Vísir - 09.06.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 09.06.1942, Blaðsíða 2
V í S I H DAGBLAÐ Útgefandi: 5LAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Ofmat og vanmat. FÁTT er leiðara, en ofmat einstaklingsins á sjálfum sér. Tiltölulega saklaust er það þó, ef ekki fer þar saman van- mat á náungánum. Það lýsir sér þá oftast, einvörðungu í sjálfs- ánægju eða laundrýldni, sem gamansömum mönnum verður til aðhláturs eins. Ofmat einstaklingsins, — það sem að ofan greinir, — virðist smitandi. Þannig er þessi veila í lunderninu landlæg i sumum byggðalögum og kemur einnig fram, sem vanmat á öðrum. Allir jtekkja það hér i landi, en taka ekki alvarlegar en svo, að í gleðileikjum einúm er á það minnst til þess að vekja hlátur. En það er engin hending að höf- undar gleðileikjanna draga fram á leiksviðið vissa tegund manna, þar sem sjálfsþóttinn, montið og aflappahátturinn fer saman. Þessir menn hafa um of vaðið uppi á undanförnum árum, ekki sízt í stjórnmálun- um. Lesið Tímann frá þvi á sunnudaginn og sannfærist. En menn þui'fa ekki einu sinni að lésa Tímann, til þess að gera sér Ijósa grein fyrir þessum sjúkleika hugarfarsins. Öllum er það ljóst, að um langí skeið hefir verið svo högum liáttað í landinu, að einn stjórn- málaflokkur hefir verið settur þar skör ofar en aðrir. Hann hefir átt flesta þingfulltrúa, en fæsta kjósendurna. Við þetta finnur flokkurinn ekkert at- hugavert, en segir: Svona á þetta að vera, við erum hinir fáu útvöldu, okkar er ríkið, mátturinn og dýrðin. Þeir, sem ekki vilja una jiessu, fá þau orð í eyra, að um fáheyrða ósvifni sé að ræða frá þeirra hálfu, og að í rauninni vilji þeir brjóta reglur lýðræðisins og stofna til þjóðfélagsbyltingar með hinum ósanngjörnu kröfum. Slíkur málflutningur af hálfu Framsóknarflokksins er ekki óeðlilegt fyrirbrigði, — síður en svo. Til skamms tima hefir aðeins einn maður verið öllu ráðandi i flokknum. Hann hefir fundið þar yfirburði sína, vitað livað liann mátti bjóða sér og gert sér til hlitar ljósar þær veil- ur flokksmannanna, sem sköp- uðu honum Jiessi óeðlilegu völd. Hefir þetla aftur leitt til þess, að foringinn hefir talið sig „yf- irmannlegan“, og vanmetið svo þjóðina, eins og flokk sinn, að hann hefir talið að allt væri henni bjóðandi. Vmsra orsaka vegna hefir þjóðin fyrirgefið þessum ráðamanni stórar yfir- sjónir, en öllum má ofbjóða, og sannarlega ofbýður mönnum, er allur flokkurinn mælir í sama anda og foringinn. Það eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga i þessu éfni og óeðlileg viðleitni til eftirliking- ar verður ávalt skopstæling en annað ekki. Þetta er öllum al- menningi Ijóst, og því talar Framsókn fyrir daufum eyrum, er floklcurinn heldur því fram, að hann eigi éinn rétt til að lifa í landinu. Stjórnmál tuttugustu aldar- innar hljóta að mótast af því einu, sem fjöldanum hentar. Engar forréttindaklíkur eiga rélt á sér í þeim efnum né öðr- um. Það verður fagnaðarhoð- slcapur framtíðarinnar. Þegar lýðræðið fær að njóta sín, fá þegnarnir það einnig, en þar til svo verður stendur vegurinn opinn valdabröskurum og í kjölfar þeirra flýtur spillingin í mörgum og mismunandi myndum. Við þær kosningar, sem nú fara í hönd, verður Iireinsað til og grunnur lagður að lieilbrigðu stjórnmálastarfi með þjóðinni. Að því beinist öll viðleitni til framfara, og hvern- ig fer urn hin veraldlegu efnin ef hin andlegu eru