Vísir - 30.06.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 30.06.1942, Blaðsíða 2
VlSIR VISIR DAGBLAÐ íltgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstrætí). Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Ábyrgðarleysi. J^ÝLEGA var fundur haldinn í Siglufjarðarkaupstað þar sem mættir voru allir frambjóð- endur flokkanna í Eyjafjarðar- sýslu. Þar gerðist fátt sögulegt að öðru leyti en þvi, að Einar Arnason, gamall og kunnur framsóknarmaður, lýsti yfir þvi, að úr því að Framsóknarflokk- urinn liefði dregið fulltrúa sína út úr ríkisstjórninni, bæri liann enga ábyrgð á setning „gerðar- dómslaganna" né framkvæmd. Yæri það i samræmi við þessa afstöðu flokksins, að full trúi hans hefði látið af störfum i dómnefndinni. Þetta er ekki ómerkileg yfir- lýsing af liálfu hins reynda þingmanns og i lienni felst við- urkenning á •þeirri fullyrðingu núverandi forsætisráðherra, er fram kom i útvarpsumræðun- um í vetur, að Framsóknar- flokkurinn hefði þá þegar tekið ákvörðun um að eyðileggja lagasetningu þessa í fram- kvæmdinni, þótt flokkurinn bæri á henni fulla ábyrgð frá upphafi og liefði jafnvel átt að lienni frumkvæði. Framsóknar- menn vildu þó ekki viðurkenna þetta þá, og liélt Eysteinn Jóns- son því fram m. a., að það hafi sýnt sig, þegar um síðustu ára- mót, að hin svokallaða „frjálsa leið“ liefði verið gersainlega o- framkvæmanleg, „enda aldrei nema gaspur eitt.“ Kemst Ey- steinn Jónsson því næst svo að órði: „Fyrir dyrum stóðu stór- felldar grunnkaupshækkanir, sem hefðu gert allar frekari til- raunir til þess að ráða við dýr- tíðina þýðingarlausar .... Hér var þvi um tvennt að velja fyrir Sjálfstæðisflokkinn, — annað- hvort að horfa á það aðgerða- laust, að dýrtíðaraldan í land- inu risi liærra en nokkru sinni fyrr, samkvæmt hinni frjálsu leið og á þeirra ábyrgð, eða þá að snúa inn á leið Framsóknar- flokksins...Gerðardómslög- in voru gefin út, sem gerðu ráð fyrir óbreyttu grunnkaupi og verðlagi, sem meginreglu.“ Það er ekki illa til fallið, að menn hafi í huga þessi ummæli hins fyrrverandi ráðherra Framsóknar, þótt þar sé mál- um liallað og mörgu til logið um afstöðu sjálfstæðismanna til málsins á þingi, og kryfja þvi næst yfirlýsingu Einars Árnasonar lil mergjar. Hann viðurkennir frómlega, að vegna sjónarmiðs flokkshagsmunanna hafi Framsóknarflokkurinn á- kveðið að fórna þjóðarhags- munum, og ekki nóg með það, svikja og eyðileggja það hags- munamálið, er floklíurinn barð- ist harðast fyrir meðan fulltrú- ar hans sátu í stjórninni. Ekki ætti frekari vitna að þurfa við um starfsaðferðir flokksins og hvers trausts liann er maklegur af hálfu þjóðarinnar. Þó er enn lengra gengið í málefnasvikunum. Formaður flokksins Iýsir yfir því, alger- lega ófeiminn, að það eitt sé ekki nóg, að flokkurinn muni virða að vettugi stefnumál sin, heldur sé hann einnig reiðubú- inn til, að kosningum loknum, að ganga á mála lijá róttækustu Reykvíkingum og sjdmönnum finnst of mikili Framsdknarþefur at Þjúðdlfi. Ritstjóri Þjóðólfs undirbjó