Vísir - 30.06.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 30.06.1942, Blaðsíða 3
VÍSIR Virlihiilii Sími 2339. Látid skrifstofuna vita um það fólk, sem er fariö burt úr bænum. — Opiö 9-0 og 2-5 á sunnudögum. — Sími 2339. — Kjósið hjá lögmanni i Miöhæjarbarnaskólauum Opiö 10-12 f. h. og 1-5 og 8-9 e. h. og á laugardögum 1-5 og sunnudögum 3-5. D-listi er listi Sjálfstæðisflokksins Raflagnir Tökum að okkur raflagnir í nýbyggingar. Einnig breytingar og liverskonar viðgerðir á eldri lögnum og tækjum. RAPTÆTK|AVERZLIJN & VINNDSTOFA I.AUÚAVEU 46 SÍMl 6S5S pooooosKííxxxsosxioooíSttOttOíiooísoíiotiOttoocíOöoaíscöcaoíxxiOíXí; Hjartans þakklæti til allra þeirra, sem glöddu mig | d fimmtugsafmæli mínu. ■ í$ Jón Magnússon, trésmiður, | Smiðjustig 7. | lOOOOOOOOOOOOOCOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Ljósmæðra§kóli lilands Námsárið liefst 1. október næstkomandi. Nemendur skulu ekki vera yngri en 20 ára og ekki eldri en 30 ára, heilsuhraustir (heilbrigðisástand verður riánar athugað í Landspítalanum). Konur, sem lokið hafa héraðsskóla- prófi eða gagnfræðaprófi, ganga fyrir öðrum. Eigin- handarumsókn sendist stjórn skólans í Landspítalan- um fyrir 1. september. Umsókninni fylgi aldursvott- orð, heilbrigðisvottorð og prófvottorð fra skóla, ef fyrir hendi er. Umsæk jendur, sem hafa skuldbundið sig til að gegna ljósmóðurumdæmi að námi loknu, skulu senda vottorð um það frá viðkomandi oddvita. Umsækjendur Ljósmæðraskólans eru beðnir að skrifa á umsóknina greinilegt heimilisfang, og hver sé naesta símastöð við heimili þeirra. Þær, sem koma í skól- ann, eru beðnar að hafa með sér eitthvað af rúmfatnaði. Landspítalanum, 25. juni 1942. GUÐM. THORODDSEN. Enikir módelkjolar tebnir upp í dag. VerÖ frá kr. 137.00 til kr. 430.00. Dragið ekki kaupin. LEÓ Co. / Laugavegfi 38. Aðalfuitdur í Skipstjóra og stýrimannafélaginu Ægi verður lialdinn miðvikudaginn 1. júlí kl. 2 e. h. í Oddfellowhúsinu, uppi. FUNDAREFNI: Ven juleg aðalfundarstörf og ýms önnur mál. STJÓRNIN. Tilkynning frá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Grótta Þeir félagsmenn, svo. og þeir, sem vil ja ganga í félagið, geri svo vel og snúi sér til gjaldker- _ans, Gísla Jónssonar, Hofsvallagötu 16, sími 5580, sem góðfúslega lætur i té allar upplýs- ingar viðvíkjandi félaginu. STJÓRNIN. Auglýsing um skoðun á bifreiðum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Samkvæmt bifreiðalögum tilkynnist liér meðv bifreiðaeigend- um, að skoðun fer fram frá 1. til 31. júlí þ. á., að báðum dögum ineðtöldum, svo sem liér segir: Miðvikudagur 1. júlí á bifreiðum R. 1— 100 Fimmtudagur 2. . — , — 101— 200 Föstudagur 3. — - — — 201— 300 Mánudagur 6. — - — — 301— 400 Þiðjudagur 7. — - — _ 40l_ 500 Miðvikudagur 8. — - r— — 501— 600 Fimmtudagur 9. — - — _ 601— 700 Föstúdagur ........... 