rotin og spillt? Ofmat sumra einstak- linga á sjálfum sér hefir miklu illu til vegar komið, en vanmat þeirra á þjóðinni má ekki Valda verri eyðingu en orðið er. Suðurnesjamenn fá vegabréf. Ákvörðun hefir nýlega verið tekin um það að íbúar Suður- nesja skuli bera á sér vegabréf eins og Reykvíkingar. Vegna jjess, að enginn myndasmiður er á Reykjanesi, hefir amgriski herinn ákveðið að senda ljós- myndara sina suður á nes til þess að taka vegabréfs-myndir af fólkinu. Eru Ijósmyndasmið- irnir amerisku farnir suður og byrjaðir að taka myndir og munu nú hafa lokið við 6—700 andlitsmyndir, en allt í allt verða þær um 1200. Kosning utan kjörstaðar hefst á morgun. Gert er ráð fyrir að um þrjú þúsund manns kjósi fyrirfram hjá lögmanninum í Reykjavík, fyrir næstu Alþingiskosningar. Kosning utan kjörstaðar hefst á morgun (miðvikud. 10. júní), um land allt. Menn eru áminntir um að kjósa hjá lögmanni óður en þeir fara úr hænum. S j ómannadagurinn, HðtíOðtiöld í ir í Vestmannaeyjum fóru fram mikil hátíðahöld og var allur fiskiflotinn í höfn og hvert skip fánum skreytt. Þorsteinn Jóns- son í Laufási setti samkomuna. Var því næst gengið til Landa- kirkju og fánar bornir fyrir. Sira Sigurjón Ámason prédik- aði. í Slakkasundskepþni um bikar Slysavarnafél. Eykyndils sigraði I>órarinn Sigurðsson. Reiptog fór fram á bryggjunni og þeir sem töpuðu dregnir i sjó- inn. Höfðu menn mikið gaman af. Skipshöfn . vélbátsins Helga sigraði í kappróðri og vann skjöld, sein Sjómannafél. Jöt- unn gaf. Um kvöldið var skemmtun, kvikmyndasýning, ræðuhöld o .fl. — Myndarlegar gjafir bárust. Helgi Benedikts- son kaupm. gaf 1000 kr. til kaupa á nýtizku kappróðrarbáti og ekkja bátsformanns, sem drukknaði á vertiðinni í vetur, gaf 1000 kr., er verði vísir að sjóði til að stofna sjómanna- skóla í Eyjum, þar sem kennsl- an sé verkleg ekki síður en bók- leg. Á Akureyri hófust hátíðahöld- in með þvi, að sjómenn gengu undir fánum til kirkju. Síra Friðrik Rafnar vígslubiskup prédikaði. Eftir liádegi voru vígðir kappróðrabátar Sjó- manna dagsins og hlutu nöfnin 200 manns á götunni í Skerjafirði 35 hú§ verða ■‘ifiii á næstiiiiiii. Þess hefir verið krafizt, að íbúar 25 húsa í Skerjafirði rými hús sín, fyrirvaralaust, eða því sem næst. A þenn- an hátt komast 41 f jölskylda með tæpl. 200 manns á götuna með atvinnu sína og heimili. Vísir hafði tal af Jónasi Berg- mann kaupmanni á Reykjavík- urvegi 19 í morgun og spurði hann um frekari aðgerðir i nið- urrifsmálum þessum. Skýrði Jónas svo frá, að í vet- ur hefði verið kosin nefnd til að grennslast fyrir um það hjá her- stjórninni, hvort fyrirhugað væri að rifa íhúðarhús í Skerja- firði, frekar en það, sem áður var húið að gera, og grennslast um það með nokkurum fyrir- vara, svo unnt væri að gera nauðsynlegustu ráðstafanir í tæka tíð, ef á þyrfti að lialda. Nefndin hefir hinsvegar ekki fengið neina vitneskju um þetta, fyrr en nú fyrir skemmstu, að íbúum 25 húsa er skipað að fara svo að segja fyrirvaralaust úr húsunum. Boðaði nefndin hús- eigendurna þá á sinn fund, fyrst 12 þeirra fyrir nokkrum dögum, og í .gærkveldi hina 13. Mætti borgarstjóri á fundin- um í gærkveldi og skýrði frá því, sem i vændum væri, að rýma yrði húsin einhvern næstu daga. Lofaði horgarstjóri jafnframt að greiða fyrir fólkinu eftir mætti og hafði góð orð um að úthluta húseigendunum nýjum lóðum fyrir þær, er þeir myndu missa í Skerjafirði. Þetta