blaðaútgá.fu sína mjög vel með áberandi útvarpsauglýsingum og á annan hátt. Hann lofaði blaði, er mundi af réttsýni og hlutdrægnislaust gagnrýna ýmsar stjóra- arvaldaaðgerðir, hver sem í hlut ætti og annað það, er riauðsyn bæri til og blaðinu f.vndist aðfinnsluvert. Jafnframt var lofað öflugum stuðningi við framfara- og þjóðþrifamál landsmanna. Margir voru orðnir leiðir á þeirri lognmollu og ólundartón, sem þjóðstjórnarblöðin voru haldin af um það bil er Þjóðólfs- menn boðuðu útkomu blaðs síns og liugðu gott til nýs blaðs og voru dálítið eftirvæntingarfullir yfir útkomu þess. Svo hóf Þjóðólfur göngu sína. Fyrsti leiðari blaðsins var hat- römm árás á Eimskipafélag ís- lands, nákvæmlega sama efnis og rituð i sama anda og fram- sóknarblöðin höfðu svo oft klif- að á áður, óhæfilegum gróða fé- lagsins, sem yki dýrtíðiná í land- inu o. s. frv. Það má óhætt fullyrða, að inargir — sennilega allir — hafi orðið fyrir vonbrigðum er þeir lásu þenna fyrsta leiðara nýja ritstjórans í nýja blaðinu. Ýms- ir töldu að liér væru á ferð flugumenn Framsóknarflokks- ins, gerðir út til þess að veiða fá- fróðustu sálirnar í bænum í nýtt framsóknarnet. Það mun þó tæplega rétt tilgáta. Hitt mun sönnu nær, að ritstjórinn hafi verið orðinn svo sanntrúaður á mátt nútímaskottu Framsókn- arflokksins, óvildina til eins vinsælasta og mest metna þjóð- þrifafyrirtækis landsmanna, Eimskipafélagsins, að hann hafi tálið tryggara að fórna henni nokkuru af andlegri fæðu sinni, sér og blaði sínu til framdráttar um leið og hann lagði út á hina ábyrgðarmiklu braut þjóðar- leiðtogans. Menn skynjuðu fljótt af fyrsta Ieiðaranum, að þar var öflum vinstri flokkanna, tií þess að framkvæma auðjöfnun í landinu, þannig t. d. að Sveinn Sveinsson í Völundi og Einar Olgeirsson standi þar jafnfætis. Það er engan veginn nýtt fyr- irbrigði, að Framsóknarflokkur- inn sé samningaliðugur, en hitt liefir ekki verið viðurkennt fyr opinberlega af ráðamönnum Framsóknar, að flokkurinn ætti livorki stefnumál né sóma- tilfinningu, og hvernig geta þessir menn ætlast til, að kjós- endurnir ljái slíku viðrini fylgi sitt? Hér er um svo einstakt á- byrgðarleysi að ræða, jafnvel þótt í lieitri kosningabaráttu sé, að það verður með engu móti varið. Þegar slíkur velsæmis- skortur bætist við sauðsvart aft- urhald og miðaldamyrkur, sem beinist að því, að svifta kjós- endurna almennum mannrétt- indum, er sannarlega tími til þess kominn, að kjósendurnir liamli því, að þessir eiginleikar fái að leika lengur lausum hala. Þess er að vænta, að Reyk- vikingar fylki nú liði i því augnamiði, að heimta rétt sinn, og til þess að engin mistök verði á, ber þeim að kjósa Sjálfstæð- isflokkiim. Þrátt fyrir margvís- legan rógburð, sem borinn er jnanna í milli og einkum bein- ist þó að þvi að gera forystu- menn flokksins tortryggilega, er það augljóst, að hver sá kjós- andi, sem Ijær slíku eyra og bregst skyldu sinni i kosning- unum með því að veita Sjálf- stæðisflokknum ekki stuðning sinn, stuðlar um leið áð því, að