10. — - — _ 701— 800 Mánudagur 13. — - — — 801— 900 Þriðjudagur 14. — - — — 901—1000 Miðvilcudagur 15. — - — — 1001—1100 Fimmtudagur 16. — - — — 1101—1200 Föstudagur 17. — - — — 1201—1300 Mánudagur 20. — - — — 1301—1400 Þriðjudagur •21, — - — — 1401—1500 Miðvikudagur 22. — - — — 1501—1600 Fimmtudagur 23. — - — — 1601—1700 Föstudagur 24. — - — — 1701—1800 Mánudagur 27. — - — — 1801—1900 Þriðjudagur 28. — - — — 1901—2000 Miðvikudagur 29. — - — — 2001—2100 Fimmtudagur 30. — - — — 2100—2200 Föstudagur 31. — - — — 2201 og þar yfir. Ennfremur fer þann dag fram skoðun á öllum bifreiðum, sem eru í notkun hér í bænum, en skrásettar eru annarsstaðar á landinu. ’ * Ber bifreiðaeigendgim að koma með bifreiðar sinar til bif- reiðaeftirlitsins við Amtmannsstíg 1, og verður skoðunin fram- kvæmd þar daglega fra kl. 10—12 f. h. og frá kl. 1—6 e. h. Bifreiðum þeim, sem færðar eru til skoðunar samkv. ofanrit- uðu, skal ekið frá Bankastræti suður Skólastræti að Amtmanns- stíg og skipað þar i einfalda röð. Við skoðunina skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram skír- teini sín. Komi i ljós, að þeir hafi ekki fullgild sldrteini, verða þeir tafarlaust látnir sæta ábyrgð og bifreiðarnar kyrsettar. Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma með þau á sama tíma, þar sem þau falla undir skoðunina jafnt og sjálf bifreiðin. , Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta' ábyrgð samkvæmt bifreiðalögun- um. Ef bifreiðaeigandi (umráðamaður) getur ekki af óviðráð- anlegum ástæðum fært bifreið sína til skoðunar á réttum tíma, ber honum að koma á skrifstofu bifreiðaeftirlitsins og tilkynna það. Tilkynningar i síma nægja ekki. Bifreiðaskatturinn, sem fellur i gjalddaga 1. júli þ. á., skoð- unárgjald og iðgjöld fyrir vátrygging ökumanns, verða inn- heimt um leið og skoðunin fer fram. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyi’ir hverja bifreið sé í lagi. Athygli skal vakin á þvi, að umdæmismerki bifreiða skulu ávallt vera vel læsileg, og er því liér með lagt fyrir bifreiðaeig- endur (umráðamenn), sem þurfa að endurnýja númeraspjöld á bifreiðum sínum, að gera það tafarlaust nú áður en bifreiða- skoðunin hefst. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli, til eftirbreytni. , Tollstjórinn og lögreglustjórinn í Reykjavik, 22. júni 1942. JÓN HERMANNSSON. AGNAR KOFOED-HANSEN. Okknr vantar krakka til að bera blaðið til káupenda um Vesturbæinn Snúið ykkur strax til afgreiðslunnar. Docblaðið VINíllt Stiilkn vantar á Hótel Borg. Upplýsingar á skrifstofunni KO\SO\ heimsfrægu vindla- og cígarettu- kveikjarar nýkomnir. Bristol Bankasíræti 6. Utgerdarmenn! Sjóvátryggingarfélag íslands h.f. mininir yður á að stríðstryggja skip yðar ásamt veiðarfærnm og öðrum útbúnaði nú þegar síldveiðitíminn er að hefjast. Bjóð- um, eins og að undanfömu, hentugar sli iðstiTgfíingar til eins, tveggja eða þriggja mánaða. Athugið einnig að sjóvátryggja veiðarfærin og annan útbúnað fyrir sama tímabil. Sjóvátryqqi aq istandsl Úrval af enskum linnig úrvat af iiestnm og V efnaöar vöru verzlun — Austurstrœti Jarðarför föður okkar, Jóns Guðmundssonar skósmiðs frá Laufási, Aliranesi, fer fram föstudaginn 3. júlí frá fri- kirkjunni í Reykjavik og hefst með bæn á heimili Karls sonar lians, Ásvallagötu 29, kl. 1 e. h. Kveðjuathöfnin fer fram á heimili Axels sonar hans að Borg i Sandgerði, 2. júlí kl. 11 f. h. áður en lagt verður af stað til Reykjavíkur. Axel Jónsson. Karl Jónsson. Maðurinn minn, Stefán Gíslason verzlunarmaður verður jarðsunginn frrá dómkirkjunni fimmtudaginn 2. júlí og hefst athöfnin með húskveðju á heimili mínu, Sólvallagötu 8, kl. 1 síðd. Atþöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Ragnheiður M. Ólafsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.