getur þó ekki komið að neinum not- um fyrr en síðat', þar eð bygg- ingarefni er með öllu ófáanlegt í bænum sem stendur. Jónas sagði að íbúarnir færu þeim mun nauðugri, sem enn væri eftir að ganga frá samningum um kaupverð húsanna, auk þess, sem fólkið væri húsvillt með heimili sín og atvinnu. Og at- vinnu sumra manna er þannig háttað, að menn hljóta óhjá- kvæmilega að missa hana og híða þar af leiðandi fjárhagslegt stórtjón. Ibúunum er reyndar visað á hermannaskála i námunda við miðbæinn, sem bráðabirgða- skýli, en þeim húsakynnum er þannig háttað, að frárennsli vantar og vatnsæðar eirmig, og að öðru leyti eru skálarnir svo illa útleiknir, að Jónas kvaðst ekki geta talið þá mannabústaði. Maður frá setuliðsstjórninni lét k\o um mælt við bæjarverk- fræðing, er hann sýndi honum hin væntanlegu bráðabirgða- húsakynni, að sennilega yrði að bæta hermannaskálana með efn- inu úr húsunum, sem rifin verða í Skerjafirði, því um annað byggingarefni er ekki að ræða. Hefir herstjórnin algerlega neit- Leiftur og Elding. Bened. Stein- grímsson hafnai'v. flutti ræðu, en Geysir söng allmörg lög. — Sex sveitir kepptu í kappróðri. B-sveit Yélstjórafélagsins sigr- aði. Sjómannafélagið sigraði Vélstjórafélagið í knattspyrnu og vann bikar til fullrar eignar. I reiptogi vann Vélstjórafélagið Skipstjórafélagið og Skipstjóra- félagið Sjómannafélagið. — Um kvöldið var dansleilcur i sam- komuhúsinu og voru verðlaun afhent. Halldór Helgason af- lienti þar formanni Sjómanna- dagsnefpdar 650 kr. i sjóð dval- arheimils aldraðra sjómanna, sem ráðgert er að koma upp. að þeim kröfum íbúanna í Skerjafirði, að byggja ný liús í stað þeirra, sem rifin verða. Sultusykur. Sú ákvörðun hefir nú verið tekin, að veita aukaskammt af sykri til sultugerðar, og nemur það 3 kg. á hvern inann. Verða seðlar fyrir sykrinum afhentir i Góðtemplarahúsinu á miðviku- dag og fimmtudag í þessari viku. Verður fólk að framvisa stofn- um af núgildandi matvælaseðli við móttöku sultusykursseðl- anna, ef það þarf á sykri að halda fyrir mánaðamót. En ann- ars verða seðlar fyrir sykrin- um afhentir með matvælaseðl- unum um næstu mánaðamót. Ævintýri próílausra ökugarpa. Um kl. 2 í nótt vaknaði fólk við Kirkjuveg í Hafnarfirði við ógurlegan hávaða og skarkala. Fólk þusti út i glugga og út úr húsunum, en sá ekkert í fyrstu. Þegar betur var að gáð sást í endann á bíl, sem hafði lent ofan í blómagarði milli húsa, en eigandi hans er Stein- unn Sveinbjarnardóttir, kaup- kona. Bifreiðin hafði rofið gat á steinvegg, sem er umhverfis garðinn, en auk þess eyðilagði hún flest trén í honum. Við athugun kom það í ljós, að karl og kona voru í bílnum og voru þau bæði ómeidd, og bifreiðin var líka furðanlega lítið skemmd, en skemmdir urðu mestar á garðinum og veggnum umhverfis liann. Stúlkan var við stýri og hún ók ekki aðeins gegnum stein- garðinn, heldur hafði hún fyrst sópað með sér girðingu, sem var hægra megin við götuna, áð- ur en hún brunaði gegnum vegg- inn vinstra megin. Mun liún hafa stigið á henzínið í stað hemlanna. