Vísir - 18.05.1942, Síða 3

Vísir - 18.05.1942, Síða 3
VISIR Avarp vegna fjársöfnunar til Norðmanna. Daglega berast nú hörmuleg tíðindi af frændþjóð vorri, Norðmönnum. Vér íslendingar erum fámennir og íítilsmegandi, stöndum álengdar og getum lítt að gert annað en sýnt saniúð vora á einn eða annan hátt. Á sama tíma sem Norðmenn hafa beðið ómetanlegt tjón höfum vér Islendingar auðgast af veraldlegum auð meira en dæmi eru til á jafn skömmum tima. Oss væri þvi ekki Vansalaust að sitja hér við digra f jársjóðu, sem meðal annare hafa til orðið vegna þeirra hörmunga, sem dynja nú yfir þjóðirnar, án þess að láta eyri af hendi rakna til hjálpar nauðstaddri bræðraþjóð. Þess vegna teljum vér, sem undir þetta ávarp ritum, að vér geturn á engan hátt betur, svo sem högum vorum er háttað, sýnt samiiug vorn með þessari frændþjóð en með því að safna nú álitlegri f járhæð, sem varið verði henni til hjálpar að stríðinu loknu, eða þegar hún hefir endur- heimt land sitt og frelsi. — Með slíkri f jársöfnun styðj- um vér ekki aðeins nauðstadda þjóð heldur björgum vér einnig, á þessu sviði, heiðri vorum sem frjájsborin þjóð. Sameinumst því, allir íslendingar, um að sýna Norð- mönnum óskipta samúð og veitum þá hjálp er vér meg- um. Sendið gjafir yðar til Norræna félagsins, Ásvallag. 58, Rauða Kross Islands, Hafnarstr. 5, Norska félagsins s. st. eða annarra stofnana í landinu, er auglýst verður að taka á móti gjöfum til Noregssöfnunarinnar. Stefán Jóh. Stefánsson, form. Norræna fél. GuðL Rósinkranz, ritari Norræna fél. Árni Pálsson, próf. Harald Faaberg, form. Nordmannslaget. .Sigurður Sigurðsson, form. Rauða Kross ís- lands. Jónas Jónsson, alþingism., Sigurjón Á. Ólafsson, forseti Alþýðusamb. Islands. Alexander Jóhannesson, rektor Háskóla Islands. Sigurður Thorlacius, formaður Sambands íslenzkra barnakennara. Hallgrímur Benediktsson, formaður Verzlunar- ráðs íslands. Helgi Eiríksson, formaður Landssambands Iðn- aðarmanna. Árni G. Eyland, formaður Fél. ísl. botnvörpuskipa- eigenda. Guðmundur Ásbjörnsson, forseti Bæjarstjórnar. Pálmi Hannessson, rektor Menntaskólans í Reykjavík. Ragn- hildur Pétursdóttir, form. Kvenfélagsspmbands íslands. Sigurð- ur Sigurðsson, biskup. Kristinn Stefánsson, stórtemplar. Ás- mundur Guðmundsson, form. Prestafélags Islands. Valtýr Stef- ánsson, ritstjóri. Daníel Ágústínusson, ritari Ungmennafélags íslands. Jón Eyþórsson, form. Útvarpsráðs. Ben. G. Waage, kaupm., forseti I. S. I. Stefán Pétursson, ritstj. Alþýðublaðsins. Kristján Guðlaugsson, ritstj. Vísis. Jón H. Guðmundsson, ritstj. Vikunnar. Skúli Skúlason, ritstj. Fálkans. Jón Magnússon, fréttastjóri Útvarpsins. drene fyrirlíggjandi 5 Co. H.I. Símar 1858, 2872 Esja strandar. I gærkveldi, þegar Esja var að koma til Homaf jarðar, lenti hún á San deyrartanga rétt innan við skipaleguna og sat þar föst. Vísir hafði tal af Pálma Lofts- syni, framkvætodarstjóra Skipa- ; útgerðarinnar, í morgun og j spurði hann hversu alvarleg þessi tíðindi væru. Tjáði hann blaðinu, að strand þetta mundi vera með öllu meinlaust og all- ar Kkur bentu til að skipið flyti út á flóðinu í kvöld. — Það væri með öllu óskemmt og önn- ur óþægindi hlytist ekki af þessu en tímatöfin ein. Slys á Miðfirði. Það slys vildi til s.I. föstudags- kvöld á Miðfirði, skammt undan Hvammstanga, að bát með 6 mönnum hvolfdi og drukknuðu þrír mannanna. Þeir voru Jósef