Vísir - 25.06.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 25.06.1942, Blaðsíða 2
VISÍR VISiR DAGBLAí) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján GuSIaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Simar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Postular sundrungarinnar pLUGUMENN £rá andstæð ingum sjálfstæðismanna ganga nú manna á milli í bæn um og reyna að sá frækomi sundrungarinnar meðal kjós- enda Sjálfstæðisflokksins til þess að veikja aðstöðu flokks ins í kosningunum. Þeir reyna að etja einni stétt móti annarri þeir reyna að rægja suma og lofa aðra, þeir reyna að telja mönnum trú um ýmsar kvik- sögur. Ef þeir einhversstaðar finna óánægðan kjósanda, er gengið á lagið og óánægjan not- uð til að færa sönnur á að róg ur andstæðinganna um Sjálf- stæðisflokkinn sé á rökum byggður. Þessir rógberar skáka óspart fram, að formaður flokksins vinni aðeins fyrir sig og sitt fyr- irtæki, að hann styðji þá til framboðs, sem honum séu fylgjandi, að nýjum mönnum sé haldið til haka, að vissum stéttum sé ætíð haldið niðri, að sumir fái allt en aðrir ekkert, og þar fram eftir götunum. Allt þetta er prédikað nú hærra en áður til þess að dreifa eitri sundrungarinnar rétt fyrir kosningar og til þess að fá sjálfstæðismenn til að verða ó- ánægða með sinn eigin flokk, í þeirri von að það geti dregið úr aðsókn að kosningunum. ★ Það er óánægja i Sjálfstæðis flokknum eins og í öUum öðr- um flokkum, sem nú ganga hér til kosninga. Ástæða væri til að óánægja gerði vart við sig í flokknum í ríkara mæli en i öðrum flokkum vegna þess, að hann hefir innan vébanda sinna margar ólíkar stéttir og mis- munandi sjónarmið. Hinir flokkarnir eru allir hreinni stéttarfiokkar. Þess vegna væri það engin furða, þótt einhverrar óánægju yrði vart. En þær kosningar, sem nú standa fyrir dyrum, er enginn vettvangur fyrir slíka óánægju, eða tæki- færi til leiðréttingar á mismun- andi sjónarmiðum innbyrðis. Næstu kosningar snúast um eitt mál og aðeins eitt, sem á að geta veitt stefnumálum Sjálf- stæðisflokksins betri byr en ver- ið hefir undanfarin ár og veitt flokknum aðstöðu til meiri á- hrifa á gang þjóðmálanna en áður. Þess vegna á nú athygli hvers einasta sjálfstæðismanns að vera bundin við það eitt að vinna, að vinna sigur þessum kosningum. Þeir, sem nú verða kosnir á þing gera ekki annað en að staðfesta kjördæmamálið með atkvæði sínu. Þegar því er lokið, verða aftur kosningar og þá Iiggur fyrir að velja þé menn sem eiga að bera málefni flokks- ins fram og halda á loft stefnu hans næstu fjögur ár. Þá er tækifæri til að samræma sjón- armiðin. ★ Sjálfstæðismenn verða því að varast að gefa flugumönnum andstæðinganna gaum. Þeir eru á hverju strái. Samheldni, sam- heldni og ekkert annað en járn- föst samheldni verður að vera orðlak Iivers einasta sjálfstæð- ismanns við jiessar kosningar. Þann óvinafagnað má enginn gera, að láta öndvegismál flokksins vikja fyrir smávægi- Iegum sjónarmiðum. Kjör- dæmamálið verður að ná stað- festingu á næsta þingi. Eftir það koma dagar til atlmgunar á ýmsum öðrum málum. „Upval“ Nýtt tímarit að hefja gðogu sína. „Urval“ heitir nýtt tímarit, sem er að hef ja göngu sína um þessar mundir. Er það sniðið eftir erlendum