Vísir - 16.05.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 16.05.1942, Blaðsíða 3
VlSIR upp. Það kvartar ekki. Það geng- ur í fangajbúningi, etur lélegan fangamat, vinnur nauðungar- vinnu undir stjórn hrottafeng- inna og dýrslegra þýzkra fanga- varða. Það situr í myrkvastof- ura, en lætur ekki hugfallast. Meðferðin, sem það sætir, gæti gert það brjálað, en það stælir viljann. Það vill lifa, það vill berjast áfram, það vill lifa frels- un Noregs undan þýzkri kúgun- arstjórn. Fréttirnar af hinni miklu haráttu úti í heimi valda Norð- mönnunum heima oft sárum voobrigðum, en þeir táta ekki hugfallast, þeir duga, þeir hafa aðeins eina hugsun, eina von, eina fullvissu: Noregur skal verða frjáls á ný. Noregnr skal verða heim- kynni Norðmanna á ný. ★ Agætir stjórnmálamenn, norskir og aðrir, hafa sagt, að það sé Noregur, sem i dag berj- ist fyrir málefni Norðurlanda. Já: Noregur berst fyrir Norð- urlöndum, fyrir frelsi, fyrir lýð- raéði. Noregur berst baráttu andans gegn ofbeldinu. Og barátta Nor- egs mónuðina tvo vorið 1940 hafði úrslitakenda þýðingu fyrir striðið.. * Þjóðardagur Noregs — hinn 17. maí er haldinn hátíðlegur um allan heiminn, hvarvetna þar seni Norðmenn dvelja. Hann er haldinn hátiðlegur af einsetu- veiðimönnum á yzta norður- liveli og suðurhveli, á eyðilegri ey, í öræfasöndum, hvarvetna þar sem Norðmaður dvelur og hugsar sitt til ættjarðarinnar. Þvi að 17. maí er frelsisdagur norsku þjóðarinnar. Hann er þjóðardagurinn, sem ekki er liægt að afmá, hversu marga „þjóðernislega minningardaga“ sem quislingssvikararnir stofna, saínkvæmt valdboði Þjóðverja. Hinir nýuppteknu minningar- dagar munu sálast með Herr Quisling og öllum þýzka naz- ismanum, á þeim degi sem villi- menska Hitlers er brotin á bak aftur. Vorið 1940 var það aðeins sá hluti Noregs, sem enu var frjáls, er gat haldið 17. maí hátíðlegan. I Suður-Noregi stóð flaggstöng- in auð. í ár, hinn 17. maí, stendur flaggstöngin auð um allan Nor- eg, en i hjarta hvers Norðmanns brennur ástin til ættjarðarinnar, og sérhvert norskt auga sér með innri sjón þrílita fánann blakta, með nýútsprunginn ljósgrænan birkiskóg að baki. Hver ehiasti Norðmaður vonar, að næsta 17. mai verði Hákon konungur á ný í höllinni í Osló. í hverjum einasta Norðmannshug hljóma tónar þjóðsöngsins „Ja vi elsker detta landet“ og ættjarðarsálms- ins „Gud signa várt dyre fedre- land“. tJti í heimi og heima í Noregi beitir hver einstaklingur orku sinni til þess að Noregur megi verða frjóls og sjálfstæður á ný. Hver heiðarlegur Norðmaður berst fyrir málefni Noregs. Hin norska hróðurkeðja nær um allan heim, og liún slitnar ekki. Norðmenn láta aldrei und- an þýzkri nazistavillimensku. Höldsandi Norðurlanda er sterk- arí en hinn þýzki „korpóráls- andi“ Hitlers. Og Noregur skal verða frjáls á ný. Og þetta, að einbeita kröft- rnn sinum fyrir heill Noregs, er heit allra Norðmanna — heima og erlendis -— á hinum tignar- lega frelsisdegi Noregs, hinu 17. maí. Næturlœknar. 