Vísir - 18.05.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 18.05.1942, Blaðsíða 1
Ritstjórl: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri 1 Blaðamenn S(mi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, mánudaginn 18. maí 1942. 88. tbl. Hvernig gullforða Filipseyja var bjargað. Ævintýr kafbáts. 1 Washington hefir nú ver- ið skýrt frá ævintýralegri ferð amerísks kafbáts, sem færði Corregidorvirki skot- færabirgðir og flutti gull- forða og verðbréfaeign Fil- ipseyjastjórnar á brott þaðan. Kafbáturinn var látinn taka eins mikið af fallbyssu- kúlum og hann gat borið og kom með þenna farm dag einn að kveldi til Corregidor. Alla nóttina var unnið að uppskipun, en þegar nálgað- ist dögun var verkinu hætt, kafbáturinn sigldi 3 milur út á sjó og fór í kaf þar. Var leg- ið á hafsbotni allan daginn og engin vél hreyfð, fyrri en dimmt var orðið, en þá var aftur farið til eys irkisins og gullið og verðbréfin flutt um borð. Nokkuru fyrir dögun var kafbáturinn ferðbúinn. Hver bátverji var á sínum stað og kafbátsforinginn stóð einn í turninum. Hann kallaði til þeirra, sem höfðu unnið við útskipunina: „Vill einhver fá far?“ en enginn óskaði þess. Þetta var „síðasta ferð“ frá Filippseyjum. 12.000 Þjóðverjar felldir á i fimm dögum, segja Rússar. Gizkað á að Rússar tefli fram 1.000.000 T Enn barizt á Kerch. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. [imoshenko, marskálkur, sem stjórnar á syðri hluta vígstöðvanna, og hefir þvi á hendi stjórn sóknarinnar til Kharkov, hefir gefið út til- kynningu um árangur Rússa fyrstu fimm dagana, þ. e. til laugardags. Telja Rússar sig hafa náð miklum ár- angri, m. a. fellt 12.Q00 Þjóðverja, en venjan er að hin- ir særðu eru 3—4 sinnum fleiri en hinir föllnu. Auk þess segjast Rússar hafa sótt fram 60 km. þar sem þeim hefir orðið bezt ágengt. Þ jóðver jar geta þess hvergi, að Rússar sé í sókn og segja, að litlir bardagar sé i Rússlandi, nema á Kerch- tanganum, þar sem það er nú orðið 1 jóst, að Rússar hafa ekki beðið eins mikinn ósigur í fyrstu og Þ jóðver jar vildu vera láta. Tilkynna Þ jóðverjar að Rússum hafi tekizt að koma liði að baki þýzku víglínunni, en segja ekki frekar frá því. I tilkynningu Timoshenkos segir, að eftir að her lians hafi tekizt að rjúfa varnarstöðvar Loftárá§ir Breta á Þýzkaland árangnrs- ríkari en þá grnnar — scgir €hri§tma§ Höll^r. Eldarnir 1 Eystrasaltsborgunum sáust til Danmerkur Christmas Möller, sem komizt liefir til Englands frá Danmörku, hefir gefið blöðum Lundúnaborgar, New York og fleiri borga bæði á Englandi og vestan hafs ítarlegar lýsingar á hinu mikla t.jóni, sem orðið hefir í Lubeck, Rostock og Kiel í loftárásum þeiin, sem Bretar gerðu þar fyrir skemmstu. — Daily Express birtir í morgun frásögn þá, sem hér fer á eftir. „Við Danir megum heita ná- grannar þeirra borga á Þýzka- landi, sem verst hafa orðið úti,“ sagði Christmas Möller, „og því held eg, að mér sé óhætt að full- yrða, að við vitum meira um á- standið þarna en aðrir, sem ekki búa þar — aðeins íbúarnir s jálf- ir sé þessu kunnugri. Eg get fullyrt það, að árásir brezka