tímaritum, er flytja stuttar og gagnorðar greinar til fróðleiks og skemmti- lesturs. „Reader’s Digest“, það ritið, sem „Úrval“ er sniðið eft- ir, er gefið út í nær 5 millj. ein- tökum í Ameríku. Sýnir þetta vinsældir, sem slík rit hafa er- Iendis, og þarf tæplega að efa, að „Cfrval“ mun eignast marga unnendur meðal íslenzkra les- enda og verða mikiö keypt og mikið lesið. Ritstjóri „Úrvals“ er Gísli Ól- afsson blaðamaður við „Vik- una“. Er ætlað að fjögur hefti komi út á ári til að byrja með, og kostar hvert hefti 5 krónur. Hefti það sem nú er að hefja göngu sína, er 128 bl.s og flytur það 21 grein, flestar stórfróðleg- ar og athyglisverðar. Frágang- ur er í hvívetna hinn vandaðasti. Kominn heim eftir 27 ára fj arveru. Námskeið fyrir verzl- unarmenn í háskól- anum á næsta vefri. Næsta vetur hefir háskólinn í hyggju að lialda námsskeið fyr- ir starfandi verzlunarmenn í sambandi við kennsluna í við- skiptafræðum, sem tekin var upp síðastliðið haust í þessum greinum: 1. Bókfærslu fyrir byrjendur og skammt komna. 2. Bókfærslu fy-rir lengra konina (t. d. þá, sem lokið liafa prófi í Verzlunarskóla Islands). 3. Þjóðþagfræði. 4. Beksturshagfræði. 5. Verzlunarrétti. 6. Ensku. 7. Þýzku. 8. Frönsku. Námsskeiðin verða eftir kl. 5V2 á kvöldin. í bókfærslunámskeiðunum verður kennt 3 stundir vikulega, en í hinum öllum tvær stundir. Námsskeiðin Iiefjast 15. októ- her og standa til 15. apríl. Hvert námsskeið um sig er sjálfstætt, og geta ínenn tekið þátt í svo mörgum þeirra, sem þeim sýn- ist, einu þeirra eða þeim öllum. í lok hvers námsskeiðs verður síðan haldið próf, og fá þeir, sem taka þált í þeim og standast þau, skírteini frá háskólanum jiess efnis. Þátttökugjald verður mjög lágt, aðeins 75—90 kr. fyrir þau námsskeið, þar sem kennt er 3 stundir á viku, en 50—60 kr. fyrir hin, þar sem kennt er 2 stundir á viku, svo að- hér er í rauninni um mjög lítið fjár- hagsatriði fyrir menii að ræða, og er það að þakka velvilja nú- verandi kennslumálaráðheria til þessa máls, að svo getur orð- ið. Þátttökugjald greiðist fyrir- fram. Þeir, sem vilja taka þátt í þessum námsskeiðum, verða að tilkynna það háskólaritara f'yrir 15. ágúst, og géfur hann og Gylfi Þ. Gíslason dósent allar nánari upplýsingar. Ef fleiri gefa sig fram í ein- stökum námsgreinum en unnt er að taka, ganga þeir fyrir, er fyrstir tilkynna þátttöku sína. JAKOB J. THORVALDSSON. við fiskveiðar, en áður höfðu þeir notast við gamla og sein- virka aðferð, sem kom að mjög litlu gagni móts við þessa. Jakob dvelur nú á Drafnar- stíg 3 hér í bæ, hjá bróður sín- um Óskari og háaldraðri móð- ur sinni. G. Ein. Farartálmi — Á norðurleiðinni hefir að und- anfömu verið farartálmi á ein- um stað, sem reynst hefir örð- ugur viðfangs fyrir bifreiðar, og því nær ófær fyrir litla bíla. Þessi farartálmi er ræsi á Hrútafjarðarliálsi, 2ja metra Viðtal við Jakob J. Thorvaldsson skipstjóra í Boston. Nýlega kom hingað til landsins íslenzkur skipstjóri frá Boston, Jakob Jóhann Thorvaldsson að nafni. Hann fór af landi burt fyrir 27 árum og hefir aldrei komið hingað heim síðan, fyrr en nú. Vísir náði tali af Jakob í morgun og fer hér á eftir stutt samtal við hann: —- IJvenig stóð á þvi, að þér fóruð lil Boston? — Frá því eg var smástrákur