viðhalda því versta, sem í þjóð- félaginu finnst, rangsleitni, stefnusvikum og ábyrgðarleysi. ekkert nýtt á ferðiníi. í lion- um var hvorki annað né meira en hin leiðinlega, íslialda, ná- strandarþoka Framsóknar- flokksins, sem á undanförnum árum hafði verið blásið að Eimskipafélaginu og starfsemi þess. Margir köstuðu því blað- inu frá sér með aumkvunar- blandinni lítilsvirðingu og lof- uðu, að það skyldi aldrei ergja þá meir. Hinn 26. maí síðastl. birti Þjóðólfur grein með fyrirsögn- inni „Áhættuþóknun“. Efni hennar er svipaðs eðlis og árásin á Eimskipafélagið. Umhyggjan fyrir landslýðnum er höfð að yfirvarpi. „Eitt af því, sem eykur dýrtíðina og vandræði siglinganna og skapar misrétti, er hin óhæfilega háa áhættu- þóknun þeirra, er atvinnu hafa af siglingum", segir Þjóðólfs- maðurinn. (Ætli ekþi flestum finnist liinn andlegi skyldleiki við manninn með „hræðslu- peningana“ nógu skýr?). Ja, aumingja maðurinn, mun flestum verða á að hugsa, er les þessa grein höfundarins. Öfundar liann mennina, sem komust særðir að landi á Fróða? Eða eru það máske þeir, sem björguðust særðir af fleka af Reykjaborg? Eða þá mennirnir, sem voru að hrekj- ast á flekanum frá Heklu í 10y2 sólarhring eftir að henni var sökkt? Sér hann eftir áhættu- þóknuninni til mannsins, sem nýlega er kominn heim úr þeirri svaðilför, liggur enn rúmfastur á sjúkrahúsi og verður sennilega örkumla, það sem eftir er æfinnar? Nei, lík- lega sér hann ekki eftir áhættu- þóknuninni til þessara manna. Mun það ekki lieldur vera öf- undin — nútíma Þorgeirsbol- inn — yfir of háum hlut sjó- manna, sem gerir hann gulan af öfund og villir honum sýn? Þjóðólfsmaðurinn heldur því fram, að ekki sé meiri hætta fyrir sjómennina að sigla en almenna farþega, er sigla á hættusvæðum og spyr, hvar sé þeirra áhættuþóknun? Frá því að ísland var her- numið, hafa 160 íslenzkjr sjó- menn látið lífið við skyldu- störfin á hafinu, og sennilega Iangflestir sökum styrjaldar- innar, sem síðan hefir geysað og geysar enn. Á sama tíma- bili hefur 1 íslenzkur farþegi Iátizt fyrir það að sigla inn á hættusvæði. 160 islenzkir sjó- menn jafngilda 1 góðum ísl. borgara, sem stundar atvinnp á landi, segir Þjóðólfsmaður- inn. (íslenzkir sjómenn eru „Grimsbýlýður“, er haft eftir læriföður Þjóðólfsritstjórans, á sínum tíma). Flestir þeir, sem siglt hafa sem farþegar yfir liættusvæðin síðan ísland var hernumið, að undanteknum farþegunum á Esju (Petsamoförunum), hafa verið kaupsýslumenn, stjórnar- erindrekar og aðrir, sem farið hafa utan til opinberra erinda- gerða. Kaupsýslumennirnir munu skammta sér áhættu- þóknunina sjálfir eftir eigin geðþótta og engan spyrja leyf- is, ejnda mun það tæplega vera íslenzkir kaupsýslumenn, sem Þjóðólfsmaðurinn ber sérstak- lega fyrir brjósti. Máske það séu þeir bankastjórarnir Villij. Þór og Ásgeir Ásgeirsson, á- samt Birni Ólafssyni stórkaup- manni ,er fóru í erindagerðum rikisstjórnarinnar til Banda- rikjana og dvöldu þar nokkra mánuði. Finnist Þjóðólfsmann- inum hlutur þessara