flughersins síðustu vik- urnar hafa verið svo stórkost- legar, að þýzka þjóðin er lostin skelfingu. í Rostock einni urðu 30.000 manna húsnæðislausar að sögn, en auk þess urðu afar- miklar skemmdir á verksmiðj- um og opinberum stofnunum í öllum borgunum. Stundum gát- um við jafnvel séð eldana leika við himin. íbúar i norðvestur- hluta Þýzkalands hafa a. m. k. fengið að komast að því, að brezki flugherinn er voldugt vopn. Það var mikil gleði i Dan- mörku, þegar það fréttist, að borgir þær, sem Göring hafði lofað að engin leið væri að gera árásir á, væri í ljósum loga. í fyrir fáeinum vikum gerðu Bretar fyrstu verulegu loftárás sína í Danmörku. Þá var sprengjum varpað á Kaup- mannahöfn ög fólkið var liim- inlifandi, eins og gullpeningum liefði rignt yfir horgina. Ein sprengjan féll milli tveggja þýzkra skipa og þar með voru þau húin að vera“. Þá var Cliristmas Möller spurður að þvi, hversu liðmargir Þjóðverjar mundu vera í Dan- mörku. Kvað hann það álitið, að þeir liefði þar 20—40.000 menn. I fyrstu höjFðu þeir þar allmikið af loftvarnabyssum, en nú hafa þær allar verið fluttar á brott. Auk þess hafa þeir flutt á hrott sex hraðbáta. Þjóðverjar hafa látið ryðja 7 flugvelli víðsvegar um landið og eru flugvélarnar þar aðeins til varnar. Á hverju ári má kalla 3000 nýliða í lierinn. Þeir fá að bera vopn, en — engin skot. „Eg fullyrði það,“ sagði Christmás Möller að lokum, „að hin nýja loftsókn brezka flug- liersins hefir mikil áhrif — ef til vill meiri álirif, en almenn- ingur í Bretlandi gerir sér í hug- arlund. Eg er sannfærður um það, að Þjóðverjar verða harð- ara úti en Bretar í fyrra, þegar loftárásir Þjóðverjar stóðu sem liæst. Eg liugsa, að þýzka þjóð- in mundi ekki þola þetta, ef hún fengi að ráða sér sjálf“. Þjóðverja, hafi liann tekið 300 þorp, sum mjög víggirt og áttu þau að vera aðalvarnarstöðvar Þjóðverja á þessari víglínu. Auk þeirra, sem fallið hafa og særzt, segjast Rússar hafa tekið 2000 fanga, eyðilagt 400 skriðdreka og tekið 25, 210 fall- byssur eyðilagðar og 360 teknar, 217 vélbyssur eyðilagðar og 379 teknar, 700 bílar eyðilagðir og ÍK) teknir, 147 flugvélar eyðilagð- ar og að auki segjsta Rússar liafa náð milljónum riffilskota. Segjast þeir hafa rekizt á Iilaða af ýmiskonar birgðum, sem Þjóðverjar Iiafi verið bún- ir að draga að sér með sókn fyr- ir augum og auki þetta á tjón þeirra. Riddaralið er nofað til að veita Þjóðverjum eftirför, en þeir senda fram 30—40 skriðdreka i einu í því skyni að stemma stigu við framsókn Rússa. Segja Rússar, að hinir nýju skriðdrek- ar þeirra af Voroshilov- og Val- entinegerðum séu sterkari og hetur vopnum búnir en skrið- drekar Þjóðverja. Af síðustu tilkynnifigum Rússa þykir mega ráða, að þeim hafi orðið mest ágehgt fyrir sunnan Kharkov og sé þeir komnir suðvestur fyrir þá borg. Ætla Rússar sér líka að ná Krasnograd, 80—90 km. suð- vestur af Kharkov, þvi að sú liorg er mikil járnbrautarmið- stöð. Bæði Þjóðverjum og Rússum kemur saman um það, að enn sc barizt af kappi á Kerchtanga. Segjast Rúsar nú hafa hörfað svo langt, að barizt sé í borginni sjálfri, en Þjóðverjar