liefi eg ávallt stundað sjó- mennsku og þegar eg fór að eldast, kom að því, að eg fór að sigla til annarra landa. Árið 1910 kom eg svo til Englands og dvaldi þar í 5 ár, en þar sem eg var ekki enskur ríkisborgari, varð eg að fara þaðan úr landi árið 1915. — Og fóruð þér þaðan til Ameríku? — Já. Guðmundur gamli Sig- urðsson var ráðinn skipstjóri á skip í Halifax og við urðum sex Islendingar í hóp, sem fylgdust með honum vestur um liaf. Síðan dvaldist eg um nokkra hrið i Canada, en fór þaðan á- samt þremur öðrum mönnuin til Boston. — Ilafið þér svo dvalið þar síðan ? — Já, eg hefi verið þar síðan. Eg var eini maðurinn af þess- um f jórum, sem settist að í Bost- on, en hinir fóru þaðan eftir skamma dvöl. Eg er því fyrsti íslenzki sjómaðurinn, sem sezt að í Boston, að því er eg frek- ast veit. Litlu seinna fóru svo að koma fleiri og fleiri Islend- ingar þangað út og nú veit eg ekki hversu margir þeir eru orðnir. íslenzkir skipstjórar í Boston eru nú 10—12 að tölu. — Þér eruð kvæntur úti? — Já, Eg á konu og fimm börn. Konan mín, Geirþrúður, er af íslenzkum ættum í móður- ætt, en sænsk i föðurætt. Móðir konunnar minnar heitir Stein- unn og er ættuð frá ísafirði. Hún er nú liáöldruð og býr i borg- inni Gloucester í Massachusetts. Börnin min eru nú öll uppkom- in og eru það þrjár stúlkur og tveir piltar. Annar sonur minn tók við stöðu minni á meðan eg skrapp hingað til landsins. Eg er nú liættur sjómennsku en stunda vinnu í landi. — Hvernig líkar yður að vera kominn heim til Islands? — Mér Iikar það svo vel, að þvi verður varla með orðum lýst. Mig hefir lengi langað til þess að skreppa heim, til föður- landsins,/ en fátæktin liefir bannað mér að gera það. Eg gat ekki yfirgefið konu og börn í ómegð fyrirvinnulaus, en nú eru börnin komin til fullorðins ára og þá notaði eg lika tæki- færið. En bágt átti eg með að trúa því, að eg væri á leiðinni til íslands — eg þurfti bókstaf- lega að klípa mig við og við til þess að fullvissa mig um það, að eg væri vakandi. Og nú er eg kominn lieim. Alltaf er eg að hitta fleiri og feliri ættingja og vini, sem ég hefi ekki séð í þessi 27 ár. Það er gaman að koma heim eftir svona langa útivist. — Verðið þér lengi hér? — Nei, því miður. Eg mun ekki dvelja hér á landi nema þrjár vikur til mánuð. * Jakob er föngulegur maður, skemmtilegur og ræðinn. Það má gjarnan geta þess, að það var hann, sem innleiddi og kenndi mönnum i Boston ensk- íslenzku hotnvörpuaðferðina Hér að ofan sést hve litlu má muna að bíllinn fari út af. djúpt, sem að vísu er verið að steypa yfir, en hefir dregizt ó- fyrirgefanlega lengi. Og það sem verra er, að yfir þetta ræsi hafa verið lagðir plankar með svo breiðu millibili að stórhættulegt er fyrir litla bíla að aka þarna yfir. Einn vegfarandi, sem kom á ritstjórnarskrifstofu Vísis í gær- morgun, kvaðst af hendingu hafa frétt af þessu ræsi, er liann var á norðurleið, annars hefði hann líklega eltki getað varað Vísitalan aftur 183 Vísitalan fyrir júnímánuð er 183. Hefir hún hækkað aft- ur um þetta eina stig, sem hún lækkaði í maímánuði. Sam- kvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk, mun hækkun þessi stafa af verðhækkun á ýms- umvörum, svo sem fatnaði, þvottaefni o. fl., en einkum þó