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk hjá fulltrúa bæjar- fógetans í Hafnarfirði var hér um bifreiðina R 292 að ræða, en fólkið sem i henni var hafði hvorugt réttindi til að aka bíl. Spjöll í varplönd- um á Bessa- stöðum. í gærkveldi og nótt var tví-. vegis ráðist á varpland í nesinu framan við ríkisstjórabúðstað- inn á Bessastöðum. í annað skiptið voru það fjórir Islend- ingar sem ollu spjöllunum, en í hitt skiptið þrír brezkir her- menn. Hermennirnir réðust á æðar- fuglinn með grjótkasti og var lögreglunni í Hafnarfirði tafar- laust tilkynnt framferði her- mannanna. Kom hún á vettvang, en hermennirnir komust undan, en hinsvegar náðist lýsing af þeim, svo líkur eru til að hægt verði að hafa uppi á þeim. Hinsvegar náðust íslending- arnir, var það samkvæmt upp- lýsingum bæjarfógetaskrifstof- unnar í Hafnarfirði starfsfólk af hóteli einu, ein stúlka og þrír karlmenn, er höfðu gert sér að leik, að rifa egg úr hreiðrunum og henda þeim. Var það sam- stundis flutt til Hafnarfjarðar lil yfirheyrzlu. Nýja símaskráin. í dag mun verða lokið við að bera út 3000 símaskrár fyrir árin 1942—43. Er að mestu eða öllu leyti búið að bera skrána til síma- notenda í miðbænum og við Laugaveginn. Er skráin borin í Austurbæinn í dag, en verður borin í Vesturbæinn einhvem næstu daga. Það sem veldur því, hversu símaskráin kemur seint, eru erfiðleikar í sambandi við bókbandið, því mjög mikið er að gera á bókbandsvinnustöðv- unum nú um þessar mundir. Lítið eða ekkert hefir bætzt við af nýjum númerum í skrána, því sjálfvirka stöðin er nú að heita má yfirlilaðin og getur ekki aukið starfssvið sitt, fyrr en hún hefir verið stækkuð. Ófeigur Ófeigsson. 1 dag er gjörð útför Ófeigs Ófeigssonar f. bónda í Ráðagerði í Leiru. Hann var fæddur 23. ág. 1858 d. 31. f. m., faðir Tryggva skipstjóra, Ófeigs læknis og þeirra fleiri góðu systkina. í Morgunblaðinu 16. des. síðastl. ritaði eg nokkrar línur um konu hans, Jóhönnu Frímannsdóttur, og minntist hans þá lítillega. Hann var gæddur góðum gáf- um og miklum menntaþroska, stálminnugur og fróður, hefði verið sjálfkjörinn að ganga menntaveginn sem kallað er, en varð fátækur bóndi og barna- maður. Getur að visu ekki betri né þýðingarmeiri stöðu, en hún veitti honum ekki skilyrði, er hann var mest skapaður fyrir. Hann var frjálshuga og hugsaði margt, þar á meðal sjálfsagt um trúarefni og ráðgátuna mestu, sem svo mörgum er örðug, en víst mun hann hafa verið kom- inn að þeirri niðurstöðu, að ekki sé öllu lokið með látinu. Hann var blindur mörg hin síðustu ár, en gat lesið upp úr sér eins og á bók mikinn fróðleik, sem hann mundi. Hygg eg það hafi verið honum til mikillar afþrey- ingar. Hann var á alla grein vandaður maður, einarður og hreinskilinn. Þykir mér slíkra manna vert að minnast á dánar- dægri, þótt lítt hafi á borizt í lífinu. Guð blessi honum nú breyt- ingima. Kristinn Daníelsson. Kyndarar. Tvo vana kyndara vantar við síldarverksmiðju vora á Hjalteyri. Uppl. í sima 1053. H.f. KVELDÚLFUR. Óska eftir ábvggilegri Stúlku á veitingastofu. Húspláss fylgir. Uppl. í sima 4762 frá kl. 5—7. Síiilkm* óskast í þvottahúsið GRÝTU hT. Vaktavinna. — Hátt kaup. Mótorhjól Nýuppgert mótorhjól er til sölu nú þegar. Uppl. í sima 4201. Nokkurir lagtækír menzi óskast í vinnu strax. Uppl. í síma 1569. Kápu- og kjóla- Spennur og tölur í fjölbreyttu úrvali. Hárgreiðslustofan P E R L A. Bergstaðastræti 1. VÖRUMIÐAR--- VÖ*UUMBÚDIR TEIKNARI.STEFAN JONSSCN er miðstöö verðbréfavið- I! skiptanna, — Sími 1710. Steindóp Daglegar ferdir til Þingvalla Sími sérle yíisafgreiðslunax 1585 RáSlegffingarstofa fyrir barnshafandi konur er opin 2. og 4. hvern miðvikudag í hverj- um mánuði kl. 3,30—4, Templara- sundi 3.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.