segjast hafa hana og höfnina iá sinu valdi og sé barizt á noi'ðaustur- odda tangans, þar sem Rússum hafi verið þjappað saman. Þjóðverjar skýra frá því, að Rússum hafi tekizt að setja lið á land vestar á tanganum, ]i. e. fyrir aftan Þjóðverja. Rússar geta ekki um þetta í sínum til- kynningum. Rússar nefna ýmsar liersveit- jr í tilkynningum sínum fyrir hreystilega framgöngu. Einni deild „Sovétvarða“ er þökkuð Hákon konungur úthlutar heiðursmerkjum. Norskir sjómenn, sem sérstök afrek hafa unnið, eru sæmdir nýstofnuðum heiðursmerkjum, — herkrossi og heiðurspeningi. Meðal þeirra, sem krossana hafa hlotið er Ansgar Kredhjem skipstjóri, sem hjargaði þúsundum hermanna frá Dunkirk í maí 1940, við hin erfiðustu skilyrði. Fjórum öðrum krossum hefir verið úthlutað til skipstjóra fyrir afhurða þrekvirki, er ]>eir sigldu dýrmætum skipum með dýrmætum farmi frá Sví- þjóð til Bretlands. — Á myndinni ræðir Hákon konungur við norska sjómenn. En þeirra á meðal er Einar Isaachsen skipstjóri. Kinverjar sækja á altnr. Orusta við Kalewa i Vestur-Burma Kínverjum hefir nú borizt aukið lið til YUnnán-fylkis og hafa þeir gert harða hríð að Japönum með þeim árangri. að þeir eru allsstaðar á hröðu undanhaldi, að því er hermir í fregn- um frá New York. Mikil orusta stendur hjá Pao- shan. I>ar eigast við stórar sveit- ir frá báðum og liefir Kinverj- um tekizt að stöðva Japani. Þá er mikil stórskotahríð yfir Sal- ween-fljótið'skammt frá Lung- ling. Rigningatíminn er genginn í garð þarna og er landið því afar erfitt yfirferðar, ekki sízt þar sem vegir eru engan veginn góð- ir á öðrum tímum árs. Þrátt fyr- ir afskaplegar úrkomur gátu Kínverjar gert árás á bæinn Manglus, fyrir suðvestan Lung- ling, þar sem Japanir voru að draga saman lið og bifreiðar. Amerísku sjálfboðaliðarnir, sem hafa myndað flugsveit í Asíu, hafa gert árásir á bæki- stöðvar Japana í Burma. Japanir minnast ekki á það, að Kinverjar hafi færzt i aukana þarna, en þeir segja frá mikilli orustu hjá Kalewa vestur undir landamærum Burma. Þar segja þeir, að Alexander hershöfðingi hafi fylkt 32.000 manna liði í því skyni, að gera úrslita tilraun til að stöðva framsókn Japana. Segjast Japanir liafa sigrað, fellt 6.000 brezka hermenn og tekið 2000 til fanga. Fréttaritari U. P. i Kalkutta hefir haft tal af flóttafólki frá Burma. Segir það að herflutn- ingum sé hraðað austur á bóg- inn til þess að taka við af hinum þreyttu hersveitum Alexanders, Japanir hafa gert nokkrar loftárásir á Manipur, austast í Assam. taka 35 fallhyssna og eyðilegg- ing 15 skriðdreka. Rússar segj- ast hafa skotið niður 65 flugvél- ar á laugardag og misst 20 sjálf- ir. í ítalska útvarpinu hefir nú verið sagl frá því, að möndul- veldin hafi beðið allmikið mann- tjón í Júgoslaviu, að því er segir í fregnum frá London í morgun. Yar sagt að setuliðið i landinu hefði átt við mikla örðug!eika að etja í vetur, því að snjó- þyngsli hafi gert allar samgöng- ur erfiðar og ómögulegar sums- staðar. Setuliðið í sumum smá- borgum og þorpum hafði ekkert samband við umheiminn nema með Ioftskeytatækjum og það notuðu menn Michailovicli