Jakobsson bóndi að Bálkastöð- um, Þorvaldur Kristmundsson og ögmundur Árnason, bændur að Utibleiksstöðum. Þeir ■ þrir, sem komust af, voru allt unglingar, einn þeirra Hið margeftirspurða fyrirliggjandi. Lindargötu 61 B. Upppoö Opinbert uppboð verður lxaldið við skrifstofu saka- dómara, Fríkirkjuveg 11, þriðjudaginn 19. þ. m. kl. 1% e. hád. og verður þar seldir ýmsii' óskilamimir þ. á. m. reiðlijól; ennfremur járn- smíðaverkfæri, hægindastóll o. fl. Loks verður selt Halli Crafters-ferðaviðtæki, sem er til sýnis hjá Rannsóknarlög- reglunni. Lögmaðurinn í Reykjavík. frá Útibleiksstöðum, Árni Björnsson að nafni, en hinir voru báðir úr Rvik, Haukur Hjartarson og Pálmi Theodórs- son að nafni. ' Gólfteppi GRÍSK, PERSNESK, INDVERSK o. fl.- Gólfi ottnr í mjög miklu úrvali nýkomið. Helgi Magnússon & Co. HAFNARSTRÆTI 19. Úli&iA' -éx&Urut'. skóóburð Kjólar ogr kjólaefni mikið úrval Ver*l. SMÓT Vesturgötu 17 í tilefni af 25 ára sfarfsafmæli B.TARNA SNÆBJ ÖRNSSONAR LÆKNIS, miðvikudaginn 20. þ. m. hafa Hafnfirðingar ókveðið að halda honum samsæti það kvöld. Þeir bæjarbúar sem taka vilja þátt i samsætinu, riti nöfn sín á lista sem liggur frammi í verzlun Einars Þorgilssonar, Valdimars Long og Bergþóru Nyborg fyrir kl. 3 e. h. næstkom- andi þriðjudag.- Svefnpokar ogkerrupokar úr gærum. SÚTAÐAR GÆRUR fvrirliggjandi. Sútvmarverksmiðjaii h. f. Vatnsstíg 7. Sími 4753. §láttnvélar Stungiiskófliir Á. lAuar^son Fnnk Ungur maflur óskast í kjötverzlun, þyrfti að vera vanur afgreiðslustörfum. — Grunnkaup kr. 350.00. Tilboð, merkt: „Byrjunarlaun 350“ sendist afgr. Vísis fyrir 20. þ. m.- Til leigru er stór og bjartur, upphitaður kjallari með innkeyrslu fyrir bíla. Gólfflötur rúmir 400 fermetrar. Húsnæði þetta er á góðum stað i bænum og hentugt fyi'ir iðnað eða verkstæði, t. d. bifi’eiða- verkstæði. Tilboð, merlct: „Kjallari“ sendist blaðinu fyrir 21. þessa mánaðar. — Aeftohak§nmbúðir keyptar. Kaupum fyrst um sinn umbúðir utan af skornu og óskornu neftóbaki sem hér segir: 1/10 kg. glös með loki .....................!_____ kr. 0.33 1/5 kg. glös meðloki ............................. — 0.39 1/1 kg. blikkdósir með loki ...................... — 1.50 1/2 kg. blikkdósir með loki (undan óskoi’nu neftób.)' — 0.66 Dósirnar mega ekki vera ryðgaðar og glösin verða að vera ó- brotin o ginnan i lokum þeirra samskonar pappa- og gljápappírs- lag er var upphaflega. Keypt verða minnst 5 stk. af hverri tegund. Umbuðirnar verða keyptar í tóbaksgerð vorri í Tryggvagötu 8, fjórðu hæð (gengið inn fró Vesturgötu), ó þriðjudögum og fimmtudögum kl. 2—5 siðdegis. TÓBAKSEINKASALA RÍKJSrNS. Tilkynning- frá garöyrkjuxádunaut bæfarms. . Þrir, sem hafa leigugarÖa frá bænum og pantað hafa aburð í garða sína, vitji hans sem fyrst. Sveltið ekki jurtimar. — Notið nægan áburð. ÞaÖ eru hyggindi, sem í hag koma. Daglega afgreiddar á Vegamótastíg frá kl 9 f h til 10 e. h.- Fólk er áminnt um að hafa með sér strigapoka undir áburðinn. — Verkamenn Mig vantar nokkura verkamenn og múrara í byggingavinnu. Löng vinna. Upplýsingar í síma 4381, eftir kl. 8 e. h. KORNELÍUS SIGMUNDSSÖN. Bárugötu 11. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að föðursystir mín, Guðrún Guðmundsdóttip andaðist á heimili sínu, Garðastræti 3, 16. þ. m._ Fyrir hönd mina og annara vandamanna. Ólafur A. Hanncsson.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.