöngur (Ólafur Magnússon
frá Mosfelli) : a) Lagasyrpa með
undirleik hljómsveitar. b) Schu-
mann : Þú ert sem bláa blómið. c)
Schubert: Myndin af henni. d)
Schumann: Ferðasöngur.
Trésmidur
óskasl yfir sumarið í sveit
til innanhússviðgerða o. fl.,
skammt frá Akranesi. Uppl.
á Laugavegi 43, 1. hæð.
Viðtal við Sigurð Eggerz.
öðrum —- — en annars spilum
við golf á hverjum degi — —
það sameinar okkur.“
„Hvað segirðu um stjórnmál-
in?“
„Eg vil endurreisa Alþingi.“
„Langar þig á þing?“
„Þangað kemst enginn nema
foringjarnir taki hann í skjóðu
sína og kasti honum inn fyrir
hið gullna hlið.“
„Viltu þá vera skjóðuþing-
maður?“
„Nei — — en hvern „andskot-
an“, eins og skrifað stendur,
kemur þetta málinu við? Ætl-
arðu að spyrja mig um meira?“
„Nei —“
„Má eg þá livísla þvi að þér,
að þegar eg kem til Reykjavík-
ur til þess að búa hér, þá ætla
eg að stofna leikfélag-----og
ef eg hefi meirihluta í félaginu,
þá verður Pála leikin-----allt
er allsstaðar komið undir meiri-
lilutanum.
Svo kvaddi sá hvíthærði oss
með háðbros á vörum, en hann
snéri sér við í dyrunum: „Þú
kemur\ þegar nýja leikfélagið
hefir fyrstu sýningu sína á
Pálu.------Ætl-ekki allur bær-
inn komi?“
K.R. heiðrar Í.S.Í.
Hálff þúsund manns iðkar
íþróttir í K. R.
Undanfarið hafa K. R.-ingar
verið að undirbúa vandlega fim-
leikasýningu, sem þeir halda til
heiðurs I. S. í., í tilefni 30 ára
afmælis þess.
Hinn snjalli fimleikakennari
K. R., hr. Vignir Andrésson, er
nú að koma fram á sjónarsviðið
með 2 karlaflokka, er munu
vekja mikla athygli og aðdáun a
sýningunni annað kvöld. Auk
þess sýnir þarna hinn ágæti
kvennaflokkur úr Gagnfræða-
skóla Reykjavíkur, undir stjórn
Vignis Andréssonar.
Eru það því þrír flokkar, sem
sýna fimleika annað kvöld og
munu margir hlakka til að sjá
þessa glæsilegu flokka. *
Á undan sýningunni ávarpar
formaður K. R., Erlendur Pét-
ursson, í. S. I. með nokkrum
orðum. En í sýningarlok heldur
forseti 1. S. I., Benedikt G.
Waage, stutta ræðu.
Gamla bíó
sýnir þessa dagana mynd, sem
nefnist „Mr. og Mrs. Smith“. Er
það bráðskemmtileg gamanmynd,
nieð Carole Lombard og Robert
Montgomery í a'ðalhlutverkunum.
Einbýlishús til leigu
Nýtt steinhús í hágrenni bæjarins (5 herb.) til leigu, gegn
útvegun á minni íbúð í bænum.
Lysthafendur leggi tilhoð inn á afgr. Visis, merkt: „XYZ“
fyrir þriðjudagskvöld. —
Fimleika-
sýningu
heldur K. R. i íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu
á, morgun kl. 8.30 e. h.
SIGLINtiAR
railli Bretlands og Islands halda áfram,
eins og að undanfömu. Höfum 3—4
skip í fömm. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
CuUiford ti Clark i «i.
BRADLEYS CHAMBERS,
LONDON STREET, FLEETWOOD.
Linoleum
í FJÖLBREYTTU ÚRVALI
FYRIRLIGGJANDI.
Á. Einarsson & Funk
Tryggvagötn 28.
Anna Iwanowna
heitir bókin eftir konn Höyers í Hveradölum
Kynnist lífi þessarar konu. —
Vil kaupa
útungunarvél.
Uppl. í síma 5471.
Stúlku
vantar á Café
Central.
Atvinna óskast.
Ung stúlka óskar eftir at-"
vinnu, lielzt á klínik (hefir
starfað sem aðstoðarstúlka
við sjúkrahús úti á landi. —
A. v. á.
Duglegur,
reglusamur maður,
sem gæti tekið að sér smá
búskap, t. d. svínabú, alifugla-
bú, óskar eftir húsnæði. Til-
boð, merkt: „88“, sendist
afgreiðslu Vísis.
Notuð
Aga
eldavél óskast til kaups. Uppl.
í síma 4439 kl. 12—1 og eftir
klukkan 8.
Sendisvein
vantar.
Verzlun
Jóns Þórðarsonar
Ungur,
laghentur maður,
vanur allri algengri vinnu,
óskar eftir vinnu samfara
húsnæði. — Tilboð, merkt:
„Laghentur“, sendist afgr.
Vísis.
Hótor-
iláttavél
til sölu og sýnLs i garðinum
hjá Elli- og hjúkrunarlieim-
ilinu Grund.
Eyfirðingafélagið
heldur vorsamkomu sína i
Oddfellowhúsinu annað
kvöld (þriðjudag) og liefst
hún með kaffisamdrykkju
kl. 8%. Aðgm. við inng. Til
skemmtunar verður:
1. Kórsöngur. (30 manna
blandaður kór, — I. O. G. T.
kórinn — undir stjórn Jó-
hanns Tryggvasonár frá
Hvarfi í Svarfaðardal.
2. Leikþáttur (hlátursefni)
3. Upplestur.
4. Dans, sem hefst rneð
svokölluðum vísnamarsi
(gamansamri nýung).
AlJir Eyfirðingar velkomn-
ir og mega taka með sér gesti.
Krlstján Goðlangsson
Hæstaréttarlögmaðnr.
Skrifstofutími 10—12 og 1—6.
Hverfisgata 12. — Sími 3400.