1 nótt: Björgvin Finnsson, Lauf- ásvegi ii, simi 2415. Aðra nótt: Gísli Pálsson, Lauga- vegi 15, simi 2474. Ncehtrvörður t Lyfjabúðinni ItS- unntt. Hátíðahöld Norðmanna. Framh. af 1. síðu. lauftréð, sem útsprungið var að fullu, var heggurinn. Og uppi í hlíðunum, þar sem sí-dumb- grænn greni- og furuskógurinn lók að gisna, var hvit jörð af snjó. Kollurinn á Högeberg — Háabergi — var eins og jökull. En akrarnir og engin niðri í dal- botninum voru álíka græn eins og gróðurblettirnir í Reykjavik eru nú —- sterkgræn og þrnngin af lífi. Snemma morguns heyrðust drunur ofan úr fjalli. Þar var engin fallbyssa til i Hallingdal, en það var siður, að sprengiéfni var sett i borholu á kletti, sem átti að „fara ofan hvort sem var“ og kveikt i tundrinu. Þessi samá siður er í tízku viða í Norgi. En líklega verður hann afnuminn eftir þetta stríð. Eg býst við, að þá verði flestu norsku fólki illa við, að heyra sprengjudrunur, hvort heldur er 17. maí eða aðra daga. Það hefir heyrt svo marg- ar og örlagaríkar siðustu tvö árin. Árdegis var lialdið til kirkju, og þangað héldu öll börnin i skipulegum hóp frá barnaskól- anum. Ekki aðeins frá barna- skólanum í Nesbyen. Lika frá öllum öðrum barnaskólum i sveitinni, og þeir eru margir. Aðkomubörnin höfðu sum hver þurft að fara á fætur fyrir allar aldir, því að leiðin var löng. Og ekki allsstaðar bílfært heim til þeirra. Og þurftu að ganga nokkurn hluta leiðarinnar. Eg man eina kennslukonu, sem sagði: „Hér koma öll börnin mín, nema öitt. Hann Sjur litli liafði ígerð á lágiljinni, og treysti sér ekki til að ganga það.“ — Fyrir utan allflestar sveita- kirkjur í Noregi stendur bauta- steinn, hár drangur, liögginn út úr forngrýtisbergi. Þessir bauta- steinar voru settir upp árið 1914, á 100 ára afmæli hins norska sjálfstæðis, eftir haráttuna 1810 —14, og á hann eru letruð nöfn þeirra manna úr kirkjusókninni, sem féllu.i ]>eirri frelsisbaráttu. Skrúðfylking barnanna skipar sér í liring kringum bautastein- inn, —- j>að myndast hringur af norskum fánum um minningu þeirra, sem hörðust fyrir sjálf- stæði Noregs. Stutt ræða er lialdin, miðuð við j>að, sem börn mega skilja — ekki áróður, held- ur áminning um að muna, að landinu smu eigi maður alla sína skuld að gjalda, og aldrei bregðast Jiví.----- Svo heldur skrúðgangan út í bæinn. Lúðraflokkur gengur i fararbroddi og leikur ættjarðar- lög öðru livoru. En á milli kem- ur önnur hljómlist, sem lirifur meira en þótt það væri bezti lúðraflokkur veraldar, sem lék á undan. I>að eru börnin, sem syngja. í smá-sveitabæ er börnunum raðað þannig, að þau stærstu eru látin ganga fremst, og svo fer röðin smálækkandi, og þar eru ekki aðeins yngstu börnin úr olról nr\u t>v h <« Tlitu l í f Vtl/- o IVUiu*. - -1 — ingunni böm, sem eru svo ung, að þau eru ekki farin að ganga í neinn skóla. Fjögra ára böm — og enn yngri. Meðfram aftur- fylkingunni sést fullorðið fólk, sem ber unghörnin sín í fanginu, eða ekúr j>eim i bamavagni. Eg minnist Jæss, að í Jietta skipti var m. a. litill drengur, sem var bor- inn. Hann hafði líka fáua í hend- inni. Allt i einu segir hann við móður sína: „Nu skal jeg gá sjöl (sjálfur), mor.“ Og hann gekk svona á að gizka 200 metra. Svo sagði hann við móður sina: „Du skal bære meg litt, —• men s& skal jeg g& igjen.