manna of rýr í hlutfalli við áhættuþókn- unina sem sjómennirnir fá, mun hann i næsta leiðara benda rikisstjórninni á mis- réttið og gera sitt til að fá úr bætt. Sjómenn hafa fengið sína á- hættuþóknun með samningum við útgerðarmenn, er hafa haft nægt víðsýni til þess að skilja nauðsyn þeirra á bættum kjör- um með tilliti til þeirrar á- hættu, sem störfum sjómanna eru samfara. Formaður Framsóknar- flokksins hóf stjórnmálabaráttu sina með því að spilla samstarfi milli útgerðarmanna og sjó- manna, og varð of mikið á- gengt. Lærisveininum, ritstjóra Þjóðólfs, mun reynast ofurefli að leika sama leikinn. Það mun reynast með öllu árangurslaust nú, að reyna að spilla milli út- gerðarmanna og sjómanna i þessum efnum. Hvorugur aðil- inn mun gefa slíkri tilraun nokkurn gaum. Menn læra af reynslunni. Samningaréttinn má taka af sjómönnum með lögum. Vilji Þjóðólfsmaðurinn beita sér fyrir því, er honum sú leið opin. Hann um það. Annars er mjög auðvelt mál, að reikna nákvæmlega út á- hættuþóknun sjómanna, t. d. hverju hún nam á árinu 1941. Allir þeir, sem raunverulega vildu komast að því, hvaða á- lirif hún hefði á dýrtíðina i landinu, hefði byrjað á slíkum útreikningi og byggt svo rök- semdir sínar á niðurstöðu út- komunnar. Þjóðólfsmaðurinn kaus liinn kostinn, að skrifa illviljaða grein að óathuguðu máli, á lélegan hátt, í lélegt blað og það tókst. Ritstjóri Þjóðólfs má vera al- veg viss um það, að nútíma- skotturnar og Þorgeirsbolarnir — óvildin og öfundsýkin yf- ir ofstórum hlut sjómannsins — fá ekki lifað með íslenzku þjóðinni fremur en skotturnar og Þorgeirsbolarnir, sem þjóð- sögurnar greina frá, nema þeim sé veitt næring. Annars munu þessi skötuhjú hverfa með öllu, þegjandi og hljóðalaust af sjón- arsviðinu og engum gera nokk- urt mein. Það á að vera verk- efni framtiðarleiðtoga islenzku þjóðarinnar, að koma þeim fyrir kattarnef. Hinir, sem vilja líf þeirra, sem lengst og blóm- legast, munu sjá þeim fyrir næringunni. Þjóðólfsmenn ráða .sjálfir hvern flokkinn þeir vilja fylla. Hingað til hefur verið ofmik- ill framsóknarkeimur af Þjóð- ólfi. Það er máske vorkunnar- mál. Manni getur skilizt, livað ákaflega erfitt það muni vera fyrir þá menn, sem um margra ára skeið hafa alizt upp í and- legu samfélagi við Framsókn- arflokkinn og haft formann hans að kennara og leiðsögu- manni á uppvaxtarárunum, að losa sig við þá þröngsýni og óvild til manna, málefna og fyrirtækja, sem eru getin í framsóknarsauðahúsinu. Ekki ætti það þó að vera ókleift fyr- ir ungan mann, ef viljinn er fjrir hendi. Reykvikingar og sjómenn hafa kastað allri trú á skottur og Þorgeirsbola, hvort lieldur frambornar í nútíma- eða þjóð- sagnabúningi. Slikt trúboð er tæplega ómaksins vert að reka hér í bænum. Síðuslu bæjar- stjórnarkosningar ættu að geta komið sæmilega greindum manni -í skilning uin það. Gamall skútukarl. Ný bók í vændura eftir Guðmund Daníelsson. Eftir Guðmund Daníelsson rithöfund er í vændum bók í skáldsöguflokkinum „Af jörðu ertu kominn“. Fyrsta bindi í þeim