vegna hækkunar á húsa- leiguvísitölunni, sem kemur nu í fyrsta sinni til útreikn- ings á hinni almennu vísitölu. En eins og menn muna, hækk- aði húsaleiguvísitalan frá 14. maí, til 1. okt. n.k. úr 111 í 114. — sig á því og ómögulegt að vita með hvaða afleiðingum. Hann fór norður um fyrri helgi og kom aflur um miðja síðustu viku og þá hafði útbúnaður þessi engum breytingum tekið. Hafði í hvorugt skiptið verið nokkur maður nærstaddur til að hjálpa, og munu margir bílar liafa tafizt alvarlega við ræsið, eða lent i öðrum Vandræðum. Taldi ferðalangur þessi með öllu óforsvaranlegt að ganga ekki betur frá ræsinu en þetta, og ekki sizt þegar það teki4' jafn langan tima að steypa yfir það. Gjafir til Nýja Stúd- entagarðsins. Bæjarfélög Hafnarfjarðar og Siglufjarðar liafa nú gengið á undan öðrum bæjarfélögum á landinu með þvi góða for- dæmi að gefa sitt hvert herberg- ið til Nýja Stúdentagarðsins. Er gjafimar hvor í sínu lagi 10.000 kr. virði. Vonandi verða þessar gjafir til þess að örfa önuur bæjarfé- lög til þess að gefa til Stúdenta- garðsins. íslandsmótið: K. R. og Fram I kvöld kl. 8.30 heldnr ís- landsmótið áfram með því, að K.R. og Fram keppa. Bæði þessi félög standa nú jafnt að vígi, eða hafa hvort um sig 4 stig eftir 2 leiki. K.R. hef- ir unnið Val og Vestmannaev- ingana, en Fram vann Víking og Vestmannaeyingana. Það fé- lagið, sem sigrar í kvöld, mun því hafa mesta möguleikana til þess að vinna mótið. Ekki þarf að draga það í efa, að þessi leikur verður mjög spennandi. Noregssöfnunin. Jón Loftsson 150 kr. Guðrún Er- lendsdóttir 10 kr. Guðmundur Mar- teinsson 65 kr. Nordahl Grieg 100 kr. Starfsfólk Rikisprentsm. Guten- berg 420 kr. Starfsfólk Samb. ísl. samvinnufélaga 745 kr. Páll Sig- ur'Össon og frú 50 kr. ÁgóÖi af upplestri Nordahl Grieg hjá Nor- ræna félaginu 1450 kr. Hafnar- fjarðarbær 20.000 kr. Bæjarútger'Ö Hafnarfjarðar 5000 kr. Áður til- kynnt kr. 111.648,00. Samtals kr. 139.633,00. Jón Engilberts listmalari hefir gefið stórt málverk af Þingvöllum og verður annaðhvort stofnað til happdrættis um það eða það verð- ur boðið upp við eitthvert hátíðlegt tækifæri, en áður mun það verða til sýnis fyrir almenning. Gjöf Hafnarfjarðarbæjar er sú stærsta, sem Noregssöfnuninni hef- ir borizt til þessa og Hafnarfjörð- ur fyrsta bæjarfélagið, sem gefur. Málverk Jóns Engilberts er fyrsta listaverkið, sem söfnuninni berst. Hér hafa þannig verið gefin tvö falleg fordæmi. — Gl. R. í á börn og unglínga. izvzluttitv Hverfisgötu 98. Sími 1851. Lauknr Sítrónur Tómatar Agúrkur Þurkuð epli. fllmluiiwv Svefnpokar Vattteppi Bakpokar Sportblússur Ferðastígvél Sólgleraugu Crem Filmur Grettisgötu 57. Monarch- ritvél í góðu standi til sölu. Upplýs- ingar í verzluninni HKf, Brekkustíg 1. Sími 5593. Kaupum afklippt iítt hár HárgreiðsJ ustof an P E R L A. Bergstaðastræti, Bergstaðastræti 1. Stúlku til eldhússtarfa vantar tíí að leysa af í sumarfríum. Hent- ugt fyrir konu, sem hefir litíð heimili og vildi vinna sér inn peninga með aukavinnu. — WEST END, Vesturgötu 45. fæst ennþá í búðum • 1 • |l)eiziumn jíalli p_owmiy í kvöld kl 8.30 keppa ERAM - K.R. Alltaf meira 09 metra spennandiT Hvor vinnuz nú? Allir út á völl?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.