“ Þann 17. maí 1940 átti eg heima í litlum bæ i Suður-Nor- egi. Þá var hernaður i landinu og umboðsmenn Þjóðverja bönnuðu öll hátiðahöld 17. mai. Það er, held eg, það eina rétta, sem Þjóðverjar hafa gert i Nor- egi. Það hefði orðið dapurlegt yfir J>eim hátiðahöldum — af skiljanlegum ástæðum. Og þó að það væri ekki þeirra hhita vegna, sem Jæir bönnuðu að draga norskan fána að hún, þá var J>etta gott samt. Því að fyrir bragðið mun norski fáninn ekki hafa það í sínum, annálum, að hann hafi blaktað yfir ófrjálsum Noregi, 17. mai. — Skúli Skúlason. Til sölu er eignin Jaðar við Sundlaugaveg. Semja ber við Pál Magnússon, lögfræðing. — Sími: 4964. Motor 35—45 hestöfl, með 800—1000 snúninga á mínútu, óskast nú J>egar. Land§iniðjan Strætisvap til sðlo Tilboð óskast í strætisvagninn R. 975 i því ástandi, sem hann er í, i húsi félagsins við Hringbraut 56. Tilboðin sendist á skrif- stofu félagsins fyrir 20. þ. m. Nánari uppl. hjá Björgvin Jóhann- essyni á verkstæði félagsins. Höfum flutt teiknistofu okkar úr Ingólfsstræti 9 í Bankastræti 11, 2. hæð. Helgri Hallgríinsson Þör Sandlioli Verkamenn V Mig vantar nokkura verkamenn og múrara í byggingavinnu. Löng vinna. Upplýsingar í síma 4381, eftir kl. 8 e. h. KORNELÍUS SIGMUNDSSON. Bárugötu 11. Tilk.Yiiiiiu:; frá Post- ogr simamálastförninni. Hinn 17. maí næstkomandi hefst af nýju beint símskeytasam- band við Ameriku. Frá sama tíma eru öll símskeytaviðskipti við útlönd háð skeytaskoðun Bandaríkja-setuliðsins og gilda um J>á skeytaskoðun og skeytaviðskiptin við útlönd yfirleitt sér- stakar reglur, sem fást í afgreiðslusal landssimans í Landssíma- húsinu. Öll skeyti til útlanda, sem afhent verða á landssímastöðinni i Reykjavik, skulu vera í 2 samhljóða eintökum. Landsmálafélagið Vörður heldur almennan fund fyrir alla sjálfstæðiskjósendur í Gamla Bíó á morgnn (sunnu- dag) og hefst hann kl. 1*4 e- h- — FUNDAREFNI: Kjördæmamálið og stj órnarskiptin. Frummælandi hr. alþm. Magnús Jónsson 1. þingm. Rvíkur. Einnig munu margir aðrir þingmenn flokksins taka til máls á fundinum. Allir Sjálfstæðismenn velkomnir á fundinn meðan húsrúm leyfir. StjómizL Sumarbústaður til sölu Nýr sumarbústaður á ágætum stað 17 km. fra bænum, er til sölu nú þegar. Áætlunarbilar ganga þangað daglega. Húsið er: 35 ferm. gólfflötur — steinsteyptur grunnor —• húðað utan með skel — skifa á þaki — raflýstur. — Innrétting: Stór stofa, svefnherbergi, eldhús, forstofa og geynxslnskápur — þiljað innan með oliusoðnu masonite — allt málað og takh- erað. Tilboð, merkt: „Sumarhús“, sendist Visi fyrir 20, þ. m. — • - ■ Veitingahúsið Broadway opnað aftur Hefi á boðstólum ágætan mat kaffi öl og gosdrykki. lýr §tör salnr — Mosik Reynið eitt kvöld á Broadway Tiðskiptaskráin er nauðsynleg handbok fyziz alla þá, sem eitthvað þnrfa að vita nm atvinnu- og viðskipta* starfsemi í landinu. IIiiu gefnr upplýsingar amr 539 félög og stofnanir í Reykjavík. Í043 félög og stofnanir utan Reykjavikui 1582 eða samtals félög og stofnanir viðsvegar á landinu.. 1887 fyrirtæki og einstaklinga i Reykjavík 1892fyrirta>ki og einstaklinga utan Reykjavikex eða samtals 0*7*70 fýrirtæki og einstaklinga, víðsvegar á l»ii««iíiini»; ^ sem koma á einhvern hátt við viðskiptL CCA starfs- og vöruflokkar eru i Vamings- og starfsskrá, með samtads 8760 411 skip, en J>að er allur skipastóll Islands 1ÍM2L nöfnum, heimilisfangi og símanúmeri. skip, en J>að er allur skipastóll Islands 12 smál. og stæi'ri (62 eim- og 349 mótonskip) Sundnámskeið hef jast að nýju í Sundhöllinni mánud. 18. þ. m. l>átt- takendur gefi sig fram sem fyrst. UppK i síma 40581 Ath. Fullorðnir þurfa nú aðeins að greiða aðgangsr eyri. Kennslan er ókeypis. Sundhöll Reykjavíkur /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.