flokki kom út i fyrra með undirtitlin- um „Eldur“. Þetta bindi, sem væntanlegt er í sumar eða haust, mun hljóta heitið „Sandur“. Eftir þvi sem Guðmundur skýrði Vísi frá fyrir s. 1. helgi, mun sögugangur þessa bindis gerast í öðrum stað. en á sama tima og „Eldur“, en bæði muriu bindin enda á sama punkti. Þriðja, og þá líklega síðasta bindið i skáldsöguflokkinum, verður svo framhald af báðum fyrri bindunum. Kvaðst Guð- mundur einu sinni hafa ætlað því lieitið „Landnám“, en ekki sagðist hann vera viss um, að liann gæti staðið við það. Sömu- leiðis er óákveðið hvenær síð- asta bindið keniur út. Guðmundur fór vestur á land á laugardaginn var. Þar mun liann Ijúka við það, sem hann á eftir af bókinni, en að því loknu mun hann hverfa til Ak- ureyrar og ganga þar endanlega frá útgáfu bókarinnar. Kemur hún út á forlagi Þorsteins M. Jónssonar, Akureyri. 1685 búnir að kjósa. Nú eru aðeirts fimmdagur til kjördags. Minnist þess, að áríðandi er, að þér kjósið áður en þér farið úr bæn- um og ef þér verðið ekki hér á sunnudaginn kemur. Kosningaskrifstofa Sjálf- stæðisflokksins er í Yarðar- húsinu og gefur yður allar upplýsingar viðvíkjandi kosningunum. Hringið að- eins í síma 2339 og biðjið um leiðbeiningar, ef þér þurfið á þeim að halda. Kosið er í Miðbæjar- barnaskólanum kl. 10—12 f. h., 1—5 e. h. og 8—9 á kvöldin. í morgun kl. 10 l/z voru 1685 kjósendur búnir að neyta atkvæðisréttar síns hjá lögmanni. Kjósið áður en þér farið úr bænum. x D-listinn Samkomulag milli Ríkisskips og sjómanna. Samkomulag náðist í gær milli Skipaútgerðar ríkisins og sjómanna, á þeim grundvelli, að undirmenn á skipunum fá 280 krónu hækkuri áhættuþóknunar á mánuði og einn frídag til við- bótar, en yfirmenn fá 300 krónu hækkun á áhættuþóknun. Að sjálfsögðu mun dómnefnd Djjúpir §tólar 2 djúpir stólar til sölu ó Sjafnargötu 6, annari hæð. 66ð stúlka óskast nú þegar. Hátt kaup. Vaktaskipti. Herbergi. MATSALAN. Amtmannsstíg 4. Eignaskifti Lítið liús í bænum óskast í skiptum fyrir einbýlishús utan til í bænum. Hentugt fyrir fjölskyldufólk. Þeir, sem sinna vildu þessu, leggi nöfn sín í lokuðu umslagi á afgreiðslu Vísis fyrir sununri- dag, merkt: „Eignaskipti 1942“. 1 Somar- bú§taðnr á einum fegursta stað i nánd við Þingvallavatn er til sölu. Allt fyrsta flokks. — Uppl. á Óðinsg. 32, annari hæð. Tökum upp í dag Silki- Voal og* kögrar í gardinnr VER71UNIN.««W CZ^/ tella Bankastræti 3 Vil kaupa nokkur þúsund fet af timbri 1X4 eða 1X6”. Má vera not- að steypumótatimbur eða stórir kassar. Sigurður Hallbjaraarson. Akranesi. í nágrenni bæjarins til sölu. Tilboð, merkt: „Veitingar“, sendist blaðinu. Góður fólksbíll til sölu af sérstökum ástæð- um. Til sýnis á bifreiðastöð- inni Geysir, kl. 3—4 í dag. Vörubifreið I ' til sölu á Smyrilsvegi, Gríms- staðaholti í kvöld kl. 5—7. í kaupgjalds- og verðlagsmálum taka þessa samninga til með- ferðar, og undir hennar úr- skurði er það komið, hvort samningar þessir fá að standa eða ekki. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.