sér. Réðust þeir á þessar einangruðu setuliðsstöðvar og tókst jafnvel að uppræta þær með öllu. 30 ný skip a einum degi. Næstkomandi föstudagur verður „skipasmíðadagur“ í Bandaríkjunum og þann dag verður 30 nýjum skipum hleypt af stokkunum þar í landi. Litvinoff hefir lialdið ræðu til Rússa frá Washington og skýrði m. a. frá þvi, hversu framleiðsan ykist hröðum skrefum. Sagði hann frá því, að í einni skrið- drekaverksmiðju væri fram- leiðslan 20 mánuði á undan á- ætlun og að nú væri smiðaðar um 1000 flugvélar á viku í land- inu. Þjóðverjar segjast hafa gert loftárás á Plymouth í hjörtu á laugardag og sökkt a. m. k. einu herslcipi en laskað tvö. Árás af sjó á Malta. ítalir hafa nú gert aðra árás sína af sjó á Malta, en snéru frá, áður en brezka liðinu tækist að sökkva meira en einum hrað- báti. Tilraimin var gerð nokkuru fyrir dögun í gærmorgun. Bret- ar hófu strax skothríð úr fall- lívssum, þegar þeir sáu hvað um var að vera. Hæfðu þeir einu iiraðbát, en litlu síðar kvað við sprenging utan af sjónum, svo að annar mun einnig hafa orðið fyrir skoti. Þegar bii ti sást italskur bátur skammt undan landi og fór hann afarhægt. Var honum sent skot, sem sökkti honum. Ekki er ósennilegt, að þessh- bátar hafi átt að rannsaka, hvernig horfur væri til að gera innrás. Italir hafa áður sent báta til Malta, en fengu þá slæma út- reið. Strandhöggs nndirhnningfnr. Brezka flotamálaráðuneytið hefir hvatt alla, sem eiga mynd- ir frá meginlandi Evrópu — að- allega hafnarborgum, strand- lengjum o. s. frv. — að senda þær til ljósmyndadeildar ráðu- ne.vtisins. Myndirnar á að nota við und- irbúning strandhöggs eða ann- arra árása á meginlandið. I út- yarpsávarpi, sem starfsmaður í flotamálaráðuneýtinu hélt í gær, var sagt frá því, að mynd, er var tekin fyrir stríð á strönd- inni lijá Bruneval á N.-Frakk- landi, þar sem Bretar gerðu strandhögg nýlega, hefði haft úrslitaþýðingu um árangur ferðarinnar. Hergögn »gefins« fyrir 677 millj. doll. Þar var tilki/nnt í Washing- ton í gær, að bandamenn hefði fengið hernaðarnauðsynjar fyr- ir 677 milj. dollara frá Banda- ríkjunum í apríl, og er það meira en nokkru sinni. f lok þ. á. eiga allir menn á aldrinum 20—65 ára að vera annaðhvort í hernum eða starf- andi í hergagnaiðnaðinum. í janúar siðastl. voru 7 millj. manna i hergagnaiðnaðinum, en í desember eiga þeir að verða 17.5 millj. að tölu. Striðsframleiðsluráðíð (War Production Board) liefir til- kynnt, að framleiðsla á einni tegund skriðdreka hafi verið meiri síðastl. mánuð einan en allt síðasta ár. Bandarikjaher hefir tekið undir stjórn sína öll flugfélög landsins. Ornsta á Köralhafi f undlrbúnlngi. Einkaskf.yti til Vfsis. Londón 'í morgun. Amerískir fréttaritarar í Melboyrne síma, að banda- menn búi sig í óða önn'undir aðra oíustu á Kóralhafi, sem verði enn stærri og afdrifa- ríkari én hin fyrri. Það er almenn skoðun, að flotadeildir Japana hafi hægt um sig, meðan þær bíða eftir liðsauka, en þeir munu gera tilraun til innrásar á Ástralíu jafnskjótt og þeim hefir bor- izt nægileg liðveizla. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.